Hvenær fer barnið mitt að muna eftir atburðum?

Hvenær fer barnið mitt að muna eftir atburðum?

Hvenær fer barnið mitt að muna eftir atburðum?

Um tveggja mánaða aldur getur barnið þitt farið að þekkja kunnugleg andlit og raddir, sérstaklega þær sem hann sér og heyrir í daglega.

Nýburar geta þekkt rödd móður sinnar við fæðingu og börn sem eru á brjósti geta þekkt lykt móður sinnar eftir eina viku. Þetta er merki að barnið sé fært um að muna, þó það sé ólíkt því að muna eftir smáatriðum ákveðinna hluta eða atburða.

Þekkingarminni barnsins – hæfileikinn að bera kennsl á fólk og hluti sem það hefur séð áður eftir einhverja stund eða einhvern tíma – mun aukast dag frá degi allt fyrsta árið. Rannsóknir hafa sýnt að um þriggja mánaða aldur geta börn munað eftir myndum eða leikföngum sem þau sáu einum til sex dögum fyrr.

Um níu mánaða aldur getur barnið farið að muna sértækari upplýsingar, svo sem hvar leikföngin eru í húsinu. Það mun einnig geta hermt eftir einhverju sem það sá kannski viku áður. Þessir hæfileikar gefa til kynna að börn geta kallað fram minningar – að geta munað smáatriði sérstakrar reynslu í stuttan tíma þó þau geti ekki munað eftir flestum þeirra upplifunum.

Sérstætt minni sem varir lengi varðandi einstaka atburði þróast ekki fyrr en barnið er 14-18 mánaða gamalt.

Heimild: Babycenter.Com

 

 

Mensa upplýsir um 17 einkenni ofurgáfaðra barna

Mensa upplýsir um 17 einkenni ofurgáfaðra barna

Mensa upplýsir um 17 einkenni ofurgáfaðra barna

Mensa, alþjóðleg samtök fólks með háa greind, hafa gefið út lista með þeim einkennum sem gefa til kynna að barnið þitt sé greindara en meðalbarnið og meðal atriða er t.d. að tala mikið og að hafa óvenjulegt minni.

Hefur barnið þitt óvenjulegt áhugamál eða dýrkar að horfa á fréttir? Það gæti hugsast að barnið þitt sé snillingur!
Allir foreldrar hafa hugsað um hvort þeirra barn eða börn séu gædd sérstökum hæfileikum, en vissir þú að það eru merki um slíkt, sem þú getur kíkt á til að vera viss?

Mensa,stærstu og elstu samtök ofurgreindra, fullyrðir að eftirfarandi persónueinkenni geta gefið til kynna að barnið þitt sé greindara en önnur og það gæti tekið sérstakt greindarpróf til að verða tekið inn í samfélagið.Þessi próf eru lögð fyrir undir eftirliti og henta börnum sem eru 10 og hálfs árs gömul, en yngsti meðlimurinn er aðeins tveggja ára og sá elsti 102!

Á eitthvað af eftirfarandi einkennum við um barnið þitt? 

Óvenjulegt minni

Að geta munað tímatöflur, heimilisföng eða landaheiti ung að aldri getur verið merki um háa greind – ef barnið þitt er fært um að muna lítil smáatriði eða víðtækar upplýsingar sem foreldrarnir geta gleymt, getur það verið fært um að verða ofurgott í stærðfræði eða tungumálum.

Að vera á undan öðrum börnum að ná hlutum

Að læra að lesa, tala eða spila spil hraðar en jafnaldrar þýðir að barnið þitt hefur þroskaðan heila og gæti verið að það þyrfti meiri örvun til að vera hamingjusamara og ná markmiðum

Að læra að lesa snemma

Mikill áhugi á einni bók er kannski ekki merki um ofurgáfur en ef barnið þitt er á undan öðrum börnum að læra að lesa getur það verið á góðri leið með snilligáfu sinnin.

