Aldur þinn og frjósemi: Er erfiðara að verða ólétt eftir þrítugt?

Aldur þinn og frjósemi: Er erfiðara að verða ólétt eftir þrítugt?

Aldur þinn og frjósemi: Er erfiðara að verða ólétt eftir þrítugt?

Ef þú hefur tekið þá spennandi ákvörðun að eignast barn ertu eflaust að hugsa um hversu lengi það getur tekið að verða ólétt.

Margar konur reyna oft að finna „rétta tímann“ til að eignast börn. Svo verða þær þrítugar og eldri og velta þá fyrir sér hversu frjósamar þær eru.

Þú veist að konur eru frjósamastar á þrítugsaldri þannig hver er staða þín í dag?

Í dag kjósa konur oft að eignast börn á fertugsaldri fremur en fyrr og á síðustu áratugum hafa þær tölur einungis farið hækkandi.

Hefur aldur áhrif á frjósemi?

Í stuttu máli sagt: „Já.“

Frá þrítugu fer frjósemin minnkandi og enn hraðar niður á við frá 35 ára aldri. Því eldri sem konur verða, því minni líkur á getnaði og því meiri líkur á ófrjósemi.

Flestar konur geta átt börn á eðlilegan hátt og fæða heilbrigð börn ef þær verða óléttar 35 ára. Eftir 35 ára aldurinn fer hluti þeirra kvenna sem upplifa ófrjósemi, fósturlát eða vandkvæði vegna barns hækkandi. Eftir fertugt hafa aðeins tvær af hverjum fimm sem óska sér að eignast barn möguleika á því.

Meðalaldur þeirra kvenna sem fara í tæknifrjóvgun fer hækkandi. Þetta endurspeglar aukningu á ófrjósemi vegna aldurs. Vel heppnaðar tæknifrjóvganir meðal kvenna yfir fertugt eru sjaldgæfar og hafa þær tölur ekki farið hækkandi á síðastliðnum áratug.

Frá líffræðilegu sjónarmiði er best að reyna að eignast börn áður en þú ert 35 ára.

Karlmenn eru frjósamari mun lengur en konur. Þó frjósemi þeirra fari einnig dalandi með aldri gerist það mun hægar og yfir langt tímabil.

Á meðan margir menn eru frjósamir enn á sextugsaldri er hluti þeirra er glímir við galla er tengjast sæði þeirra aukandi. Heilsa þeirra barna sem getin eru af eldri föður er slakari.

Það er annað sem þú þarft að taka til athugunar ætlir þú að eignast barn eldri en 35 ára. Það eru meiri líkur á fjölburafæðingum. Í raun, því eldri sem þú ert, því líklegri ertu að eignast tvíeggja tvíbura. Talið er að líkaminn þurfi að framleiða meira af hormónum sem hjálpa til við egglos eftir því sem konur eldast. Hormónið er kallast FSH (e. follicle stimulating hormone) og framleiðir líkaminn meira af því, því það eru færri lífvænleg egg í eggjastokkunum þínum.

Þessi offramleiðsla FSH getur valdið því að meira en eitt egg frjóvgast, þ.a.l. fleiri en eitt barn!

Þú gætir orðið himinlifandi að fá fregnir af möguleikanum á tvíburum. Að eignast draumafjölskylduna á einu bretti gæti hljómað frábærlega, en samt ber að hafa í huga að eignast tvíbura krefst meiri tíma, tilfinninga og líka fjárhagslega en eitt barn. Einnig gætir þú þurft meiri umönnun á slíkri meðgöngu.

Mun það taka lengri tíma að verða ólétt eftir því sem ég eldist?

Líkurnar á að verða ólétt strax fara eftir aldri. Konur eru frjósamastar á aldrinum 20-24 ára. Það mun mjög líklega taka lengri tíma eftir að þú ert á seinni hluta fertugsaldurs eða á fimmtugsaldri. Einnig eru líkur á vandamálum því tengdu.

Flest pör (um 85%) verða með barni innan árs ef þau hætta að nota getnaðarvarnir og stunda reglulegt kynlíf. Það þýðir kynlíf á tveggja til þriggja daga fresti allan tíðahringinn. Þetta gefur mestar líkur á getnaði.

Helmingur þeirra kvenna sem ekki verða vanfærar á fyrsta ári munu verða það næsta árið á eftir. Eitt prósent kvenna verður svo ólétt reyni þær í ár í viðbót eftir það. Þannig það borgar sig að halda áfram að reyna. Það þýðir að um þrjú prósent para mun ekki verða með barni innan þriggja ára.

Tölurnar fyrir konur sem eru 35 ára eru svipaðar – 94% verða þungaðar innan þriggja ára. 38 ára konur: 77% verða þungaðar innan þriggja ára.

Ef þú ert eldri en 35 ára og ert farin að lengja eftir þessu jákvæða þungunarprófi, er best að leita ráðgjafar fyrr en seinna. Ef þú hefur reynt í u.þ.b. hálft ár skaltu hitta lækninn þinn.

Hví dvínar frjósemi kvenna svo hratt?

Tvær meginástæður þess eru vandkvæði við egglos og stíflaðir eggjaleiðarar sem kemur til oft vegna sýkingar.

