Þegar við særum börnin okkar óvart

Þegar við særum börnin okkar óvart

Þegar við særum börnin okkar óvart

Alveg sama hversu mikið við viljum verja börnin okkar munu óhöpp alltaf eiga sér stað. Ný rannsókn sýnir þó að sektarkennd foreldra hjálpar engum, barninu ekki heldur.

Allir foreldrar fara í tilfinningalegt uppnám þegar eitthvað hendir börnin þeirra. Aftur á móti, þegar foreldrar sjálfir eiga sökina getur sektarkennd og sársaukinn verið óbærilegur. Ef þú hefur óvart sært barnið þitt máttu samt vita að þú ert ekki ein/n og það er ýmislegt hægt að gera til að komast yfir sektarkenndina og sársaukann sem þú finnur fyrir.

Börn detta, hlaupa á eitthvað og meira að segja falla úr höndunum á okkur – og allt þetta er eðlilegt. Og, eins og slysin sem gera ekki boð á undan sér, kemur sektarkenndin eftir að við urðum þess valdandi að barnið fann til á einhvern hátt.

Samkvæmt Healthline,er talað um „mom guilt“fyrir þá sektarkennd sem aðallega mömmur finna fyrir, þessi tilfinning að við séum ekki að gera nægilega mikið sem mæður. Það getur verið eins og mæðrum finnist auka byrði á herðum sér og fullt af hugsunum snúast um það sem „ætti“ að gera. Ef við látum eftir þessari tilfinningu og látum hana ná tökunum geta afleiðingarnar verið skelfilegar. Samt sem áður sýnir rannsóknin að svona sektarkennd hjálpar okkur ekki að hugsa eitthvað betur um börnin okkar eða hefur áhrif á hvernig við hegðum okkur í framtíðinni.

Stöðvum neikvæðu hugsanirnar

Samkvæmt foreldrablogginu Steps to Self geta mæður fundið fyrir þessari sektarkennd eftir að hafa óvart skaðað barnið, en þær geta hinsvegar skorað þessar neikvæðu hugsanir á hólm sem sækja á eftir atvikið. Þær ættu að spyrja sig sjálfar hvort „ég hefði átt að“ og „ég hefði aldrei“ hugsanir og setningar sem koma í hausinn séu sanngjarnar. Í mörgum tilfellum eru þær það ekki og með því að bera kennsl á þessar hugsanir er hægt að „svara“ þeim og stöðva þær. Þannig er líka hægt að halda áfram eftir eitthvert leiðindaatvik.

Ekki hafa fordóma gagnvart sjálfri þér

Næst skaltu hugsa – hvernig myndir þú koma fram við vin í sömu stöðu. Þú myndir ekki saka móður um að vera slæm, er það? Sennilega ekki. Í stað myndirðu segja við vininn eða vinkonuna að slysin geti gerst. Með því að taka þetta sjónarhorn fyrir með þig sjálfa er hægt að endurramma þessar hugsanir sem eru fullar af sektarkennd og séð í staðinn hlutina á rökréttan hátt.

Fyrirgefðu og lærðu

Og að sjálfsögðu þarftu að taka þér tíma til að fyrirgefa sjálfri þér um leið og allt róast. Með því að fyrirgefa þér sjálfri geturðu róað tilfinningarnar sem ólga og lagað sársaukann. Þrátt fyrir að það sé afskaplega erfitt að fyrirgefa sér fyrir að hafa valdið barninu þínu skaða, er það mögulegt með því að einbeita sér að því. Þetta er hreinlega hluti af foreldrahlutverkinu.

Hvernig á að hjálpa börnum eftir erfitt atvik

Þó sektarkenndin vegi þungt er það bara helmingurinn. Þú verður að einbeita þér að barninu. Ef þú ert ekki viss um hvað gera skal er best að hlusta á barnið og heyra hlið þess. Að ræða um sársaukann hjálpar barninu og gefur þér svigrúm til að sýna því samkennd. Þetta er mikilvægt fyrir ykkur bæði. Um leið og barnið deilir tilfinningum sínum, taktu ábyrgð á mistökunum og biddu barnið afsökunar. Að þú setjir þig í þessa stöðu hjálpar barninu að finna að á það sé hlustað og það hjálpar tengingunni ykkar á milli. Að biðjast afsökunar sýnir auðmýkt og þar af leiðandi geta næstu skref verið tekin.

Því miður, eins og sagt var í upphafi, munum við alltaf valda börnunum okkar vonbrigðum á einhvern hátt á lífsleiðinni. Ef þú getur átt við sektarkenndina og raunverulega beðist afsökunar getið þið bæði haldið áfram og notið lífsins.

