Uppbyggileg og styrkjandi námskeið fyrir verðandi- og nýbakaðar mæður

Uppbyggileg og styrkjandi námskeið fyrir verðandi- og nýbakaðar mæður

Halla Björg Ragnarsdóttir (29) og Steinunn Þórðardóttir (35) hafa haldið skemmtileg námskeið fyrir verðandi og nýbakaðar mæður í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð. Þessi námskeið hafa vinsældum fagnað og þær konur sem sótt hafa námskeiðin verið mjög ánægðar. Halla Björg eignaðist nýverið sitt fyrsta barn, lítinn fallegan dreng og allt gengur vel að hennar sögn. Halla er menntaður þroskaþjálfi, heilsunuddari og er þjálfari hjá Mjölni. Steinunn eignaðist sitt annað barn fyrir nokkrum mánuðum síðan, er komin á fullt í Háskóla Íslands að læra sjúkraþjálfun, starfar sem sminka í kvikmyndum, er Hatha yoga kennari og kennir einnig Mjölnisyoga.

 Nú í byrjun október hefst nýtt námskeið í Freyjuafli sem er eins og fyrr segir fyrir verðandi- og nýbakaðar mæður. Ég hitti stelpurnar og forvitnaðist aðeins um þær og hugmyndina á bak við Freyjuaflið. Að lokum bað ég Höllu og Steinunni að mæla með nokkrum góðum styrktar- og liðleikaæfingum til að gera heima.

Viljið þið segja okkur frá Freyjuafli og hvernig hugmyndin að tímunum kviknaði?

“Hugmyndin um þrek fyrir verðandi og nýbakaðar mæður hefur lengi verið í umræðunni í Mjölni. Það vantaði að einhver tæki af skarið og ég ákvað að gera það þegar ég varð ólétt í undir lok síðasta árs” segir Halla Björg. “Við fórum að ræða hvernig best væri að útfæra þetta og úr varð Freyjuafl. Við sáum strax að þetta þyrfti að vera tvennskonar námskeið þar sem er mismunandi áhersla fyrir verðandi eða nýbakaðar mæður” segja Halla og Steinunn.

 

Fyrir hverja er Freyjuafl og hvaða áherslur leggið þið á í tímunum? Hver er munurinn á tímunum fyrir konur á meðgöngu og nýbakaðar mæður?

Freyjuafl er fyrir verðandi og nýbakaðar mæður og engu máli skiptir hvort þær hafi æft áður, séu ekki með neina reynslu eða séu komnar stutt eða langt inn í meðgönguna. Það eru allar velkomnar. Börnin eru auðvitað hjartanlega velkomin með í mömmutímana. Þetta er tvennskonar lokuð námskeið þar sem æft er 3x í viku í 4 vikur, 2 tímar í viku eru styrktar- og þoltímar og svo endum við vikuna á yoga. Það verður breyting á yogatímanum fyrir nýbakaðar mæður þar sem við viljum bjóða hitt foreldrið með í tímann. Áherslurnar í tímunum eru mismunandi en meðgönguhópurinn er hugsaður fyrir konur sem vilja styrkja eða viðhalda styrk á meðgöngu, ásamt því að byggja upp andlegt og líkamlegt jafnvægi fyrir það sem koma skal. Áherslan í mömmutímunum er að styrkja miðju, bak og grindarbotn ásamt því að auka styrk og þol eftir meðgöngu og fæðingu.

Hvenær hefst næsta námskeið og hvað stendur það yfir lengi?

Námskeiðin fyrir verðandi – og nýbakaðar mæður eru sitthvorn daginn en þau hefjast 2. og 3. október. Þau standa síðan yfir í 4 vikur eins og áður hefur komið fram.

Viljið þið gefa okkur 3 góðar styrktar- og liðleikaæfingar sem hægt er að gera heima.