Óvenjuleg áhugamál eða ítarleg þekking á ákveðnum hlutum

Áhugi á bílum eða kvikmyndum er algengur hjá börnum en ef barnið þitt getur t.d. greint vísindaskáldskap frá grínmyndum ungt að aldri, er það mjög hæfileikaríkt. Að hafa áhuga sem ristir mjög djúpt getur verið merki um að barnið skori sjálft sig á hólm andlega og þyrsti í þekkingu

Óþol í garð annarra barna

Afar greind börn geta orðið pirruð á jafnöldrum sínum, að því þau skilja ekki af hverju þau eru ekki í takt. Einnig hefur það verið sannað að greind börn eru viðkvæmari en önnur, þannig þau geta tekið það mjög nærri sér að vera skilin útundan eða strítt af vinum sínum.

Vitund um málefni líðandi stundar

Ef barn hefur áhuga og þekkingu á heimsfréttunum ungt – t.d. les dagblöð eða spyr spurninga um stjórnmál – getur verið einkenni um mikla greind.

Þau setja sér allt of há markmið

Hæfileikarík börn geta tekið nærri sér að mistakast eitthvað þar sem þau oft eru fullkomnunarsinnar og stolt af sínum hæfileikum og þekkingu. Afleiðingin er stundum sú að þau setja sér allt of metnaðarfull markmið og verða reið þegar þau ná þeim ekki.

Gengur vel

Það kann að vera augljóst, en ef barninu þínu gengur vel í skóla, betur en öðrum, kann að vera að þeim finnist ekki bara gaman að faginu/fögunum, heldur séu þau greindari en önnur börn.

Vill eyða tíma með fullorðnum eða eitt

Að vilja eyða tíma með fullorðnu fólki þýðir að barnið þitt langar að læra frá þeim sem hafa meiri þroska en það sjálft, og ef það vill lesa eitt eða skapa/hanna hluti getur gefið til kynna að það leggur hart að sér og vill fræðilega þekkingu til að ögra sér.

Elskar að tala

Ef barnið þitt elskar að tala allan daginn getur það verið merki um mikla heilavirkni og það reynir að taka þátt í samtölum sem eru um eitthvað nýtt og sem ögra þeim vitsmunalega.

Spyr endalausra spurninga

Ef það spyr endalausra spurninga á borð við „af hverju er himininn blár?“ og „hvernig virkar sími?“ getur þýtt að barnið þitt skynjar heiminn á hærra sviði en margir.

Á auðvelt með að læra

Kemst barnið í gegnum heimavinnu á undraverðan hraða og nær námsefninu fljótlega og auðveldlega? Það kann að vera að þau séu að ná bekkjarfélögunum hvað greind varðar og þau þurfi meiri ögrun.

Þróuð kímnigáfa

Ef barnið þitt finnur upp á sniðugum bröndurum sjálft eða hlær að einhverju sem þú hélst að þú þyrftir að útskýra fyrir því, gæti það haft undraverðan skilning á tungumálinu og heiminum í kringum það

Tónlistarhæfileikar

Ef barnið þitt nær tónlist fljótt og/eða spilar vel á hljóðfæri fyrir sinn aldur, gæti það þurft aðra vitsmunalega örvun og gæti náð henni fljótt, s.s. að læra nýtt tungumál, þar sem það er sannað að spila á hljóðfæri styrkir heilavirkni og minni.

Elskar að stjórna

Gáfuð börn hafa tilhneigingu til að sanna hversu vel þau geta eitthvað, sem þýðir að þau vilja vera við stjórnvölinn í öllu sem þau taka sér fyrir hendur; einnig geta þau verið fullkomnunarsinnar sem vilja að allt sé gert á ákveðinn hátt.

Býr til aukareglur í leikjum

Gáfuðum börnum kann að þykja gaman að nýta sköpunarkraftinn og búa til nýjar reglur fyrir leiki ef leikurinn er ekki nægilega flókinn að þeirra mati. Ef barnið þitt krefst þess að leikir séu flóknari, gæti það verið afskaplega greint.

Innhverft/úthverft

Börn sem eru mjög úthverf og opin – eða hljóðlát og innhverf – geta verið mjög hæfileikarík þar sem þau kunna að njóta þess að læra með öðrum og hafa mikla félagshæfni, eða þau elska að vera ein og njóta þess að lesa eða stúdera eitthvað ein.

Hægt er að skoða greind börn og greindarpróf Mensa á vefsíðu þeirra.

