Algeng vandamál þegar börn eru vanin af bleyju eða koppi

Algeng vandamál þegar börn eru vanin af bleyju eða koppi

Algeng vandamál þegar börn eru vanin af bleyju eða koppi

Ef erfiðlega gengur að venja barn af bleyju eða að hætta að nota koppinn, mundu bara að flestar fjölskyldur ganga í gegnum erfiðleika á þessu skeiði. Hér eru nokkur algeng vandamál ásamt tillögum til að takast á við þau.

Barnið mitt vill ekki nota klósett

Það kann að hljóma furðulega en sum börn neita að nota klósett því þau eru hrædd við það. Ímyndaðu þér klósett frá sjónarhorni barnsins: Það er stórt, hart og kalt. Það býr til hávaða og hlutir sem fara ofan í það hverfa og sjá aldrei aftur dagsins ljós. Frá þeirra sjónarhorni er klósettið eitthvað sem ætti bara að forðast!  Prófaðu að nota litla klósettsetu sem sérhönnuð er fyrir börn og má fá í barnavöruverslunum til að láta barnið líða vel. Byrjaðu á því að tilkynna því að þetta sé seta sem það á alveg sjálft. Þú getur skrifað nafn barnsins á hana og leyft því jafnvel að skreyta það með límmiðum eða eitthvað álíka. Leyfðu barninu að sitja á setunni í öllum fötunum, leyfðu bangsa að „prófa hana“ og drösla henni þessvegna um húsið ef það langar til! Til að leyfa barninu að sjá hvað verður um kúkinn má taka hann úr bleyjunni eða koppnum og setja í klósettið og sturta niður. Fullvissaðu barnið um að þetta eigi að gerast, þó það komi læti og allt. Kannski gæti líka verið að þetta sé leið barnsins til að segja þér að það vilji vera lengur á bleyju eða nota koppinn. Að ýta þessu ferli áfram getur virkað þveröfugt. Ef barnið er raunverulega áhugalaust skaltu taka hlé á þjálfuninni og fylgjast með þegar það fer sjálft að sýna áhuga. Ef barnið fer að sýna áhuga en vill það samt ekki, getur verið eitthvað annað að trufla. Stórar breytingar í lífi barnsins, s.s. að skipta um deild í leikskólanum, að eignast systkini eða flutningar geta gert barni erfitt fyrir að byrja á einhverju nýju og einbeita sér. Bíddu þar til rútína er komin á áður en þið hefjið þjálfun að nýju. 

Þegar ég sting upp á klósettinu segir barnið mitt „nei“ eða reiðist

Barnið þitt kann að neita að læra að nota klósett af sömu ástæðu og það vill ekki fara í bað eða í rúmið. Það er öflugt að segja „nei.“ Til að minnka þennan vanda skaltu taka skref aftur á bak og láta barnið halda að það sé við stjórnvölinn. 

Þetta mun hjálpa: Passaðu þig að minnast ekki alltaf á klósettþjálfunina. Þrátt fyrir að erfitt sé að grípa í taumana þegar þú telur slys vera í þann mund að gerast, er erfitt fyrir barnið að láta hamra á því. Því finnst því vera stjórnað og það finnur fyrir þvingun. Í stað þess að endurtaka í sífellu: „Þarftu ekki að fara á klósettið?“ settu bara kopp í miðju herbergisins og eins oft og hægt er skaltu leyfa barninu að hlaupa um bleyjulausu. Fyrirvaralaust kann það að nota koppinn án þinna afskipta. Ekki standa yfir barninu á meðan. Þvinguð stund getur leitt til uppreisnar af hálfu barnsins. („Bíðum aðeins lengur, kannski kemur eitthvað.“) Ef barnið sest niður í smástund og hoppar svo upp til að leika sér, leyfðu því það. Kannski gerist slys, en það er jafn líklegt að það rati í koppinn. Vertu róleg/ur vegna slysa. Það er ekkert einfalt að sýna yfirvegun þegar stórt slys á sér stað en að taka reiðiskast mun ekki hjálpa barninu neitt, frekar að það kvíði því að sjá viðbrögðin þín. Vertu hughreystandi þegar barnið gerir í buxurnar og passaðu að þú haldir ró þinni með því að færa til uppáhaldsteppið þitt eða breiða út lag af handklæðum. Sama hversu pirruð/pirraður þú verður – ekki refsa barninu fyrir slys. Það er ekki sanngjarnt og leiðir bara til vandræða síðar meir. 

