Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Hulan er heildverslun sem flytur inn einstaklega falleg barnaleikföng og húsgögn. Á bak við Huluna stendur hún Elva Kristín Arnardóttir sem finnst mjög mikilvægt að þær vörur sem hún flytur inn séu það fallegar að þær passi jafnt sem fallegur fylgihlutur inn í stofu sem og leikfang í barnaherbergið. Elva leggur mikið uppúr góðri og persónulegri þjónustu og ber svo sannarlega með sér góðan þokka þegar hún tók vel á móti blaðakonu Mamman.is sem hitti hana á fallegu heimili hennar í Úlfarsárdal í létt spjall.

-Segðu okkur aðeins frá fyrirtækinu þínu.

Hulan.is var stofnað 2008. Ég kom síðan inn í fyrirtækið árið 2018. Á bak við Huluna er Skjaldbaka ehf sem er heildverslun og er með umboð fyrir öll okkar vörumerki á Íslandi. Vörurnar seljum við síðan víðs vegar um allt land. Hulan.is er síðan netverslun sem við rekum þar sem er að finna allar okkar fallegu vörur. Einnig eru sérvaldar vörur þar inni sem fást einungis inn á Hulunni” segir Elva.

“Ég legg mikið upp úr góðri og persónulegri  þjónustu. Kúnnarnir mínir eiga stóran sess í hjarta mínu hvort um sé að ræða Hulu kúnnar eða eigendur og starfsfólk í búðunum” bætir Elva við.

-Segðu okkur aðeins frá vörunum ykkar?

Ég myndi segja að vörurnar eigi það allar sameiginlegt að vera alveg gríðarlega fallegar. Mér finnst mjög mikilvægt að vörurnar séu það fallegar að þig langi mest til að hafa þær upp í hillu inn í stofu hjá þér og einnig finnst mér skipta mjög miklu máli úr hverju þær eru gerðar” segir Elva og hlær.

En á hún Elva sér eitthvað uppáhalds merki af þeim vörum sem hún er að flytja inn?

Nei ég get alls ekki valið, er svo ánægð með öll þau merki sem fylgdu heildsölunni á sínum tíma og þau merki sem ég er búin að bæta við svo er ég að sjálfsögðu alltaf með augun opin fyrir nýjungum” segir Elva glöð í bragði.

Elva er gift og á tvö börn með manninum sínum, þau Agnesi Bríet 3 ára og Mikael Mána 9 ára. Elva er sjálf fædd og uppalin austur á Vopnafirði og fluttist til Reykjavíkur 19 ára og hefur verið búsett í Reykjavík síðan þá, fyrir utan stuttan tíma sem hún og maðurinn hennar bjuggu í Prag. En hvað finnst fjölskyldunni skemmtilegast að gera saman?

Við höfum verið mjög dugleg að ferðast og við elskum að vera við ána að veiða, segir Elva og bætir við. “Sumar og sól er bara alltaf best og ef ég ætti að nefna einn stað sem uppáhaldstað fjölskyldunnar þá er Florída efst á lista. En annars eigum við líka eftir að prufa nokkur lönd sem heilla okkur.” Aðspurð segir hún fjölskylduna sakna þess að ferðast utanlands. “Já svo sannarlega söknum við þess, enda hugsa ég að við nýtum fyrsta tækifæri sem gefst til að skella okkur út í smá frí”segir Elva að lokum hlæjandi.

Hér fyrir neðan má sjá fallegar myndir af tréleikföngum og kökudiskum sem fást í vefverslun Hulunnar. Einnig er að finna samfélagsmiðlahnappa beint inná Facebook & Instagram hjá Hulan.is neðst á síðunni.

Að busla í pollum og drullumalla er geggjuð núvitund

Að busla í pollum og drullumalla er geggjuð núvitund

Að busla í pollum og drullumalla er geggjuð núvitund

Sólveig María Svavarsdóttir er fjögurra barna móðir, grunnskólakennari að mennt og varaformaður Hæglætishreyfingar Íslands. Ásamt því að sinna móðurhlutverkinu að mikilli natni heldur hún úti skemmtilegum reikningi á Instagram sem heitir Útivera og börnin.