 

 

Hvernig gera má breytingar auðveldar(i) fyrir börn

Hvernig gera má breytingar auðveldar(i) fyrir börn

Hvernig gera má breytingar auðveldar(i) fyrir börn

Börn eru sjaldan spennt fyrir breytingum, svo mikið vita flestir foreldrar. Að leyfa barninu að finnast það vera við stjórnvölinn getur hjálpað því að verða öruggara þegar kemur að breytingum, vissir þú það?

Þegar kemur að foreldrahlutverkinu eru margar hraðahindranir. Þegar maður heldur að allt sé á hreinu, kemur upp eitthvað nýtt og maður fer að efast. Þó það sé ákveðin barátta er það samt það sem er líka frábært við hlutverkið! Hver einasti dagur býður upp á eitthvað nýtt og foreldrar læra stöðugt með börnunum á þessu ferðalagi.

Mikið af því sem börnum finnst erfitt finnst foreldrum erfitt að skilja því þeir gera hlutina án þess að hugsa of mikið um þá.

Alla daga breyta fullorðnir um verkefni og einbeita sér að öðru. Þeir vakna, fá sér morgunmat, fara í vinnu, fara í hádegismat og svo fara þeir heim. Við hugsum ekki einu sinni um þessa rútínu því hún er inngróin í líf okkar. Við sjáum ekki að þetta eru allt breytingar, ferli. Við förum í gegnum daginn og breytum stöðugt til. Börn sjá þetta á annan hátt en við.

Hvers vegna finnst börnum erfitt að breyta til?

Samkvæmt Charlotte Parent er það ekki óþekkt að börn eigi í erfiðleikum með breytingar og geta þær framkallað sterk tilfinningaviðbrögð sem foreldrar skrifa kannski á „bræðiskast.“ Mamman staldrar ekki við og hugsar af hverju barnið er að taka kast því því var sagt að þrífa sig eftir matinn, eða setja á sig skóna og fara út. Þau eru að mótmæla breytingu á rútínunni, ekki því sem foreldrið var að biðja þau um.

Það eru margar ástæður fyrir því að börnum finnast breytingar erfiðar og það gæti verið einfaldlega að barnið vill ekki hætta að gera eitthvað sem er gaman eða gefur því eitthvað og fara að gera eitthvað annað. Barninu kann að finnast það ekki hafa neina stjórn þegar alltaf er verið að segja því að stoppa það sem það er að gera og hvenær það má.

Skoðaðu dagskrána

Það getur verið sniðugt að skoða dagskrá fjölskyldunnar. Samkvæmt NAEYC er það oftast sérstakar breytingar sem virðast skapa streitu og getur það því verið snjallt ráð að skoða hvernig hægt er að breyta þessari dagskrá til að breytingarnar verði auðveldari. Ef barnið veit hvernig dagurinn kemur til með að líta út, athugaðu hvort þú getir ekki sett myndir inn í dagskrá, upp á töflu t.a.m. svo barnið geti séð hvaða athafnir eru næstar og hvenær þær gerast.

Gefðu eftir smá stjórn

Þar sem ein af ástæðum þess barn kann ekki við breytingar er að þá er það ekki við stjórn, geta foreldrar gefið barninu smá völd. Þegar athöfnin sem barnið er í fer að taka enda, gefið barninu smá viðvörun til að undirbúa að hætta þurfi athöfninni. Þú getur sett tíma, fimm mínútur og þegar tíminn er búinn hringir tækið eða síminn. Þá á barnið að hætta athöfninni. Foreldrar geta einnig gefið barninu valkosti – ef barnið þarf að bursta tennur getur foreldrið sagt að annaðhvort bursti barnið tennur eftir þrjár mínútur eða fimm mínútur. Enn þarf að ljúka verkefninu, en barnið má ráða hvenær.

Notaðu hjálpartæki

Tónlist getur hjálpað foreldrum mikið, enda er hún óspart notuð t.d. í leikskólanum til að kenna börnum hitt og þetta. Foreldrar geta líka fundið upp lög til að syngja þegar hendur eru þvegnar, tennur burstaðar o.s.frv.

Verðlaun og hrós

Það eru ekki allir foreldrar hrifnir af verðlaunum en þau geta verið gagnleg þegar vinna þarf á vanda. Kannski fær barnið límmiða fyrir hvert skipti sem það breytir til án vandræða, og þegar það hefur fengið 10 límmiða (eða hvað sem foreldrar telja æskilegt) mega þeir fá ís eða fara í leik með foreldrum eða eitthvað annað.

