Tveggja ára börn sem eru hrædd við mat

Tveggja ára börn sem eru hrædd við mat

Tveggja ára börn sem eru hrædd við mat

Það er kannski ekki þér að kenna að barnið þitt er matvant! Í þessari grein muntu læra um „nýjafælni“ sem skilgreinist í íslenskri orðabók sem: „Ótti við það sem nýtt er og óþekkt.“

Tveggja ára börn eiga til að vera skelfilega matvönd, en hvað er hægt að gera í því?

Foreldrar geta hætt að vera sakbitnir, því það er til lausn við þessu.

Ég man þegar ég gaf litla mínum aspas í fyrsta sinn. Hann sat í matarstólnum sínum og horfði á hann fullur grunsemda. Svo bara sló hann matinn aftur og aftur. Kannski hélt hann að aspasinn væri lifandi og væri ógnandi? Hann var allavega greinilega að reyna að sigra hann. Trúðu mér, hann ætlaði ekki að taka bita af þessu skrýtna, græna sem var að troðast inn á hans yfirráðasvæði. Hvers vegna?

Nýjafælni gagnvart mat.

Bíddu, ekki hætta að lesa! Ég skal segja þér hvað það þýðir…

Nýjafælni (e. neophobia) þýðir einfaldlega = Neo: „Nýtt.“ Phobia: „Fælni.“

Þannig barnið er hrætt við nýjan mat eða mat sem það þekkir ekki eða hefur gleymt að það hafi smakkað það áður. Flest börn sýna þetta einhverntíma, en tveggja ára börn eru sérlega erfið hvað þetta varðar.

Það er í kringum tveggja ára aldurinn sem þetta verður oft áberandi. Kannski borðaði barnið ferskjur í fyrra en í ár? Ekki séns! Mörg börn ganga í gegnum nýjafælni varðandi mat. Smábarnið þitt gæti sýnt eitt eða fleiri af eftirfarandi:

  • Hrætt við nýjan mat
  • Fær bræðiskast eða grætur þegar nýr matur er nálægt
  • Neitar að fá mat á diskinn sinn
  • Neitar að bragða nýjan mat
  • Vill ekki snerta matinn

Þegar barn sem haldið er fælninni lagast ekki verður þetta stundum að stærra vandamáli. Góðu fréttirnar hvað þetta varðar er að þetta er bara eitthvað sem gerist. Það er fullt af börnum sem er eins, bara eins og aðskilnaðarkvíði. Það er ekkert óeðslilegt þetta.

Svo gæti þetta bara verið ágætt líka. Við viljum hvort sem er ekki að börn smakki hvað sem er, s.s. steina, lauf eða sveppi sem vaxa í garðinum. Við viljum að þau borði við matarborðið það sem við gefum þeim.

Annað varðandi þessa fælni er að það getur vel hugsast að annar eða báðir foreldrar hafi haft sömu fælni. Spurðu bara foreldra þína eða makans. Þetta erfist nefnilega og þú hefur hreinlega enga stjórn á því hvort barnið þitt muni hegða sér svona eður ei.

Þetta er í þeim um leið og þau fæðast.

Að vera matvandur og haldinn nýjafælni er ekki sami hluturinn, en þetta er tengt. Nýjafælni tengd mat er aðallega um það – hræðsla við nýjan mat. Barnið mun hræðast nýjar fæðutegundir og gerir allt til að forðast hann og verður órólegt.

Matvendni er annað og meira sérhæft. Matvant barn mun vera mjög ákveðið hvað það vill borða og hvað ekki. Þau velja hvað þau vilja, en eru ekki hrædd við matinn, þau borða hann ekki af öðrum ástæðum.

Fælni gagnvart mat getur samt orðið til þess að barnið verði matvant. Það skiptir miklu hvernig foreldrarnir bregðast við, börnin geta orðið matvandari eða ekki í framhaldinu.

Það er ýmislegt sem þú þarft að sætta þig við að þú ræður ekki við. Annaðhvort hefur barnið nýjafælni gagnvart mat eða ekki. Þú getur samt gert ýmislegt til að hjálpa barninu.

