Þegar við særum börnin okkar óvart

Þegar við særum börnin okkar óvart

Þegar við særum börnin okkar óvart

Alveg sama hversu mikið við viljum verja börnin okkar munu óhöpp alltaf eiga sér stað. Ný rannsókn sýnir þó að sektarkennd foreldra hjálpar engum, barninu ekki heldur.

Allir foreldrar fara í tilfinningalegt uppnám þegar eitthvað hendir börnin þeirra. Aftur á móti, þegar foreldrar sjálfir eiga sökina getur sektarkennd og sársaukinn verið óbærilegur. Ef þú hefur óvart sært barnið þitt máttu samt vita að þú ert ekki ein/n og það er ýmislegt hægt að gera til að komast yfir sektarkenndina og sársaukann sem þú finnur fyrir.

Börn detta, hlaupa á eitthvað og meira að segja falla úr höndunum á okkur – og allt þetta er eðlilegt. Og, eins og slysin sem gera ekki boð á undan sér, kemur sektarkenndin eftir að við urðum þess valdandi að barnið fann til á einhvern hátt.

Samkvæmt Healthline,er talað um „mom guilt“fyrir þá sektarkennd sem aðallega mömmur finna fyrir, þessi tilfinning að við séum ekki að gera nægilega mikið sem mæður. Það getur verið eins og mæðrum finnist auka byrði á herðum sér og fullt af hugsunum snúast um það sem „ætti“ að gera. Ef við látum eftir þessari tilfinningu og látum hana ná tökunum geta afleiðingarnar verið skelfilegar. Samt sem áður sýnir rannsóknin að svona sektarkennd hjálpar okkur ekki að hugsa eitthvað betur um börnin okkar eða hefur áhrif á hvernig við hegðum okkur í framtíðinni.

Stöðvum neikvæðu hugsanirnar

Samkvæmt foreldrablogginu Steps to Self geta mæður fundið fyrir þessari sektarkennd eftir að hafa óvart skaðað barnið, en þær geta hinsvegar skorað þessar neikvæðu hugsanir á hólm sem sækja á eftir atvikið. Þær ættu að spyrja sig sjálfar hvort „ég hefði átt að“ og „ég hefði aldrei“ hugsanir og setningar sem koma í hausinn séu sanngjarnar. Í mörgum tilfellum eru þær það ekki og með því að bera kennsl á þessar hugsanir er hægt að „svara“ þeim og stöðva þær. Þannig er líka hægt að halda áfram eftir eitthvert leiðindaatvik.

Ekki hafa fordóma gagnvart sjálfri þér

Næst skaltu hugsa – hvernig myndir þú koma fram við vin í sömu stöðu. Þú myndir ekki saka móður um að vera slæm, er það? Sennilega ekki. Í stað myndirðu segja við vininn eða vinkonuna að slysin geti gerst. Með því að taka þetta sjónarhorn fyrir með þig sjálfa er hægt að endurramma þessar hugsanir sem eru fullar af sektarkennd og séð í staðinn hlutina á rökréttan hátt.

Fyrirgefðu og lærðu

Og að sjálfsögðu þarftu að taka þér tíma til að fyrirgefa sjálfri þér um leið og allt róast. Með því að fyrirgefa þér sjálfri geturðu róað tilfinningarnar sem ólga og lagað sársaukann. Þrátt fyrir að það sé afskaplega erfitt að fyrirgefa sér fyrir að hafa valdið barninu þínu skaða, er það mögulegt með því að einbeita sér að því. Þetta er hreinlega hluti af foreldrahlutverkinu.

Hvernig á að hjálpa börnum eftir erfitt atvik

Þó sektarkenndin vegi þungt er það bara helmingurinn. Þú verður að einbeita þér að barninu. Ef þú ert ekki viss um hvað gera skal er best að hlusta á barnið og heyra hlið þess. Að ræða um sársaukann hjálpar barninu og gefur þér svigrúm til að sýna því samkennd. Þetta er mikilvægt fyrir ykkur bæði. Um leið og barnið deilir tilfinningum sínum, taktu ábyrgð á mistökunum og biddu barnið afsökunar. Að þú setjir þig í þessa stöðu hjálpar barninu að finna að á það sé hlustað og það hjálpar tengingunni ykkar á milli. Að biðjast afsökunar sýnir auðmýkt og þar af leiðandi geta næstu skref verið tekin.