Egglosvandi eykst með aldrinum því fá góð egg eru eftir sem þýðir að erfiðara er að verða þunguð. Eggjafjöldi minnkar með aldrinum. Þú getur keypt próf til að sjá hvar þú stendur, en athugaðu að prófið sýnir fjölda eggja, ekki gæði þeirra.

Um eitt prósent kvenna fer í gegnum breytingaskeið fyrr en vanalega og hætta að framleiða egg fyrir fertugt. Blæðingar kunna að verða óreglulegar. Þegar þú nálgast breytingaskeiðið fara blæðingar að verða færri og lengra á milli þeirra, sem þýðir að egglos verður líka óreglulegt. Stíflur í eggjaleiðurum geta verið orsök sýkinga á lífsleiðinni eða annarra heilsufarsvandamála.

Þannig að – á hvaða aldri sem þú ert, ef þú ert að reyna að eignast barn þarftu að hugsa vel um þig. Það þýðir að bæði líkamleg og kynferðisleg heilsa þarf að vera í forgangi.

Eftir því sem konur eldast er líklegra að þær hafi gengið með óuppgötvaðan sjúkdóm, s.s. klamidíu. Þetta getur komið í veg fyrir frjósemi eða aukið líkur á utanlegsfóstri.

Endómetríósa eða legslímuflakk getur orsakað þykkari eggjaleiðara, og getur það haft áhrif, sérstaklega þar sem það eykst með aldri.

Hnútar í legi eru algengari hjá konum eldri en þrítugt og geta valdið vandkvæðum við getnað.

Einnig þarf að hafa í huga að sértu að glíma við ofþyngd getur það valdið vandkvæðum.

Best er svo að hafa í huga að verður þú ekki þunguð um leið, reyndu að slaka á og halda áfram að reyna. Læknir mun segja þér að hafa óvarðar, reglulegar samfarir í ár áður en ástæða er til að hafa áhyggjur. Samt muntu ef til vill vilja hafa samband fyrr hafir þú glímt við eitt af eftirfarandi:

  • Óreglulegar blæðingar
  • Kynsjúkdóma
  • PCOS (fjölblöðrueggjastokkaheilkenni)
  • Maki þinn hefur þekkt frjósemisvandamál

Ef þið hafið reynt í marga mánuði og kynlífið er farið að verða þreytt, hvers vegna ekki að fara í rómantíska ferð saman?

Heimild: BabyCenter

Fróðleikur: Hvað er barnaastmi og hvað er til ráða?

Fróðleikur: Hvað er barnaastmi og hvað er til ráða?

Fróðleikur: Hvað er barnaastmi og hvað er til ráða?

Barnaastmi er sami lungnasjúkdómur og fullorðnir fá, en börn fá oft önnur einkenni. Læknar tala því um barnaastma. Ef barnið greinist með  astmasjúkdóminn geta lungun og loftgöngin orðið bólgin í tengslum við kvef eða eru í kringum ofnæmisvalda, s.s. frjókorn. Einkennin geta gert barninu erfitt fyrir dags daglega, að stunda íþróttir eða sofa. Stundum geta astmaköst kostað ferð á bráðamóttökuna.

Það er engin lækning við barnaastma en hægt er að vinna með lækni barnsins til að gefa lyf og koma í veg fyrir lungnaskemmdir.

Einkenni barnaastma

Ekki hafa öll börn sömu einkenni barnaastma. Barn getur meira að segja sýnt misjöfn einkenni frá kasti til kasts. Hóstaköst geta oft komið upp, sérstaklega í leik eða æfingum, á kvöldin, í köldu lofti eða þegar hlegið eða grátið er.

  • Hósti sem ekki hverfur.
  • Hósti sem versnar eftir veirusýkingu.
  • Minni orka í leik, stoppað til að ná andanum í leik.
  • Barnið forðast athafnir í leik eða íþróttum.
  • Erfiðleikar við svefn vegna hósta eða öndunarerfiðleika.
  • Hraður andardráttur.
  • Verkur eða þyngsli fyrir brjósti.
  • Hvæs eða flaut í andardrætti.
  • Brjóstkassi gengur upp og niður (samdrættir)
  • Stuttur andardráttur
  • Spenntir háls- og/eða brjóstvöðvar
  • Barnið virðist veikburða eða þreytt
  • Erfiðleikar við að nærast eða stunur þegar borðað er (ungabörn)

Barnalæknirinn ykkar ætti að athuga alla möguleika á hvers vegna barnið á í erfiðleikum með andardrátt.

Sérfræðingar tala stundum um bronkítis eða annað þegar talað er um hvæs eða flaut, stuttan andardrátt í ungabörnum eða smábörnum. Prófanir geta stundum ekki staðfest astma í börnum yngri en fimm ára.