„Andri er tveggja ára „matvandur“ strákur sem allt í einu er orðinn hræddur við nýjan mat. Í hvert skipti sem matur er framreiddur á annan hátt en hann er vanur eða nýr matur er settur á borðið verður hann alveg brjálaður. Hann grætur og hendir matnum. Hann er virkilega skelkaður. Hann snertir aldrei þann mat sem hann er hræddur við. Plús, þó matur sem hann hefur borðað áður sé ekki borinn fram í nokkrar vikur virðist hann gleyma og heldur að hann sé nýr þannig hann mun ekki borða hann. Í hvert skipti sem Andri er hræddur við nýjan mat og vill ekki borða hann koma foreldrar hans með eitthvað annað á borðið.

Hann fór að neita mat eins og grænmeti. Hann var ekki endilega hræddur við það, en hann skildi matinn alltaf eftir á disknum. Foreldrarnir héldu bara að honum líkaði ekki við grænmeti. Þau fóru að elda sérstaklega ofan í hann. Þau gefa honum mat hvenær sem hann vill, bara til að vera viss um að allavega borði hann eitthvað.

Núna borðar hann bara „krakkamat“ eins og spagettí og tómatsósu, kjúklinganagga og jógúrt með sykri. Foreldrarnir gefa honum ekki mat sem þau vita að hann hræðist. Þau vilja ekki henda mat. Í raun sér hann voða takmarkað af mat í dag. Hann sér bara mat sem honum líður vel í kringum.“

Það kannski byrjaði sem nýjafælni gagnvart mat, en er nú orðin matvendni. Foreldrar hans studdu hann með því að bera aldrei fram mat sem hann vildi ekki eða væri hræddur við.

Ef börn sjá ekki mat reglulega verður maturinn alltaf „nýr.“

Settu matinn á borðið sem þú vilt að barnið borði í framtíðinni.

Mundu aftur að þetta er ættgengt. Það þýðir að þú veist ekkert hvenær barnið mun hætta þessari fælni. Kannski gerist það aldrei. Þú getur samt haft stjórn á umhverfinu og stutt við að þetta verði ekki verra en það þarf að vera.

Ístað þess að ákveða fyrir barnið, eins og fyrir Andra í dæminu hér að ofan, eiga foreldrar ekki að gera ráð fyrir að barnið vilji ekki grænmeti. Þau eiga að halda áfram að bera fram sömu fjölskyldumáltíðirnar og alltaf. Bara passa upp á að hafa eitt með í máltíðinni sem Andri borðar. Hann fær alltaf hádegismat og snarl, og þau reyna að hafa ekki of miklar áhyggjur þó hann borði ekki mikið í kvöldmatnum.

„Núna heldur hann áfram að borða það sama og fjölskyldan. Hann hélt áfram að sjá sama matinn alltaf á borðinu, þannig hann fór að borða mat sem hann hafði áður verið hræddur við. Hann er enn hræddur við sumar nýjar fæðutegundir en foreldrar hans þrýsta ekki á hann að borða og hann hefur lært að halda ró sinni við matarborðið.“

Með þessari aðferð er kannski ekki hægt að útrýma nýjafælninni og barnið kann að halda áfram að vera matvant, en meiri líkur eru á að það vaxi upp úr því með tímanum.

Ef þetta er vandamál á þínu heimili eru hér punktar sem þú getur farið eftir:

  • Gott er að búa til matarplan sem endurtekur sig viku eftir viku þannig barnið sjái alltaf sama matinn og hann er ekki „nýr“
  • Hafðu alltaf mat með máltíðinni sem barnið borðar örugglega og leyfðu því að borða eins mikið og það vilt
  • Gefðu barninu litla skammta til að sóa ekki mat

Það getur verið krefjandi að eiga barn sem hegðar sér á þennan hátt, en það er um að gera að gefast ekki upp og halda alltaf áfram. Barnið reiðir sig á þig til að fá næringuna sem það þarf. Þú getur hjálpað því að nærast og þrífast.

Þú ert að standa þig vel!