Heimild: Parents.com

 

 

Hvernig á að ala upp ungling, séð frá sjónarhorni unglings: Myndband

Hvernig á að ala upp ungling, séð frá sjónarhorni unglings: Myndband

Hvernig á að ala upp ungling, séð frá sjónarhorni unglings: Myndband

Lucy Androski er aðeins 13 ára gömul en hefur margt að segja í þessum TED fyrirlestri sem við mælum með að allir foreldrar sjái. Hún hefur skoðanir á uppeldi sem snýr að hennar reynslu og þegar kemur að staðalímyndum. Foreldrar geta lært ýmislegt, s.s. um tæknina, tilfinningar unglinga, týpur af foreldrum, allt frá sjónarhorni unglings.

Lucy er yngsti fyrirlesarinn á hinum vinsæla vettvangi TED fyrirlestra og hún hefur einstakt viðhorf sem margir geta lært af. Hún var að ljúka sjöunda bekk og elskar tónlist, listir og að spila tennis.

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Alma Rut heldur úti síðunum Leikum okkur á Instagram og Facebook. Alma Rut ákvað að prófa að búa til sand fyrir dóttur sína eftir að hún sá hugmyndina á Pinterest, sand úr Cheerios.

Alma varð nefnilega vör við að dóttir hennar var mikið að setja sand og steina upp í sig. Henni fannst þetta stórsniðug hugmynd og ákvað að prufa að búa til sand úr Seríósi, eins og við köllum það á íslensku! Þú tekur bara morgunkornið og setur það í matvinnsluvél og hellir í ílát! Gaman að leika og má borða. Gæti það verið betra?

Svo er líka hægt að hafa Seríósið bara heilt og búa til dýragarð eða frumskóg!

Smellið á hnappana hér að neðan til að fara inn á síður Leikum okkur hjá Ölmu Rut. Margar frábærar hugmyndir fyrir foreldra og börn!

 

Útskýrt fyrir leikskólabörnum muninn á því sem þau „þurfa“ og „vilja“

Útskýrt fyrir leikskólabörnum muninn á því sem þau „þurfa“ og „vilja“

Útskýrt fyrir leikskólabörnum muninn á því sem þau „þurfa“ og „vilja“

Þegar kemur að smábörnum (eins til fjögurra ára) er margt sem við vitum: Þau eru full af orku, þau elska að prakkarast og þau eru sérfræðingar í að henda í eitt gott bræðiskast. Einn af þessum klassísku stöðum er t.d. matvörubúðin, þegar þeim er sagt að þau megi ekki fá eitthvað.

Þegar barn biður um dót eða nammi og mamman segir „nei“ getur stundum hún reiknað með löngu og stundum vandræðalegu kasti. Þó það sé einfalt að skrifa þetta á þrjósku barnsins getur verið dýpri meining á bak við slíkt.

Ein af ástæðunum að barnið virðist bregðast svo ýkt við þegar því er sagt að það geti ekki fengið eitthvað, er því það hefur ekki skilning á muninum á „þörf“ og „löngun,“ eða því sem það langar í og það sem er algerlega bráðnauðsynlegt. Allt sem barnið sér er „nauðsynlegt“ og þar sem þau hafa takmarkaðan skilning á hvernig fjármunir virka geta þau ekki skilið hvers vegna þau geta bara ekki fengið hlutinn.

Eitt sem foreldri getur reynt að gera er að vinna með barninu með því að kenna því hvað sé eitthvað sem barnið vill og hvað sé það sem barnið þarfnast. Þetta getur haft góð áhrif á framtíðarþróun barnsins og skilning þess á hlutum.

Skilningur á löngun og þörf getur komið þegar útskýrt er fyrir barninu hvernig peningar koma til og hvers virði þeir erum. Þegar við kennum börnum muninn á löngun og nauðsyn erum við að kenna þeim hvernig peningar virka. Sem fullorðið fólk eyðum við fyrst í það sem við þurfum til að komast af, svo getum við eytt í það sem okkur langar í. Að innprenta þetta í huga barnsins þegar það er ungt getur bæði komið í veg fyrir misskilning og einnig hefur það góð áhrif á það til framtíðar.

Haltu samræðunum gangandi

Smábörn læra betur þegar þjálfuninni er viðhaldið, ekki bara þegar sest er niður og „messað“ yfir því í stutta stund! Þegar þið eruð í búðinni, talaðu um nauðsyn þess að líkaminn þurfi ávexti og grænmeti, t.d. en sælgæti sé meira það sem barnið vill, eitthvað sem gæti verið fínt að fá stundum, en það þurfi ekki á nammi að halda til að lifa af.