Neyðarástand – hvenær leita skal læknis

  • Alvarlegt astmakast þarf að meðhöndla á sjúkrahúsi. Verið vakandi fyrir þessum einkennum:
  • Að stoppa í miðri setningu til að ná andanum
  • Að nota kviðvöðva til að anda
  • Maginn hverfur undir rifbeinin þegar náð er í loft
  • Brjóst og hliðar ganga til þegar andað er
  • Mikið hvæs og flaut
  • Mikill hósti
  • Erfiðleikar við tal eða gang
  • Bláar varir eða neglur
  • Styttri andardráttur með minna mási
  • Nasavængir eru þandir
  • Hraður hjartsláttur
  • Aukin svitamyndun
  • Brjóstverkur
  • Það sem getur valdið astmakasti:
  • Algengir orsakavaldar eru:
  • Sýkingar í öndunarvegi, s.s. kvef, lungnabólga og kinnholubólga.
  • Ofnæmi, s.s. fyrir ryki, mold, gæludýrum eða frjókornum.
  • Ertingarvaldar, s.s. mengun, efni/efnasambönd, kalt loft, mikil lykt eða reykur getur ert öndunarfærin.
  • Æfingar, íþróttir geta valdið kasti.
  • Streita getur einnig gert barnið andstutt og einkenni gætu versnað.

Flest börn sem fá barnaastma fá einkenni um fimm ára aldur. Astmi getur þó hafist á hvaða aldri sem er.

Barn sem hefur eftirfarandi er líklegri til að fá eða hafa astma:

  • Frjókornaofnæmi
  • Exem
  • Fjölskyldusaga um astma eða ofnæmi
  • Sýkingar í öndunarfærum
  • Lág fæðingarþyngd
  • Óbeinar reykingar fyrir eða eftir fæðingu
  • Börn sem búa við fátækt
  • Greiningarferli barnaastma

Einkenni hjá barninu kunna að vera horfin þegar komið er til læknis. Hlutverk þitt sem foreldri er mikilvægt til að koma réttum upplýsingum til skila. Greining mun innihalda: Spurningar um sjúkrasögu og einkenni. Læknirinn mun spyrja um vandkvæði við andardrátt sem barnið á við að glíma, og einnig um fjölskyldusögu varðandi astma, ofnæmi, exem eða aðra lungnasjúkdóma. Lýstu einkennunum í smáatriðum og hvernig og hvenær þau gera vart við sig.

Læknirinn mun rannsaka barnið líkamlega, hlusta á hjartað og lungun og kíkja í augu, eyru og háls til að kanna hvort allt sé með felldu.

Barnið gæti þurft röntgenmyndatöku ef það er sex ára eða eldra. Það kann að þurfa að taka próf sem kannar loftgetu lungnanna. Þannig sér læknirinn hversu alvarlegur astminn er. Önnur próf kanna hvað veldur astmanum, s.s. húðpróf, blóðpróf og fleira.

Læknirinn mun svo útskýra hvaða lyf skal taka og hvað skal gera versni astminn og hvenær rétt sé að fara með barnið á spítala vegna kasta.

Allt er mikilvægt í ferlinu, svo sem að upplýsa skóla eða leikskóla, þjálfara og annað sem barnið tekur þátt í hvað gera skuli fái það astmakast. Best er að búa til lista og senda á fólk í tölvupósti eða skriflega fái barnið kast þegar þú ert ekki á staðnum.

Ef barnið fær astma við ákveðnar aðstæður skaltu reyna helst að forðast þær.

Astmalyf sem barnið má taka

Astmalyf eru í raun svipuð, hvort sem um fullorðinn einstakling er að ræða eða barn, skammtastærðirnar eru bara minni. Ef um innöndunarlyf er að ræða þarf barnið að ráða við það og skilja það. Til eru lyf við bráðu astmakasti, s.s. innöndunarlyf og svo eru önnur lyf, s.s. steralyf sem koma í veg fyrir bólgur í öndunarfærunum og heldur astmanum í lágmarki.

Að forðast kveikjur

  • Til að koma í veg fyrir eða minnka líkur á astmakasti skaltu gera ráðstafanir.
  • Ekki leyfa neinum að reykja heima við eða í bílnum.
  • Hreinsaðu oft teppi og sængur/kodda.
  • Ekki leyfa gæludýrum að vera inni í svefnherbergi barnsins. Hægt er að kaupa lofthreinsunartæki sem minnkar agnir í lofti.
  • Varastu myglu í húsnæðinu.
  • Ekki nota ilmkerti eða lyktsterkar hreinsivörur heima við
  • Passaðu að barnið sé í kjörþyngd
  • Ef barnið hefur brjóstsviða, hafðu tiltæk lyf eða ráð til að halda honum niðri
  • Ef barnið hefur áreynsluastma gæti læknirinn ráðlagt púst 20 mínútum fyrir æfingu til að halda loftveginum opnum.

Erfiðleikar fyrir astmabörn

Þegar astma er ekki haldið niðri getur hann valdið vanda, s.s:

  • Slæmum köstum, sem oft enda upp á spítala
  • Barnið gæti misst úr skóla eða að hitta vini sína
  • Þreyta
  • Streitu, kvíða og þunglyndi
  • Þroski eða kynþroski gæti staðið á sér
  • Skemmdir í lungum eða lungnasýkingar

Það er engin lækning við astma en barnið getur lært að lifa með honum. Barnið ætti að geta:

  • Komið í veg fyrir langtímaeinkenni
  • Farið í skóla á hverjum degi
  • Komið í veg fyrir einkenni að kvöldi
  • Tekið þátt í daglegum athöfnum, leikið sér og stundað íþróttir
  • Lært að meðhöndla lyfin sín sjálft

Ef eitthvað er ekki eins og það á að vera, ekki hika við að vera í sambandi við lækninn þinn.