Verðlaunaðu góða hegðun

Þegar barnið þitt reynir skaltu hrósa því. Fagnaðu með því þegar eitthvað kemur í koppinn og gerðu mikið úr þeim degi þegar barnið nær að halda sér þurrt í heilan dag. (Ekki fagna samt í hvert skipti því barninu líður kannski illa með að verða miðpunktur athyglinnar oft á dag!) Ekki bíða eftir klósettferð til að hrósa samt. Segðu barninu af og til hvað það sé frábært að bleyjan eða nærbuxurnar séu þurrar, þannig hvetur þú barnið áfram. 

Barnið mitt getur ekki kúkað í koppinn eða klósettið

Það er algengt að börn pissi í kopp eða klósett en vilji ekki kúka. Barnið kann að hræðast að búa til vesen, kannski lenti það í slysi í leikskólanum og fólk brást illa við eða kannski varð það vitni að slíkum atburði. Að hjálpa barninu að fara á klósettið og hrósa því svo mjög getur hjálpað því að komast yfir hræðsluna. Ef barnið þitt kúkar frekar reglulega, punktaðu niður hvenær – eftir blund, 20 mínútum eftir hádegismat, svo dæmi séu tekin – og vertu viss um að það sé nálægt koppi eða klósetti þá. Ef barnið er annarsstaðar, t.d. í leikskóla, fáðu starfsfólkið í lið með þér. Samt sem áður, ef barnið er of kvíðið þessari breytingu skaltu fara milliveginn: Stingdu upp á að barnið biðji um bleyju þegar það þarf að kúka, eða heldur að það þurfi bráðum. Minnkaðu kvíðann með því að tala um líkamsstarfsemina, til að vera viss um að það skilji að þetta sé eðlilegt ferli hjá öllu fólki í heiminum. 

Barnið mitt er með hægðatregðu

Ef barn er haldið hægðatregðu kann að vera að það neiti að nota klósettið. Það er líklegt að sársaukinn sem kemur þegar hægðirnar eru harðar auki kvíðann við að nota kopp eða klósett. Þetta býr til vítahring: Barnið heldur í sér, sem gerir hægðatregðuna verri og það veldur sársauka þegar hægðirnar koma niður, sem aftur býr til hræðslu við klósettið. Trefjaríkur matur, s.s. trefjaríkt brauð, brokkolí og morgunkorn geta hjálpað til. Trefjamagnið helst í hendur við ráðlagðan dagskammti hitaeininga. Þumalputtareglan er 14 grömm af trefjum fyrir hverjar 1000 hitaeiningar. 19 grömm af trefjum á dag fyrir börn á aldrinum eins til þriggja, 25 grömm fyrir börn á aldrinum fjögurra til átta. Best er líka að barnið innbyrði trefjar allan daginn, ekki allar í einu. Þurrkaðir ávextir innihalda mikið af trefjum, minnkaðu skammta af hvítu hveiti, hrísgrjónum og bönunum. Passaðu einnig að barnið drekki nægilegan vökva. Sveskjusafi og vatn gera kraftaverk. Líkamleg hreyfing kemur einnig hreyfingu á þarmahreyfingar. Mundu líka að mjólkurvörur auka á hægðatregðu. Ef ekkert hjálpar, fáðu ráð í apóteki. 

Barnið mitt vill ekki nota klósettið í leikskólanum eða skólanum

Athugaðu hvernig farið er að því í skólanum eða leikskólanum. Sumt kann að rugla barnið, t.d. ef kennarinn fer með marga í einu, en barnið vill vera eitt. Ef þetta er raunin skaltu fá breytingu í gegn. Kannski má það fara eitt eða með besta vini sínum. Kannski er það klósettið sjálft. Ef barnið á erfitt með breytingu frá setu heima fyrir til venjulegs klósetts skaltu láta setu fylgja barninu. Barnið mitt var vant að nota klósett en nú gerast slys aftur. Margt getur sett barn úr jafnvægi. Að fara úr rimlarúmi í venjulegt rúm, að hefja sundnám eða eignast nýtt systkini getur verið barni erfitt og það vill bara sitt eðlilega líf aftur. Ef barnið hefur nýlega lært að nota klósett er það eðlilega bleyjan. Passaðu þig að láta barnið ekki fá sektarkennd eða skömm vegna þess. Þú vilt ekki ýta á barnið í þessum aðstæðum. Á sama tíma skaltu finna leiðir til að láta barninu það vera „stórt“ og styrktu alla hegðun sem er þroskandi. Veldu rétta tímapunktinn til að ræða þetta, láttu barnið vita að þú teljir það nógu gamalt til að vera við stjórnvölinn þegar kemur að klósettinu og ekki tala svo um það aftur í einhvern tíma. Þegar barnið fer aftur að læra notaðu verðlaunakerfi til að hvetja það áfram. Stjarna á dagatalið í hvert skipti sem barnið notar klósett eða verðlaunaðu þurra daga með auka sögu um kvöldið, sund eftir mat eða annað sem barninu finnst skemmtilegt. Ekki nota sælgæti samt! Það er ekki sniðugt að barnið læri að verðlaun séu í sykurformi. Ef barnið þitt biður hreinlega um að fara aftur að nota bleyju, ekki búa til mál úr því. Setti bleyjuna á aftur í einhverjar vikur, þar til það sýnir klósettinu áhuga á ný. 