Því miður, eins og sagt var í upphafi, munum við alltaf valda börnunum okkar vonbrigðum á einhvern hátt á lífsleiðinni. Ef þú getur átt við sektarkenndina og raunverulega beðist afsökunar getið þið bæði haldið áfram og notið lífsins.

Heimild: Parents.com

 

 

Meghan og Harry hafa eignast dóttur!

Meghan og Harry hafa eignast dóttur!

Meghan og Harry hafa eignast dóttur!

Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa nú eignast dótturina langþráðu og Archie því orðinn stóri bróðir. Sunnudagsmorguninn 6. júní tilkynntu Harry og Meghan um fæðinguna og á stúlkan að bera nafnið Lilibet Diana Mountbatten-Windsor. Fæddist hún þann 4. júní kl. 11:40 í Santa Barbara í Kaliforníuríki.

Hjónin segja að hún muni verða kölluð Lili. „Hún vó 3,5 kíló og bæði móður og barni heilsast vel og eru að koma sér fyrir heima,” sagði talsmaður hjónanna í yfirlýsingu. „Lili er nefnd eftir langa-langömmu sinni, drottningunni, en hún var kölluð Lilibet. Miðnafnið, Diana, var valið til að heiðra minningu ömmu hennar heitinnar, Prinsessunnar af Wales.”

Þann 14. febrúar síðastliðinn tilkynnti parið að þau ættu von á öðru barni, nær ári eftir „skilnaðinn” við bresku konungsfjölskylduna. Það var minna en þremur mánuðum eftir að Meghan skrifaði í New York Times um fósturmissinn, en sú grein hét The Losses We Share.

Hvernig á að ala upp ungling, séð frá sjónarhorni unglings: Myndband

Hvernig á að ala upp ungling, séð frá sjónarhorni unglings: Myndband

Hvernig á að ala upp ungling, séð frá sjónarhorni unglings: Myndband

Lucy Androski er aðeins 13 ára gömul en hefur margt að segja í þessum TED fyrirlestri sem við mælum með að allir foreldrar sjái. Hún hefur skoðanir á uppeldi sem snýr að hennar reynslu og þegar kemur að staðalímyndum. Foreldrar geta lært ýmislegt, s.s. um tæknina, tilfinningar unglinga, týpur af foreldrum, allt frá sjónarhorni unglings.

Lucy er yngsti fyrirlesarinn á hinum vinsæla vettvangi TED fyrirlestra og hún hefur einstakt viðhorf sem margir geta lært af. Hún var að ljúka sjöunda bekk og elskar tónlist, listir og að spila tennis.

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Alma Rut heldur úti síðunum Leikum okkur á Instagram og Facebook. Alma Rut ákvað að prófa að búa til sand fyrir dóttur sína eftir að hún sá hugmyndina á Pinterest, sand úr Cheerios.

Alma varð nefnilega vör við að dóttir hennar var mikið að setja sand og steina upp í sig. Henni fannst þetta stórsniðug hugmynd og ákvað að prufa að búa til sand úr Seríósi, eins og við köllum það á íslensku! Þú tekur bara morgunkornið og setur það í matvinnsluvél og hellir í ílát! Gaman að leika og má borða. Gæti það verið betra?

Svo er líka hægt að hafa Seríósið bara heilt og búa til dýragarð eða frumskóg!

Smellið á hnappana hér að neðan til að fara inn á síður Leikum okkur hjá Ölmu Rut. Margar frábærar hugmyndir fyrir foreldra og börn!

 

Útskýrt fyrir leikskólabörnum muninn á því sem þau „þurfa“ og „vilja“

Útskýrt fyrir leikskólabörnum muninn á því sem þau „þurfa“ og „vilja“

Útskýrt fyrir leikskólabörnum muninn á því sem þau „þurfa“ og „vilja“

Þegar kemur að smábörnum (eins til fjögurra ára) er margt sem við vitum: Þau eru full af orku, þau elska að prakkarast og þau eru sérfræðingar í að henda í eitt gott bræðiskast. Einn af þessum klassísku stöðum er t.d. matvörubúðin, þegar þeim er sagt að þau megi ekki fá eitthvað.

Þegar barn biður um dót eða nammi og mamman segir „nei“ getur stundum hún reiknað með löngu og stundum vandræðalegu kasti. Þó það sé einfalt að skrifa þetta á þrjósku barnsins getur verið dýpri meining á bak við slíkt.