Það er margt sem sérfræðingar vita ekki um lungnasýkingar hjá ungabörnum og astma. Þeir telja þó að barn sé líklegra til að vera greint með astma fyrir sjö ára aldur ef það hefur oft fengið einhverskonar mæði, móðirin hefur astma eða barnið hefur ofnæmi.

Um leið og lungu barns verða viðkvæm eru miklar líkur á að þau verði það alla ævi. Börn með barnaastma lagast þó oft stórkostlega á unglingsárum, eða um helmingur. Hjá sumum hverfa einkennin alveg en eiga það til að koma aftur á fullorðinsárum. Það er engin leið að spá fyrir um það.

Með því að fræðast um astma og hvernig stjórna á sjúkdómnum ertu að taka nauðsynlegt skref í að stýra velsæld barnsins. Vinnir þú vel með lækninum ykkar, takir mark á leiðbeiningum og gerir heimavinnuna getur barnið þitt átt áhyggjulaust líf framundan!

Hér má benda á fróðlega grein í Læknablaðinu um hvenær barnaastmi barst til landsins 

Heimild: WebMD

Átta hamingjuráð fyrir nýbakaða foreldra

Átta hamingjuráð fyrir nýbakaða foreldra

Átta hamingjuráð fyrir nýbakaða foreldra

Fullt af fólki býður nýbökuðum foreldrum almenn ráð varðandi barnið…og það er bara af hinu góða því þeir þurfa á þeim að halda. Hér eru annarskonar ráð…til að þið þrífist, vaxið og raunverulega njótið þessarar vegferðar sem felst í að vera nýbakað foreldri!

Treystu innsæinu

Stundum finnst foreldrum sem eru að eignast barn í fyrsta sinn að þau viti ekki neitt. En veistu hvað? Fullt af foreldrum hafa farið í gegnum það nákvæmlega sama, mörg hundruð ár aftur í tímann! Það er margt ógnvænlegra í framtíðinni (kvíði, óréttlátir vinir, unglingadrama, o.s.frv…) En núna þarftu bara að einbeita þér að frumþörfunum: Ást, snertingu, söng, mjólk og þolinmæði.

Verið góð við ykkur sjálf

Ef þú ert eins og margir nýbakaðir foreldrar í fyrsta sinn, hefur varla snert nýfætt barn áður en þú eignaðist þitt eigið…en samt heldur þú að þú eigir að vera barnasérfræðingur. Biddu dómarann í höfðinu á þér að taka sér frí. vertu þinn eigin besti stuðningsmaður, þinn besti vinur. Þannig er leiðin greið að fullnægju og hamingju og er sennilega besta ráðið sem nýbakað foreldri getur fengið

Fáðu nægan svefn

Foreldrahlutverkið er ein stór hamingja…þar til þú verður uppgefið foreldri! Hversu vel þú nærð að hvíla þig stjórnar öllu. Svefnvana foreldrar geta næstum brotnað við minnsta áreiti. Þeim finnst þeir vera einir, óhæfir, pirraðir og svefnleysi getur hreinlega valdið óhöppum og veikindum.

Þiggðu alla hjálp sem býðst

Í gegnum söguna hafa foreldrar þegið hjálp. Þeir hafa alltaf haft foreldra, frænkur og frændur og systkini sem vilja hjálpa. Ekki hika við að biðja um hjálp eða jafnvel borga fyrir pössun. Þú þarft þess…og þú átt það skilið. Þannig getur þú bætt upp svefnleysið og eflt tengslin við þína nánustu.

Vertu sveigjanleg/ur

Sum uppeldisráð höfða betur til þín en önnur. Það er fínt að hafa hugmyndir og fyrirætlanir en vertu tilbúin/n að þurfa að gera breytingar. Börn eru nefnilega einstaklingar með persónuleika og skoðanir. Til er heimild um mann frá 17. öld sem sagði: „Áður en ég átti börn hafði ég sex kenningar um hvernig ætti að ala þau upp. Nú á ég sex börn og hef engar kenningar!“ Vertu sveigjanleg/ur þegar hlutirnir fara ekki eins og þú ætlaðir þér. Það gæti komið á óvart hversu þægilegt það er að berast bara með straumnum.

Ekki missa húmorinn!

Mundu: Fullkomnun er bara orð sem er að finna í orðabók. Þannig gleymdu reisninni, skipulagningunni og vertu góð/ur við þig sjálfa/n og hlæðu, hlæðu, hlæðu! Hlátur lyftir þér upp, minnkar stress og er nákvæmlega það sem læknirinn myndi skrifa upp á!

Hugsið vel um hvort annað. Og gerið eitthvað skemmtilegt!

Að hugsa um barnið er bara helmingur vinnunar ykkar; hinn helmingurinn er að næra samskiptin við makann. Farið út að borða eða í göngutúr þegar ættingi er í heimsókn. Finnið tíma til að elda saman, kúra í sófanum eða þið vitið…!

Lifðu. Lífinu.