  • Pelvic tilt mjaðmalosun – Þessa æfingu er bæði hægt að gera standandi eða liggjandi á bakinu. Byrjaðu á að gera hana liggjandi. Hælar eru settir í gólf og færðir nálægt rassi. Núna þarftu að hugsa eins og lífbein sé dregið upp frá gólfi og í átt að nafla. Við það snertir mjóbak gólf og neðsti hluti rass lyftist lítillega frá gólfi. Næst getur þú gert æfinguna standandi. Þá framkvæmir þú alveg eins en gott er að ímynda sér að mjaðmir séu dregnar undir líkamann. Þetta er síðan gert 15-20 sinnum.

 

  • Mjaðmaréttur – Þegar þessi æfing er framkvæmd leggst þú á bakið, setur æla í gólf nálægt rassi. Gott er að láta lófa snúa niður og meðfram síðu til að ná jafnvægi í efstu stöðu. Dragðu undir þig mjaðmirnar líkt og nefnt er í æfingunni hér á undan. Þá lyftiru mjöðmum upp frá gólfi svo bein lína verði frá hnjám og upp í efst hluta hryggjar. Það skiptir ekki mestu máli að lyfta mjöðmum sem hæðst, heldur að spenna rassinn. Þessa æfingu er gott að endurtaka 15-20 sinnum.

 

  • Yogamudra axlaropnun – Þessi æfing er frábær við vöðvabólgu. Stattu með gott bil á milli fóta og spenntu greipar fyrir aftan bak. Ef axlir eru mjög stífar getur verið erfitt að ná lófum saman. Þá er annað hvort hægt að beygja olnboga vel eða nota lítið handklæði sem framlengingu milli lófa. Slakaðu vel á í öxlum, andaðu djúpt inn og á fráöndun hallaru þér fram frá mjöðmum og leyfir lófum að sökkva í átt að gólfi. Haltu þessari stöðu í 5-10 djúpa andadrætti.

 

Við þökkum Höllu og Steinunni kærlega fyrir spjallið og mælum svo sannarlega með að kíkja á heimasíðu Mölnis www.mjolnir.is til að nálgast nánari upplýsingar um Freyjuafl.

Mamman.is í samstarfi við Mjölni ætlar að vera með skemmtilegan leik, við ætlum að gefa fjórum heppnum vinkonum pláss á Freyjuaflsnámskeið. Tvær vinkonur fá gefins pláss á námskeiðið “Freyjuafl fyrir verðandi mæður” og tvær vinkonur á “Freyjuafl fyrir nýbakaðar mæður”. Svo sannarlega til mikils að vinna!

Til að eiga möguleika er best að:

*Vera vinur Mamman.is og Mjölnir MMA á Facebook.

*Tagga vinkonu þína sem að þig langar að bjóða með þér á námskeið við færsluna inná Facebooksíðu mamman.is!

*Og ekki gleyma að segja hinum frá þessum frábæra leik!

*Við drögum svo út 4 heppnar vinkonur sunnudaginn 1.október!

 

Sykurlaus eplakaka

Sykurlaus eplakaka

Hana Heiðu þarf vart að kynna en við hjá mamman.is höfum verið duglegar að birta girnilegar og hollar uppskriftir frá henni. Að þessu sinni ætlum við að birta uppskrift að girnilegri sykurlausri eplaköku. Heiða er snillingur í að búa til sykurlausar kökur og brauð og það er einstaklega gaman að fylgjast með snappinu hennar, heidifitfarmer. Þar birtir hún alls konar ráð um hollan og góðann lífsstíl. Heiða von á sínu fyrsta barni í maí og við hjá mamman.is höfum fylgst spenntar með meðgönunni.

Heiða heldur úti bloggi á síðunni www.heidiola.is en þar er að finna fjöldann allan af alls konar fróðleik og hollum uppskriftum. Við mælum hiklaust með að kíkja á þá síðu.

Hér er uppskriftin að sykurlausri eplaköku frá Heiðu.

Byrjið á því að hita ofnin upp í 175°c.

