Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel

Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel

Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel

Þórunn Eva G. Pálsdóttir fékk titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021, hún er gift Kjartani Ágúst Valssyni og saman eiga þau tvo syni Jón Sverrir og Erik Val. Hún er menntaður sjúkraliði og í lokaverkefninu sínu árið 2019 varð Mía Magic til. Kennarinn hennar hvatti hana til þess að taka þessa hugmynd skrefinu lengra og síðan hefur Mía þróast. Þórunn hefur gefið út bók um Míu og næst á dagskrá er að hefja sölu á fallegum Míu bangsa sem unninn er út frá teikningu Bergrún Íris Sævarsdóttir myndlistamans. 

Viltu segja okkur í stuttu máli hugmyndina á bak við Mía Magic, fyrir hvað það stendur og af hverju kviknaði sú hugmynd? 

Hugmyndin á bakvið Mia Magic hefur verið mér ofarlega í huga í mörg mörg ár þannig séð. Þó ég hafi kannski ekki endilega verið með skýra mynd af Mia Magic eins og það er í dag, þá hefur mig alltaf langað til að gera eitthvað hvað sem viðkemur langveikum börn og foreldrum þeirra. 

Þegar ég skrifaði lokaverkefnið mitt í sjúkraliðanáminu vorið 2019 varð Mía til. Lokaverkefnið fékk hæstu einkunn og hvatti Ágústa kennarinn minn mig til að láta verða að því að gefa út bókina MÍA FÆR LYFJABRUNN. Það er mikil þörf fyrir bættari fræðslu í samfélaginu okkar almennt séð og er hún alls ekki minna notuð innan veggja spítalans, fyrir litla fólkið okkar þar. 

Bergrún Íris Sævarsdóttir hjálpaði mér að láta Míu fæðast fyrir lokaverkefnið mitt og síðar teiknaði hún bókina Mía fær lyfjabrunn. Þetta er svona byrjunin á þessu ævintýri. Næst voru það Míuboxin sem fæddust óvænt þann 16. október 2020, nokkrum mánuðum eftir að bókin kom út. Ég fékk þá mjög mikla löngun til þess að færa Söru Natalíu, sem er ung skvísa sem var búin að vera berjast við krabbamein, smá pakka uppá spítala og úr varð fyrsta Míuboxið. Síðan þá höfum við gefið Míubox í hverjum einasta mánuði, bæði til foreldra og barna.

Næst voru það Míuverðlaunin, ég hafði haft þá hugmynd í maganum lengi og þegar ég viðraði hana við Fríðu Björk vinkonu mína í gönguferð þann 4. febrúar 2021 sagði hún bara strax já, gerum þetta. 

Fyrstu verðlaunin  voru síðan veitt í apríl 2021 og þau næstu í október 2021, þriðju verðlaunin fara svo fram í september 2022 og erum við á fullu að undirbúa þau nú þegar. Draumurinn með þessum verðlaunum var í raun og veru bara svo við foreldrar og börn sem sækjum mikið þjónustu í heilbrigðiskerfinu getum þakkað því heilbrigðisstarfsfólki fyrir sem kemur að umönnun og þjónustu barnanna okkar á einn eða annan hátt. 

Mig langaði líka til að gera allt jákvæðara í kringum þennan starfsvettvang því þetta er mjög krefjandi starf. Við erum oft á tíðum ekki í andlegu jafnvægi þegar börnin okkar þurfa á þessum fagaðilum að halda og því kannski ekki beint að þakka þeim fyrir aðstoðina. Við hinsvegar munum eftir þeim sem eru hvað best við okkur á erfiðum tímum og halda utan um okkur þegar enginn annar gerir það. Sama á við með börnin okkar.

Hvað er það mikilvægast við Mía Magic verkefnið?

Fyrir mitt leiti er það held ég að við mismunum engum það eru allir jafnir og það vantar svolítið hérna á íslandi að sameina krafta okkar og gera hlutina saman. Það gerir enginn stórkostlega hluti einn. Það þarf samvinnu til að hlutirnir virki og við gætum aldrei haldið Mia Magic gangandi nema fyrir allt það dásamlega fólk sem hjálpar mér og Fríðu alla daga. Það að einstaklingar og fyrirtæki taki svona vel í að hjálpa okkur að gleðja foreldra og börn á svona krefjandi tímum í lífi þeirra er það allra dýrmætast sem til er. Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel. Ekki reyna að vera önnur/annar en þú ert. 

