Þurfa börn að taka vítamín?

Þurfa börn að taka vítamín?

Þurfa börn að taka vítamín?

Nú er mikið í tísku að gefa börnum vítamín, t.d. í formi gúmmís. En er raunverulega þörf á því?

Sérfræðingar eru sammála að það sé ekki alltaf nauðsynlegt. Best væri auðvitað að krakkar fengju allt sem þau þarfnast frá heilsbrigðu mataræði s.s.:

Mjólkurvörum, s.s. osti og jógúrt

Fullt af ferskum ávöxtum og grænmeti

Prótein s.s. kjúkling, fiski, kjöti og eggjum

Trefjum s.s. höfrum og brúnum hrísgrjónum

Hvaða börn þurfa að taka vítamín?

Eins og við vitum eru foreldrar og börn oft upptekin og ekki alltaf hægt að hafa vel útilátinn mat tvisvar á dag með öllu sem þau þarfnast. Það er ástæðan fyrir að barnalæknar mæla stundum með fjölvítamínum eða steinefnum fyrir börn sem:

Borða ekki reglulega fjölbreytta fæðu gerða frá grunni

Dyntótt börn sem bara borða ekki nógu mikið

Börn með króníska sjúkdóma s.s. astma eða meltingarvanda, sérstaklega ef þau þurfa að taka lyf (talaðu samt við lækninn þinn áður en þú gefur barninu auka vítamín eða steinefni

Börn sem eru grænmetisætur eða vegan (þau gætu þurft auka járn) eða borða ekki mjólkurvörur (gætu þurft auka kalk)

Börn sem drekka mikið af gosi

Stórir skammtar af allskonar vítamínum eru ekki góðir fyrir börn. Fituleysanleg vítamín (A, D, E og K) geta verið eitruð ef börn fá of mikið af þeim. Líka af járni.

Hér er góður leiðarvísir fyrir mat og næringarefnin sem hann inniheldur.

Ef þú gefur börnunum þínum vítamín eru hér góð ráð:

Ekki geyma vítamínin þar sem börnin sjá þau, svo þau freistist ekki til að borða þau eins og sælgæti.

Reyndu vítamín sem barnið getur tuggið ef það vill ekki taka töflur

Bíddu þar til barnið er fjögurra ára til að taka fjölvítamín, nema læknirinn ráðleggi annað

 

Heimild: WebMd

Sjö mikilvægar ástæður þess að börn eiga að drekka meira vatn

Sjö mikilvægar ástæður þess að börn eiga að drekka meira vatn

Sjö mikilvægar ástæður þess að börn eiga að drekka meira vatn

Langflestir vita að vatn er nauðsynlegt öllum lifandi verum, og eru börn þar engin undantekning. Allir krakkar þurfa að drekka nægilegt vatn til að næra líkamann og vaxa á heilbrigðan hátt. Líklegt er að barnið þitt drekki fullt af mjólk, djús og gosi en þessir drykkir koma ekki í stað daglegrar vatnsinntöku. Allir þessir drykkir innihalda sykur sem hefur þurrkandi áhrif á líkamann. Vatn og aðeins vatn telur þegar kemur að vatnsinntöku. Reyndu að fá barnið til að drekka eins mikið vatn og mögulegt er, en börn á skólaaldri ættu að drekka sex til átta bolla af vatni á dag. Þumalputtareglan er einn bolli fyrir hvern aldur til átta ára aldurs. T.d. ætti fjögurra ára barn að drekka fjóra bolla af vatni á dag, sex ára sex bolla o.s.frv.

Svo er ekki nóg að skipa barninu fyrir! Foreldrar ættu að setja gott fordæmi og drekka vatn sjálfir. Gott er að kaupa t.d. flottan vatnsbrúsa fyrir barnið til að fá það til að drekka meira.

1.Vatn hjálpar meltingunni og virkni líffæra

samkvæmt Kids Health er vatns þörf fyrir alla virkni líkamans og líffæranna. Vel vökvaður líkami virkar alltaf betur og á auðveldari hátt. Vatn hjálpar líkamanum að melta matinn, sem er nauðsynlegt einnig til að skila honum út. Því meira vatn sem barnið drekkur, því betur skilar það matnum út og stuðlar að heilbrigðum þörmum. Börn verða að drekka vatn til að forðast hægðatregðu og tengd vandamál.

