Kostir þess að eiga gæludýr á meðan barnauppeldi stendur

Kostir þess að eiga gæludýr á meðan barnauppeldi stendur

Kostir þess að eiga gæludýr á meðan barnauppeldi stendur

Ertu að velta fyrir þér hvort þú ættir að bæta gæludýri í fjölskylduna? Stutta svarið ætti að vera: „Já“. Hér eru nokkrar frábærar ástæður sem hjálpa þér að taka réttu ákvörðunina!

Gæludýr hjálpa börnum

Börn elska gæludýrin sín, og það er af góðri ástæðu. Dýr, hvort sem þau eru stór eða smá, veita einstakan félagsskap. Allir vita að börn elska dýr! Þú þarft ekki að leita lengi í herbergi barnsins þíns til að finna þar bækur, myndir, leikföng og fleira sem minna á dýr.

Talið er að um fjögur af hverjum 10 börnum hefji líf sitt í fjölskyldu sem heldur dýr á heimili sínu og um 90% barna alast upp með dýri á einhverjum tímapunkti æskunnar, segir Gail F. Melson, PhD,rithöfundur bókarinnar Why the Wild Things Are: Animals in the Lives of Children.

Foreldrar halda kannski að gæludýrið veiti barninu einungis skemmtun eða félagsskap, en það er svo miklu, miklu meira. Það kennir börnum samkennd, ábyrgð og hjálpar til við tilfinninga-, tauga- og félagsþroska ásamt líkamlegum þroska.

Börn læra mikið af dýrum

Börn lesa stundum fyrir dýrin sín og leika við þau í leikjum. „Það er ekkert skrýtið,” segir Mary Renck Jalongo, PhD, rithöfundur The World of Children and Their Companion Animals. Kennarar hafa löngum vitað að dýr hafa hjálpað börnum og eru meðferðardýr (aðallega hundar) oft hafðir við hlið barna sem hafa átt í náms- og þroskaerfiðleikum. Nú hafa rannsóknir sýnt að öll börn hafa ávinning af því að umgangast dýr. Í einni rannsókn voru börn sem rannsökuð voru, beðin að lesa upp fyrir framan vin, fullorðinn og hund. Rannsakendur mældu streituþröskuld barnanna og sáu að börnin voru minnst stressuð í kringum dýrið, ekki mennina: „Ef þú ert í erfiðleikum með að lesa og einhver segir við þig: „Taktu upp bókina og farðu að vinna,“ er það ekki mjög spennandi tilboð,“ segir Dr Jalongo. „Nú ef einhver býður þér að koma þér þægilega við hlið hunds eða kattar, það hljómar mun betur, ekki satt?“

Dýrin veita öryggi

Í annarri rannsókn voru börn beðin um að gefa vinafáum og óvinsælum börnum ráð, hvernig þau gætu bætt úr stöðunni. Svarið sem skoraði hæst var ekki að eignast flottasta leikfangið eða eiga dýrustu strigaskóna, heldur að eiga gæludýr. Hvort sem það væri hamstur eða hestur skipti það ekki máli, það væri að geta talað um dýrið og fundið sameiginlegan grundvöll með öðrum krökkum.

Dýr veita líka öryggiskennd. Dr. Melson spurði hóp af fimm ára börnum sem átti gæludýr hvað þau gerðu þegar þau voru leið, hrædd, reið eða byggju yfir leyndarmáli. Meira en 40% barnanna svaraði strax að þau myndu knúsa dýrið sitt. „Börnin sem fengu stuðning frá gæludýrunum sínum voru talin af foreldrum þeirra vera minna kvíðin og til baka,“ sagði hún.

Gæludýr auka samkennd

Dr. Melson hóf rannsóknir á áhrifum gæludýra á börn að sýna samkennd og hluttekningu. „Hluttekning er ekki endilega eiginleiki sem allt í einu birtist, heldur er lærður. Þó börn hafi upplifað kærleika og væntumþykju í æsku kennir það þeim ekki að vera umhyggjusöm, þau þurfa að þjálfa það.“

Það er ekki margt sem börn geta gert í að hugsa um aðra í nútímasamfélagi, annað en að hugsa um gæludýr. „Í mörgum löndum hugsa börn um systkini sín, en í Vestrænum löndum er það ekki menningarlega samþykkt. Það er í raun ólöglegt í mörgum ríkjum Bandaríkjanna að láta börn í pössun hjá unglingum undir 16 ára aldri.“

Að sýna öðrum samkennd er drengjum sérstaklega mikilvægt, segir Dr. Melson: „Að hugsa um dýr er ekki litið á sem „stelpulegt“ s.s. að passa börn, leika sér í mömmó eða með dúkkur,“ segir hún. „Stúlkur eru líklegri um átta ára aldurinn að hugsa um börn á einhvern hátt en drengir, en að hugsa um dýr er í jöfnu hlutfalli.“

Heilsa barna og gæludýr

Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var afDennis Ownby, MD, barnalækni í Augusta, er dýrahald ástæða þess að börn þróa ekki með sér ákveðin ofnæmi. Hópur hans rannsakaði 474 börn frá fæðingu fram að sjö ára aldri.