Nú eruð þið að fara að selja Míu bangsa, viltu segja okkur frá því skemmtilega verkefni? 

Já það er svo gaman, við fengum styrk hjá Velferðarsjóði Barna fyrir framleiðslu bangsanna. Ég ákvað það um leið og ég sá Míu í fyrsta sinn eftir að Bergrún teiknaði hana að hún yrði einn daginn að bangsa. Nú er það loks að verða að veruleika og er hægt að tryggja sér eintak inná vefversluninni hulan.is í forsölu. Þetta ferli er búið að taka heilt ár. Dimm verslun ætlar að hafa Míu bangsana í verslun sinni en þar hefur bókin okkar átt heimili síðan hún kom út. Það eru allar bækur fríar hjá Mia Magic því fræðsla á ekki að kosta. Bangsarnir koma núna 16.febrúar 2022. 

Hvað er framundan hjá Míu Magic? 

Framundan er hringferð með Míubox þegar aðeins fer að vora, við erum að undirbúa það á fullu en við fengum t.d í fyrra lánaðan bíl frá Öskju og N1 hjálpaði okkur með bensín. Þakklætið til þeirra er gríðarlega mikið því við erum jú bara að byrja og eru aðilar eins og Askja og N1 okkur ofsalega dýrmæt því við viljum halda þessu perósnulegu og færa börnum og foreldrum Míuboxin sín í eigin persónu. Við getum það ekki nema með hjálp. 

Það er bók á leiðinni á þessu ári. Bergrún er að lesa yfir hana í þessum skrifuðu orðum og að teikna smá fyrir mig svo ég geti farið að sýna ykkur og safnað styrkjum svo við getum drifið hana í framleiðslu og í hendurnar á litla fólkinu okkar. 

Það er margt á döfinni hjá okkur. Sumt sem við getum ekki alveg sagt frá strax en núna á næstu vikum segjum við frá hverjir ætla að kynna næstu Míuverðlaun og afhenda þau. Það er alltaf rosa skemmtilegt að deila því! Hæfileikaríka Iistakonan Inga Elín hannar fyrir okkur næstu Míuverðlaun og er það algjörlega tryllt staðreynd. Svo stolt af því að hafa hana með okkur.

Takk fyrir spjallið elsku Þórunn Eva, gangi ykkur allt í haginn með Míu Magic.

Kærleikskúlan 2022 – eftir Karin Sander

Kærleikskúlan 2022 – eftir Karin Sander

Kærleikskúlan 2022 – eftir Karin Sander

KÚLA MEÐ STROKU eftir Karin Sander er Kærleikskúla ársins 2022. Sala Kærleikskúlunnar fer fram í völdum verslunum um land allt dagana 8. – 23. desember og í netverslun SLF. Kærleikskúlan er framleidd í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju.

Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.

KÚLA MEÐ STROKU

Rauð pensilstroka svífur í trénu, málningarvottur á stökkri glerkúlu, liturinn ljómar og hreyfist, sem tákn um endapunkt ársins.

Karin Sander strýkur penslinum einu sinni ákveðið eftir gagnsærri Kærleikskúlunni. Verknaðurinn er skýr listræn athöfn þar sem þykk málningarstrokan situr eftir á sléttu, kúptu yfirborði kúlunnar, sjáanleg í þrívídd frá öllum hliðum, einnig gegnum íhvolfu hliðina. Strokan er tjásuleg í annan endann og afhjúpar þannig seigju málningarinnar og lýsir athöfn sem er í senn varfærin og röskleg. Liturinn sjálfur sker sig úr umhverfinu á áberandi hátt og verður tákn um aðgát og sjálfsígrundun.

Kúla með stroku er því hreyfanlegt, síbreytilegt málverk þar sem staðsetningin verður hluti af málverkinu sjálfu.