Hrós er einnig mikilvægt og lætur barninu líða vel. Þegar breytingar fara illa í barn, geta foreldrar orðið pirraðir og æst sig, en þetta er ekki jákvæð kennsla og getur haft þveröfug áhrif. Í stað þess er betra að taka eftir jákvæðri hegðun og hrósa barninu í hvert skipti sem það höndlar breytingu á réttan hátt. Mundu að það er mikilvægt að hrósa þannig að þú segir barninu nákvæmlega hvað það gerði rétt og hvað þér líkaði við það.

 

Heimild: Moms.com

 

 

Hvernig hætta skal brjóstagjöf í 10 einföldum skrefum

Hvernig hætta skal brjóstagjöf í 10 einföldum skrefum

Hvernig hætta skal brjóstagjöf í 10 einföldum skrefum

Það er engin alþekkt regla um hvernig hætta eigi brjóstagjöf, en sum af þessum góðu ráðum geta gert breytinguna auðveldari. Hér eru ráð frá brjóstagjafarráðgjöfum og heilbrigðisstarfsfólki um hvernig hætta eigi brjóstagjöf.

Þegar þú hættir brjóstagjöf er eitt öruggt: Það á ýmislegt eftir að koma þér á óvart. „Alveg eins og flest annað er tengist móðurhlutverkinu, að hætta með barn á brjósti gerist sjaldnast eins og við höldum að það gerist,“ segri Diane Bengson, höfundur bókarinnar How Weaning Happens. Sama á hvaða aldri barnið er, eru hér ráð og trikk til að gera ferlið auðveldara.

Taktu eftir hvenær barnið er tilbúið að hætta á brjósti

Barnið gefur þér vísbendingar um hvenær það er tilbúið að hætta. Til dæmis: Það heldur höfðinu í uppréttri stöðu, situr með stuðningi og sýnir því áhuga sem þú ert að borða. Þar að auki hætta þau að ýta tungunni þétt upp að geirvörtunni þegar þau drekka og einnig gætu þau orðið pirruð þegar þau taka brjóstið. 

Gerðu áætlun að venja barnið af brjósti

Taktu allavega heilan mánuð í að hætta brjóstagjöf, þetta gefur móður og barni svigrúm fyrir hindranir og afturkippi. Þar að auki ættirðu að passa upp á að engar aðrar breytingar séu að eiga sér stað á sama tíma (tanntaka, flutningar, barnið byrjar í pössun/leikskóla). Barnið er einnig mun líklegra til að vinna með þér þegar það er ekki mjög þreytt eða svangt.

Byrjaðu hægt

Farðu rólega í að venja af brjóstinu. Að byrja hægt gefur ykkur báðum tækifæri á að venjast breytingunni. Þú gætir sleppt einni brjóstagjöf á viku – þeirri óþægilegstu eða þeirri sem barnið er minnst áhugasamt fyrir. Svo geturðu minnkað brjóstagjöfina enn meira þegar barnið er nær eingöngu farið að fá mat í föstu formi eða pela (athugið samt að ef barnið er níu mánaða eða eldra er betra að venja beint á stútkönnu eða glas svo þú þurfir ekki að venja barnið af pelanum fáeinum mánuðum seinna). Með því að fara rólega að þessu ferðu að framleiða minni og minni mjólk sem gerir þetta auðveldara og þægilegra fyrir þig. Það gerir það einnig þægilegra fyrir barnið þar sem það fær þá minna að drekka og drekkur meira úr pela eða glasi. 

Hugaðu að tilfinningunum

Börn sem drekka af brjóstinu elska þessa líkamlegu nánd við móðurina þannig þegar þú ert að venja barnið af brjósti er mikilvægt að bjóða upp á nánd á aðra vegu. Til dæmis gæturðu gefið barninu tíma bara með þér með knúsi meðan þið lesið bók eða þú syngur fyrir það vögguvísu eða þú strýkur á því bakið þegar það liggur í rúminu, svo fátt eitt sé nefnt.

Íhugaðu að leyfa barninu að stjórna

Sum börn eru frábær í að hætta á brjósti þegar þau fá að stjórna sjálf! Ef þér finnst það í lagi að barnið stjórni þessu, er það einfaldlega að leyfa barninu að drekka þar til það missir áhugann, en þú býður samt ekki brjóstið að fyrra bragði. Þetta er ekki fljótlegasta aðferðin, en þú getur verið viss um að þörfum barnsins sé mætt.