 1. Vatn hjálpar við svengdartilfinningu

Að drekka vatn hjálpar barninu að vera satt lengur og leiðir það til minni pirrings. Oft, þegar við höldum að við séum svöng, erum við í raun þyrst. Hungur og þorsti geta oft ruglast hjá börnum. Þegar barnið biður um snarl, bjóddu því vatn fyrst. Þú getur líka gert það milli mála eða ef ekki er langur tími síðan það borðaði síðast.

 1. Vatn dregur úr kvíða

Vatn er ekki eingöngu gott fyrir líkamann heldur einnig andlega og tilfinningalega heilsu. Börn sem þjást af kvíða ættu að drekka meira vatn.

 Very Well Family útskýrir í grein að vatn hjálpar til við hormóna- og næringarefnaflutning líkamans, til líffæranna og heilans. Ef barn fær ekki nægilegt vatn getur virkni líkamans hægt á sér og hormónar fara ekki þangað sem þeir eiga að fara sem getur orsakað kvíða

 1. Vatn hressir

Þegar börn eru þyrst verða þau oft þreytt. Það er ofþornun að segja til sín og vatn getur í raun látið barnið vakna , því það hjálpar líkamanum við að framleiða orku og þegar börn drekka ekki nóg verða þau þreytt. Þetta á oft við í skólum ef vatn er ekki aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Sendu barnið með vatnsbrúsa í skólann og passaðu að það drekki fyrir og eftir skóla og einnig um helgar

 1. Vatn kemur í veg fyrir ofþornun

Það skiptir miklu að börn hafi nægilegan vökvabúskap. Þau eru lítil og þorna fyrr upp en fullorðnir, sem þýðir: Of lítið vatn, líkaminn starfar ekki eðlilega. Ofþornun getur leitt til höfuðverkja, hægari brennslu og getur haft áhrif á skapið.

 1. Vatn hjálpar ónæmiskerfinu

Þegar vökvabúskapurinn er í lagi, er líkaminn í fullri virkni og er ekki uppspenntur eða í streituástandi. Ef ofþornun á sér stað mun líkaminn ná orku annars staðar frá til að halda áfram að virka. Þetta leiðir til álags á ónæmiskerfið. Þegar barn drekkur nægilega mikið vatn er það í góðum málum.

 1. Vatn heldur húðinni hreinni

Við höfum rætt að vatn sé mikilvægt öllum líffærum og þar er húðin talin með. Ef þú átt barn á gagnfræðaskólaaldri eða ungling sem er að byrja að fá bólur er nauðsynlegt að fræða þau um að vatn heldur húðinni hreinni. Það ætti að ýta undir vatnsdrykkju.

Heimild: KidsHealth.org

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Oft er nýbökuðum mæðrum umhugað um að léttast um barnsburðarkílóin fyrst um sinn. Það er samt eitt mikilvægara eftir barnsburð og það er að borða þá fæðu sem gefur þér kraftinn til að verða besta móðir sem þú getur orðið!

Borðaðu litlar, hollar máltíðir yfir daginn til að auka þá litlu orku sem þú hefur. Ef þú ert með barnið á brjósti, mun brjóstamjólkin alltaf verða barninu jafn holl, sama hvað þú kýst að láta ofan í þig.

Það fylgir samt böggull skammrifi, því þegar þú færð ekki nauðsynleg næringarefni úr fæðunni sem þú borðar tekur líkaminn þau efni úr forðabúri þínu. Best er því að fylgjast með fæðu- og næringarinntökunni til að bæði þú og barnið fái aðeins það besta.