Þýtt og endursagt af Kids Eat in Color

Að vera mamma jafngildir því að vera í 2,5 starfi

Að vera mamma jafngildir því að vera í 2,5 starfi

Að vera mamma jafngildir því að vera í 2,5 starfi

Við vitum öll að það eru engir frídagar þegar kemur að foreldrahlutverkinu – og nýleg rannsókn sýnir einmitt það, hversu duglegar mömmur eru. 2000 mæður voru rannsakaðar af Welchs sem áttu börn á aldrinum fimm – 12 ára og uppgötvuðu að meðalvinnuvika móður er 98 klukkustundir. Já, það er eins og þú sért að vinna tvær og hálfa fulla vinnu!

Samkvæmt Welch‘s fer meðalmamman á fætur klukkan 06:23 og hættir ekki fyrr en 20:31 (fyrir sumar okkar hljómar það bara eins og léttur dagur).

Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á hversu krefjandi móðurhlutverkið er og þau endalausu verkefni sem hún þarf að leysa af hendi.

Samkvæmt rannsókninni telst sú móðir heppin sem fær klukkutíma og sjö mínútur fyrir sig sjálfa á hverjum degi. Fjórar af hverjum 10 mömmum sögðu að þeim finnist líf sitt vera eins og verkefnavinna sem aldrei tekur enda, allar vikur.

Þrátt fyrir kröfurnar sögðu þessar sömu mömmur að þær hafi ýmislegt til að léttas sér lífið. Þær töldu upp blautklúta, iPada, barnaefni í sjónvarpinu, kaffi, lúgusjoppur, Netflix og hjálp frá öfum og ömmum og barnfóstrum.

Sýnir þetta glögglega að mæður hafa mikið að gera og kröfurnar að fæða og klæða fjölskyldumeðlimi mánuðina á enda.

72% mæðra segist eiga í vandræðum með að gefa börnum sínum holla rétti og snarl. Það sýnir einnig að finna mat sem er góður fyrir fjölskylduna án þess að auka á vinnuálagið er það sem flestir foreldrar tengja við – þannig við þurfum að vera góðar við okkur og ekki berja okkur niður fyrir að fara í stundum í lúgusjoppuna.

Það kann að vera dálítið niðurdrepandi að hugsa til þess að meðalmóðir vinnur 14 tíma á dag – en fyrir margar mæður er foreldrahlutverkið þess virði.

Mæður sem lesa þetta eru ekkert hissa. Það sem er samt dýrmætt að vita er eitthvað sem samfélagið gæti hagnast á – mæður þurfa stuðning, hvort sem það er í skólanum, á vinnustaðnum, heimilinu eða samfélaginu öllu.

10 leiðir að heilbrigðri meðgöngu

10 leiðir að heilbrigðri meðgöngu

10 leiðir að heilbrigðri meðgöngu

Meðganga er kjörin til að hugsa vel um þig sjálfa, bæði líkamlega og tilfinningalega. Hér eru nokkur frábær ráð til að hugsa vel um sjálfa þig á meðgöngunni og eignast heilbrigt barn.

Hittu lækni eða ljósmóður eins fljótt og auðið er

Um leið og þú uppgötvar að þú ert með barni, hafðu samband við heilsugæsluna þína til að panta tíma. Að vera undir eftirliti tryggir að þú færð góð heilsufarsleg ráð frá byrjun. Þú hefur þannig líka tíma til að undirbúa þig undir sónar og þau próf sem þú kannt að þurfa að taka.

Borðaðu rétt

Reyndu að halda þig við hollan og vel ígrundaðan mat eins oft og þú getur. Reyndu að hafa allavega fimm mismunandi grænmetistegundir á dag og tvo ávexti.

Fullt af kolvetnum, s.s. brauði, pasta og hrísgrjónum. Veldu óunninn eða lítið unnin kolvetni frekar en mikið unnin svo þú fáir öll nauðsynleg næringarefni ásamt trefjum.

Einnig þarf að huga að próteininntöku, s.s. með hnetum, eggjum, mögru kjöti, fiski eða baunum.

Einnig má snæða mjólkurvörur og/eða soja/hafravörur.

Ekki borða fyrir tvo þegar þú ert ólétt! Þú getur haldið uppi orkunni með orkumiklu snarli.  

