Nokkrir dásamlegir hlutir til að (endur)upplifa þegar þú átt börn!

Nokkrir dásamlegir hlutir til að (endur)upplifa þegar þú átt börn!

Nokkrir dásamlegir hlutir til að (endur)upplifa þegar þú átt börn!

Eitt það besta við að verða foreldri er að endurupplifa skemmtilega hluti úr æsku með augum barnanna þinna! Hér eru nokkrir ótrúlega skemmtilegir hlutir til að prófa með þeim…og ef þú hefur ekki enn prófað þá, skaltu gera það! Maður verður ekki of gamall til að leika sér. Það er bara þannig…

Afmæliskaka!

 

Að byggja virki úr teppum og púðum

Að blása sápukúlur

Að fara í tívolí eða fjölskyldugarð saman

Sippa

Fara á sleða

Teiknimyndir

Litabækur

Teiknimyndasögur

Dýragarðar

Svona vilja krakkar að pabbar séu

Svona vilja krakkar að pabbar séu

Svona vilja krakkar að pabbar séu

Ef börn eru beðin um að lýsa föður sínum koma þau öll með skemmtilegar og afar ólíkar lýsingar. Rannsókn sem var gerð meðal barna þar sem þau voru beðin um að segja hvað það þýddi fyrir þeim að vera pabbi kom í ljós algengt þema. Þau áttu að skrifa niður hvað þeim fannst.

Dæmigert var að börn lýstu skemmtilegum hlutum til að gera með pabba sínum eða hvernig hann sýndi þeim ást og umhyggju. Í lokin sögðu mjög mörg börn: „Ef það er eitt sem ég vildi að væri öðruvísi við pabba minn væri að við gætum gert meira saman.“

Ef við eigum að vera hreinskilin geta margir pabbar játað að þeir vildu gefa börnunum sínum meiri tíma.

Feður spila óendanlega stórt hlutverk í lífum barna sinna og því meiri tíma sem þeir verja með þeim, því meira hagnast þau á samverunni. Það koma stundir til kennslu, að móta persónuleikann, bindast sterkum böndum og koma á framfæri gildum og skoðunum…allt sem frábærir feður gera.

Það sem skapar minningar er samveran. Það sem skapar minningar eru samtölin. Því meiri samvera, því betra.

Best er að búa til plan, vikuplan eða dagsplan, til að koma samveru með börnunum að til að þessar dýrmætu stundir verði ekki útundan. Fara á sérstaka staði með dótturinni eða syninum og búa til rútínu. Þau þurfa á óskiptri athygli pabbans að halda.

Hafið samverstundirnar stundum öll saman, stundum bara tvö. Fáið ykkur ís, farið í fótbolta eða bara í göngutúr. Að fara yfir nótt eitthvert er ævintýri út af fyrir sig. Best er að slökkva á símanum til að athyglin fari öll á stundina ykkar saman. Það skiptir í raun ekki máli hvað er gert, svo lengi sem þið eigið gæðastund saman.

Heimild: Fathers.com

Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Hulan er heildverslun sem flytur inn einstaklega falleg barnaleikföng og húsgögn. Á bak við Huluna stendur hún Elva Kristín Arnardóttir sem finnst mjög mikilvægt að þær vörur sem hún flytur inn séu það fallegar að þær passi jafnt sem fallegur fylgihlutur inn í stofu sem og leikfang í barnaherbergið. Elva leggur mikið uppúr góðri og persónulegri þjónustu og ber svo sannarlega með sér góðan þokka þegar hún tók vel á móti blaðakonu Mamman.is sem hitti hana á fallegu heimili hennar í Úlfarsárdal í létt spjall.

-Segðu okkur aðeins frá fyrirtækinu þínu.

Hulan.is var stofnað 2008. Ég kom síðan inn í fyrirtækið árið 2018. Á bak við Huluna er Skjaldbaka ehf sem er heildverslun og er með umboð fyrir öll okkar vörumerki á Íslandi. Vörurnar seljum við síðan víðs vegar um allt land. Hulan.is er síðan netverslun sem við rekum þar sem er að finna allar okkar fallegu vörur. Einnig eru sérvaldar vörur þar inni sem fást einungis inn á Hulunni” segir Elva.

“Ég legg mikið upp úr góðri og persónulegri  þjónustu. Kúnnarnir mínir eiga stóran sess í hjarta mínu hvort um sé að ræða Hulu kúnnar eða eigendur og starfsfólk í búðunum” bætir Elva við.