Börn sem höfðu einn til tvo hunda og/eða kött á heimilinu voru helmingi ólíklegri til að fá þau ofnæmi sem önnur börn höfðu sem ekki áttu gæludýr á heimilinu.

Börn sem áttu dýr höfðu minna dýraofnæmi, en einnig gras- og frjókornaofnæmi. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að börn sem umgangast reglulega gæludýr hafa minni astma en önnur. Enginn veit hvers vegna þetta er en Dr. Ownby hefur kenningu: „Þegar barn leikur við kött eða hund sleikir dýrið þau oft. Munnvatnið flytur bakteríur úr munni dýrsins og þessi snerting barnsins við bakteríuna getur sett ónæmiskerfi barnsins af stað og breytir því hvernig ónæmiskerfið bregsti við öðrum ofnæmisvökum.“

Gæludýr og fjölskyldubönd

Gæludýr færa fjölskylduna nær hvort öðru og sú fjölskylda verður sterkari og nánari fyrir vikið. „Alltaf þegar ég spyr börn eða foreldra hvort gæludýrin séu hluti af fjölskyldunni svara þau – oftast hissa eða móðguð – „auðvitað!“ segir Dr. Melson.

Gæludýrið er oft hvati að samverustundum fjölskyldunnar. Allir fara út að labba með hundinn, greiða honum eða gefa honum að borða, eða leika við hann á gólfinu. Það eru meira að segja bónusar sem fylgja því að horfa á kött leika sér eða að fisk í búri sínu. Að eyða slíkum tíma býður upp á núvitund og rólegheit. Ef einhver spyr þig hvað þú hefur verið að gera og þú svarar: „Ekkert“ og þegar fjölskyldur hafa allt of mikið að gera getur þetta „ekkert“ verið hvað mikilvægast í lífum þeirra!

Heimild: Parents.com

Sigga Birna: Armbönd gerð af hlýju frá konu til konu

Sigga Birna: Armbönd gerð af hlýju frá konu til konu

Sigga Birna: Armbönd gerð af hlýju frá konu til konu

Sigga Birna er athafnakona sem heldur úti síðunni armbönd.is kynntist fyrirtækinu Nepali Vibe sem framleiðir afar falleg armbönd fyrir um fjórum árum síðan þar sem hún bjó í Kaupmannahöfn. Aðspurð hvernig hún kynntist þessum fallegu armböndum segir Sigga: „Ég sá konu þar á róló á Islandsbrygge og hún var með eitt af mínum uppáhaldsarmböndum á hendinni. Ég spurði hana hvar hún fékk það og hún skrifaði miða sem á stóð nafnið á Instagramsíðu Nepali Vibe og setti ég hann í veskið mitt. Ég var ekki með Instagram og kunni ekkert á það en gat ekki hætt að hugsa um hversu fallegt mér fannst armbandið. Svo fékk ég mér bara Instagram svo ég gæti haft samband við stelpuna sem var með þessi armbönd. Þannig byrjaði þetta allt saman hjá mér. Ég pantaði mér nokkur fyrst, svo gat ég ekki hætt! Svo þegar ég flutti heim til Íslands og var á leikskólanum að sækja krakkana mína þá sá ein stelpa þau á hendinni minni og alltaf þegar ég mætti henni spurði hún um armböndin!”