Hér eru nokkrar tillögur að hollri fæðu:

Lax

Það er enginn matur sem telst fullkominn. Lax er þó frekar nálægt því! Næringarbomba sem bragðast vel. Laxinn er fullur af fitu er kallast DHA. DHA fitusýrur eru nauðsynlegar taugakerfi barnsins. Öll brjóstamjólk inniheldur DHA en magn þeirra er hærra hjá þeim konum sem auka neyslu sína á DHA. Fitusýrurnar geta einnig hjálpað við lundarfarið. Rannsóknir sýna að þær geta spilað hlutverk í að koma í veg fyrir fæðingarþunglyndi.

Ein viðvörun þó: Mælt er með að mjólkandi mæður, konur sem eru þungaðar og þær sem hyggja að verða þungaðar í náinni framtíð hugi að hversu mikinn lax þær snæði. Ekki er mælt með að borða hann oftar en tvisvar í viku og er það vegna kvikasilfursmagnsins. Það er í lagi að borða lax kannski þrisvar í viku, en þá bara einu sinni í vikunni á eftir. Kvikasilfursmagn í laxi er talið lágt. Í sverðfiski eða makríl er það mun hærra og ætti að forðast neyslu slíks kjöts.

Mjólkurvörur með lágri fituprósentu

Hvort sem þú kýst jógúrt, mjólk, ost, mjólkurlausar afurðir eða aðrar mjólkurvörur eru þær hluti af heilbrigðu ferli í kringum brjóstagjöf. Athugaðu ef þú notar hafra- eða sojaafurðir að þær innihaldi D vítamín. Þær færa þér prótein og B-vítamín og ekki má gleyma kalkinu. Ef þú ert mjólkandi er mikilvægt að fá nægilegt kalk fyrir barnið og þróun beina.

Athugaðu að þú þarft nóg og barnið líka. Mælt er með að minnsta kosti þremur bollum af mjólkurvörum eða sambærilegum vörum á dag í mataræðinu þínu.

Magurt kjöt

Járnríkur matur er nauðsynlegur og skorti þig járn verðurðu þreytt – sem þýðir að þú hefur ekki nægilega orku til að sinna nýfæddu barni.

Mjólkandi mæður þurfa auka prótein og B-12 vítamín. Magurt kjöt inniheldur bæði.

Baunir

Járnríkar baunir, sérstaklega dökklitaðar líkt og nýrnabaunir eru mjög góð fæða fyrir brjóstagjöf. Þær innihalda hágæða prótein úr náttúrunni og eru ódýr kostur.

Bláber

Mjólkandi mæður ættu að borða tvo skammta af ávöxtum eða safa á dag. Bláber eru frábær kostur til að mæta þörfum þínum, saðsöm og góð. Þau eru full af vítamínum og steinefnum og þú færð mikið af góðum kolvetnum í leiðinni.

Brún hrísgrjón

Ekki hugsa um lágkolvetnafæðu þegar þú ert með barn á brjósti eða nýbúin að eiga. Ef þú ert að hugsa um að grennast í því samhengi er ekki gott að grennast of hratt, því þannig framleiðir þú minni mjólk og hefur minni orku. Blandaðu flóknum kolvetnum eins og brúnum hrísgrjónum, kínóa, byggi eða álíka í mataræðið til að halda orkunni gangandi.

Appelsínur

Þær eru handhægar og stútfullar af næringu og gefa góða orku. Appelsínur og aðrir sítrusávextir eru frábær leið fyrir mæður að fá C-vítamín, en þær þurfa meira en vanalega. Ef þú hefur ekki tíma, fáðu þér appelsínusafa. Stundum er hægt að fá hann meira að segja kalkbættan, þannig þá færðu meira út úr því!

Egg

Góð leið til að auka próteininntöku er að fá sér egg. Hrærðu tvö í morgunmat, skelltu tveimur í salatið þitt eða fáðu þér eggjaköku í kvöldmat.

Gróft brauð

Fólínsýra er mikilvæg á meðgöngu og á fyrstu stigum hennar. Það endar þó ekki þar. Fólínsýra er mikilvæg brjóstamjólkinni og barnið þarf á henni að halda. Mörg gróf brauð og pasta innihelda fólínsýru og einnig trefjar, sem eru mikilvægar.