-Segðu okkur aðeins frá vörunum ykkar?

Ég myndi segja að vörurnar eigi það allar sameiginlegt að vera alveg gríðarlega fallegar. Mér finnst mjög mikilvægt að vörurnar séu það fallegar að þig langi mest til að hafa þær upp í hillu inn í stofu hjá þér og einnig finnst mér skipta mjög miklu máli úr hverju þær eru gerðar” segir Elva og hlær.

En á hún Elva sér eitthvað uppáhalds merki af þeim vörum sem hún er að flytja inn?

Nei ég get alls ekki valið, er svo ánægð með öll þau merki sem fylgdu heildsölunni á sínum tíma og þau merki sem ég er búin að bæta við svo er ég að sjálfsögðu alltaf með augun opin fyrir nýjungum” segir Elva glöð í bragði.

Elva er gift og á tvö börn með manninum sínum, þau Agnesi Bríet 3 ára og Mikael Mána 9 ára. Elva er sjálf fædd og uppalin austur á Vopnafirði og fluttist til Reykjavíkur 19 ára og hefur verið búsett í Reykjavík síðan þá, fyrir utan stuttan tíma sem hún og maðurinn hennar bjuggu í Prag. En hvað finnst fjölskyldunni skemmtilegast að gera saman?

Við höfum verið mjög dugleg að ferðast og við elskum að vera við ána að veiða, segir Elva og bætir við. “Sumar og sól er bara alltaf best og ef ég ætti að nefna einn stað sem uppáhaldstað fjölskyldunnar þá er Florída efst á lista. En annars eigum við líka eftir að prufa nokkur lönd sem heilla okkur.” Aðspurð segir hún fjölskylduna sakna þess að ferðast utanlands. “Já svo sannarlega söknum við þess, enda hugsa ég að við nýtum fyrsta tækifæri sem gefst til að skella okkur út í smá frí”segir Elva að lokum hlæjandi.

Hér fyrir neðan má sjá fallegar myndir af tréleikföngum og kökudiskum sem fást í vefverslun Hulunnar. Einnig er að finna samfélagsmiðlahnappa beint inná Facebook & Instagram hjá Hulan.is neðst á síðunni.

Foreldrakulnun er staðreynd sem getur haft skaðleg áhrif

Foreldrakulnun er staðreynd sem getur haft skaðleg áhrif

Foreldrakulnun er staðreynd sem getur haft skaðleg áhrif

Yrja Kristinsdóttir er 36 ára þriggja barna mamma og eigandi fyrirtækisins Dafna, sem býður upp á markþjálfun og ráðgjöf fyrir foreldra og börn. Einnig rekur Yrja Vellíðunarsetrið sem staðsett er í Urriðaholti í Garðabæ. Blaðakona Mamman.is hitti Yrju yfir kaffibolla í Vigdísarhúsi sem var einkar vel við hæfi enda Yrja hæfileikarík kona og augljós leiðtogi í sér, líkt og Vigdís. Þegar blaðakona rakst á Instagramreikning Döfnu vakti upp forvitni hver stæði á bak við síðuna. Þar var mikið fjallað um foreldrakulnun og að það sé eðlilegt sem foreldri að upplifa allskonar tillfinningar, ekki bara eintóma gleði. Við byrjuðum því eðlilega á því að spyrja, hver er konan á bak við Dafna?  

„Ég heiti Yrja Kristinsdóttir og er eigandi Dafna sem býður upp á markþjálfun og ráðgjöf og rek einnig Vellíðanarsetrið sem er staðsett í Urriðaholti, Garðabæ. Dafna sérhæfir sig í börnum, unglingum og fullorðnum sem vilja auka vellíðan sína og ná betra jafnvægi. Ég vinn út frá aðferðum jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar. Þar er lögð áhersla á þætti á borð við jákvæðar tilfinningar, styrkleika og hugarfar sem eiga þátt í því að einstaklingurinn blómstrar, vex og dafnar. Auk þessa er ég að vinna að verkefni ásamt Marit Davíðsdóttur, sem ber nafnið Gleðiskruddan. Gleðiskruddan er dagbók fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og er tilgangur hennar að auka sjálfsþekkingu, trú á eigin getu, bjartsýni og vellíðan,” segir Yrja og bætir við: „Gleðiskruddan er bæði á Instagram og á Facebook og þar er að finna bæði fræðslu og fróðleik sem nýtist fólki á öllum aldri. Einnig höfum við opnað vefsíðuna Glediskruddan.is en þar má finna upplýsingar um dagbókina, námskeið og fyrirlestra sem eru í boði,” segir Yrja. 