Lestu sögur

Ef þú finnur bækur sem fjalla um málefnið getur það verið stórkostlega hjálplegt.

Vertu fyrirmynd

Börnin okkar drekka í sig þekkingu eins og svampar og stærstu fyrirmyndinar eru þeir sem í kringum þau eru. Þau horfa á mömmu og pabba til að læra um þeirra heim. Þau sjá viðbrögð þeirra og sambönd og nota þau sem viðmið um hvernig þau eiga að hegða sér. Þetta getur hjálpað við að sjá muninn á löngun og nauðsyn. Þó fullorðnir geti að sjálfsögðu tekið sínar eigin ákvarðanir er mikilvægt fyrir barnið að sjá mömmuna „sýna“ muninn – t.d. þegar mamma ákveður að eyða ekki í eitthvað fyrir sig sjálfa getur hún útskýrt fyrir barninu ástæðu þess hún gerði það ekki.

Að læra muninn á nauðsyn og þörf er ekki eitthvað sem gerist yfir nóttu, heldur tekur það margar samræðustundir og leiðbeiningar.

Heimild: Mom.com

Ónógur svefn hefur mikil áhrif á námsárangur barna

Ónógur svefn hefur mikil áhrif á námsárangur barna

Ónógur svefn hefur mikil áhrif á námsárangur barna

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að ónógur svefn hefur áhrif á bæði hegðun barna sem og námsárangur þeirra.Svefn er lífsnauðsynlegur og styður við andlega og líkamlega vellíðan og er börnum sérstaklega mikilvægur. Svefninn hjálpar þeim að stækka, þroskast og takast á við næsta dag. Þegar barn fær ekki nægan svefn hefur það áhrif á heilsuna og hugarástand, en alltaf er verið að rannsaka og komast að því hvað hann hefur mikil áhrif og hvernig er hægt að bæta úr málum.

Samkvæmt EurekAlert var rannsókn framkvæmd sem sýndi að ónógur svefn hjá lituðum börnum efnaminni fjölskyldna hafði neikvæð áhrif á hegðun sem og námsárangur. Rannsóknin var framkvæmd af NYU Grossman School of Medicine, Harvard Medical School, og háskólanum í Texasog má lesa um hana hér.

Slakur og ekki nægur svefn hefur áhrif á þessi börn og setur þau í hættu á að þróa með sér hegðunarvanda og kemur í veg fyrir velgengni í skóla. Skoðuð var tenging milli svefns, hegðunar í tíma og svo einkunnir.

Einkum voru þeldökk börn skoðuð sem ólust upp í vanþróuðum hverfum, sem ekki fengu stuðning ríkisins eða önnur úrræði á vegum ríkisins.

Kennarar sögðu frá þreytu barna í tíma og lítilli þáttöku.

Alexandra Ursache, ein af rannsakendum, sagði að rannsóknin sýndi mikilvægi þess að þróa með börnum heilbrigt svefnmynstur.

Kennarar eiga einnig að ræða við foreldra sjái hann merki þess að barn sé þreytt í kennslustund. Þetta hjálpar öllum við að hjálpa barninu að ná betri námsárangri.

Best væri að rannsaka fleiri börn úr öllum stigum þjóðfélagsins, af öllum kynþáttum, til að sjá hvort alhæfa megi um niðurstöðurnar. Einnig var ekki notaður svefnriti heldur spurningalisti sem rýrir rættmæti niðurstaðnanna.

 

106 ára dansari bannar notkun orðsins „gömul“

106 ára dansari bannar notkun orðsins „gömul“

106 ára dansari bannar notkun orðsins „gömul“

Eileen Kramer slakar ekkert á þó hún sé orðin 106 ára gömul. Hún skrifar sögu á dag þar sem hún býr, á hjúkrunarheimili í Sydney, Ástralíu, gefur út bækur og hefur tekið þátt í málverkakeppni, þeirri virtustu þar í landi.

Eileen bjó í áratugi erlendis, en sneri aftur í heimaborg sína Sydney, 99 ára gömul. Síðan þá hefur hún unnið í samstarfi við fjölmarga listamenn til að sinna ástríðu sinni – dansinum.

Eileen dansar enn – þokkafullar og dramatískar hreyfingar þar sem hún notar efri hluta líkamans. Á síðastliðnum árum hefur hún einnig starfað sem danshöfundur (e. choreographer).