Ein af ástæðunum að barnið virðist bregðast svo ýkt við þegar því er sagt að það geti ekki fengið eitthvað, er því það hefur ekki skilning á muninum á „þörf“ og „löngun,“ eða því sem það langar í og það sem er algerlega bráðnauðsynlegt. Allt sem barnið sér er „nauðsynlegt“ og þar sem þau hafa takmarkaðan skilning á hvernig fjármunir virka geta þau ekki skilið hvers vegna þau geta bara ekki fengið hlutinn.

Eitt sem foreldri getur reynt að gera er að vinna með barninu með því að kenna því hvað sé eitthvað sem barnið vill og hvað sé það sem barnið þarfnast. Þetta getur haft góð áhrif á framtíðarþróun barnsins og skilning þess á hlutum.

Skilningur á löngun og þörf getur komið þegar útskýrt er fyrir barninu hvernig peningar koma til og hvers virði þeir erum. Þegar við kennum börnum muninn á löngun og nauðsyn erum við að kenna þeim hvernig peningar virka. Sem fullorðið fólk eyðum við fyrst í það sem við þurfum til að komast af, svo getum við eytt í það sem okkur langar í. Að innprenta þetta í huga barnsins þegar það er ungt getur bæði komið í veg fyrir misskilning og einnig hefur það góð áhrif á það til framtíðar.

Haltu samræðunum gangandi

Smábörn læra betur þegar þjálfuninni er viðhaldið, ekki bara þegar sest er niður og „messað“ yfir því í stutta stund! Þegar þið eruð í búðinni, talaðu um nauðsyn þess að líkaminn þurfi ávexti og grænmeti, t.d. en sælgæti sé meira það sem barnið vill, eitthvað sem gæti verið fínt að fá stundum, en það þurfi ekki á nammi að halda til að lifa af.

Lestu sögur

Ef þú finnur bækur sem fjalla um málefnið getur það verið stórkostlega hjálplegt.

Vertu fyrirmynd

Börnin okkar drekka í sig þekkingu eins og svampar og stærstu fyrirmyndinar eru þeir sem í kringum þau eru. Þau horfa á mömmu og pabba til að læra um þeirra heim. Þau sjá viðbrögð þeirra og sambönd og nota þau sem viðmið um hvernig þau eiga að hegða sér. Þetta getur hjálpað við að sjá muninn á löngun og nauðsyn. Þó fullorðnir geti að sjálfsögðu tekið sínar eigin ákvarðanir er mikilvægt fyrir barnið að sjá mömmuna „sýna“ muninn – t.d. þegar mamma ákveður að eyða ekki í eitthvað fyrir sig sjálfa getur hún útskýrt fyrir barninu ástæðu þess hún gerði það ekki.

Að læra muninn á nauðsyn og þörf er ekki eitthvað sem gerist yfir nóttu, heldur tekur það margar samræðustundir og leiðbeiningar.

Heimild: Mom.com

Átta góð ráð til að halda ró sinni sem foreldri

Átta góð ráð til að halda ró sinni sem foreldri

Átta góð ráð til að halda ró sinni sem foreldri

Að vera foreldri er streitufullt og það er varla augnablik þar sem hægt er að slaka algerlega á. Hugurinn er á sífelldu iði og einhver þarf alltaf eitthvað frá okkur. Stundum virðist sem foreldrar hafi ofurkrafta miðað við allt sem þeir koma í verk, en það er samt ekki svo.

Þegar foreldrahlutverkið reynir virkilega á, slæmur dagur á sér stað getur skapið fokið út í veður og vind.

Þegar við finnum að slæma skapið er á leiðinni er það oftast því hlutirnir gengu ekki alveg eins og áætlað var. Kannski var það í okkar valdi, kannski ekki. Verum bara hreinskilin – fullt getur farið úrskeiðis á degi hverjum!

Barnið er að taka bræðiskast…aftur

Þið eruð of sein í skólann…aftur

Enginn hlustar…enn og aftur

Barnið hreytti í þig ónotum…aftur

Þið sjáið mynstrið hér, enda þekkja þetta allir foreldrar. Suma dagana viljum við bara öskra, fara aftur upp í rúm eða keyra á ókunnan stað og byrja upp á nýtt! Þessir dagar eiga sér stað, og það er eðlilegt. Þú ættir samt ekki að þurfa að þjást því geðheilsan þín skiptir fjölskylduna miklu máli og hvernig þú átt við streitu er stór hluti andlegrar vellíðanar. Breyttu sjónarhorninu og eigðu þessi ráð í „verkfæratöskunni“ upp á að hlaupa.