Það er næstum pirrandi þegar fólk segir: „Tíminn líður svo hratt,“ og „sofðu þegar barnið sefur.“ En þetta er alveg satt! Ef þú ert föst í fortíð eða framtíð muntu missa af kraftaverkinu sem er fyrsta ár barnsins þíns. Haltu á því og hlustaðu á hjarta þess slá. Horfðu á bros barnsins og misstu andann. Vertu virkilega viðstödd/viðstaddur þegar þú heyrir barnið segja „mamma“ eða „pabbi“ í fyrsta sinn. Það eru fáar stundir fallegri en þær. Njóttu þess.

Ef þú ert að eignast barn í fyrsta sinn ertu að standa þig eins og hetja. Ef þú átt erfitt, ekki hika við að biðja um hjáp.

 

Algeng vandamál þegar börn eru vanin af bleyju eða koppi

Algeng vandamál þegar börn eru vanin af bleyju eða koppi

Algeng vandamál þegar börn eru vanin af bleyju eða koppi

Ef erfiðlega gengur að venja barn af bleyju eða að hætta að nota koppinn, mundu bara að flestar fjölskyldur ganga í gegnum erfiðleika á þessu skeiði. Hér eru nokkur algeng vandamál ásamt tillögum til að takast á við þau.

Barnið mitt vill ekki nota klósett

Það kann að hljóma furðulega en sum börn neita að nota klósett því þau eru hrædd við það. Ímyndaðu þér klósett frá sjónarhorni barnsins: Það er stórt, hart og kalt. Það býr til hávaða og hlutir sem fara ofan í það hverfa og sjá aldrei aftur dagsins ljós. Frá þeirra sjónarhorni er klósettið eitthvað sem ætti bara að forðast!  Prófaðu að nota litla klósettsetu sem sérhönnuð er fyrir börn og má fá í barnavöruverslunum til að láta barnið líða vel. Byrjaðu á því að tilkynna því að þetta sé seta sem það á alveg sjálft. Þú getur skrifað nafn barnsins á hana og leyft því jafnvel að skreyta það með límmiðum eða eitthvað álíka. Leyfðu barninu að sitja á setunni í öllum fötunum, leyfðu bangsa að „prófa hana“ og drösla henni þessvegna um húsið ef það langar til! Til að leyfa barninu að sjá hvað verður um kúkinn má taka hann úr bleyjunni eða koppnum og setja í klósettið og sturta niður. Fullvissaðu barnið um að þetta eigi að gerast, þó það komi læti og allt. Kannski gæti líka verið að þetta sé leið barnsins til að segja þér að það vilji vera lengur á bleyju eða nota koppinn. Að ýta þessu ferli áfram getur virkað þveröfugt. Ef barnið er raunverulega áhugalaust skaltu taka hlé á þjálfuninni og fylgjast með þegar það fer sjálft að sýna áhuga. Ef barnið fer að sýna áhuga en vill það samt ekki, getur verið eitthvað annað að trufla. Stórar breytingar í lífi barnsins, s.s. að skipta um deild í leikskólanum, að eignast systkini eða flutningar geta gert barni erfitt fyrir að byrja á einhverju nýju og einbeita sér. Bíddu þar til rútína er komin á áður en þið hefjið þjálfun að nýju. 

Þegar ég sting upp á klósettinu segir barnið mitt „nei“ eða reiðist

Barnið þitt kann að neita að læra að nota klósett af sömu ástæðu og það vill ekki fara í bað eða í rúmið. Það er öflugt að segja „nei.“ Til að minnka þennan vanda skaltu taka skref aftur á bak og láta barnið halda að það sé við stjórnvölinn. 

Þetta mun hjálpa: Passaðu þig að minnast ekki alltaf á klósettþjálfunina. Þrátt fyrir að erfitt sé að grípa í taumana þegar þú telur slys vera í þann mund að gerast, er erfitt fyrir barnið að láta hamra á því. Því finnst því vera stjórnað og það finnur fyrir þvingun. Í stað þess að endurtaka í sífellu: „Þarftu ekki að fara á klósettið?“ settu bara kopp í miðju herbergisins og eins oft og hægt er skaltu leyfa barninu að hlaupa um bleyjulausu. Fyrirvaralaust kann það að nota koppinn án þinna afskipta. Ekki standa yfir barninu á meðan. Þvinguð stund getur leitt til uppreisnar af hálfu barnsins. („Bíðum aðeins lengur, kannski kemur eitthvað.“) Ef barnið sest niður í smástund og hoppar svo upp til að leika sér, leyfðu því það. Kannski gerist slys, en það er jafn líklegt að það rati í koppinn. Vertu róleg/ur vegna slysa. Það er ekkert einfalt að sýna yfirvegun þegar stórt slys á sér stað en að taka reiðiskast mun ekki hjálpa barninu neitt, frekar að það kvíði því að sjá viðbrögðin þín. Vertu hughreystandi þegar barnið gerir í buxurnar og passaðu að þú haldir ró þinni með því að færa til uppáhaldsteppið þitt eða breiða út lag af handklæðum. Sama hversu pirruð/pirraður þú verður – ekki refsa barninu fyrir slys. Það er ekki sanngjarnt og leiðir bara til vandræða síðar meir. 