Hefur mikla ástríðu að aðstoða einstaklinga við að efla vellíðan

„Ég hef fjölbreytilega menntun en þar má nefna: BA. í félagsráðgjöf, MA. í uppeldis-og menntunarfræði með áherslu á lífsleikni, sjálfsmynd og farsæld, diplóma í djáknafræðum, diplóma í jákvæðri sálfræði á meistarastigi, dáleiðslutækni og markþjálfun. Ég er einnig að klára framhaldsnám í markþjálfun í maí og verð þar að auki vottaður NBI þjálfi,” segir Yrja. „Ég hef mikla ástríðu fyrir að aðstoða einstaklinga við að efla andlega heilsu, vellíðan og auka hamingju. Ég vinn mikið með foreldrum, þá sérstaklega mæðrum sem eru að koma úr fæðingarorlofi og/eða eru að finna jafnvægið á milli móðurhlutverksins, vinnu og þess að vera þær sjálfar. Ég legg mikla áherslu í mínu starfi á að þær fái aðstoð við að aðlaga móðurhlutverkið að sér, í stað þess að aðlaga sjálfa sig að móðurhlutverkinu,” segir Yrja sannfærandi. 

En hvað er foreldrakulnun? 

„Foreldrahlutverkið er margslungið, það er krefjandi, skemmtilegt, erfitt, yndislegt, gefandi og fjölbreytilegt. Foreldrar eru orðnir hreinskilnari og opnari í umræðunni um upplifun á streitu, kvíða og ójafnvægi í foreldrahlutverkinu. Það er jákvæð þróun því að foreldrakulnun (e. parental burnout) er staðreynd og er afleiðing af langvarandi þreytu og streitu í krefjandi aðstæðum,” segir Yrja. 

“Foreldrakulnun lýsir sér þannig að foreldrahlutverkið verður einstaklingnum bæði líkamlega og tilfinningalega ofviða og getur valdið efasemdum um getu til að vera gott foreldri og/ eða tilfinningalegri fjarveru.” 

Einkenni foreldrakulnunar eru meðal annars: Foreldrar upplifa kvíða og áhyggjur. Mikil þreyta. Foreldrar eiga erfitt með að vera meðvitað til staðar og njóta þess að eiga tíma með fjölskyldunni. Foreldrar geta upplifað efasemdir um að að vera gott foreldri og því fylgir sektarkennd. 

Er þetta eðlilegt ástand? 

„Það er eðlilegt að upplifa streitu, þreytu, ójafnvægi og allskonar tilfinningar þegar maður er foreldri, en að lenda í kulnun getur haft skaðleg áhrif. Það er því mjög mikilvægt að vera meðvitaður um öll þau einkenni sem eru til staðar til að geta leitað sér aðstoðar áður en foreldri upplifir foreldrakulnun,” segir Yrja. 

Hvaða hópur foreldra er líklegastur til að upplifa foreldrakulnun? 

„Samkvæmt rannsóknum á foreldrakulnun eru ákveðnir hópar foreldra í áhættuhóp en það eru þeir sem a) eiga erfitt með tilfinningastjórn og streitu, b) skortir stuðning frá maka og/eða hinu foreldri, c) skortir uppeldisfærni, d) eiga börn með sérþarfir og e) vinna hlutavinnu eða eru heimavinnandi.“. 

Hvert er hægt að leita sér eftir aðstoð? 

