Fróðleikur: Hvað er barnaastmi og hvað er til ráða?
Fróðleikur: Hvað er barnaastmi og hvað er til ráða?
Það er engin lækning við barnaastma en hægt er að vinna með lækni barnsins til að gefa lyf og koma í veg fyrir lungnaskemmdir.
Einkenni barnaastma
Ekki hafa öll börn sömu einkenni barnaastma. Barn getur meira að segja sýnt misjöfn einkenni frá kasti til kasts. Hóstaköst geta oft komið upp, sérstaklega í leik eða æfingum, á kvöldin, í köldu lofti eða þegar hlegið eða grátið er.
- Hósti sem ekki hverfur.
- Hósti sem versnar eftir veirusýkingu.
- Minni orka í leik, stoppað til að ná andanum í leik.
- Barnið forðast athafnir í leik eða íþróttum.
- Erfiðleikar við svefn vegna hósta eða öndunarerfiðleika.
- Hraður andardráttur.
- Verkur eða þyngsli fyrir brjósti.
- Hvæs eða flaut í andardrætti.
- Brjóstkassi gengur upp og niður (samdrættir)
- Stuttur andardráttur
- Spenntir háls- og/eða brjóstvöðvar
- Barnið virðist veikburða eða þreytt
- Erfiðleikar við að nærast eða stunur þegar borðað er (ungabörn)
Barnalæknirinn ykkar ætti að athuga alla möguleika á hvers vegna barnið á í erfiðleikum með andardrátt.
Sérfræðingar tala stundum um bronkítis eða annað þegar talað er um hvæs eða flaut, stuttan andardrátt í ungabörnum eða smábörnum. Prófanir geta stundum ekki staðfest astma í börnum yngri en fimm ára.
Neyðarástand – hvenær leita skal læknis
- Alvarlegt astmakast þarf að meðhöndla á sjúkrahúsi. Verið vakandi fyrir þessum einkennum:
- Að stoppa í miðri setningu til að ná andanum
- Að nota kviðvöðva til að anda
- Maginn hverfur undir rifbeinin þegar náð er í loft
- Brjóst og hliðar ganga til þegar andað er
- Mikið hvæs og flaut
- Mikill hósti
- Erfiðleikar við tal eða gang
- Bláar varir eða neglur
- Styttri andardráttur með minna mási
- Nasavængir eru þandir
- Hraður hjartsláttur
- Aukin svitamyndun
- Brjóstverkur
- Það sem getur valdið astmakasti:
- Algengir orsakavaldar eru:
- Sýkingar í öndunarvegi, s.s. kvef, lungnabólga og kinnholubólga.
- Ofnæmi, s.s. fyrir ryki, mold, gæludýrum eða frjókornum.
- Ertingarvaldar, s.s. mengun, efni/efnasambönd, kalt loft, mikil lykt eða reykur getur ert öndunarfærin.
- Æfingar, íþróttir geta valdið kasti.
- Streita getur einnig gert barnið andstutt og einkenni gætu versnað.
Flest börn sem fá barnaastma fá einkenni um fimm ára aldur. Astmi getur þó hafist á hvaða aldri sem er.
Barn sem hefur eftirfarandi er líklegri til að fá eða hafa astma:
- Frjókornaofnæmi
- Exem
- Fjölskyldusaga um astma eða ofnæmi
- Sýkingar í öndunarfærum
- Lág fæðingarþyngd
- Óbeinar reykingar fyrir eða eftir fæðingu
- Börn sem búa við fátækt
- Greiningarferli barnaastma
Einkenni hjá barninu kunna að vera horfin þegar komið er til læknis. Hlutverk þitt sem foreldri er mikilvægt til að koma réttum upplýsingum til skila. Greining mun innihalda: Spurningar um sjúkrasögu og einkenni. Læknirinn mun spyrja um vandkvæði við andardrátt sem barnið á við að glíma, og einnig um fjölskyldusögu varðandi astma, ofnæmi, exem eða aðra lungnasjúkdóma. Lýstu einkennunum í smáatriðum og hvernig og hvenær þau gera vart við sig.
Læknirinn mun rannsaka barnið líkamlega, hlusta á hjartað og lungun og kíkja í augu, eyru og háls til að kanna hvort allt sé með felldu.