1. Settu mynd á

Ef dagurinn virðist vera á leið með að verða óstöðugur er engin skömm í því að setja bara mynd í tækið. Ef foreldrar hefðu getað, hefðu þeir líka gert það á öldum áður. Láttu alla vera sammála ef hægt er og þá verða allir ánægðir og gleyma sér. Ef þig langar ekki að sjá myndina geturðu laumast í burt og notið einverunnar.

2. Búðu til heitan drykk

Sumir foreldrar lifa á kaffi. Ef þú átt slæman dag, gerðu þér dagamun og búðu til kakó eða kauptu bolla á kaffihúsi. Andaðu að þér ilminum og njóttu. Auka koffín gerir oft gæfumuninn og getur breytt deginum fyrir þig. Stoppaðu allt sem er í gangi og hugsaðu um þig í nokkrar mínútur.

3. Gefðu knús

Nei, ekki bara til hvers sem er, heldur faðmaðu krakkana og fjölskylduna! Eitt einfalt faðmlag sleppir endorfíni til heilans og þú verður rólegri og glaðari. Ef þú ert að verða reið/ur og í slæmu skapi, taktu börnin í fangið. Þú ert foreldrið og þau vilja sjá þig sýna ástúð fremur en reiði. Knúsið hjálpar ykkur báðum og breytir skynjuninni.

4. Slepptu tökunum

Stór hluti foreldrahlutverksins snýst um stjórnun. Þú stjórnar heimilinu og krökkunum. Þú fylgist með athöfnum, keyrir til og frá með þau, þarft að muna hvað hverjum finnst gott að borða, og það sem mamma eða pabbi segir, það á að standa. Ef þú ert leið/ur eru allir leiðir. Ef dagurinn er ekki að fara samkvæmt áætlun, taktu djúpan andardrátt, slakaðu á öxlunum og slepptu tökum á stjórninni. Þú stjórnar kannski ekki deginum en þú getur stjórnað hvernig þú bregst við honum. Bregstu við af reisn og hógværð.

5. Farið út

Erfiðasta sem foreldrar ganga í gegnum þegar þeir eiga slæman dag er að komast úr þessu vonda skapi. Það er stundum erfitt inni á heimilinu. Breyttu því um umhverfi og farið út úr húsinu. Það getur hreinlega bjargað deginum. Þó það sé bara að fara út í garð, skiptir það samt máli. Krakkarnir hlaupa um og ferskt loft hjálpar öllum.

6. Leggðu þig

Þegar þú ert með litla krakka er kannski erfiðara en að segja það að leggja þig. Ef þú ert samt heima með makanum, vinkonu eða eldra barni er kannski sniðugt að leggjast inn í rúm, þó það sé ekki nema 20 mínútur. Leggstu niður, lokaðu augunum og ýttu á „reset“ takkann! Taktu djúpa andardrætti, hægðu á önduninni.

7. Jóga

Ef þú kannt jóga er það alger snilld. Settu myndband á YouTube og fáðu krakkana með, ef þeir geta. Teygðu þig og fáðu blóðflæðið í gang. Yogi Approved hefur allskonar hreyfingar fyrir upptekna foreldra að gera með börnunum sínum. Þannig breytirðu andrúmsloftinu á heimilinu og það hjálpar líka við þennan bakverk! Þú getur losnað við heilmikið af streitu með jógaæfingum.

8. Biðstu afsökunar

Það er mjög gott fyrir foreldra að biðja börnin hreinlega afsökunar ef þeir hafa gengið of langt. Þó að þú hafir ekki verið að garga, útskýrðu fyrir þeim að þú eigir slæman dag og þú viljir ekki að það bitni á þeim. Skap foreldranna hefur áhrif á alla á heimilinu og getur hangið eins og þrumuský yfir öllu. Biddu þau afsökunar og kenndu þeim að það er í lagi að eiga slæman dag, en ekki taka tilfinningarnar út á öðrum.

 

 

Pin It on Pinterest