Grænt grænmeti

 

Spínat og spergilkál innihalda mikið A-vítamín sem er afskaplega gott fyrir þig og barnið. Góð leið líka til fá kalk, C-vítamín og járn án dýraafurða. Svo eru þau full af andoxunarefnum og innihalda fáar hitaeiningar.

Múslí og heilhveitikorn

Hollur morgunmatur er samanstendur af heilhveiti eða höfrum er góð leið til að byrja daginn. Margir innihalda nauðsynleg vítamín og næringarefni til að mæta daglegum þörfum þínum. Allskonar uppskriftir af hafragraut eru til – við mælum með bláberjum og léttmjólk!

Vatn

Mjólkandi mæður eiga í hættu að ofþorna. Til að halda orkunni gangandi sem og mjólkurframleiðslunni er gott að viðhalda vökvabúskapnum allan daginn. Þú getur einnig skipt út með mjólk eða djús en farðu varlega í kaffi og te. Ekki drekka fleiri en tvo til þrjá bolla á dag eða drekktu koffínlaust kaffi. Koffín fer í mjólkina þína og getur orsakað pirring og svefnleysi hjá barninu.

Heimild: WebMD 

 

Hvers vegna grætur barnið mitt? 12 ástæður þess að börn gráta og hvernig á að hugga þau

Hvers vegna grætur barnið mitt? 12 ástæður þess að börn gráta og hvernig á að hugga þau

Hvers vegna grætur barnið mitt? 12 ástæður þess að börn gráta og hvernig á að hugga þau

Það er engin leið að koma í veg fyrir að börn gráti. Þannig tjá þau svengd, sársauka, hræðslu, þreytu og fleira. Hvernig á maður samt að vita nákvæmlega hvað barnið er að reyna að segja manni? Það getur verið snúið að túlka grát barnsins, sérstaklega í fyrstu.

Svengd

 Þetta er sennilega það fyrsta sem þú hugsar um þegar barnið þitt grætur. Að þekkja merki um svengd hjálpar þér að gefa barninu að borða áður en það fer að gráta. Sum merki geta komið þér í skilning um að barnið sé svangt áður en það fer að gráta eru órói, smellir í munni, hendur að munni eða barnið snýr höfðinu að hönd þinni ef þú strýkur vanga þess.

Uppþemba

Magavandi sem tengist uppþembu eða lofti geta valdið miklum gráti. Hin dularfulla magakveisa er skilgreind sem óstöðvandi og óhuggandi grátur í a.m.k. þrjár stundir á dag, allavega í þrjár vikur í röð.

Ef barnið þitt er óvært og grætur rétt eftir að hafa fengið að borða getur verið að því sé illt í maganum. Sumir foreldrar hafa leitað á náðir apóteksins og keypt lyf sem minnka loftmyndun, en þau er hægt að fá án lyfseðils. Ekki hefur þó tekist að sýna fram á lækningamátt þeirra lyfja. Leitið alltaf ráða hjá lækni áður en slík lyf eru notuð.

Þrátt fyrir að barnið hafi ekki látið ófriðlega eftir máltíð, geta vindverkir valdið því sársauka þar til það líður hjá. Ef þig grunar að barnið hafi slíka verki er hægt að láta barnið á bakið, taka í fæturna og láta það „hjóla“ rólega.

„Einu sinni þegar dóttir mín var níu mánaða grét hún óstjórnlega í tvær klukkustundur. Hún hafði aldrei gert það áður og vildi ekki einu sinni drekka. Læknirinn sagði mér að taka hana á næstu heilsugæslustöð. Á meðan við biðum eftir lækninum á biðstofunni prumpaði hún hátt, og eftir það var allt í lagi. Þetta voru bara vindverkir.“

-Kata

„Þegar dóttir mín var lítil fékk hún oft loft í magann og grét og öskraði af sársauka. Ég gaf henni dropa, lagði hana á rúmið mitt á bakið og ýtti hnjánum hennar rólega upp að maganum og söng lítið lag. Eftir smá stund leysti hún smá vind og varð strax miklu betri.“

-Tveggja barna móðir

„Ef barnið þitt er í einhverskonar buxum, sérstaklega einhverjum sem eru með teygju í mittinu, prófaðu að leysa aðeins um magann, sjá hvort það hjálpar. Stundum er þessi litli þrýstingur valdur að óþægindum hjá þeim.“