Taktu vítamín

Meðgönguvítamín koma ekki í stað næringarríks matar. Þau geta þó hjálpað ef þú ert ekki að nærast nóg eða þú ert of lasin til að borða mikið. Vertu viss um að fá 500 míkrógrömm (mcg) af fólínsýru á dag. Þú þarft fólínsýru bæði þegar þú ert að reyna að eignast barn sem og á fyrsta þriðjungi. Þannig minnkarðu áhættu á hryggrauf og öðrum kvillum hjá barninu. Ráðfærðu þig við lækni ætlir þú að taka fæðubótaefni fyrir fæðinguna. Ef þú tekur ekki fjölvítamín fyrir vanfærar konur er hægt að kaupa fólínsýruna sér. Ef þú borðar ekki fisk er hægt að taka ómega sýrur í töfluformi.

Passaðu að taka ekki lýsi sem búið er til úr lifur fisksins því það inniheldur A-vítamín í formi retínóls sem er ekki ráðlagt á meðgöngu. Hvanneyrarveiki (e. listeriosis) er ekki algeng og oftast nær er hún ekki heilsuspillandi venjulegu fólki og leggst frekar á dýr. Bakterían kallast listería. Hún getur þó valdið vandkvæðum á meðgöngu og í fæðingu og getur jafnvel valdið fósturláti.

Best er því að forðast matvæli sem gætu innihaldið listeríu:

  • Kæfa hverskonar
  • Ógerilsneydd mjólk
  • Þurrvara sem ekki er nægilega mikið elduð
  • Mygluostar, s.s. camembert og gráðaostur
  • Listeríubakterían drepst við hitun þannig þú þarft alltaf að vera viss um að maturinn sé vel eldaður.
  • Salmonellubaktería getur valdið matareitrun. Hana kann að vera að finna: í vanelduðum kjúkling og fuglakjöti
  • Hráum eða lítið elduðum eggjum
  • Eldið egg þar til hvítan og rauðan eru elduð í gegn.
  • Þvoið alltaf áhöld, skurðarbretti og hendur eftir að hafa meðhöndlað hráan kjúkling og egg. Hreinlæti skiptir öllu máli þegar þú ert með barni.

Bogfrymlasótt er sýking sem berst með sníkjudýrum. Hún er einnig sjaldgæf en getur haft áhrif á ófætt barn. Þú getur minnkað möguleikana á sýkingu með því að:

  • Elda allan mat alltaf í gegn
  • Þvo grænmeti og ávexi afar vel fyrir neyslu
  • Nota hanska þegar skipt er um kattasand eða unnið í mold.  

Æfðu reglulega  

Regluleg líkamsrækt getur haft góð áhrif á óléttar konur. Þú byggir upp styrk og þol og einnig höndlarðu betur þyngdaraukninguna og fæðinguna sjálfa. Það gerir þér einnig kleift að komast aftur í form eftir barnsburð.

Það gefur góða tilfinningu og minnkar líkur á depurð.

Góðar tillögur að hreyfingu eru t.d.

  • Rösk ganga
  • Sund
  • Meðgöngutímar í líkamsræktarstöðvum
  • Jóga
  • Pilates

Ef þú tekur þátt í íþróttum getur þú haldið því áfram eins lengi og þér þykir þægilegt. Ef íþróttin eykur hættu á föllum eða byltum eða mikið álag er á liðina er kannski ráð að endurskoða það. Talaðu við lækninn þinn eða ljósmóður ef þú ert ekki viss.  

Grindarbotnsæfingar

Grindarbotninn er eins og hengirúm vöðva í grindarholinu. Þessir vöðvar styðja við þvagblöðruna, leggöngin og fleira. Þeir eru stundum veikari en vanalega á meðgöngu því mikið álag er á þeim. Meðgönguhormónin orsaka einnig stundum að það slaknar á þessum vöðvum. Stundum finna óléttar konur fyrir þvagleka af þessum sökum. Þú getur styrkt þessa vöðva með því að gera reglulegar grindarbotnsæfingar.