Verðlaunaðu góða hegðun

Þegar barnið þitt reynir skaltu hrósa því. Fagnaðu með því þegar eitthvað kemur í koppinn og gerðu mikið úr þeim degi þegar barnið nær að halda sér þurrt í heilan dag. (Ekki fagna samt í hvert skipti því barninu líður kannski illa með að verða miðpunktur athyglinnar oft á dag!) Ekki bíða eftir klósettferð til að hrósa samt. Segðu barninu af og til hvað það sé frábært að bleyjan eða nærbuxurnar séu þurrar, þannig hvetur þú barnið áfram. 

Barnið mitt getur ekki kúkað í koppinn eða klósettið

Það er algengt að börn pissi í kopp eða klósett en vilji ekki kúka. Barnið kann að hræðast að búa til vesen, kannski lenti það í slysi í leikskólanum og fólk brást illa við eða kannski varð það vitni að slíkum atburði. Að hjálpa barninu að fara á klósettið og hrósa því svo mjög getur hjálpað því að komast yfir hræðsluna. Ef barnið þitt kúkar frekar reglulega, punktaðu niður hvenær – eftir blund, 20 mínútum eftir hádegismat, svo dæmi séu tekin – og vertu viss um að það sé nálægt koppi eða klósetti þá. Ef barnið er annarsstaðar, t.d. í leikskóla, fáðu starfsfólkið í lið með þér. Samt sem áður, ef barnið er of kvíðið þessari breytingu skaltu fara milliveginn: Stingdu upp á að barnið biðji um bleyju þegar það þarf að kúka, eða heldur að það þurfi bráðum. Minnkaðu kvíðann með því að tala um líkamsstarfsemina, til að vera viss um að það skilji að þetta sé eðlilegt ferli hjá öllu fólki í heiminum. 

Barnið mitt er með hægðatregðu

Ef barn er haldið hægðatregðu kann að vera að það neiti að nota klósettið. Það er líklegt að sársaukinn sem kemur þegar hægðirnar eru harðar auki kvíðann við að nota kopp eða klósett. Þetta býr til vítahring: Barnið heldur í sér, sem gerir hægðatregðuna verri og það veldur sársauka þegar hægðirnar koma niður, sem aftur býr til hræðslu við klósettið. Trefjaríkur matur, s.s. trefjaríkt brauð, brokkolí og morgunkorn geta hjálpað til. Trefjamagnið helst í hendur við ráðlagðan dagskammti hitaeininga. Þumalputtareglan er 14 grömm af trefjum fyrir hverjar 1000 hitaeiningar. 19 grömm af trefjum á dag fyrir börn á aldrinum eins til þriggja, 25 grömm fyrir börn á aldrinum fjögurra til átta. Best er líka að barnið innbyrði trefjar allan daginn, ekki allar í einu. Þurrkaðir ávextir innihalda mikið af trefjum, minnkaðu skammta af hvítu hveiti, hrísgrjónum og bönunum. Passaðu einnig að barnið drekki nægilegan vökva. Sveskjusafi og vatn gera kraftaverk. Líkamleg hreyfing kemur einnig hreyfingu á þarmahreyfingar. Mundu líka að mjólkurvörur auka á hægðatregðu. Ef ekkert hjálpar, fáðu ráð í apóteki. 

Barnið mitt vill ekki nota klósettið í leikskólanum eða skólanum

Athugaðu hvernig farið er að því í skólanum eða leikskólanum. Sumt kann að rugla barnið, t.d. ef kennarinn fer með marga í einu, en barnið vill vera eitt. Ef þetta er raunin skaltu fá breytingu í gegn. Kannski má það fara eitt eða með besta vini sínum. Kannski er það klósettið sjálft. Ef barnið á erfitt með breytingu frá setu heima fyrir til venjulegs klósetts skaltu láta setu fylgja barninu. Barnið mitt var vant að nota klósett en nú gerast slys aftur. Margt getur sett barn úr jafnvægi. Að fara úr rimlarúmi í venjulegt rúm, að hefja sundnám eða eignast nýtt systkini getur verið barni erfitt og það vill bara sitt eðlilega líf aftur. Ef barnið hefur nýlega lært að nota klósett er það eðlilega bleyjan. Passaðu þig að láta barnið ekki fá sektarkennd eða skömm vegna þess. Þú vilt ekki ýta á barnið í þessum aðstæðum. Á sama tíma skaltu finna leiðir til að láta barninu það vera „stórt“ og styrktu alla hegðun sem er þroskandi. Veldu rétta tímapunktinn til að ræða þetta, láttu barnið vita að þú teljir það nógu gamalt til að vera við stjórnvölinn þegar kemur að klósettinu og ekki tala svo um það aftur í einhvern tíma. Þegar barnið fer aftur að læra notaðu verðlaunakerfi til að hvetja það áfram. Stjarna á dagatalið í hvert skipti sem barnið notar klósett eða verðlaunaðu þurra daga með auka sögu um kvöldið, sund eftir mat eða annað sem barninu finnst skemmtilegt. Ekki nota sælgæti samt! Það er ekki sniðugt að barnið læri að verðlaun séu í sykurformi. Ef barnið þitt biður hreinlega um að fara aftur að nota bleyju, ekki búa til mál úr því. Setti bleyjuna á aftur í einhverjar vikur, þar til það sýnir klósettinu áhuga á ný. 

