Að verða „viljug mamma” – hvernig er hægt að breyta um uppeldisaðferð?
Að verða „viljug mamma” – hvernig er hægt að breyta um uppeldisaðferð?
Besta mamman er þó sennilega „viljuga“ mamman. Heimurinn er ótrúlega annasamur, sérstaklega fyrir mæður. Það eru milljón hlutir sem hún þarf að gera en að gera þá alla er bara ekki hægt.
Hvað þýðir að vera viljug mamma?
Samkvæmt Thrive Global þýðir það að þú hefur sérstakt markmið í lífinu, það er eitthvað sérstakt sem hvetur þig áfram og þú færist nær því markmiði með vilja og ástæðu. Fyrir mömmu getur þetta verið uppeldið. Hún reynir sitt besta til að börnin hennar fái allt sem þau þarfnast, þannig vilji hennar er að vera þeim innan handar í hverju sem snýr að þeim. Hún passar upp á að líkamleg og andleg heilsa þeirra sé í forgangi.
Það er að sjálfsögðu auðveldara að segja það en gera, en það eru ýmis lítil skref sem mömmur geta tekið til að færast nær því marki að verða slík móðir.
Ástúð
Ef þú spyrðir mömmu, eða sjálfa þig, hversu oft sýnir þú börnum þínum ástúð? er líklegt að hún svari „alltaf.“ Samt sem áður, ef við hugsum grannt um það sem við gerum og segjum getur það komið illilega á óvart að við erum ekki að gera það eins oft og við höldum.
Samkvæmt I Believe er hluti af því að vera viljug mamma að gefa ástúð og umhyggju á hverjum einasta degi. Það þýðir að mamman getur stoppað og kallað „Ókeypis knús!“ til allra og börnin vita að þau geta komið til hennar. Ástúð er einnig sýnd í gegnum orðaval okkar og við þurfum að vera viss um að við hrósum börnunum okkar og tölum á jákvæðan hátt.
Breyttu um hugarfar varðandi „skyldustörf“
Ein af ástæðunum fyrir því að mömmur telja sig oft ekki vera hluti viljugu mæðranna er að þær telja sig ekki hafa tíma fyrir það. Það er alltaf eitthvað sem þær þurfa að gera, skyldum að gegna, húsverk að sinna. Þessi hversdagslegu verk geta breyst í viljug verk með því að hugsa um þau sem tíma sem þú getur notið með einu barnanna. Þegar þú ferð með barnið þitt að versla, gerðu skemmtilega ferð úr því. Spjallið í bílnum á leiðinni þangað, skoðið búðina saman. Spjallið um nýjar uppskriftir og innihaldsefni sem þið hafið ekki séð áður.
Að breyta skipulaginu
Ef skortur á tíma kemur í veg fyrir að mömmur geti tekið þá ákvörðun að verða viljugar, er hægt að breyta hlutunum. Samkvæmt Finding Joy áttu að búa til sérstakan tíma þar sem þú vilt rækta móðurhlutverkið. Taktu frá tíma á hverjum degi og skrifaðu það niður – þú munt setja allt í lífi þínu á pásu þá stundina, nema börnin þín. Þessi tími fer ekki í húsverk eða vinnu, þú ætlar bara að eyða tíma með barninum og gera eitthvað saman, þó það sé bara að spjalla.
Mikilvægu hlutirnir
Þegar við horfum á það sem við ættum að gera, er gott að spyrja sig, hversu nauðsynlegir eru þessi hlutir í raun og veru? Er nauðsynlegt að taka úr uppþvottavélinni núna í stað þess að gera eitthvað með barninu? Þegar við förum að hugsa út í þessa hluti og skoða mikilvægi þeirra getum við sett börnin í fyrsta sæti og verið með þeim. Mamman áttar sig fljótlega á að vera viljug mamma er það mikilvægasta, mikilvægara en öll húsverkin.
Nýr dagur
Viljugar mömmur eru allt annað en fullkomnar og það koma dagar sem þær fara í rúmið og vita að þær hefðu getað átt betri dag. Það er bara eins og lífið er. Góðu fréttirnar eru þær að með því að vera viljug sérðu að hver dagur er nýr dagur. Að vera viljugur þýðir að gærdagurinn er fortíðin. Þú lærir af því og gerir öðruvísi í framtíðinni. Það er ekki hægt að breyta því sem gerðist og þegar mæður horfa of mikið á það sem gerðist er hún ekki í núinu með börnunum.
Ef þetta reynist erfitt er alltaf trikk sem aðrar mæður hafa notað með góðum árangri: Að setjast niður og hugsa um hversu þakklát hún er fyrir fjölskylduna og það sem hún hefur. Að njóta þeirrar tilfinningar getur virkilega breytt hugsunarhættinum um hvernig lifa skal lífinu til fullnustu.
Heimild: Parents.com