-Selma

„Ég uppgötvaði nýlega hvers vegna barnið mitt hefur verið að gráta í  einn og hálfan sólarhring – hann var stíflaður! Hann loksins losaði kúk sem var sex sentimetra langur og mjög, mjög harður. Endaþarmsstílar gera kraftaverk.“

-Tori

Þarf að ropa

Það er ekki skylda að ropa eftir mat, en ef barnið grætur eftir að hafa fengið að borða þarf það kannski að ropa. Börn gleypa loft þegar þau sjúga brjóstið eða pela og það kann að valda óþægindum ef loftið kemst ekki út. Sum börn finna mikið fyrir því ef loft er fast en önnur virðast ekki hafa þörf fyrir það.

„Litli minn grætur oft því hann á erfitt með að ropa eftir mat, jafnvel þó ég nuddi og klappi á honum bakið. Ég áttaði mig á að það hjálpar gríðarlega að hafa hann á maganum. Hann ropaði oft hátt eftir að hafa verið nokkrar mínútur á maganum.“

-Mamma 

Skítug bleyja

Sum börn láta vita um leið og þarf að skipta á þeim. Önnur þola skítuga bleyju í lengri tíma.

Svefnvana

Maður skyldi ætla að börn gætu farið að sofa hvar sem er, hvenær sem er. En það er erfiðara en það hljómar. Í stað þess að blunda vært, eru sum börn óróleg og gráta – sérstaklega þegar þau eru ofurþreytt.

„Ég hef tekið eftir að ef dóttir mín fer að gráta þegar leikið er við hana, skipt á henni eða þegar hún borðar og hún hefur verið vakandi í einhvern tíma, þá er hún bara ofurþreytt! Ég bara held henni nálægt mér, tala rólega við hana og leyfi henni að gráta. Hún grætur ekki sárt þegar ég held á henni þannig. Hún gefur frá sér pirrandi, fyndin hljóð svo með augun lokuð. Eftir smástund er hún steinsofnuð.“

-Stephanie

„Stórt „usssssss“ virkar ótrúlega vel. Ég þurfti að búa til upptöku þar sem ég var orðinn ringlaður að gera það lengi fyrir dóttur mína. Upptakan er 48 mínútur og hún virkar í hvert einasta skipti!“

-Rob

Vill láta halda á sér

Börn þurfa stöðuga athygli og knús. Þau vilja sjá andlit foreldra sinna, heyra raddir þeirra og hlusta á hjartslátt þeirra. Þau þekkja jafnvel lyktina af þeim. Grátur getur verið merki um að þau þurfi á foreldrunum að halda. Það er ekki hægt að spilla barni með því að halda of mikið á því fyrstu mánuðina. Þú getur fengið þér burðartösku eða álíka til að hvíla handleggina.

„Sonur minn elskar að heyra röddina mína, þannig þegar hann grætur mikið held ég honum upp að bringunni og segi honum að mamma sé hér og muni passa hann. Innan fáeinna mínútna er hann steinsofnaður í fanginu mínu!“
-Jey

Of heitt eða of kalt

Ef barninu þínu verður kalt þegar þú skiptir um bleyju eða föt getur það grátið til að mótmæla. Nýfædd börn elska að vera reifuð og í hlýju umhverfi, en þó ekki of heitu. Þumalputtareglan er sú að þau þurfa að vera í einni flík fleiri en þú til að líða vel. Börn kvarta síður yfir að vera of heitt heldur en kalt og munu þá ekki gráta jafn sárt.

Óútskýrður sársauki

Það getur truflað börn heilmikið eitthvað sem okkur finnst ekkert mál, t.d. hár sem er fast á litlaputta eða tá og hindrar blóðflæði á einhvern hátt. Sum börn þola illa ullarpeysur eða eitthvað sem þau klæjar undan. Þau geta einnig verið mjög kröfuhörð varðandi stellingu sem þau eru í, t.d. þegar haldið er á þeim.