Sigga Birna

Sigga ákvað svo í júní 2019 að panta 200 armbönd og prófa þetta til gamans, en vinkona hennar plataði hana í það: „Fyrst var þetta bara til gamans og aðallega fyrir vini mína og fjölskyldu en svo varð áhuginn meiri og ég ákvað að gera eitthvað meira í þessu.“

Armböndin eru afskaplega falleg, til í öllum litum og hægt er að leika sér að því að setja þau saman og vera með eins mörg og fólk vill á hendinni. Nepali Vibe er nafn armbandanna og segir Sigga Birna að boðskapurinn sé: „Fallegur hugur, gert með hlýju frá konu til konu.“

Fyrirtækið sjálft hóf starfsemi fyrir sjö árum síðan í litlu fjallaþorpi í Nepal. Christina, sem er stofnandi og rekur fyrirtækið í Danmörku bjó í fimm ár í Kína þegar hún var að læra. Þar kynntist hún stelpu frá Nepal. Þegar hún heimsótti svo Nepal sjálf sá hún konur á götunum vera að perla svona falleg armbönd saman og varð strax svo hrifin af þeim. Þegar Christina kom aftur til Danmerkur ákvað hún að stofna fyrirtæki í Nepal til að styrkja konurnar og selja armböndin í Danmörku.

Vinkona hennar sá um að finna konur í vinnu, en þær voru sex heimavinnandi húsmæður, systur, frænkur og vinkonur. Þær hittust tvisvar í viku til að perla. Fengu þær bönd og perlur frá Nepali Vibe og algerlega frjálsar hendur, þær þurfa ekki að taka við skipunum frá neinum.

Nepali Vibe armbånd from Thomas Friis on Vimeo.

Sigga segir: „Þetta er svo gaman, við fáum alltaf allskonar munstur sem þær eru að hanna að vild, alltaf eitthvað nýtt. Þetta er handavinnan þeirra, í hverju armbandi eru yfir 1000 glerperlur og sum eru lausari, önnur fastari o.s.frv. Þau passa á allar hendur.“

Fyrirtækið er nú orðið sjö ára og hefur stækkað töluvert, enda nú 44 konur sem starfa hjá því. Þær fá um 30-40% af heildarsölunni. Nota þær peningana til að mennta börnin sín og komast af.

Armbönd.is

Fyrsta vika í lífi móður og barns: Myndband

Fyrsta vika í lífi móður og barns: Myndband

Fyrsta vika í lífi móður og barns: Myndband

 
Ertu að eignast barn á næstunni? Að mörgu er að huga, því er fyrsta vikan afar mikilvæg fyrir alla í fjölskyldunni, sama hversu stór hún er. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu mikið lífið breytist, en það þarf ekki að vera erfitt ef maður er vel undirbúinn! Sjáðu þetta frábæra myndband sem rúmlega milljón manna hafa séð:
 

Soffía Bæringsdóttir: „Sumum samböndum er ekki ætlað að endast”

Soffía Bæringsdóttir: „Sumum samböndum er ekki ætlað að endast”

Soffía Bæringsdóttir: „Sumum samböndum er ekki ætlað að endast”

Soffía Bæringsdóttir er reyndur fjölskyldufræðingur og doula. Hún rekur fyrirtækið Hönd í hönd sem sinnir fjölskyldu- og parameðferð ásamt fæðingarstuðningi.

Soffía á þrjár stúlkur og er gift.

Við höfðum áhuga á að vita meira um starf Soffíu og þá sérstaklega pararáðgjöfina og var Soffía svo indæl að svara nokkrum spurningum.

Aðspurð segir Soffía að sennilega sé best fyrir pör að leita ráðgjafar þegar þau ná ekki að útkljá mál sín ein, en hvenær sé besti tímapunkturinn sé einstaklingsbundið: „Reynslan sýnir að því fyrr sem gripið er inn,í því líklegra er að náist að leysa málin. Einhverjar rannsóknir segja að pör komi í parameðferð sex árum eftir að þau átta sig á því að þau geta ekki leyst málin sjálf en mér finnst það oft vera frekar í kringum þriðja árið.

Soffía segir fólk ekki hrætt við að leita sér ráðgjafar: „Í dag eru pör og fjölskyldur líka nokkuð öflug í að leita ráðgjafar áður en að málin verða vandi sem er ánægjulegt svo það er allur gangur á þessu.“

Eru einhver pör útsettari en önnur til að upplifa erfiðleika í samskiptum?

„Mér finnst þetta erfið spurning því það er ekki gott að skipta fólki í flokka og öll pör geta lent í erfiðleikum, sambönd ganga í gegnum tímabil eins og flest í lífinu,en það eru ákveðnar áskoranir sem eru meira krefjandi, svo sem: Samsettar fjölskyldur, þegar annað eða bæði glíma við persónulegar áskoranir svo sem þunglyndi og svo reynsla fólks úr lífinu, uppeldi og fyrri samböndum.“

Er á einhverjum tímapunkti nauðsynlegt fyrir fólk að skilja og halda í sitthvora áttina og slíta samvistum?