Við heyrðum í Sólveigu og spurðum hana hvaða áherslur hún væri með á síðunni sinni þegar kemur að útisamveru með börnum: „Á síðunni legg ég áherslu á útiveru, hægan lífstíl og núvitund. Útivera er stór hluti í uppeldi barna minna og sýni ég á síðunni meðal annars frá útiverum okkar og gef öðrum hugmyndir að útiveru. Útiveran þarf ekki að vera flókin en getur gefið bæði foreldrum og börnum mikið. Ég legg áherslu á að minna fólk á að staldra við og gefa augnablikinu sérstakan gaum. Mér finnst mikilvægt að gefa börnum frelsi og rými til að upplifa og kanna. Útbúa börnin vel og leyfa þeim svo að vaða út í næsta poll eða drullumalla að vild. Eins er mikilvægt fyrir okkur fullorðna fólkið að muna að staldra við, vera í meðvitund og jafnvel prófa að upplifa með börnunum! Börn eru svo miklir núvitundarkennarar,” segir Sólveig. 

Hér eru nokkrar hugmyndir sem Sólveig gaf okkur hjá Mömmunni að útiveru út frá þessari árstíð. 

Það eru kannski ekki allir sem eru til í að leyfa börnunum sínum að leika í pollum, en af hverju ekki „gó wild” eins og einu sinni! Það að fara með börnin út í gönguferð og leyfa þeim að leika sér í pollum, vötnum, ám getur verið stórkostleg upplifun fyrir þau og geggjuð núvitund. Þá skiptir máli að klæða sig rétt og vel eftir veðri. 

Að setja upp góðar aðstæður fyrir leik úti getur skipt miklu máli. Börn geta leikið sér tímunum saman með vatn, sand og mold. Það er mjög sniðugt að fara á nytjamarkaði og kaupa gamalt eldhússdót í leik. Þá er hægt að baka drullukökur, búa til súpur, kaffi og allt sem hugurinn girnist. 

Að fara í skógarferð er dásamleg upplifun. Að eyða hálftíma í grænu umhverfi getur gert mikið fyrir andlega líðan og líkamlega líðan. Það er sannað að grænt umhverfi getur haft mikil áhrif á streitu og róað taugakerfið. Það er upplagt að leyfa börnunum að klifra í trjám, æfa jafnvægið á mismunandi undirlagi eða taka með sér greinar og köngla heim í föndur. 

Að borða úti er enn betra en borða inni. Að baka og taka kaffitímann úti getur verið svo hressandi. Gönguferð með nesti á leikvöll er einföld hugmynd en getur gefið svo mikið! 

Nú er upplagður tími til að setja niður fræ með börnunum. Það getur gefið þeim svo mikið að rækta sitt eigið grænmeti ásamt því að það eykur umhverfisvitund þeirra. Það þarf ekki að vera flókið – til dæmis ein tómataplanta út í glugga, gulrætur í garði eða salat á svölum.

Sólveig er fjögurra barna móðir, grunnskólakennari að mennt og varaformaður Hæglætishreyfingar Íslands.

Mamman mælir með að kíkja á heimasíðu Hæglætishreyfingu Íslands www.hæglæti.is og hér fyrir neðan er hægt að klikka á samfélagsmiðla hnappa Útivera & börnin á Instagram og Hæglætishreyfingu Íslands á Facebook.

 

Modibodi-umhverfisvænar nærbuxur

Modibodi-umhverfisvænar nærbuxur

Modibodi-umhverfisvænar nærbuxur

Nú á dögum var haldinn í fjóra sinn Umhverfisvæni markaðurinn. Þar komu saman fyrirtæki og hönnuðir til að selja sínar vörur og framleiðslu sem eru umhverfisvænn kostur. Margt spennandi var í boði þar á meðal Modibodi nærbuxur sem m.a er hægt að nota í staðinn fyrir dömubindi á blæðingum. Ég ákvað að kynna mér þessar nærbuxur enda þvílíkt magn af dömubindum sem fleygt er í ruslið á ári hverju. Hér er mín upplifun af nærbuxunum, ég vona svo sannarlega að ég geti tekið þátt í því að gera jörðina okkar umhverfisvænni.