„Allir foreldrar geta upplifað einhver af þessum einkennum og þess má geta að það er fullkomlega eðlilegt að upplifa einhver af þeim án þess að lenda í kulnun. Ef að einkennin verða langvarandi er ráðlagt að leita sér aðstoðar. Það er án efa hægt að leita til margvíslegra meðferðaraðila sem geta aðstoðað foreldra sem eru að upplifa þessi einkenni en markþjálfun í anda jákvæðrar sálfræði er ein þeirra leiða,” segir Yrja og bætir við: „Aðferðir jákvæðrar sálfræði bjóða uppá möguleika til að koma á jafnvægi, draga úr álagi og auka vellíðan á þessu sviði en meðal rannsóknarefna innan greinarinnar eru vellíðan, jákvæðar tilfinningar, hamingja, þrautseigja, sambönd, hugarfar, tilgangur og hvað fær fólk til að vaxa og dafna í lífinu. Í jákvæðri sálfræði eru rannsakaðir þeir þættir sem hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og fá þá til að blómstra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að jákvætt viðhorf er verndandi þáttur fyrir sálræna og líkamlega heilsu. Það hafa jafnframt verið rannsakaðar aðferðir og æfingar sem rækta með okkur jákvæðar tilfinningar, hegðun og hugsanir og kallast þær jákvæð inngrip,” segir Yrja og bætir við að lokum: „Markþjálfun í anda jákvæðrar sálfræði er því tilvalin fyrir skipulag, sjálfsþekkingu, markmiðasetningu, aukið jafnvægi og ná að vera í núinu og njóta eða vera til staðar með vakandi athygli. Semsagt aukin vellíðan, jafnvægi og hamingja. Eins og oft er talað um þá þurfum við að setja á okkur súrefnisgrímuna áður en við getum aðstoðað aðra.” 

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast inn á vefsíðu dafna.is einnig er hægt að senda Yrju tölvupóst á dafna@dafna.is Við hvetjum alla þá sem tengja við einkenni kulnunar að leita sér aðstoðar.

 

Aldur þinn og frjósemi: Er erfiðara að verða ólétt eftir þrítugt?

Aldur þinn og frjósemi: Er erfiðara að verða ólétt eftir þrítugt?

Aldur þinn og frjósemi: Er erfiðara að verða ólétt eftir þrítugt?

Ef þú hefur tekið þá spennandi ákvörðun að eignast barn ertu eflaust að hugsa um hversu lengi það getur tekið að verða ólétt.

Margar konur reyna oft að finna „rétta tímann“ til að eignast börn. Svo verða þær þrítugar og eldri og velta þá fyrir sér hversu frjósamar þær eru.

Þú veist að konur eru frjósamastar á þrítugsaldri þannig hver er staða þín í dag?

Í dag kjósa konur oft að eignast börn á fertugsaldri fremur en fyrr og á síðustu áratugum hafa þær tölur einungis farið hækkandi.

Hefur aldur áhrif á frjósemi?

Í stuttu máli sagt: „Já.“

Frá þrítugu fer frjósemin minnkandi og enn hraðar niður á við frá 35 ára aldri. Því eldri sem konur verða, því minni líkur á getnaði og því meiri líkur á ófrjósemi.

Flestar konur geta átt börn á eðlilegan hátt og fæða heilbrigð börn ef þær verða óléttar 35 ára. Eftir 35 ára aldurinn fer hluti þeirra kvenna sem upplifa ófrjósemi, fósturlát eða vandkvæði vegna barns hækkandi. Eftir fertugt hafa aðeins tvær af hverjum fimm sem óska sér að eignast barn möguleika á því.

Meðalaldur þeirra kvenna sem fara í tæknifrjóvgun fer hækkandi. Þetta endurspeglar aukningu á ófrjósemi vegna aldurs. Vel heppnaðar tæknifrjóvganir meðal kvenna yfir fertugt eru sjaldgæfar og hafa þær tölur ekki farið hækkandi á síðastliðnum áratug.

Frá líffræðilegu sjónarmiði er best að reyna að eignast börn áður en þú ert 35 ára.

Karlmenn eru frjósamari mun lengur en konur. Þó frjósemi þeirra fari einnig dalandi með aldri gerist það mun hægar og yfir langt tímabil.

Á meðan margir menn eru frjósamir enn á sextugsaldri er hluti þeirra er glímir við galla er tengjast sæði þeirra aukandi. Heilsa þeirra barna sem getin eru af eldri föður er slakari.

Það er annað sem þú þarft að taka til athugunar ætlir þú að eignast barn eldri en 35 ára. Það eru meiri líkur á fjölburafæðingum. Í raun, því eldri sem þú ert, því líklegri ertu að eignast tvíeggja tvíbura. Talið er að líkaminn þurfi að framleiða meira af hormónum sem hjálpa til við egglos eftir því sem konur eldast. Hormónið er kallast FSH (e. follicle stimulating hormone) og framleiðir líkaminn meira af því, því það eru færri lífvænleg egg í eggjastokkunum þínum.

Þessi offramleiðsla FSH getur valdið því að meira en eitt egg frjóvgast, þ.a.l. fleiri en eitt barn!