„Það hjálpar mér að hugsa: „Hvað væri að pirra mig og láta mér líða óþægilega ef ég væri hún?“ Möguleikarnir eru margir: Er fingur eða fótur fastur í einhverju? Þarf ég að sitja eða liggja öðruvísi? Er snuddan orðin ógeðsleg og þarf að þvo hana? Kannski er ljósið of skært eða sjónvarpið of hátt stillt. Það getur verið svo margt.“

-Marie

Tanntaka

Það getur verið virkilega sárt að fá tennur í fyrsta sinn! Ný tönn finnur sér leið í gegnum gómana og sum börn þjást meira en önnur. Flest eru þó líklegt til að gráta mikið á einhverjum tímapunkti. Ef þú sérð að barnið þitt finnur til sársauka prófaðu að nudda gómana með fingrinum. Það er svolítið skrýtið að finna það, en fyrsta tönnin getur komið á aldrinum 4-7 mánaða, stundum fyrr.

Minna áreiti

Börn læra af áreitinu í kringum þau, en stundum eiga þau erfitt með að innbyrða allt þetta nýja – ljósin, hávaðinn, að allskonar fólk sé að halda á þeim. Grátur getur verið leið barnsins til að segja: „Ég er búin/n að fá nóg!“

Sum börn elska að vera reifuð. Það gefur þeim öryggiskennd þegar heimurinn verður þeim ofviða. Ef barnið þitt er of gamalt fyrir að vera reifað eða einfaldlega líkar það ekki, er hægt að fara með barnið á rólegan stað og láta það ná sér þar.

„Reifun er mikil hjálp, sérstaklega fyrir ungabörn. Að vera reifuð þétt minnir dóttur mína sennilega á veruna í leginu og hún elskar það.“

-Tiffany

Vill meiri örvun

„Krefjandi“ barn kann að vera opið og spennt að sjá heiminn. Oft er eina leiðin til að kæfa niður grát og pirring að fara með það á flakk. Þetta getur auðvitað verið þreytandi fyrir foreldrana!

Hægt er að hafa barnið í burðarpoka framan á sér og barnið snýr fram til það missi ekki af neinu. Ákveðið daginn. Hittið börn og aðra foreldra. Farið á barnvæna staði.

„Sonur minn, sjö mánaða, vill alltaf hafa allt á fullu í kringum sig. Ef ég set hann á gólfið meðan ég er í tölvunni verður hann pirraður. Hann er glaðastur þegar ég set hann í kerruna á meðan ég geri heimilisstörfin. Hann er líka ótrúlega rólegur og góður í búðum og á mannmörgum stöðum því hann er bara svo forvitinn um heiminn.“

-Joe

Vanlíðan

Ef þú hefur mætt öllum þörfum barnsins þíns og huggað það og það grætur enn gæti það hreinlega verið að veikjast. Athugaðu hitann og önnur einkenni. Barnið gæti grátið öðruvísi þegar það er veikt. Ef þér finnst gráturinn hljóma einkennilega ættirðu að treysta innsæinu og fara á læknavaktina.

Hvað á að gera ef barnið grætur enn?

Fullur magi? Hrein bleyja? Enginn hiti?

Hvers vegna grætur þá barnið enn?

Börn hafa sínar eigin góðu ástæður. Þau hafa engin orð til að segja okkur hvað er að og meira að segja klárustu foreldrar geta ekki lesið hugsanir barnsins síns. Samt sem áður geta foreldrar alltaf huggað börnin sín, þó þau viti ekki hvað sé að hrjá þau.

Þýtt og endursagt af Babycenter.com

 

10 leiðir að heilbrigðri meðgöngu

10 leiðir að heilbrigðri meðgöngu

10 leiðir að heilbrigðri meðgöngu

Meðganga er kjörin til að hugsa vel um þig sjálfa, bæði líkamlega og tilfinningalega. Hér eru nokkur frábær ráð til að hugsa vel um sjálfa þig á meðgöngunni og eignast heilbrigt barn.