Heimild: BabyCenter.com

 

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Oft er nýbökuðum mæðrum umhugað um að léttast um barnsburðarkílóin fyrst um sinn. Það er samt eitt mikilvægara eftir barnsburð og það er að borða þá fæðu sem gefur þér kraftinn til að verða besta móðir sem þú getur orðið!

Borðaðu litlar, hollar máltíðir yfir daginn til að auka þá litlu orku sem þú hefur. Ef þú ert með barnið á brjósti, mun brjóstamjólkin alltaf verða barninu jafn holl, sama hvað þú kýst að láta ofan í þig.

Það fylgir samt böggull skammrifi, því þegar þú færð ekki nauðsynleg næringarefni úr fæðunni sem þú borðar tekur líkaminn þau efni úr forðabúri þínu. Best er því að fylgjast með fæðu- og næringarinntökunni til að bæði þú og barnið fái aðeins það besta.

Hér eru nokkrar tillögur að hollri fæðu:

Lax

Það er enginn matur sem telst fullkominn. Lax er þó frekar nálægt því! Næringarbomba sem bragðast vel. Laxinn er fullur af fitu er kallast DHA. DHA fitusýrur eru nauðsynlegar taugakerfi barnsins. Öll brjóstamjólk inniheldur DHA en magn þeirra er hærra hjá þeim konum sem auka neyslu sína á DHA. Fitusýrurnar geta einnig hjálpað við lundarfarið. Rannsóknir sýna að þær geta spilað hlutverk í að koma í veg fyrir fæðingarþunglyndi.

Ein viðvörun þó: Mælt er með að mjólkandi mæður, konur sem eru þungaðar og þær sem hyggja að verða þungaðar í náinni framtíð hugi að hversu mikinn lax þær snæði. Ekki er mælt með að borða hann oftar en tvisvar í viku og er það vegna kvikasilfursmagnsins. Það er í lagi að borða lax kannski þrisvar í viku, en þá bara einu sinni í vikunni á eftir. Kvikasilfursmagn í laxi er talið lágt. Í sverðfiski eða makríl er það mun hærra og ætti að forðast neyslu slíks kjöts.

Mjólkurvörur með lágri fituprósentu

Hvort sem þú kýst jógúrt, mjólk, ost, mjólkurlausar afurðir eða aðrar mjólkurvörur eru þær hluti af heilbrigðu ferli í kringum brjóstagjöf. Athugaðu ef þú notar hafra- eða sojaafurðir að þær innihaldi D vítamín. Þær færa þér prótein og B-vítamín og ekki má gleyma kalkinu. Ef þú ert mjólkandi er mikilvægt að fá nægilegt kalk fyrir barnið og þróun beina.

Athugaðu að þú þarft nóg og barnið líka. Mælt er með að minnsta kosti þremur bollum af mjólkurvörum eða sambærilegum vörum á dag í mataræðinu þínu.

Magurt kjöt

Járnríkur matur er nauðsynlegur og skorti þig járn verðurðu þreytt – sem þýðir að þú hefur ekki nægilega orku til að sinna nýfæddu barni.

Mjólkandi mæður þurfa auka prótein og B-12 vítamín. Magurt kjöt inniheldur bæði.

Baunir

Járnríkar baunir, sérstaklega dökklitaðar líkt og nýrnabaunir eru mjög góð fæða fyrir brjóstagjöf. Þær innihalda hágæða prótein úr náttúrunni og eru ódýr kostur.

Bláber

Mjólkandi mæður ættu að borða tvo skammta af ávöxtum eða safa á dag. Bláber eru frábær kostur til að mæta þörfum þínum, saðsöm og góð. Þau eru full af vítamínum og steinefnum og þú færð mikið af góðum kolvetnum í leiðinni.

Brún hrísgrjón

Ekki hugsa um lágkolvetnafæðu þegar þú ert með barn á brjósti eða nýbúin að eiga. Ef þú ert að hugsa um að grennast í því samhengi er ekki gott að grennast of hratt, því þannig framleiðir þú minni mjólk og hefur minni orku. Blandaðu flóknum kolvetnum eins og brúnum hrísgrjónum, kínóa, byggi eða álíka í mataræðið til að halda orkunni gangandi.

Appelsínur

Þær eru handhægar og stútfullar af næringu og gefa góða orku. Appelsínur og aðrir sítrusávextir eru frábær leið fyrir mæður að fá C-vítamín, en þær þurfa meira en vanalega. Ef þú hefur ekki tíma, fáðu þér appelsínusafa. Stundum er hægt að fá hann meira að segja kalkbættan, þannig þá færðu meira út úr því!

Egg

Góð leið til að auka próteininntöku er að fá sér egg. Hrærðu tvö í morgunmat, skelltu tveimur í salatið þitt eða fáðu þér eggjaköku í kvöldmat.

Gróft brauð

Fólínsýra er mikilvæg á meðgöngu og á fyrstu stigum hennar. Það endar þó ekki þar. Fólínsýra er mikilvæg brjóstamjólkinni og barnið þarf á henni að halda. Mörg gróf brauð og pasta innihelda fólínsýru og einnig trefjar, sem eru mikilvægar.

Grænt grænmeti

 

Spínat og spergilkál innihalda mikið A-vítamín sem er afskaplega gott fyrir þig og barnið. Góð leið líka til fá kalk, C-vítamín og járn án dýraafurða. Svo eru þau full af andoxunarefnum og innihalda fáar hitaeiningar.