  • 1 pakki Kökumix frá Sukrin.
  • 4 stór egg.
  • 2 dl vatn.
  • 1 dl olía eða brætt smjör (ég notaði 50 gr brætt smjör og fyllti uppí með olíu).

Ofan á kökuna:

  • 4 epli (ég notaði græn epli)
  • 2msk Sukrin gold
  • 1tsk kanill

Blandið saman öllum hráefnum nema eplum í skál og bætið við kökumixinu frá Sukrin. Hrærið vel saman eða þar til deigið er laust við alla kjekki. Setjið í bökunarform. Flysjið eplin og skerið í sneiðar. Raðið yfir kökudeigið og stráið svo blöndu af 2 msk Sukrin Gold og 1 tsk kanil yfir eplin. Bakið í miðjum ofni í ca. 30 mín.

Best að bera eplakökuna fram heita með þeyttum rjóma eða ís. Ég gerði mína að degi til og fór svo með hana sem dessert í matarboð um kvöldið. Ég hitaði hana bara aðeins upp í ofninum áður en ég bar hana fram.

Mæli einnig með að prófa þessa útgáfu af eplaköku með sukrin í stað sykurs.

http://sukrin.com/is/recipes/applecake/

Auður Eva

Dásamlegt túnfiskpasta á 15 mínútum

Dásamlegt túnfiskpasta á 15 mínútum

Mér finnst fátt skemmtilegra en að dúlla mér í eldhúsinu enda mikil áhugamanneskja um að elda og borða góðan mat. Ekki er alltaf mikill tími sem gefst í eitthvað dúll svo þegar ég er að flýta mér þá hendi ég í þetta pasta.  Það er ekki bara hollt heldur einnig alveg stórkostlega gott! Þessi uppskrift kemur úr minni eigin smiðju og ætla ég að deila henni hér með ykkur:

  • Pasta að eigin vali t.d. skrúfur eða slaufur.
  • 2 dósir túnfiskur í vatni.
  • Ferskur blaðlaukur, eftir smekk.
  • Spínat (1/4 poki) eða klettasaltsblanda (1/2 poki).
  • Kirsuberjatómatar, hálft box.
  • Gúrka, ég nota sirka 1/3.
  • Sólþurrkaðir tómatar (sirka 5-6 stk).
  • Rauð paprika, sirka hálf.
  • Avakadó.
  • Ólívuolía, 2 msk.
  • Salt og pipar, eftir smekk.

Pastað eldað samkvæmt leiðbeiningum. Á meðan pastað sýður þá blanda ég öllu hráefninu saman. Þessi uppskrift dugir auðveldlega fyrir 2-3 manneskjur. Ég tek innan úr gúrkunni til þess að salatið verði ekki of blautt og sker grænmetið frekar smátt. Helli síðan smá ólívuolíu yfir þegar allt hráefnið er komið í skálina. Krydda að lokum með smá sjávarsalti og grófum pipar og blanda vel saman. Þegar pastað er tilbúið þá set ég það í sigti og kæli með köldu vatni.

Þá er bara að setja pasta á disk, skella salatinu yfir og njóta!

Elsa Kristinsdóttir 

Vertu besta útgáfan af sjálfri þér

Vertu besta útgáfan af sjálfri þér

Ég rakst á þessi frábæru áramótaheit hjá vinkonu minni á Facebook og fannst þau hreint út sagt frábær. Sjálf hef ég verið að velta því fyrir mér hvaða markmið mig langaði að setja fyrir árið  og eru mörg þeirra að finna á þessum lista, meðal annars að gefa flíkur sem eru ekki í notkun, eyða minna, bera ábyrð á eigin líðan, sleppa tökum á fortíðinni og vera besta útgáfan af sjálfri mér. Tökum á móti nýju ári með opnum huga og jákvæðni. Megi árið gefa okkur öllum það besta sem það hefur uppá að bjóða.

Hér er svo að finna listann en ef þig vantar hugmyndir þá er hann frábær til að styðjast við. Hvort sem þú velur þér nokkur markmið eða bara allan listann eins og leggur sig!