Hittu lækni eða ljósmóður eins fljótt og auðið er

Um leið og þú uppgötvar að þú ert með barni, hafðu samband við heilsugæsluna þína til að panta tíma. Að vera undir eftirliti tryggir að þú færð góð heilsufarsleg ráð frá byrjun. Þú hefur þannig líka tíma til að undirbúa þig undir sónar og þau próf sem þú kannt að þurfa að taka.

Borðaðu rétt

Reyndu að halda þig við hollan og vel ígrundaðan mat eins oft og þú getur. Reyndu að hafa allavega fimm mismunandi grænmetistegundir á dag og tvo ávexti.

Fullt af kolvetnum, s.s. brauði, pasta og hrísgrjónum. Veldu óunninn eða lítið unnin kolvetni frekar en mikið unnin svo þú fáir öll nauðsynleg næringarefni ásamt trefjum.

Einnig þarf að huga að próteininntöku, s.s. með hnetum, eggjum, mögru kjöti, fiski eða baunum.

Einnig má snæða mjólkurvörur og/eða soja/hafravörur.

Ekki borða fyrir tvo þegar þú ert ólétt! Þú getur haldið uppi orkunni með orkumiklu snarli.  

Taktu vítamín

Meðgönguvítamín koma ekki í stað næringarríks matar. Þau geta þó hjálpað ef þú ert ekki að nærast nóg eða þú ert of lasin til að borða mikið. Vertu viss um að fá 500 míkrógrömm (mcg) af fólínsýru á dag. Þú þarft fólínsýru bæði þegar þú ert að reyna að eignast barn sem og á fyrsta þriðjungi. Þannig minnkarðu áhættu á hryggrauf og öðrum kvillum hjá barninu. Ráðfærðu þig við lækni ætlir þú að taka fæðubótaefni fyrir fæðinguna. Ef þú tekur ekki fjölvítamín fyrir vanfærar konur er hægt að kaupa fólínsýruna sér. Ef þú borðar ekki fisk er hægt að taka ómega sýrur í töfluformi.

Passaðu að taka ekki lýsi sem búið er til úr lifur fisksins því það inniheldur A-vítamín í formi retínóls sem er ekki ráðlagt á meðgöngu. Hvanneyrarveiki (e. listeriosis) er ekki algeng og oftast nær er hún ekki heilsuspillandi venjulegu fólki og leggst frekar á dýr. Bakterían kallast listería. Hún getur þó valdið vandkvæðum á meðgöngu og í fæðingu og getur jafnvel valdið fósturláti.

Best er því að forðast matvæli sem gætu innihaldið listeríu:

 • Kæfa hverskonar
 • Ógerilsneydd mjólk
 • Þurrvara sem ekki er nægilega mikið elduð
 • Mygluostar, s.s. camembert og gráðaostur
 • Listeríubakterían drepst við hitun þannig þú þarft alltaf að vera viss um að maturinn sé vel eldaður.
 • Salmonellubaktería getur valdið matareitrun. Hana kann að vera að finna: í vanelduðum kjúkling og fuglakjöti
 • Hráum eða lítið elduðum eggjum
 • Eldið egg þar til hvítan og rauðan eru elduð í gegn.
 • Þvoið alltaf áhöld, skurðarbretti og hendur eftir að hafa meðhöndlað hráan kjúkling og egg. Hreinlæti skiptir öllu máli þegar þú ert með barni.

Bogfrymlasótt er sýking sem berst með sníkjudýrum. Hún er einnig sjaldgæf en getur haft áhrif á ófætt barn. Þú getur minnkað möguleikana á sýkingu með því að:

 • Elda allan mat alltaf í gegn
 • Þvo grænmeti og ávexi afar vel fyrir neyslu
 • Nota hanska þegar skipt er um kattasand eða unnið í mold.  

Æfðu reglulega  

Regluleg líkamsrækt getur haft góð áhrif á óléttar konur. Þú byggir upp styrk og þol og einnig höndlarðu betur þyngdaraukninguna og fæðinguna sjálfa. Það gerir þér einnig kleift að komast aftur í form eftir barnsburð.

Það gefur góða tilfinningu og minnkar líkur á depurð.

Góðar tillögur að hreyfingu eru t.d.