„Já, tvímælalaust, sumum samböndum er ekki ætlað að endast og ástæðurnar fyrir því að best sé að halda hvort í sína áttina geta verið margar, frá því að upprunalega hafi verið stofnað til sambandsins á veikum grunni, fólk hafi vaxið í sundur, ítrekuð svik sem ekki er hægt að laga og ofbeldissambönd.“

Soffía Bæringsdóttir, fjölskyldufræðingur og doula

Hvað enda mörg sambönd/hjónabönd með skilnaði?

„Á Íslandi er talað um að allt að 40% sambúða sé slitið, 20% para slíta samvistum á fyrsta æviári barns.“

Áttu góð ráð fyrir pör sem er að vinna sig úr erfiðleikum til að byggja upp samband sitt?

„Fyrsta skrefið er að ná að taka skref til baka og kortleggja aðstæður sínar, samskiptamynstur og líðan. Fyrsta skrefið er að ná að fara úr vörn eða átökum og skoða hvað er í gangi, flestir sjá þá fljótt að samskiptamynstrið er mjög svipað,þó ný málefni komi upp. Um leið og maður áttar sig á að maður dettur í mynstur er hægt að byrja að vinna í því að brjóta mynstrið upp og meðvitað bregðast við á annan hátt.

Annað gott ráð er að gefa sér tíma og byrja á því að setja fókusinn á hvað það er sem maður sjálfur getur lagt í betra samband frekar en að bíða eftir því að makinn breytist,“ segir Soffía en tekur fram að taka verði ofbeldissambönd út fyrir rammann hér.

Hún heldur áfram: „Mörgum pörum hefur reynst vel að taka fyrir ákveðið þema eða efni og lesa/hlusta/horfa á saman og endurspegla út frá sínum samskiptum. Á íslensku má finna góð hlaðvörp, greinar hér og hvar og svo er nóg til að bókum um samskipti og sambönd. Lykillinn er að bæði taki þátt í verkefninu!“

Hvað eru óheilbrigð samskipti og hvað eru heilbrigð samskipti?

„Heilbrigð samskipti pars byggja á jafnræði og virðingu. Í heilbrigðu sambandi ná styrkleikar hvors um sig að skína, traust ríkir og parið leggur sig fram um að sýna gagnkvæman skilning og virðingu. Í heilbrigðu sambandi talar fólk oft um að makinn sé besti vinur þeirra, þau viti að þau geti fengið stuðning og hægt er að ræða málin. Langanir og þarfir beggja eru uppi á yfirborðinu og virtar og mörk og þörf fyrir prívatlíf virt.“ Hvað óheilbrigð samskipti varðar segir Soffía: „Óheilbrigð samskipti geta birst á ólíkan máta en í þeim er ekki jafnræði, andúð og niðurbrjótandi tal og oft miklar sveiflur.“

Er fólki einhver greiði gerður að halda sambandi áfram vegna barnanna?

„Ég held að heilt yfir sé fólk sammála um að börnum er ekki greiði gerður að foreldrar þeirra séu í sambandi þeirra vegna. Það setur mikla og óþarfa ábyrgð á börn. Þegar fólk á börn saman er það þeirra skylda að skoða samband sitt vel og bera ábyrgð á því til að sjá hvort það geti gengið- barnanna vegna en þegar ljóst er að svo er ekki er það ábyrgð og skylda foreldra að fara hvort í sína áttina. Mín reynsla er að fólk með börn hefur ítarlega og vandlega hugsað málið hvort sambandsslit séu besti kosturinn og komist að því að svo sé.“

Getur fólk byrjað á núllpunkti eftir heiftúðleg rifrildi og langvarandi deilur?

„Allt er hægt,“ segir Soffía, „en eftir langvarandi deilur er oft komin djúp gjá á milli fólks þar sem tengingin er farin og traustið lítið. Við hvert rifrildi verður sárið stærra og gjáin dýpri og lengra á milli fólks en með því að staldra við, með góðri aðstoð, miklum vilja og sjálfsvinnu er það hægt og fólk þarf að gefa sér tíma í það.“

Er eitthvað annað sem þú vilt koma áleiðis?

„Takk fyrir þína góðu vinnu!“

 

Myndaþáttur: Stjörnubörn sem eru alveg eins og foreldrarnir!

Myndaþáttur: Stjörnubörn sem eru alveg eins og foreldrarnir!

Myndaþáttur: Stjörnubörn sem eru alveg eins og foreldrarnir!