Hristu upp í rútínunni

Ef barnið neitar að taka við pelanum frá þér er ráðlagt að láta einhvern annan gefa barninu pelann, s.s. pabbann, ömmu, afa eða öðrum. Ef þú gefur barnið sjálf skaltu fara með barnið í annað umhverfi en þið eruð vön að vera í þegar barninu er gefið brjóst. Einnig skaltu halda á barninu í annarri stellingu en þú ert vön. Ef þetta virkar ekki, farðu aftur í gamla farið og reyndu aftur reyndu aftur eftir nokkrar vikur.

Þú mátt búast við mótþróa

Það er eðlilegt að börn þrjóskist við þegar hætta á brjóstagjöf. Eftir dag eða tvo mun barnið hætta að syrgja brjóstið og fara að borða fasta fæðu og drekka úr pela eða stútkönnu án vandræða. Heilbrigð börn borða oftast þegar þau eru nægilega svöng, sama hversu mikið þau vilja brjóstið.

Lærðu að koma í veg fyrir stálma

Önnur ástæða þess að taka hlutunum rólega: Farirðu of hratt í að venja barnið af brjóstinu geturður upplifað stálma. Ástæðan er sú að heilinn fær ekki þau skilaboð að hægja eigi á mjólkurframleiðslu þannig öll þessi mjólk veit ekki hvert hún á að fara. Ef þú færð stálma, minnkaðu sársaukann með kuldabökstrum eða verkjalyfjum. Eða náðu í brjóstapumpuna, barnið getur fengið mjólkina í pelann eða út á morgunkornið.

Íhugaðu að hætta hálfvegis

Allt eða ekkert er ekki eini möguleikinn. Margar útivinnandi mæður kjósa að venja barnið af brjósti að hluta til, á meðan barnið fær pela annarsstaðar yfir daginn og mamman gefur brjóstið þegar hún er heima.

Að skilja tilfinningar sínar

Barnið er ekki það eina sem þarf að venjast því að brjóstagjöf sé hætt. Þú þarft líka að eiga við tilfinnignar þínar. Til að mynda vilja sumar mæður fá líkama sinn aftur á meðan aðrar finna fyrir höfnunarkennd að barnið vilji brjóstið ekki lengur. Þrátt fyrir að þú getur bæði verið ánægð og leið yfir að hætta, er það eðlilegt að finna fyrir „nostalgíu“ þegar barnið eldist. Það besta sem þú getur gert er að fagna sjálfstæði barnsins, vitandi það að það að venja barnið af brjósti er tilfinningaleg reynsla. Talaðu einnig við aðrar mæður sem hafa upplifað hið sama.

 

Heimild: Parents.com

Mamma deilir frábæru ráði til að fá börn til að ropa!

Mamma deilir frábæru ráði til að fá börn til að ropa!

Mamma deilir frábæru ráði til að fá börn til að ropa!

Allar mæður þekkja þetta: Vandann við að láta barnið ropa til að losna við loftið sem barnið gleypir eftir að hafa drukkið. Mamma nokkur hefur fundið snilldarráð sem hún segir að virki í 99,9% tilfella! Er um að ræða einfalt ráð sem hún kallar „the wiggle butt” og sýnir það á TikTok. 

„Ég ætla að sýna ykkur trikkið að ná góðu ropi upp úr barninu ykkar!” segir Tay Becker. „Þetta lítur fáránlega út, en það virkar.” Svo sýnir hún hvernig halda skal á barninu með annarri hendi til að styðja höfuð þess og bak og hin höndin heldur barninu upp við öxlina. „Haldið í höfuðið og ýtið fótunum til og frá. Þetta er mjög mjúk hreyfing, ekki þvinga fæturnar.”

Þú getur séð hér hvernig Tay fer að þessu og viðbrögð áhorfenda létu ekki á sér standa frá þeim sem prófuðu þetta, það virtist virka!

 

@taybeckerbeautyComing at you today with a #lifehack! Here’s my trick for burping your baby! #momlife #toddlermom #boymom #fostermom #newmom #hack #parenthack

♬ original sound – Tay Becker

Pin It on Pinterest