Ég var svo “heppin” að þegar ég kíkti á Umhverfisvæna markaðinn var ákkúrat sá tími mánaðarins hjá mér að byrja þannig ég gat látið á Modibodi nærbuxurnar reyna. Ég fékk að #gjöf tvennar nærbuxur, aðrar með litlum til miðlungs rakadrægni, hinar með mikilli rakadrægni.

Ég fékk þær leiðbeiningar að þvo þær fyrir notkun af því að því oftar sem þær eru þvegnar því betur virka þær. Ég fæ mjög miklar blæðingar og mínar blæðingar hafa versnað með hækkandi aldri og með hverri meðgöngu. Mín niðurstaða er sú að buxurnar einar sér dugðu ekki til þegar ég var á þeim degi blæðinga sem var hvað allra “verstur”, enda voru þær hjá Modibodi búnar að benda mér á það að þær konur sem fá mjög kröftugar blæðingar gætu jafnvel ekki notað þær á þeim degi sem blæðingar eru hvað verstar eða að þá þyrftu þær að eiga fleiri buxur til skiptana yfir daginn. Það lekur ekki í gegn en það getur farið að leka meðfram hliðum, það gerðist hjá mér þegar líða tók á daginn. En þá held ég, til að halda áfram mínum umhverfisvæna hætti, að þá gæti álfabikarinn hentað mjög vel með Modibodi nærbuxunum. Þ.e.a.s á þeim degi sem blæðir mjög mikið. En hina dagana þar sem blæðingar mínar voru “eðlilegar” voru þessar nærbuxur algjör snilld! Ég meina geggjuð lausn og að þurfa ekki pæla í dömubindum…enn meiri snilld! Þær dugðu vel, góð rakadrægni, einstaklega þæginlegar í sniði og umfram allt þá ertu að velja mun umhverfisvænni kost en dömubindi.

Modibodi nærbuxurnar henta líka fyrir útferð og minniháttar þvagleka…þannig hey, nú getur þú kannski hoppað á trampólínu í sumar eða farið út að sippa áhyggjulaus.

Um Modibodi

Hjá Modibodi bjóðum við blæðingar og þvagleka velkomin því að við hugsum um hvort tveggja fyrir þig. Örþunnar, aðeins 3mm, ótrúlegt en satt að þá halda Modifier Technology™ buxurnar allt að sama magni og tveir túrtappar. Við færum þér þægindin!

  • Efsta lagið dregur hratt í sig allan raka, ver gegn óæskilegum bakteríum, hindrar óþægilega lykt og hjálpar þér að vera þurr og fersk.
  • Miðalagið heldur á öruggan hátt vökvanum
  • Neðsta lagið er einstaklega vatnshelt svo þú ert alltaf örugg.

Modibodi™ notar hágæða náttúruleg efni í bland við hágæða tækniefni sem anda (Bambus, merino ull og microfiber) og nýjustu tækni í bakteríudrepandi textíl með mjúkri, þægilegri viðkomu.

Spurt og svarað!

Virkar þetta í alvöru?

– Já, þetta virkar. Buxurnar draga betur í sig þegar búið er að þvo þær einu sinni til tvisvar. Það mun ekki leka í gegn, en ef þær hafa tekið við eins miklu og hægt er gæti farið að leka framhjá með hliðunum.

En er þetta ekki ógeðslegt?

– Alls ekki! Tilfinningin er allt öðruvísi heldur en af dömubindum, ekki svona klístrað og ógeðslegt. Ef eitthvað er ógeðslegt er það notað dömubindi í flæðarmálinu. Modibodi seturu bara í þvottavél og notar aftur og aftur.

Hvernig á að þvo nærbuxurnar?

– Við mælum með því að þú skolir aðeins úr þeim í vaskinum, sérstaklega ef þú ert ekki að fara að þvo strax. Síðan seturu þær á 30 gráður í þvottavél. Það er ágætt að nota prógramm með forþvotti. Það er óþarfi að þvo þær sér, þú hendir þeim bara í vélina með öðrum þvotti. Ekki setja í þurrkara og ekki nota mýkingarefni.