  1. Eyddu minna en þú aflar.
  2. Skilaðu öllu sem þú færð lánað.
  3. Ekki kenna öðrum um
.
  4. Viðurkenndu mistökin þín.
  5. 
Gefðu flíkur sem ekki eru í notkun til bágstaddra.

  6. Gerðu góðverk án þess að láta á því bera.
  7. 
Hlustaðu og hættu að blaðra sjálfur/sjálf.
  8. 
Farðu í hálftíma göngutúr á hverjum degi.
  9. 
Stefndu á góðan árangur en ekki fullkomnun
.
  10. Vertu stundvís
.
  11. Hættu að afsaka þig.

  12. Ekki nöldra
.
  13. Vertu skipulagður/lögð.

  14. Vertu almennilegur/leg við fólk, líka óvingjarnlegt fólk
.
  15. Hleyptu fólki fram fyrir þig í biðröðinni.

  16. Taktu frá tíma fyrir einveru
.
  17. Ræktaðu með þér fallega framkomu.
  18. 
Vertu auðmjúkur/auðmjúk
.
  19. Gerðu þér grein fyrir því og sættu þig við það að tilveran er óréttlát. 

  20. Vertu meðvitaður/meðvituð um hvenær þú átt ekki að tala.
  21. 
Farðu í gegnum heilan dag án þess að gagnrýna aðra
.
  22. Lærðu af fortíðinni.
  23. Gerðu áætlanir um framtíðina.
  24. 
Lifðu í núinu
.
  25. Ekki pirra þig yfir smámunum.

Gangi þér svo vel með áramótaheitin þín og mundu að það er allt í lagi að gera mistök sem lengi sem þú lærir af þeim!

Engar öfgar á meðgöngunni-5 góð ráð Heiðu

Engar öfgar á meðgöngunni-5 góð ráð Heiðu

Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, snyrtifræðingur, einkaþjálfari og fitnessdrottning, á von á sínu fyrsta barni. Heiða, eins og hún er jafnan kölluð, lifir heilsusamlegu lífi og hugsar alla jafna vel um heilsuna. Fyrsta þriðjung meðgöngunnar fann hún fyrir þreytu og ógleði en nú þegar hún er komin lengra á leið er hún farin að stunda aftur reglulega líkamsrækt. Það má með sanni segja að Heiða geisli á meðgöngunni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

heida18vikur

Ég bað Heiðu um að gefa lesendum mamman.is fimm góð ráð til að fylgja á meðgöngu og spurði einnig örlítið út í óléttuna. Hún gefur lesendum líka eina einfalda uppskrift af múffum, með eplum og kanil, sem eru algjört nammi.

“Ég á von á mínu fyrsta barni í byrjun maí 2017,  settur dagur er 6 maí. Ég er svo ótrúlega spennt fyrir þessu öllu saman. Allt hefur gengið rosalega vel og ég er núna komin rúmlega 18 vikur á leið. Ég fann fyrir smá ógleði og þreytu fram að 12 viku og hafði ekki mikla orku í æfingar og lét vinnuna bara duga. En svo hefur mér bara liðið vel eftir það og er farin að fá orku aftur til að æfa og er að fara hægt af stað aftur.

  • Ég passa mig að drekka vel af vatni. Það er líka gott fyrir húðina sem er að teygjast.

  • Passa mig að hafa engar öfgar í æfingum og klára mig ekki í settum ef ég er að lyfta. Öll liðamót eru mýkri og allt viðkvæmara á þessum tíma. Einnig fylgjist ég vel með púlsinum.

  • Borða hollt og reglulega.

  • Sef nóg, ég reyni núna að ná átta tímum.

  • Tek inn holla fitu bæði úr fæðu, t.d. laxi, avocado og möndlum og tek omega 3 bæði á morgana og á kvöldin.