Ekkert áfengi

Allt áfengi sem þú drekkur fer beint til barnsins í gegnum blóðrásina og legkökuna. Það veit enginn hversu mikið áfengi er „öruggt“ að drekka á meðgöngu þannig best er að taka enga áhættu og sleppa því algerlega. Að drekka mikið eða „detta í það“ á meðgöngu er hættulegt barninu. Ef þú átt við drykkjuvanda að stríða er best að leita sérfræðiaðstoðar strax ef þú getur ekki hætt að drekka (saa.is, aa.is)

Áfengisneysla getur valdið fósturskemmdum og vandinn getur verið frá vægum til alvarlegra einkenna.  

Minnkaðu koffínneyslu  

Kaffi, te, kóladrykkir og orkudrykkir eru örvandi. Það hefur lengi verið deilt um áhrif koffínneyslu á meðgöngu á fóstrið, oft tengt of léttum börnum við fæðingu. Ídag er sagt að að 200mg af koffíni á dag skaði ekki barnið. Það eru u.þ.b. tveir bollar af tei, einn bolli af instant kaffi eða einn bolli af espresso.

Eins og með áfengið er vert að huga að engri neyslu á meðgöngu, sérstaklega á fyrsta þriðjunginum. Koffínlaust kaffi og te, ávaxtate og ávaxtasafar koma vel í staðinn.  

Ekki reykja  

Að reykja á meðgöngu getur valdið miklum skaða, bæði fyrir þig og barnið.

Aukin áhætta er á:

Fósturláti

Ótimabærri fæðingu

Léttu barni

Ungbarnadauða  

Reykingar auka einnig hættu á andláti barns í fæðingu.

Reykingar auka ógleði og uppköst

Utanlegsþykkt

Fylgjan getur losnað frá veggnum fyrir fæðingu  

Ef þú reykir er best að hætta, fyrir þína eigin heilsu og barnsins. Því fyrr – því betra. Það er aldrei of seint, jafnvel þó þú hættir á síðustu vikunum. Leitaðu sérfræðiaðstoðar ef þú þarft  

Hvíld  

Þreytan sem þú finnur fyrir fyrstu mánuðina er vegna hárrar tíðni meðgönguhormóna í líkamanum.

Síðar er þetta leið líkamans til að segja þér að slaka á. Ef þú getur ekki sofið á nóttunni skaltu taka lítinn blund um daginn til að ná hvíld. Ef það er ekki hægt skaltu reyna að taka allavega hálftíma hvíld með tærnar upp í loft!   Ef þér er illt í bakinu og getur ekki sofið, reyndu að liggja á vinstri hlið með hnéin beygð. Þú getur einnig fengið þér snúningslak og kodda undir bumbuna til að létta á bakinu. Líkamsrækt getur einnig hjálpað til við bakverki sem og svefninn, svo lengi sem þú tekur ekki æfingu rétt fyrir svefninn!

  • Til að róa þig fyrir svefn, reyndu róandi æfingar á borð við:
  • Jóga
  • Teygjur
  • Djúpöndun
  • Hugleiðslu
  • Nudd

Hvað borðar ársgamalt barn?

Hvað borðar ársgamalt barn?

Hvað borðar ársgamalt barn?

Margir foreldrar eru í vandræðum að velja réttan mat til að gefa ársgömlu barni. Ef þú ert að vandræðast með slíkt ertu að lesa rétta grein! Barnið er að vaxa og þau þurfa meira en mjólk …en hvað? Hér eru sniðug ráð fyrir samsetningu matar fyrir ársgamalt barn, næringarrík og einföld.

Ársgömul börn eru afar sérstakar týpur! Þau eru að læra svo margt nýtt. Að ganga og tala og þau eru líka að nota þessa sniðugu guðsgaffla: fingurnar. Við getum nýtt alla okkar þekkingu þegar kemur að þessum atriðum.

Nú geta þau tekið upp mat með vísifingri og þumli. Þau geta tekið upp smáa hluti, bita af mat og sett þá upp í munn. Þau vilja nota þetta grip og við viljum að þau borði þannig gerum þetta saman!

Ársgömul börn hafa lítið magamál þannig hver biti þarf að vera úthugsaður. Börnin þurfa járnríkan mat og líka grænmeti og appelsínugulan mat til að fá öll nauðsynleg næringarefni.