Hvað með þvagleka, er hægt að nota Modibodi?

– Já algjörlega! Reyndar var Modibodi fundið upp af konu sem upplifði þvagleka í kjölfar barnsfæðingar svo þær henta alveg eins við þvagleka eins og blæðingum.

(Spurt og svarað texti og upplýsingar um efni var fenginn að láni frá heimasíðu www.modibodi.is)

Staðreyndir um dömubindi

Mörg dömubindi innihalda plast, klór og óæskileg auka- og rotvarnarefni sem alið geta á allskyns veseni og sýkingum á viðkvæmu kynfæra svæði.

Á hverju ári er 45 milljörðum dömubinda fleygt einhvers staðar. Ef þeim væri raðað hverju á eftir öðru næðu þau alla leið til sólarinnar. Flest dömubindi og blautservéttur eru full af gerviefnum svo sem plasti, en það þýðir að þau verða eftir í umhverfinu það sem eftir er, skaða náttúrulíf og menga úthöfin.

Allar upplýsingar um Modibodi er að finna á facebooksíðu Modibodi túrnærbuxur.

*Ég fékk ekki greitt fyrir þessa færslu, mér er einfaldlega umhugað um umhverfisvænni kosti.

Auður Eva Ásberg

 

 

Myndataka á meðgöngu, að varðveita fallega minningu

Myndataka á meðgöngu, að varðveita fallega minningu

Myndataka á meðgöngu, að varðveita fallega minningu

Að fara í myndatöku eða ekki á meðgöngu er hugleiðing sem margar verðandi mæður og/eða pör velta gjarnan fyrir sér, allavega gerði ég það. Nýverið eignaðist ég mitt fjórða barn og jafnframt tók ég ákvöðrun um að þetta yrði mín allra síðasta meðganga! Þar sem ég nálgast fertugsaldurinn óðum og hver meðganga er svo sannarlega farin að taka sinn toll. Framan af ætlaði ég ekki í myndatöku en þegar líða tók á meðgönguna hugsaði ég æ oftar hvað mig langaði að eiga fallegar myndir frá þessu tímabili í lífi okkar. Myndir sem ég gæti skoðað eftir einhver ár og hugsað með hlýju til þessa tímabils í lífinu, tímabils sem tók svo sannarlega tók sinn toll, var mjög krefjandi á köflum en á sama tíma svo fallegt.

Mig langaði að taka þessa myndatöku “alla leið” og fá fagmenn til þess að sjá um að förðun og hárgreiðslu fyrir mig. Þannig í samstarfi við Inglot í Kringlunni sá hún Ylfa um förðunina hjá mér og ég verð að segja að ég hef sjaldan verið jafn ánægð með förðun eins og hjá Ylfu, hún valdi fallega og milda tóna sem henta alveg einstaklega vel í svona myndatöku og eins við minn húðtón. Það sem ég elska við Inglot vörurnar er að þær eru “cruelty free” með einstaklega stórt úrval af vegan vörum og þær eru ekki prufaðar á dýrum! Inglot er með 800 búðir í 80 löndum og verðið á vörunum er mjög gott. Hver einasta vara er búin til úr hágæða hráefni og inniheldur engin ónauðsynleg aukaefni. Hægt er að panta sér förðun í verslun Inglot í Kringlunni.

Heiða hárgreiðslukona á Emóra hárgreiðslustofa í Árbæ sá um hárið á mér með vörum frá Moroccanoil og sama sagan var að segja þar, ég var alveg rosalega ánægð með útkomuna. Við ákváðum að hafa hárið slegið með fallegum og náttúrulegum liðum. Ég elska vörunar frá Moroccanoil og mæli svo með mikið þeim, það eru nokkrar vörur frá þeim sem ég get alls ekki verið án t.d. þurrsjampóið frá þeim, eitt besta þurrsjampó á markaðinum í dag að mínu mati og arganolían er algjört “möst have” til að viðhalda fallegum gljáa og heilbrigðu hári.