Hver er Karin Sander

Þýska listakonan Karin Sander (f. 1957) er einn fremsti og afkastamesti listamaður sinnar kynslóðar. Hún býr og starfar í Berlín og Zürich en hefur verið viðloðandi íslenskt listalíf síðan snemma á tíunda áratugnum. Í listsköpun sinni rýnir hún í tilbúnar aðstæður og rými út frá formgerðar-, félags- og sögulegu samhengi og gerir sýnileg á ólíka vegu með hjálp ýmissa miðla. Verk hennar hafa verið sýnd á einkasýningum og tvíæringum um allan heim og finnast í opinberum söfnum og safneignum víða um lönd. Hún hefur gegnt prófessorstöðu í arkitektúr og listum við ETH (Swiss Federal Institute of Technology) í Zürich síðan 2007. Sander verður, ásamt Philip Ursprung, fulltrúi Sviss á átjánda alþjóðlega arkitektúrtvíæringnum í Feneyjum 2023.

Kærleikskúlan er fallegur listmunur og skemmtileg til söfnunar en það sem gerir hana dýrmæta er innihaldið – kærleikurinn. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi.

 

Versla Kærleikskúluna hér.

Sjö merki þess að þú ert í sambandi sem er ekki rétt fyrir þig: Myndband

Sjö merki þess að þú ert í sambandi sem er ekki rétt fyrir þig: Myndband

Sjö merki þess að þú ert í sambandi sem er ekki rétt fyrir þig: Myndband

Ást, sálufélagi, þrá – margir leita lengi eftir hinum eina rétta eða hinni einu réttu. Hvað gerist þegar við finnum svo einhvern? Hvernig vitum við að sú manneskja er rétt til að deila lífinu með?

Hér eru góð ráð til að sjá hvort sambandið er rétt fyrir þig. Þó þið passið saman er ekkert öruggt í þessum heimi, langlífi sambanda hefur verið sannað í rannsóknum að byggist á gæðum og ánægju í samböndum. Því samrýmdari sem þið eruð, því líklegra er að þú viljir endast í því sambandi.

 

Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Söngvarinn og Íslandsvinurinn Ed Sheeran hitti Harry Bretaprins á WellChilds verðlaunahátíðinni og sagði að það væri „virkilegt púsluspil“ að eiga tvö börn en sagði samt sem áður að Lilibet væri „mjög slök.“

Harry sagði að Archie væri á því skeiði núna að hann „hleypur um allt eins og brjálæðingur“ en segir nýfæddu dótturina vera afar afslappa. Hertoginn af Sussex (36) ljómaði þegar hann talaði um Lili, en hún fæddist þann 4. júní í Santa Barbara, Kaliforníuríki.

Sótti Harry verðlaunahátíðina ásamt Ed, sem einnig er nýbakaður faðir, en dóttir hans er 10 mánaða gömul.

Ed sagði við Harry: „Til hamingju, stelpa er það ekki? Við áttum litla stelpu fyrir 10 mánuðum Þú ert enn í skotgröfunum! Hvernig þraukarðu þetta með tvö?“

„Tvö er virkilegt púsluspil,“ sagði Harry þá.

Þegar Harry talaði við annan gest seinna sagði Harry um Lilibet: „Við höfum verið mjög heppin hingað til, hún er mjög slök og virðist ánægð með að sitja bara á meðan Archie hleypur um eins og brjálæðingur.“

Harry er nú í Bretlandi og mun afhjúpun styttu af móður hans sem hefði orðið sextug á morgun, 1. júlí, fara fram í Kensingtonhöll.

Harry kom til landsins síðasta föstudag og var í einangrun í Frogmore Cottage í fimm daga áður en hann lét sjá sig á verðlaunahátíðinni.

Harry og Meghan Markle hafa nú búið í villu í Montecito, Kaliforníuríki í heilt ár núna, en þau sögðu sig frá öllum skyldustörfum tengdum bresku konungsfjölskyldunni.

 

Tók son sinn með í atvinnuviðtal

Tók son sinn með í atvinnuviðtal

Tók son sinn með í atvinnuviðtal

Við tölum oft um erfiðleikana sem stafa að foreldrum oft á tíðum, en hér er eitthvað sem við tölum ekki um nógu oft: Áskoranirnar sem foreldrar þurfa að horfast í augu við þegar leita skal að vinnu.

Barnagæsla er dýr og ef þú ert án vinnu er erfitt (eða ómögulegt) að borga einhverjum fyrir að vera með barnið. Þetta kallar líka á lausnir þegar farið er í atvinnuviðtal og þú áttar þig á að enginn er til að passa barnið. Hvernig á foreldri að tryggja sér vinnu þegar enginn er til að hlaupa í skarðið.