Þau þurfa einnig mikla fitu til að heilinn þroskist eðlilega, prótein og kolvetni til að stækka. Að gefa börnunum eins lítið unninn mat og hægt er hjálpar til við að fá öll næringarefni sem þau þarfnast.

Hér er formúla sem þú getur notað til viðmiðunar fyrir máltíðir og snarl fyrir barnið:

Prótein + fita + ávöxtur og/eða grænmeti + orkuríkur matur = vel samsett máltíð.

Próteingjafar sem ársgömul börn geta borðað. Athugaðu að allt sé eldað þar til það er mjúkt og skorið niður eða borið fram á öruggan hátt:

  • Egg
  • Kjúklingur
  • Fiskur
  • Nautakjöt
  • Svínakjöt
  • Lambakjöt
  • Baunir (eldaðar þar til þær eru mjúkar)
  • Hummus
  • Hnetusmjör (smurt þunnt á brauð)
  • Mjólkurvörur
  • Tófú
  • Hnetur eða fræ í jógurt eða eplamauk

Athugaðu að gefa barninu prótein í hverri máltíð eða snarli.

Fita fyrir ársgamalt barn

Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir barnið – að bæta fitu í matinn hjálpar líkömum þeirra að vinna úr fituleysanlegum vítamínum og fitan hjálpar til við heilaþroskann

  • Ólífuolía
  • Avocado olía
  • Kókosolía
  • Smjör
  • Feitur fiskur (lúða, lax)
  • Avocado
  • Fituríkar mjólkurvörur
  • Hnetusmjör í matinn eða á brauð

Ávextir og grænmeti fyrir ársgömul börn

Allir ávextir og grænmeti eru hentug til að gefa börnum. Við viljum helst að þau borði grænt og appelsínugult grænmeti daglega. Hér er listi yfir slíkt. Þau ættu öll að vera elduð og mjúk og skorin í þeirri stærð að barnið geti haldið á þeim milli þumals og vísifingurs.

  • Gulrætur
  • Sætar kartöflur
  • Grasker
  • Brokkólí
  • Eldað kál
  • Svo þarftu að athuga að gefa barninu nægilegt C-vítamín en það hjálpar til við upptöku járns í líkamanum.

Orkuríkur matur

Eins og nafnið gefur til kynna gefur matur börnum orku, s.s. hafrar, sterkjuríkt grænmeti og ávextir. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að gefa barninu BARA kex eða seríós í snarl og fyllur það magann, vissulega, en veitir ekki nægilega næringu.

Það þarf að vera mikið af vítamínum, steinefnum og öðrum næringarefnum í matnum.

Til dæmis:

  • Kínóa
  • Hafrar (eldaðir)
  • Sætar kartöflur
  • Baunir ýmiskonar
  • Hvítar kartöflur
  • Hrísgrjón
  • Brauð
  • Þurrkaðir ávextir eða eldaðir og skornir í litla bita

Varist að gefa barninu mat sem getur staðið í þeim.

Algengast er að standi í börnum:

  • Gulrótastangir
  • Heil vínber eða kirsuberjatómatar
  • Stórir bitar af hráum ávöxtum eða grænmeti
  • Poppkorn
  • Kartöfluflögur
  • Heilar hnetur og fræ
  • Seigt kjöt
  • Stórir skammtar af hnetusmjöri
  • Pylsur
  • Stórir ostbitar
  • Tyggjó
  • Hart sælgæti eða mjúkt
  • Til að koma í veg fyrir að standi í börnum er alltaf ráðlagt að mýkja eða skera í litla bita. Forðist matvæli sem ekki er hægt að meðhöndla á þann hátt.

Hér eru hugmyndir að vel samsettum máltíðum fyrir ársgamalt barn:

Morgunmatur: Hafragrautur búinn til með kókosolíu og hnetusmjöri hrært í, blá mjólk og jarðarber.