Ég mæli alveg 100% með því að fara í förðun og hárgreiðslu fyrir svona myndatöku. Það sem að það gerði fyrir mig var að ég var miklu öruggari með sjálfa mig í myndatökunni.

Og að myndatökunni sjálfri! Vá ég get varla líst því hvað ég er ánægð með útkomuna. Ég fór til hennar Maríu Katrínar í myndatöku og hef ég verið aðdáandi hennar í dágóðan tíma. Stílinn hennar er svo rómantískur, myndirnar svo fallegar og í senn smá sexý. Við ákváðum að gera nokkra stíla, þó svo að það sé ekki vanalega gert í myndatökum hjá henni heldur er oftast valið um annað hvort paramyndatöku eða svokallaðar bumbumyndir af verðandi móður. Ég er svo glöð að eiga þessar dásamlegu myndir af mér og eiginmanni mínum í þessu fallega setti sem hún er með. María Katrín er fagmaður fram í fingurgóma og hefur einstakt lag á því að láta manni líða vel fyrir framan myndavélina sem er alls ekki sjálfgefið, einnig var andrúmsloftið alveg einstaklega afslappað inní stúdíói hjá henni. Þar að auki tekur hún einnig ofsalega fallegar ungbarnamyndir sem ég ætla að sýna ykkur í annarri færslu, en auðvitað skelltum við okkur með litlu dömuna í ungbarnamyndatöku til hennar líka. Ég mæli með því að kíkja á heimasíðuna hennar www.mariakatrin.is eða síðuna hennar á Facebook María Katrín ljósmyndari fyrir frekari upplýsingar. Núna ætla ég bara að leyfa myndunum að tala sínu máli, en þær segja allt sem segja þarf.

Eins og ég segi hér fyrr í færslunni þá get ég ekki mælt nægilega mikið með því að fanga þetta tímabil í lífinu á “filmu”, ég myndi samt ekki fara fyrr en eftir ca. viku 32 á meðgöngunni þegar bumban er orðin nokkuð myndarleg, ég fór á þrítugustu og sjöttu viku og hefði hvorki viljað fara fyrr né seinna. Eftir viku 36 getur þreytan verið farin að segja nokkuð mikið til sín og bjúgur kannski orðin frekar mikill, þannig það er gott að fara áður en það ástand er orðið nokkuð áberandi.

Fatnaður í myndatökunni, undirföt, kimono og peysa er úr Lindex. Kjóllinn frá Maríu Katrínu, annað í einkaeigu.

María Katrín gerir einnig mjög skemmtileg myndbönd sem fylgja myndatökunni hjá henni. Einstaklega skemmtilegt og gaman að horfa á. Hér má sjá myndbandið úr minni myndatöku.

 

Þakkir fá:

Inglot í Kringlunni fyrir frábæra förðun. Instagram Inglot á Íslandi finnur þú hér.

Heiða hjá Emóra hárgreiðslustofu fyrir fallegt hár, linkur á Facebooksíðu Emóra er hér og Instagram hjá Heiðu á Emóra er hér.

Regalo fagmenn fyrir frábærar vörur frá Moroccanoil, linkur á Facebook er að finna hér.

María Katrín ljósmyndari, hún er á Facebook hér og heimasíðan hennar er www.mariakatrin.is

Lindex fyrir fatnaðinn, linkur undir hér.

 

Klæddu þig eftir veðri!

Klæddu þig eftir veðri!

Klæddu þig eftir veðri!

Við íbúar á suðvesturhorninu getum svo sannarlega sagt að sumarið hafi ekki verið uppá sitt besta enn sem komið er. Auðvitað höldum við í vonina að það eigi eftir að breytast og við fáum æðislegt síðsumar. En hvað skal til bragðs taka? Eigum við að hanga inni í allt sumar þó að það rigni? Ég segi klárlega NEI! Klæddu þig og börnin þín heldur eftir veðri og skelltu þér út og njóttu þess sem okkar fallega land hefur uppá að bjóða!