Múslí og heilhveitikorn

Hollur morgunmatur er samanstendur af heilhveiti eða höfrum er góð leið til að byrja daginn. Margir innihalda nauðsynleg vítamín og næringarefni til að mæta daglegum þörfum þínum. Allskonar uppskriftir af hafragraut eru til – við mælum með bláberjum og léttmjólk!

Vatn

Mjólkandi mæður eiga í hættu að ofþorna. Til að halda orkunni gangandi sem og mjólkurframleiðslunni er gott að viðhalda vökvabúskapnum allan daginn. Þú getur einnig skipt út með mjólk eða djús en farðu varlega í kaffi og te. Ekki drekka fleiri en tvo til þrjá bolla á dag eða drekktu koffínlaust kaffi. Koffín fer í mjólkina þína og getur orsakað pirring og svefnleysi hjá barninu.

Heimild: WebMD 

 

Útskýrðu fyrir barninu þínu mat í litum

Útskýrðu fyrir barninu þínu mat í litum

Útskýrðu fyrir barninu þínu mat í litum

Jennifer Anderson er sniðug mamma sem hefur þróað leiðir til að fá börn til að borða meira grænmeti. Til þess raðar hún grænmeti og ávöxtum eftir litum og segir okkur hvað á að segja við börn til að fá þau til að innbyrða meiri hollustu.

Appelsínugulur:

Í stað þess að segja: „Þú verður sterk/ur ef þú borðar þetta“

0-4 ára: „Appelsínugulur matur hjálpar þér að sjá betur í myrkri.“

5-6 ára: „Appelsínugulur matur inniheldur eitthvað sem kallast A-vítamín. Við þurfum A-vítamín til að sjá í myrkri.“

7-12 ára: „A-vítamín lætur hjartað, augun, lungun og nýrun starfa rétt. Í appelsínugulum mat  er A-vítamín.“

13+ ára: „Við fáum A-vítamín á marga vegu, appelsínugulur og dökkgrænn matur (beta-karótín) og fæða úr dýraríkinu inniheldur A-vítamín.“

Matur sem inniheldur A-vítamín: Appelsínur þær eru einnig ríkar af C-vítamíni, gulrætur, mangó, sætar kartöflur, eggjarauður, ferskjur

Gulur matur:

Í stað þess að segja: „Þetta er gott fyrir þig“ segðu:

0-4 ára: “Gulur matur hjálpar líkamanum að laga sár.”

5-6: “Gulur matur inniheldur C-vítamín sem hjálpar líkamanum að gera við sár.”

7-12: “C-vítamín hjálpar okkur að laga okkur og heldur tönnunum í góðu lagi. Vítamínið er að finna í allskonar ávöxtum og grænmeti. Þessvegna viljum við borða ávöxt eða grænmeti í öllum máltíðum.”

13+: “Vel samsett máltíð inniheldur grænmeti og/eða ávöxt. Þau færa okkur C-vítamín. Þegar við fáum ekki C-vítamín getum við orðið veik, tennurnar geta losnað við C-vítamínskort.”

Matur sem inniheldur C-vítamín: Banani, sítróna, gul paprika, ananas.

Rauður matur:

Í stað þess að segja: „Þetta er gott fyrir þig“ segðu við börn á aldrinum:

0-4 ára: „Rauður matur gerir hjartað þitt sterkara.“

5-6: “Rauður matur inniheldur eitthvað sem heitir lýkópen sem er rautt. Það hjálpar til við að verja hjartað og líkamann í langan tíma.”

7-12: “Lýkópen er andoxunarefni. Andoxar hjálpa til við að verja hjartað, húðina og aðra hluta líkamans. Það gefur matnum þennan rauða lit.”

13+: “Lýkópen er andoxunarefni. Andoxar verja líkamann fyrir geislun og oxandi streitu (fræðast meira um það). Það hjálpar við að verjast krabbameni, hjartavanda og fleiru.”

Matur sem inniheldur lýkópen: Vatnsmelóna, tómatur, nýrnabaunir, rauð paprika.

Grænn matur:

Í stað þess að segja: „Þetta er hollt“ Segðu:

0-4: “Grænn matur hjálpar þér að verða ekki veik/ur.”

5-6: “Grænn matur berst gegn bakteríum og hefur fullt af öðrum góðum eiginleikum. Þau hjálpa maganum þínum að melta matinn.”

7-12: “Góðgerlar hjálpa til við að melta matinn. Þannig verðum við heilbrigð, verðum í góðu skapi og berjumst við slæmu gerlana. Þessvegna verðum við að borða grænt á hverjum degi.”

13+:”Grænn matur, s.s. allskonar kál og grænmeti inniheldur góðgerla, vítamín og steinefni. Án góðgerlanna höfum við ekki heilbrigða maga- og þarmaflóru. Þá verðum við veik og okkur líður illa.”

Dæmi um um mat: Gúrka, kál, brokkolí, paprika, spínat.

Jennifer Anderson er bloggari og mamma sem heldur úti vefnum Kidseatincolor.com

Klikkaðu á samfélagsmiðla linkana hér fyrir neðan til að fara beint inná síðu Jennifer á Facebook & Instagram.

Pin It on Pinterest