Lítil stjörnuútgáfa! Stjörnurnar í Hollywood hafa að sjálfsögðu fjölgað mannkyninu og gaman er að sjá andlit sem við þekkjum vel í gullfallegum börnum, ekki satt? Hér eru nokkrar af þeim „líkustu”:

David Beckham og synirnir Romeo, Brooklyn og Cruz

Bette Midler og Sophie Hasselberg

Chrissy Teigen og Luna

Lori Loughlin og Olivia Jade Giannulli

Cindy Crawford og Kaia Gerber

Courteney Cox og Ada

Demi Moore og Rumer Willis

Heidi Klum og Linda

Gisele og Vivian

Goldie Hawn og Kate Hudson

Gordon og Oscar

Gwyneth Paltrow og Blythe Danner

Tom Hanks og Colin

Harry (til hægri) og Archie eru nær alveg eins!

Heather Locklear og Ava Locklear

Elizabeth og Damien Hurley

Jennifer Garner og dóttir

Jerry Hall og Georgia

John Legend og Miles

Jude Law og Raff Law

Julianne Moore og Liv

Kate Beckinsdale og Lily Mo

Kate Moss og Lila Grace

Kobe Bryant heitinn og Gigi

Jennifer Lopez og Emme

Madonna og Lourdes

Matthew McConaughey og Levi

Dætur Meryl Streep

Sophie Richie og Harlow

Synir Russell Crowe

Katie Holmes og Suri Cruise

Susan Sarandon og Eva Amurri

Tina Fey og Sarah

Uma Thurman og Maya

Vanessa Paradis og Lily Rose Depp

Reese Witherspoon og Ava Elizabeth

 

„Ég kaus að verða einstæð móðir”

„Ég kaus að verða einstæð móðir”

„Ég kaus að verða einstæð móðir”

„Ég sá sjálfa mig aldrei sem mömmu. Ég er stelpa frá Los Angeles og á stóra og blandaða fjölskyldu. Ég hef búið um öll Bandaríkin og kynnst mörgum menningarheimum. Ég var mjög hamingjusöm. Ég sagði við sjálfa mig að ef ég væri ekki búin að eignast börn 35 ára, þá væri það bara þannig. En lífið hefur alltaf eitthvað óvænt að færa manni.”

Kathryn Murray er sálfræðingur sem starfar í Los Angeles. Hún ræðir hér þá ákvörðun að eignast barn án maka. Gefum henni orðið:

Ég var að læra sálfræði og þegar ég var í kúrsi um þroska barna hafði ég allt í einu sterka löngun að reyna alla þessa hluti sem ég var að læra um. Ég gat ekki hætt að hugsa um að ég vildi tengjast pínulítilli manneskju sem ég myndi fæða. Ég vildi reyna allar þær áskoranir sem koma með því og vonandi móta þessa litlu manneskju í eitthvað jákvætt í þessum heimi. Ég vildi ekki bíða eftir maka. Ég reyndi alltaf bara að lifa mínu lífi með því að gera það sem ég trúði á og mér fannst rétt fyrir mig. Ég hætti að bíða eftir fólki til að hjálpa mér að ná markmiðum mínum og vildi bara gera hlutina sjálf.

Stuðningshópurinn

Ég vissi að ef ég ætlaði að gera þetta – að taka þá ákvörðun að verða einstæð móðir – myndi ég þurfa „þorp“ til að hjálpa mér. Ég fór til ömmu minnar og hún ræddi við prestinn sinn. Ég sagði henni allar mínar ástæður, hvað ég væri gömul og hvað það tæki langan tíma að finna maka sem væri til í þetta með mér. Þrátt fyrir að amma væri ekki sammála þessu sagði hún mér eftir viku að hún myndi alltaf elska mig og styðja.

Flestir í fjölskyldunni sögðu mér að gifta mig fyrst. Sumir stungu meira að segja uppá að ég færi á stefnumótaöpp. En pabbi var ákafur stuðningsmaður frá fyrsta degi. Hann var svo glaður. Hann var búinn að ákveða guðforeldra viku eftir að ég sagði honum frá því! Hann náði í sæðið fyrir mig (það var ódýrara en að láta senda það til læknisins míns) og hann jafnvel talaði við sæðið! Hann kom með mér til læknisins og var með mér allt fæðingarferlið. Ég var svo heppin að hafa stuðning margra vina og fjölskyldumeðlima.