ZO•ON er falleg íslensk hönnun sem býður uppá útivistarfatnað sem hentar alvöru íslenskum aðstæðum. Ég hef í gengum tíðina klætt börnin mín og okkur fullorðna fólkið mikið í fatnað frá ZO•ON og verð ég aldrei fyrir vonbrigðum, enda er mottó þeirra “Að skella sér út, hvernig sem veðrið er!” (“Get out there, whatever the weather!”). Gæti bara ekki passað betur eins og staðan er núna.

Mig langaði einning að deila því með ykkur að þær nýjungar hafa átt sér stað hjá ZO•ON að nú fást flíspeysur og buxur niður í stærð 104, en hingað til hefur minnsta stærðin hjá þeim verið 116 í peysum og buxum. Ég tek þessum breytingum fagnandi ásamt fleirum og skora á ZO•ON að næsta skref hjá þeim verði að hefja framleiðslu á ungbarnafatnaði! Enda á ég von á litlu kríli nú í júlí og vill auðvitað einungis það besta fyrir komandi erfingja og ég treysti ZO•ON alveg 100% í það verkefni 😉

Ég mæli með því að kíkja inná heimasíðu ZO•ON og skoða úrvalið, hér er hægt að skoða barnafatalínuna þeirra. Eins er hægt að fylgjast með þeim á Instagram og Facebook.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við ZO•ON.

Auður Eva Ásberg

Uppbyggileg og styrkjandi námskeið fyrir verðandi- og nýbakaðar mæður

Uppbyggileg og styrkjandi námskeið fyrir verðandi- og nýbakaðar mæður

Halla Björg Ragnarsdóttir (29) og Steinunn Þórðardóttir (35) hafa haldið skemmtileg námskeið fyrir verðandi og nýbakaðar mæður í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð. Þessi námskeið hafa vinsældum fagnað og þær konur sem sótt hafa námskeiðin verið mjög ánægðar. Halla Björg eignaðist nýverið sitt fyrsta barn, lítinn fallegan dreng og allt gengur vel að hennar sögn. Halla er menntaður þroskaþjálfi, heilsunuddari og er þjálfari hjá Mjölni. Steinunn eignaðist sitt annað barn fyrir nokkrum mánuðum síðan, er komin á fullt í Háskóla Íslands að læra sjúkraþjálfun, starfar sem sminka í kvikmyndum, er Hatha yoga kennari og kennir einnig Mjölnisyoga.

 Nú í byrjun október hefst nýtt námskeið í Freyjuafli sem er eins og fyrr segir fyrir verðandi- og nýbakaðar mæður. Ég hitti stelpurnar og forvitnaðist aðeins um þær og hugmyndina á bak við Freyjuaflið. Að lokum bað ég Höllu og Steinunni að mæla með nokkrum góðum styrktar- og liðleikaæfingum til að gera heima.

Viljið þið segja okkur frá Freyjuafli og hvernig hugmyndin að tímunum kviknaði?

“Hugmyndin um þrek fyrir verðandi og nýbakaðar mæður hefur lengi verið í umræðunni í Mjölni. Það vantaði að einhver tæki af skarið og ég ákvað að gera það þegar ég varð ólétt í undir lok síðasta árs” segir Halla Björg. “Við fórum að ræða hvernig best væri að útfæra þetta og úr varð Freyjuafl. Við sáum strax að þetta þyrfti að vera tvennskonar námskeið þar sem er mismunandi áhersla fyrir verðandi eða nýbakaðar mæður” segja Halla og Steinunn.

 

Fyrir hverja er Freyjuafl og hvaða áherslur leggið þið á í tímunum? Hver er munurinn á tímunum fyrir konur á meðgöngu og nýbakaðar mæður?