Ég er vön að lyfta og hef gert það í mörg ár. Hef alltaf verið í íþróttum svo ég held mínu striki eins lengi og ég treysti mér til. Finn samt strax að ég ræð ekki við eins mikla þyngd og venjulega og er ekki að klára mig í settum. Fer líka mikið í spinning og passa mig þar að púlsinn fari ekki of hátt.  Er svo að hugsa um að prófa meðgönguyoga eða meðgöngusund þegar á líður.”  

Hér kemur svo uppskrift af múffum með eplum og kanil sem Heiða deildi með okkur.

muffurmedeplumogkanil

Hitið ofnin í 200°C

  • 4 bollar haframjöl (ég nota glutein free hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
  • 1 skvísa Ella´s epla- og banana barnamauk
  • 4 egg
  • 4 lítil eða 2 stór epli skorin í litla bita (ég hafði hýðið með, val)
  • 1 kúfuð msk grísk jógúrt (má nota hreina jógúrt eða súrmjólk)
  • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 2-3 tsk kanill
  • smá klípa af maldon salti mulið yfir
  • 4 msk rúsínur má sleppa.

Öllu hrært saman í einni skál með sleif og gott að setja í muffins form með tveimur skeiðum og bakað í 20 mín. Ég set ýmist í pappaform eða silikon form. Þær eru bestar heitar með smjöri og osti. Annars er hægt að grípa þær með sér í nesti á morgnana einar og sér til að hafa með kaffinu  eða einum ísköldum Hámark.

Hægt er að nálgast þessa uppskrift og margar fleiri inná www.heidiola.is

Við þökkum Heiðu góð ráð og vonum að meðgangan gangi að óskum.

Bakaðar veislukartöflur

Bakaðar veislukartöflur

Ostur, í hvaða mynd sem er, er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það á einnig við um kartöflur og ég gæti mögulega borðað þær og ost í öll mál. Cheddar ostur er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, enda er hann bragðsterkur og bragðbætir nánast alla rétti sem hann er settur í. Þessi kartöfluréttur getur staðið bæði sem meðlæti og einn og sér en hann er svolítið tímafrekur þar sem það þarf að baka kartöflurnar fyrst. Engu að síður er hann mjög ljúffengur, einfaldur og ódýr.

Uppskrift

  • 4 bökunarkartöflur
  • 1 tsk ólívuolía
  • 3 msk smjör
  • ½ bolli grísk jógúrt
  • 3 msk súrmjólk (buttermilk, 1 bolli mjólk og 1msk sítrónusafi)
  • ½ tsk salt
  • ¼ tsk pipar
  • ¾ tsk vorlaukur
  • ½ tsk hvítlauksduft
  • ½ tsk laukduft
  • ½ tsk dill
  • ½ tsk paprikuduft
  • 1 ½ bolli eldað spergilkál
  • 1 bréf beikon (ef vill)
  • 1 bolli Cheddar ostur

Aðferð

Hitið ofninn á 210 gráður og bakið kartöflurnar í 45-60 mínútur.

Leyfið þeim svo að kólna aðeins svo auðveldara sé að meðhöndla þær.

Steikið beikon í ofninum þar til það er stökkt og skerið svo eða klippið í litla bita.

Skerið kartöflurnar í tvennt langsum, og skafið aðeins upp úr þeim en skiljið eftir nóg í hliðunum og á botninum til að þær falli ekki saman.

Bætið smjörinu við innvolsið og búið til kartöflumús.

Bætið svo restinni af innihaldsefnunum saman við en notið aðeins ¾ af ostinum.

Fyllið kartöflurnar af músinni og dreifið afganginum af ostinum yfir og bakið í ca 20-25 mínútur á 180 gráðum eða þar til karftöflurnar eru orðnar heitar í gegn og osturinn er bráðnaður og örlítið farinn að fá gullinn lit.

Berið strax fram með salati (ef á að borða eitt og sér) og ég mæli hiklaust með að notast við sinneps- og graslaukssósu eða hvítlaukssósu til að færa réttinn upp á næsta plan.

Bon apetit!

Karlotta Jónsdóttir

Pin It on Pinterest