Barnið gæti þurft röntgenmyndatöku ef það er sex ára eða eldra. Það kann að þurfa að taka próf sem kannar loftgetu lungnanna. Þannig sér læknirinn hversu alvarlegur astminn er. Önnur próf kanna hvað veldur astmanum, s.s. húðpróf, blóðpróf og fleira.
Læknirinn mun svo útskýra hvaða lyf skal taka og hvað skal gera versni astminn og hvenær rétt sé að fara með barnið á spítala vegna kasta.
Allt er mikilvægt í ferlinu, svo sem að upplýsa skóla eða leikskóla, þjálfara og annað sem barnið tekur þátt í hvað gera skuli fái það astmakast. Best er að búa til lista og senda á fólk í tölvupósti eða skriflega fái barnið kast þegar þú ert ekki á staðnum.
Ef barnið fær astma við ákveðnar aðstæður skaltu reyna helst að forðast þær.
Astmalyf sem barnið má taka
Astmalyf eru í raun svipuð, hvort sem um fullorðinn einstakling er að ræða eða barn, skammtastærðirnar eru bara minni. Ef um innöndunarlyf er að ræða þarf barnið að ráða við það og skilja það. Til eru lyf við bráðu astmakasti, s.s. innöndunarlyf og svo eru önnur lyf, s.s. steralyf sem koma í veg fyrir bólgur í öndunarfærunum og heldur astmanum í lágmarki.
Að forðast kveikjur
- Til að koma í veg fyrir eða minnka líkur á astmakasti skaltu gera ráðstafanir.
- Ekki leyfa neinum að reykja heima við eða í bílnum.
- Hreinsaðu oft teppi og sængur/kodda.
- Ekki leyfa gæludýrum að vera inni í svefnherbergi barnsins. Hægt er að kaupa lofthreinsunartæki sem minnkar agnir í lofti.
- Varastu myglu í húsnæðinu.
- Ekki nota ilmkerti eða lyktsterkar hreinsivörur heima við
- Passaðu að barnið sé í kjörþyngd
- Ef barnið hefur brjóstsviða, hafðu tiltæk lyf eða ráð til að halda honum niðri
- Ef barnið hefur áreynsluastma gæti læknirinn ráðlagt púst 20 mínútum fyrir æfingu til að halda loftveginum opnum.
Erfiðleikar fyrir astmabörn
Þegar astma er ekki haldið niðri getur hann valdið vanda, s.s:
- Slæmum köstum, sem oft enda upp á spítala
- Barnið gæti misst úr skóla eða að hitta vini sína
- Þreyta
- Streitu, kvíða og þunglyndi
- Þroski eða kynþroski gæti staðið á sér
- Skemmdir í lungum eða lungnasýkingar
Það er engin lækning við astma en barnið getur lært að lifa með honum. Barnið ætti að geta:
- Komið í veg fyrir langtímaeinkenni
- Farið í skóla á hverjum degi
- Komið í veg fyrir einkenni að kvöldi
- Tekið þátt í daglegum athöfnum, leikið sér og stundað íþróttir
- Lært að meðhöndla lyfin sín sjálft
Ef eitthvað er ekki eins og það á að vera, ekki hika við að vera í sambandi við lækninn þinn.
Það er margt sem sérfræðingar vita ekki um lungnasýkingar hjá ungabörnum og astma. Þeir telja þó að barn sé líklegra til að vera greint með astma fyrir sjö ára aldur ef það hefur oft fengið einhverskonar mæði, móðirin hefur astma eða barnið hefur ofnæmi.
Um leið og lungu barns verða viðkvæm eru miklar líkur á að þau verði það alla ævi. Börn með barnaastma lagast þó oft stórkostlega á unglingsárum, eða um helmingur. Hjá sumum hverfa einkennin alveg en eiga það til að koma aftur á fullorðinsárum. Það er engin leið að spá fyrir um það.
Með því að fræðast um astma og hvernig stjórna á sjúkdómnum ertu að taka nauðsynlegt skref í að stýra velsæld barnsins. Vinnir þú vel með lækninum ykkar, takir mark á leiðbeiningum og gerir heimavinnuna getur barnið þitt átt áhyggjulaust líf framundan!
Hér má benda á fróðlega grein í Læknablaðinu um hvenær barnaastmi barst til landsins
Heimild: WebMD