 • Rösk ganga
 • Sund
 • Meðgöngutímar í líkamsræktarstöðvum
 • Jóga
 • Pilates

Ef þú tekur þátt í íþróttum getur þú haldið því áfram eins lengi og þér þykir þægilegt. Ef íþróttin eykur hættu á föllum eða byltum eða mikið álag er á liðina er kannski ráð að endurskoða það. Talaðu við lækninn þinn eða ljósmóður ef þú ert ekki viss.  

Grindarbotnsæfingar

Grindarbotninn er eins og hengirúm vöðva í grindarholinu. Þessir vöðvar styðja við þvagblöðruna, leggöngin og fleira. Þeir eru stundum veikari en vanalega á meðgöngu því mikið álag er á þeim. Meðgönguhormónin orsaka einnig stundum að það slaknar á þessum vöðvum. Stundum finna óléttar konur fyrir þvagleka af þessum sökum. Þú getur styrkt þessa vöðva með því að gera reglulegar grindarbotnsæfingar.

Ekkert áfengi

Allt áfengi sem þú drekkur fer beint til barnsins í gegnum blóðrásina og legkökuna. Það veit enginn hversu mikið áfengi er „öruggt“ að drekka á meðgöngu þannig best er að taka enga áhættu og sleppa því algerlega. Að drekka mikið eða „detta í það“ á meðgöngu er hættulegt barninu. Ef þú átt við drykkjuvanda að stríða er best að leita sérfræðiaðstoðar strax ef þú getur ekki hætt að drekka (saa.is, aa.is)

Áfengisneysla getur valdið fósturskemmdum og vandinn getur verið frá vægum til alvarlegra einkenna.  

Minnkaðu koffínneyslu  

Kaffi, te, kóladrykkir og orkudrykkir eru örvandi. Það hefur lengi verið deilt um áhrif koffínneyslu á meðgöngu á fóstrið, oft tengt of léttum börnum við fæðingu. Ídag er sagt að að 200mg af koffíni á dag skaði ekki barnið. Það eru u.þ.b. tveir bollar af tei, einn bolli af instant kaffi eða einn bolli af espresso.

Eins og með áfengið er vert að huga að engri neyslu á meðgöngu, sérstaklega á fyrsta þriðjunginum. Koffínlaust kaffi og te, ávaxtate og ávaxtasafar koma vel í staðinn.  

Ekki reykja  

Að reykja á meðgöngu getur valdið miklum skaða, bæði fyrir þig og barnið.

Aukin áhætta er á:

Fósturláti

Ótimabærri fæðingu

Léttu barni

Ungbarnadauða  

Reykingar auka einnig hættu á andláti barns í fæðingu.

Reykingar auka ógleði og uppköst

Utanlegsþykkt

Fylgjan getur losnað frá veggnum fyrir fæðingu  

Ef þú reykir er best að hætta, fyrir þína eigin heilsu og barnsins. Því fyrr – því betra. Það er aldrei of seint, jafnvel þó þú hættir á síðustu vikunum. Leitaðu sérfræðiaðstoðar ef þú þarft  

Hvíld  

Þreytan sem þú finnur fyrir fyrstu mánuðina er vegna hárrar tíðni meðgönguhormóna í líkamanum.

Síðar er þetta leið líkamans til að segja þér að slaka á. Ef þú getur ekki sofið á nóttunni skaltu taka lítinn blund um daginn til að ná hvíld. Ef það er ekki hægt skaltu reyna að taka allavega hálftíma hvíld með tærnar upp í loft!   Ef þér er illt í bakinu og getur ekki sofið, reyndu að liggja á vinstri hlið með hnéin beygð. Þú getur einnig fengið þér snúningslak og kodda undir bumbuna til að létta á bakinu. Líkamsrækt getur einnig hjálpað til við bakverki sem og svefninn, svo lengi sem þú tekur ekki æfingu rétt fyrir svefninn!

 • Til að róa þig fyrir svefn, reyndu róandi æfingar á borð við:
 • Jóga
 • Teygjur
 • Djúpöndun
 • Hugleiðslu
 • Nudd

Pin It on Pinterest