Maggie Mundwiller, „TikTok“ mamma áttaði sig á nákvæmlega þessu á dögunum, en sem betur fór var fyrirtækið sem hún sótti um vinnu hjá alvara með því að hafa fjölskylduvæna menningu á vinnustaðnum!

Maggie segir í myndbandinu að henni hafi verið sagt upp vegna Covid faraldursins. Í leit sinni að vinnu var henni boðið í annað viðtal hjá ónefndu fyrirtæki, en hún fann engan til að passa son sinn Mylo á meðan. Þetta er vandi sem margir foreldrar hafa lent í, en góðu fréttirnar voru þær að henni var sagt að taka Mylo bara með.

Mylo fór í æðisleg jakkaföt, þvoði kerruna sína og bílinn af tilfefninu og fór með mömmu sinni. Hann kom meira að segja með sína eigin ferilskrá! Í henni má finna helstu afrek hans, s.s. að taka af sér sína eigin bleyju og algerlega eyðileggja hreint herbergi á 30 sekúndum.

@314handcrafted

Ever been to a toddler friendly interview? ##companyculture ##toddler ##fyp ##foryourpage ##PrimeDayDealsDance ##toddler ##covidbaby ##job ##interview ##cute

♬ original sound – Cody V.

Þetta er yndislegt á að horfa, en vekur einnig upp margar spurningar. Þarf ekki í alvöru að vera svona vinnustaðamenning á mörgum stöðum? Að taka barnið með í atvinnuviðtal ætti að vera möguleiki þar sem eflaust hafa foreldrar hafnað viðtali þar sem þeir fengu ekki pössun og misst þar af leiðandi af stóru tækifæri. Í raun, að sjá foreldri sinna mörgum hlutum í einu (multitasking), að sinna barninu og fara í gegnum spurningar um reynslu og eiginleika ætti að vera séð sem mjög góður hæfileiki!

 

Kemur aldrei dagur þar sem við mömmur gerum ekkert, akkúrat ekkert!

Kemur aldrei dagur þar sem við mömmur gerum ekkert, akkúrat ekkert!

Kemur aldrei dagur þar sem við mömmur gerum ekkert, akkúrat ekkert!

Anna Marín Ernudóttir hittir naglann á höfuðið í þessum stutta pistli um móðurhlutverkið og minnir þetta okkur á að við erum algerlega frábærar! 
 
10 ára púkinn minn og vinur hans voru að nöldra í mér í dag um að fara í Bónus því þeim langaði í nammi. Ég sagði þeim að ég bara nennti ekki í Bónus en þeir mættu fá pening og labba sjálfir.
 
En þú átt bíl…þú nennir aldrei að gera neitt sem við viljum heyrðist í púkanum mínum. Ok, viðurkenni að það stakk mig í hjartað, hef alltaf verið með mikinn kvíða yfir að ég sé ekki nógu góð móðir (Á góðum dögum veit ég að ég er súper mamma og pabbi, enda einstæð).
 
Anywho…. ég hugsaði þá aðeins…en hey, bíddu hver var að taka úr uppþvottavélinni og setja í hana, þrífa eldhúsið, ganga frá eftir sleepingpartí hjá honum, þvo þvottinn, hengja upp og brjóta saman úr tveimur vélum og ganga frá því, taka til á pallinum og gera heita pottinn reddí fyrir pottapartíið hans og taka rusl úr garðinum?? Elda mat og gefa þeim að éta sem ég verslaði í búðinni í gær ooooog með bananabrauð í ofninum núna fyrir sleepover partí 2! Hah, hmm??!
 
Ekki var meira sagt og þeir sáu um að kaupa sér nammi.
 
Stundum er gott að fara aðeins yfir daginn og sjá hvað maður er búinn að gera, því ég er viss um að það komi aldrei dagur sem við gerum ekkert, akkúrat ekkert.
 
Við stöndum okkur SVO VEL! Börnin eru á lífi og brosandi, thats all we need. Knús á ykkur allar mæður sem upplifa sömu tilfinningar og ég!
 
Pistillinn er birtur með góðfúslegu leyfi Önnu Marínar

Pin It on Pinterest