„Síðan ég kom aftur til Sydney hef ég verið svo upptekin – ég hef tekið þátt í þremur danssýningum hjá NIDA (National Institute for Dramatic Art) og sjálfstæðum leikhúsum. Ég hef komið fram á tveimur stórum danssýningum í Adelaide ogBrisbane, ég hef leikið í mynd, komið fram í litlum uppfærslum, skrifað þrjár bækur og í dag er frídagurinn minn og ég er í viðtali!“ segir hún glöð í samtali við blaðamann BBC Ástralíu.

Hún er oft spurð hvaðan hún fær alla þessa orku – og hvort dansinn sé leyndarmál við háan aldur hennar. Hún svarar því að hún banni orðið „gömul“ og „aldur“ og notar þau ekki. Hún minnir blaðamann reglulega á það í viðtalinu: „Ég segi, ég er ekki gömul, ég hef bara verið hér í langan tíma og lært ýmislegt á leiðinni. Mér líður ekki eins og fólk segist líða þegar það er gamalt. Viðhorf mitt til sköpunar er nákvæmlega það sama og þegar ég var lítil stúlka.“

Eileen hefur á síðastliðnum árum staðið fyrir, fjármagnað, hannað dansa og komið fram á mörgum danssýningum sem hún skapar út frá lífi hennar. Hún var komin hálfa leið með nýtt dansmyndband þegar öllu var lokað vegna Covid í Sydney og setti það strik í reikninginn. En ekki lengi.

„Ég gat ekki farið á staðinn, þannig ég skrifaði bók í staðinn,“ segir hún hlæjandi. „Sagan um hvernig við gerðum myndina.“

Staðsetning takanna var sérstök fyrir Eileen. Myndin gerist innan í stóru Moreton Bay fíkjutré í úthverfi Sydney, Glebe. Lyktin af trjánum, stóru fíkjurnar og hlátur hláturfuglanna (e. kookaburra) var það sem dró Eileen aftur til Sydney. „Þetta trét hafði áhrif á danshönnunina mína. Hefur þú séð þetta tré? Það er eins og reim höll í ævintýri, tók mig til baka til æskunnar.“

Við tökur myndarinnar „The Gum Tree”

Það á eftir að taka nokkur atriði í myndinni, svo verður hún klippt og búin til tónlist. Á meðan ætlar útgáfufyrirtækið hennar, Basic Shapes, að gefa út bókina um verkefnið síðar á þessu ári. Hún hefur einnig gefið út smásagnasagnið Elephants and Other Stories.

Covid einangrunin hefur ekki haft áhrif á hana: „Mér er alveg sama um Covid. Ég hef ekki verið einmana eða lokuð inni, þegar þú skrifar er það félagsskapurinn þinn.“

Eileen er orðin fræg í Elizabeth Bay, þar sem hún býr. Fullt af listamönnum hélt sýningu fyrir framan gluggann hennar þegar hún varð 106 ára í nóvember: „Ég varð mjög hissa, ægilega glöð og það snerti mig mjög. Þau létu mig í stól fyrir framan gluggann og gáfu mér blöðrur til að hrista þegar það kom pása.“


Litríkt líf

Eileen Kramer er fædd í Mosman Bay, Sydney árið 1914 og var hún dansari sem ferðaðist með Bodenwieser ballettinum í áratug. Hún ferðaðist til Indlands, og síðar settist hún að í París og svo New York þar sem hún bjó til 99 ára aldurs.

Hefur hún því dansað í fjórum heimsálfum og í heila öld. Segir hún að dansinn hafi verið hennar fyrsta ást.

„Ég hef alltaf umgengist dansara svo ég hef aldrei verið einmana. Ólíkt mér giftu sig margir og eignuðust börn eða fóru aftur til Evrópu. Ég hinsvegar þoldi allt þetta óþægilega við dansaralífið.“

Þegar Eileen bjó í París sat hún fyrir sem módel hjá listamönnum: „Það var dálítið hættulegt að sitja fyrir en ég þekkti flesta listamennina.“ Að vera nakin truflaði hana aldrei þar sem það var vegna listarinnar. Hún lærði mikið af frægum, frönskum listamönnum.

Í dag segir samstarfskona hennar, Sue Healy, að vinna með Eileen sé að „upplifa lifandi söguna.“

„Hún er tengingin við fyrstu daga ástralsks nútímadans – og fyrir mig sem danshönnuð er þetta algert gull! Hún höndlar lífið af fágun og sköpunarkrafti. Hún er algerlega við stjórnvölinn og er alltaf að búa til eitthvað nýtt.“

Pin It on Pinterest