Þú gætir orðið himinlifandi að fá fregnir af möguleikanum á tvíburum. Að eignast draumafjölskylduna á einu bretti gæti hljómað frábærlega, en samt ber að hafa í huga að eignast tvíbura krefst meiri tíma, tilfinninga og líka fjárhagslega en eitt barn. Einnig gætir þú þurft meiri umönnun á slíkri meðgöngu.

Mun það taka lengri tíma að verða ólétt eftir því sem ég eldist?

Líkurnar á að verða ólétt strax fara eftir aldri. Konur eru frjósamastar á aldrinum 20-24 ára. Það mun mjög líklega taka lengri tíma eftir að þú ert á seinni hluta fertugsaldurs eða á fimmtugsaldri. Einnig eru líkur á vandamálum því tengdu.

Flest pör (um 85%) verða með barni innan árs ef þau hætta að nota getnaðarvarnir og stunda reglulegt kynlíf. Það þýðir kynlíf á tveggja til þriggja daga fresti allan tíðahringinn. Þetta gefur mestar líkur á getnaði.

Helmingur þeirra kvenna sem ekki verða vanfærar á fyrsta ári munu verða það næsta árið á eftir. Eitt prósent kvenna verður svo ólétt reyni þær í ár í viðbót eftir það. Þannig það borgar sig að halda áfram að reyna. Það þýðir að um þrjú prósent para mun ekki verða með barni innan þriggja ára.

Tölurnar fyrir konur sem eru 35 ára eru svipaðar – 94% verða þungaðar innan þriggja ára. 38 ára konur: 77% verða þungaðar innan þriggja ára.

Ef þú ert eldri en 35 ára og ert farin að lengja eftir þessu jákvæða þungunarprófi, er best að leita ráðgjafar fyrr en seinna. Ef þú hefur reynt í u.þ.b. hálft ár skaltu hitta lækninn þinn.

Hví dvínar frjósemi kvenna svo hratt?

Tvær meginástæður þess eru vandkvæði við egglos og stíflaðir eggjaleiðarar sem kemur til oft vegna sýkingar.

Egglosvandi eykst með aldrinum því fá góð egg eru eftir sem þýðir að erfiðara er að verða þunguð. Eggjafjöldi minnkar með aldrinum. Þú getur keypt próf til að sjá hvar þú stendur, en athugaðu að prófið sýnir fjölda eggja, ekki gæði þeirra.

Um eitt prósent kvenna fer í gegnum breytingaskeið fyrr en vanalega og hætta að framleiða egg fyrir fertugt. Blæðingar kunna að verða óreglulegar. Þegar þú nálgast breytingaskeiðið fara blæðingar að verða færri og lengra á milli þeirra, sem þýðir að egglos verður líka óreglulegt. Stíflur í eggjaleiðurum geta verið orsök sýkinga á lífsleiðinni eða annarra heilsufarsvandamála.

Þannig að – á hvaða aldri sem þú ert, ef þú ert að reyna að eignast barn þarftu að hugsa vel um þig. Það þýðir að bæði líkamleg og kynferðisleg heilsa þarf að vera í forgangi.

Eftir því sem konur eldast er líklegra að þær hafi gengið með óuppgötvaðan sjúkdóm, s.s. klamidíu. Þetta getur komið í veg fyrir frjósemi eða aukið líkur á utanlegsfóstri.

Endómetríósa eða legslímuflakk getur orsakað þykkari eggjaleiðara, og getur það haft áhrif, sérstaklega þar sem það eykst með aldri.

Hnútar í legi eru algengari hjá konum eldri en þrítugt og geta valdið vandkvæðum við getnað.

Einnig þarf að hafa í huga að sértu að glíma við ofþyngd getur það valdið vandkvæðum.

Best er svo að hafa í huga að verður þú ekki þunguð um leið, reyndu að slaka á og halda áfram að reyna. Læknir mun segja þér að hafa óvarðar, reglulegar samfarir í ár áður en ástæða er til að hafa áhyggjur. Samt muntu ef til vill vilja hafa samband fyrr hafir þú glímt við eitt af eftirfarandi:

  • Óreglulegar blæðingar
  • Kynsjúkdóma
  • PCOS (fjölblöðrueggjastokkaheilkenni)
  • Maki þinn hefur þekkt frjósemisvandamál

Ef þið hafið reynt í marga mánuði og kynlífið er farið að verða þreytt, hvers vegna ekki að fara í rómantíska ferð saman?

Heimild: BabyCenter

Pin It on Pinterest