Morgunhressing: Frosnar baunir eldaðar með smjöri á, niðursneitt epli

Hádegismatur: Brauð með möndlusmjöri, eldaðar gulrætur með ólífuolíu

Kaffi: Niðursneitt avocado, seríós

Kvöldmatur: Mjúkur kjúklingur, hrísgrjón með smjöri, gufusoðið brokkolí með ólífuolíu, mjólkurglas

 

Að sleppa tökunum á pirringi í foreldrahlutverkinu

Að sleppa tökunum á pirringi í foreldrahlutverkinu

Að sleppa tökunum á pirringi í foreldrahlutverkinu

Áður en ég varð mamma hafði mig dreymt um að vera ákveðin tegund af mömmu. Þetta var draumur sem snerist um fullkomin börn og var það ástæðan fyrir að ég vildi verða mamma bara strax.

Ég sagði að styrkur minn feldist í að vera róleg í öllum aðstæðum. Það var ekki oft sem ég þurfti að nota þolinmæðina en þegar það gerðist virtist hún vera óþrjótandi uppspretta.

Og þegar ég varð mamma í fyrsta sinn reyndist mér það auðvelt og náttúrulegt. Ég var að upplifa drauminn minn sem ég hafði átt. Móðurhlutverkið var alger barnaleikur.

Þannig þú getur ímyndað þér hversu hissa ég varð þegar fyrstu fjögur árin liðu og sonur minn var bara jafn mennskur og aðrir.

Það gerðist einhverntíma milli þess að ég brotnaði niður tvisvar sinnum í matarbúðinni.

Einhverntíma milli fimmta og fimmtándasta skiptið sem ég bað hann að fara í skóna.

Í um sjötta skiptið sem ég bað hann um að hætta að öskra á veitingastaðnum og fékk köldu augngoturnar frá þjónunum.

Í um ellefta skiptið sem ég bað hann um að hætta að hlaupa um húsið.

Eða í þessar fimm mínútur sem ég bað um frið til að klára verkefni en endaði í hálftíma af öskrum og látum.

Þarna einhversstaðar missti ég þolinmæðina.

Ég hafði ekki planað það, en áður en ég vissi af var ég breytt. Reiði og pirringur hafði tekið yfir mitt rólega yfirbragð.

Rödd mín tók breytingum og breyttist í rödd sem ég hefði ekki einu sinni viljað tala við.

Svona var ég orðin, í hrópandi mótsögn við mömmuna sem ég ætlaði að verða. Ég var þessi kona – þessi mamma sem ég sagðist aldrei ætla að verða. Það kraumuðu í mér vonbrigði og heift. Kvíði og sektarkennd voru að drekkja mér.

En sannleikurinn, minn sannleikur, fór að birtast mér.

Ég var þarna, orðin að einhverju sem ég vildi ekki vera, og áttaði mig á að ég var bara mennsk eftir allt. Mín eðlishvöt að verða pirruð tók yfir náttúrulegt ástand að vera alltaf róleg sama hvað.

Ég sagði sjálfri mér að ég væri ofurkona, þegar ég var í rauninni bara venjuleg kona að gera mitt besta í erfiðum aðstæðum.

Ég uppgötvaði að þolinmæði er ofurkraftur sem aldrei er talað um, því það er fólki eðlislægt að verða pirrað.

Ég áttaði mig á að þolinmæði er bara æfing og ég þarf að æfa mig aftur og aftur og aftur, sérstaklega þar sem náttúruleg viðbrögð eru ekki rólyndi.

Ég áttaði mig á að þolinmæðin væri ekki háð neinu öðru en mér sjálfri. Og, eins og dyggðirnar sem ég var að reyna að „mastera“ var ég sú sem þurfti að velja, að láta þær stjórna mér eða ég þeim.

Það gerðist þegar ég var að setja pásu milli viðbragða minna og svara.

Það var þegar ég spurði mig: „Hvað myndi kærleikurinn gera?“ og gera bara það.

Það var milli fimm og tíu djúpra andardrátta.

Það var þegar ég var að reyna tengjast en ekki reyna að leiðrétta.

Það var þegar ég ákvað að lækka röddina og hækka í boðskapnum sem ég var að reyna að koma til skila.

Það var þegar ég sá heiminn með augum fjögurra ára barns og setti mig í fótspor þess.

Það var milli fyrsta knússins og hins fimmta.

Það var þegar ég horfði í augun hans og fann dýrmætu sálina hans.

Það var þegar ég gat horft framhjá fyrri hegðun og séð bara hann.

Þarna.

Þarna fann ég friðinn. Þarna fann ég kraft minn sem móður.