Sterk byrjun

Ég reyndi mitt besta að vera undirbúin, andlega og líkamlega, til að verða mamma. Ég æfði og borðaði hollt. Ég veit allt um andlega heilsu vegna vinnunar minnar svo ég reyndi mitt besta að minnka streitu. Ég bað alla um að rífast ekki við mig svo ég yrði ekki stressuð. Ég réði líka fjármálaráðgjafa um leið og ég ákvað þetta. Hann ráðlagði mér að leggja til hliðar svo ég yrði ekki stressuð vegna fjármálanna í fæðingarorlofinu. Þetta var frábært ráð og ég gat tekið fjögurra mánaða fæðingarorlof, mjög þakklát. Ferlið er dýrt í þessu öllu, hvort sem þú ferð í innanlegssæðingu, glasa/tæknifrjóvgun eða ættleiðir.

Það eru nokkrar leiðir fyrir mæður að eignast barn einar. Ég fór í innanlegssæðingu. Læknir sprautar sæðinu upp í legið þegar þú hefur egglos. Vonast er eftir að frjóvga egg og þú verðir ólétt.

Að velja sæðisgjafann. Ég er amerísk blökkukona og vildi í fyrstu sæði manns af sama kynstofni og ég. Stofan sem ég notaði hafði samt ekki mikið úrval og læknirinn minn sagði að þetta gæti tekið tíma. Í fjórða skiptið sem það mistókst ákvað ég að breyta um sæðisgjafa. Ég fletti í gegnum mennina og fór eftir ráði sem ég fékk – að fylgja tölum um vel heppnaðar meðgöngur og fæðingar. Ég fann gjafa af blönduðum kynþætti sem svaraði spurningum á áhugaverðan hátt og svo var hann opinn gjafi, sem þýðir að barnið getur haft samband um 18 ára aldur.

Þegar tími var á egglos var sæðinu sprautað upp og ég varð ófrísk að stúlkubarni í fyrstu tilraun.

Fæðing

Fyrstu vikurnar var ég dauðþreytt. Svefninn var í rugli og ég vildi gefa brjóst en framleiddi ekki nægilega mjólk. Dóttir mín var pínulítil og ég hafði áhyggjur af því hún væri ekki að fá næga næringu. Ég hitti brjóstagjafaráðgjafa á spítalanum en ég var ekki að ná þessu.

Ég talaði við fleiri ráðgjafa og vini til að losa um kvíðann vegna brjóstagjafarinnar. Ég tók vítamín, drakk te og meira að segja áfengislausan bjór til að hjálpa til við mjólkurbúskapinn. Það var þess virði og þetta varð auðveldara með tímanum. Fjölskylda mín kom og eldaði og passaði (þegar hún leyfði það) og ég gat hvílst.

Dóttir mín Candyce hefur „y“ í nafninu sínu eins og ég. Hún er sex ára í dag. Hún er lítil útgáfa af mér. Hún er rökrétt, klár og mjög hnyttin. Hún er listræn og elskar Svamp Sveinsson. Hún er ljósið í lífi mínu.

Eins og margir krakkar á hennar aldri spyr hún um lítinn bróður eða systur. Þegar þú eignast barn á þennan hátt getur þú komist í samband við aðrar mömmur sem eiga systkini sama sæðisgjafann. Við erum saman í Facebookgrúppu og fimm fjölskyldur hittumst í Austin Texas eina helgina. Ein meira að segja flaug þangað frá Mexíkó. Við skemmtum okkur konunglega og ætlum að hittast aftur. Þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég hef aldrei horft um öx.

Fyrir allar þær konur sem vilja eignast börn einar, segi ég alltaf: Þú skalt vinna heimavinnuna þína. Ef þú ert að hugsa um þetta, undirbúðu þig. Það þarf að hugsa um fjármálin, tilfinningalegan stuðning, vini, fjölskyldu. Finndu stuðningshópa á Facebook.

Ég hef verið ótrúlega heppin og ég er þakklát. Mamma flutti til mín fyrir tveimur árum frá Connecticut til að hjálpa mér við uppeldi dótturinnar. Afi og amma hafa stutt hana mikið eins og ég ólst upp við, ég vildi að hún hefði sömu reynslu og þau nytu þess að vera afi og amma.

Ég er í raun ekki einstæð móðir, vegna stuðningsnetsins. Vinir og fjölskylda gera þessa vegferð mun ríkari.

Kathryn Murray er barnasálfræðingur og býr með Candyce dóttur sinn í Los Angeles, Kaliforníuríki.

Þýtt og endursagt af WebMd

 

Pin It on Pinterest