Freyjuafl er fyrir verðandi og nýbakaðar mæður og engu máli skiptir hvort þær hafi æft áður, séu ekki með neina reynslu eða séu komnar stutt eða langt inn í meðgönguna. Það eru allar velkomnar. Börnin eru auðvitað hjartanlega velkomin með í mömmutímana. Þetta er tvennskonar lokuð námskeið þar sem æft er 3x í viku í 4 vikur, 2 tímar í viku eru styrktar- og þoltímar og svo endum við vikuna á yoga. Það verður breyting á yogatímanum fyrir nýbakaðar mæður þar sem við viljum bjóða hitt foreldrið með í tímann. Áherslurnar í tímunum eru mismunandi en meðgönguhópurinn er hugsaður fyrir konur sem vilja styrkja eða viðhalda styrk á meðgöngu, ásamt því að byggja upp andlegt og líkamlegt jafnvægi fyrir það sem koma skal. Áherslan í mömmutímunum er að styrkja miðju, bak og grindarbotn ásamt því að auka styrk og þol eftir meðgöngu og fæðingu.

Hvenær hefst næsta námskeið og hvað stendur það yfir lengi?

Námskeiðin fyrir verðandi – og nýbakaðar mæður eru sitthvorn daginn en þau hefjast 2. og 3. október. Þau standa síðan yfir í 4 vikur eins og áður hefur komið fram.

Viljið þið gefa okkur 3 góðar styrktar- og liðleikaæfingar sem hægt er að gera heima.

  • Pelvic tilt mjaðmalosun – Þessa æfingu er bæði hægt að gera standandi eða liggjandi á bakinu. Byrjaðu á að gera hana liggjandi. Hælar eru settir í gólf og færðir nálægt rassi. Núna þarftu að hugsa eins og lífbein sé dregið upp frá gólfi og í átt að nafla. Við það snertir mjóbak gólf og neðsti hluti rass lyftist lítillega frá gólfi. Næst getur þú gert æfinguna standandi. Þá framkvæmir þú alveg eins en gott er að ímynda sér að mjaðmir séu dregnar undir líkamann. Þetta er síðan gert 15-20 sinnum.

 

  • Mjaðmaréttur – Þegar þessi æfing er framkvæmd leggst þú á bakið, setur æla í gólf nálægt rassi. Gott er að láta lófa snúa niður og meðfram síðu til að ná jafnvægi í efstu stöðu. Dragðu undir þig mjaðmirnar líkt og nefnt er í æfingunni hér á undan. Þá lyftiru mjöðmum upp frá gólfi svo bein lína verði frá hnjám og upp í efst hluta hryggjar. Það skiptir ekki mestu máli að lyfta mjöðmum sem hæðst, heldur að spenna rassinn. Þessa æfingu er gott að endurtaka 15-20 sinnum.

 

  • Yogamudra axlaropnun – Þessi æfing er frábær við vöðvabólgu. Stattu með gott bil á milli fóta og spenntu greipar fyrir aftan bak. Ef axlir eru mjög stífar getur verið erfitt að ná lófum saman. Þá er annað hvort hægt að beygja olnboga vel eða nota lítið handklæði sem framlengingu milli lófa. Slakaðu vel á í öxlum, andaðu djúpt inn og á fráöndun hallaru þér fram frá mjöðmum og leyfir lófum að sökkva í átt að gólfi. Haltu þessari stöðu í 5-10 djúpa andadrætti.

 

Við þökkum Höllu og Steinunni kærlega fyrir spjallið og mælum svo sannarlega með að kíkja á heimasíðu Mölnis www.mjolnir.is til að nálgast nánari upplýsingar um Freyjuafl.

Mamman.is í samstarfi við Mjölni ætlar að vera með skemmtilegan leik, við ætlum að gefa fjórum heppnum vinkonum pláss á Freyjuaflsnámskeið. Tvær vinkonur fá gefins pláss á námskeiðið “Freyjuafl fyrir verðandi mæður” og tvær vinkonur á “Freyjuafl fyrir nýbakaðar mæður”. Svo sannarlega til mikils að vinna!

Til að eiga möguleika er best að:

*Vera vinur Mamman.is og Mjölnir MMA á Facebook.

*Tagga vinkonu þína sem að þig langar að bjóða með þér á námskeið við færsluna inná Facebooksíðu mamman.is!

*Og ekki gleyma að segja hinum frá þessum frábæra leik!

*Við drögum svo út 4 heppnar vinkonur sunnudaginn 1.október!

 

Pin It on Pinterest