Þýdd og endursögð frásögn blaðakonunnar Janet Whiley á BabyCenter.co.uk

 

 

Kynlíf eftir barnsburð

Kynlíf eftir barnsburð

Kynlíf eftir barnsburð

Hvenær er óhætt að stunda að kynlíf að nýju eftir barnsburð?

Það er einfaldast að segja að þegar þú og makinn teljið að rétti tíminn sé fyrir ykkur. Stundum er sagt að bíða þurfi í sex vikur eða þar til þú ferð í læknisheimsókn til að athuga hvort allt sé í lagi, en sumir segja að í lagi sé að stunda kynlíf fyrir þann tíma til að athuga hvort einhver vandkvæði geri vart við sig sem hægt er þá að ræða í heimsókninni.

Mörg pör stunda kynlíf innan mánaðar eftir að barnið er fætt, flestir innan þriggja mánaða en svo er það minnihluti sem bíður í hálft ár eða ár. Það er ekkert sem er „rétt“ í þessum efnum.

Nýjar mæður upplifa kannski hik eða eru ekki spenntar og fyrir því eru margar ástæður. Ein augljósasta er fæðingin sjálf, saumar eða keisari. Þrátt fyrir að allt hafi gengið vel fyrir sig er líklegt að konan sé marin eða viðkvæm í einhvern tíma á eftir. Það er skynsamlegt að bíða þar til sárin gróa eða saumarnir hverfa þar til konan hefur samfarir.

Þreyta er annar þáttur sem stundum er allsráðandi. Að hugsa um barn 24 tíma á dag er þreytandi, líkamlega, andlega og tilfinningalega. Þegar þið farið í rúmið kann svefn vera það eina sem þið hugsið um.

Líkamsvitund konunnar getur aftrað henni – henni getur hún fundist hún breytt og það líði einhver tími þar til hún finnst hún „hún sjálf“ á ný.

Margar konur segja að á þessu tímabili sé kynhvötin í lágmarki – þeim finnst þeim ekki vera kynþokkafullar.

Hvað ef makinn vill kynlíf en ekki ég?

Ef sú staða kemur upp – sem hún gerir oft, þarf mikið af ást og skilningi frá báðum aðilum til að koma í veg fyrir að þetta verði að vandamáli. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt fyrir ykkur að tala um tilfinningar hvors annars. Maki þinn kann að finna fyrir höfnun ef þú vilt ekki kynlíf, þannig það er þitt að útskýra ástæðurnar (líkamlegar, kvíði, o.s.frv.)

Kannski ætti tími fyrir ykkur að vera í forgangi – mörg pör kvarta vegna þess það er bara enginn tími fyrir hvort annað þessar fyrstu vikur og mánuði með nýtt barn. Orð og knús geta gert mikið til að sýna ást og tilfinningar og þið munuð bæði græða á því. Hvað kynlífið varðar, þarf ekki endilega að stunda hefðbundið kynlíf (limur í leggöng) heldur er margt annað hægt að gera! Snerting í sjálfu sér getur verið mjög kynferðisleg. Prófið ykkur áfram.

Athugið að sleipiefni getur verið mikilvægt því leggöngin geta verið þurr og viðkvæm.

Við samfarir þarf að velja stellingu sem eykur ekki á sársauka og viðkvæmi konunnar, ef hann er til staðar. Ef þreyta er það sem er vandinn, er hægt að njóta ásta meðan barnið er sofandi.

Borðið vel, drekkið nægan vökva og hvílist þegar hægt er. Að hugsa um nýfætt barn er mjög krefjandi og til að auka orkuna er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni.

Önnur vandkvæði

Ef samfarir hætta ekki að vera sársaukafullar þrátt fyrir að varlega sé farið, er best að ræða það við lækni. Stundum geta saumar valdið óþægindum lengi, sem hægt er að laga með lítilli aðgerð. Ef útferð lyktar illa gæti verið um sýkingu að ræða. Ef blæðingar gera enn vart við sig, fjórum vikum eftir fæðingu, eða þær aukast skaltu strax hafa samband við lækni.

Heimild: BabyCenter Canada 

Pin It on Pinterest