Heimild: BabyCenter.com

 

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Oft er nýbökuðum mæðrum umhugað um að léttast um barnsburðarkílóin fyrst um sinn. Það er samt eitt mikilvægara eftir barnsburð og það er að borða þá fæðu sem gefur þér kraftinn til að verða besta móðir sem þú getur orðið!

Borðaðu litlar, hollar máltíðir yfir daginn til að auka þá litlu orku sem þú hefur. Ef þú ert með barnið á brjósti, mun brjóstamjólkin alltaf verða barninu jafn holl, sama hvað þú kýst að láta ofan í þig.

Það fylgir samt böggull skammrifi, því þegar þú færð ekki nauðsynleg næringarefni úr fæðunni sem þú borðar tekur líkaminn þau efni úr forðabúri þínu. Best er því að fylgjast með fæðu- og næringarinntökunni til að bæði þú og barnið fái aðeins það besta.

Hér eru nokkrar tillögur að hollri fæðu:

Lax

Það er enginn matur sem telst fullkominn. Lax er þó frekar nálægt því! Næringarbomba sem bragðast vel. Laxinn er fullur af fitu er kallast DHA. DHA fitusýrur eru nauðsynlegar taugakerfi barnsins. Öll brjóstamjólk inniheldur DHA en magn þeirra er hærra hjá þeim konum sem auka neyslu sína á DHA. Fitusýrurnar geta einnig hjálpað við lundarfarið. Rannsóknir sýna að þær geta spilað hlutverk í að koma í veg fyrir fæðingarþunglyndi.

Ein viðvörun þó: Mælt er með að mjólkandi mæður, konur sem eru þungaðar og þær sem hyggja að verða þungaðar í náinni framtíð hugi að hversu mikinn lax þær snæði. Ekki er mælt með að borða hann oftar en tvisvar í viku og er það vegna kvikasilfursmagnsins. Það er í lagi að borða lax kannski þrisvar í viku, en þá bara einu sinni í vikunni á eftir. Kvikasilfursmagn í laxi er talið lágt. Í sverðfiski eða makríl er það mun hærra og ætti að forðast neyslu slíks kjöts.

Mjólkurvörur með lágri fituprósentu

Hvort sem þú kýst jógúrt, mjólk, ost, mjólkurlausar afurðir eða aðrar mjólkurvörur eru þær hluti af heilbrigðu ferli í kringum brjóstagjöf. Athugaðu ef þú notar hafra- eða sojaafurðir að þær innihaldi D vítamín. Þær færa þér prótein og B-vítamín og ekki má gleyma kalkinu. Ef þú ert mjólkandi er mikilvægt að fá nægilegt kalk fyrir barnið og þróun beina.

Athugaðu að þú þarft nóg og barnið líka. Mælt er með að minnsta kosti þremur bollum af mjólkurvörum eða sambærilegum vörum á dag í mataræðinu þínu.

Magurt kjöt

Járnríkur matur er nauðsynlegur og skorti þig járn verðurðu þreytt – sem þýðir að þú hefur ekki nægilega orku til að sinna nýfæddu barni.

Mjólkandi mæður þurfa auka prótein og B-12 vítamín. Magurt kjöt inniheldur bæði.

Baunir

Járnríkar baunir, sérstaklega dökklitaðar líkt og nýrnabaunir eru mjög góð fæða fyrir brjóstagjöf. Þær innihalda hágæða prótein úr náttúrunni og eru ódýr kostur.

Bláber

Mjólkandi mæður ættu að borða tvo skammta af ávöxtum eða safa á dag. Bláber eru frábær kostur til að mæta þörfum þínum, saðsöm og góð. Þau eru full af vítamínum og steinefnum og þú færð mikið af góðum kolvetnum í leiðinni.

Brún hrísgrjón

Ekki hugsa um lágkolvetnafæðu þegar þú ert með barn á brjósti eða nýbúin að eiga. Ef þú ert að hugsa um að grennast í því samhengi er ekki gott að grennast of hratt, því þannig framleiðir þú minni mjólk og hefur minni orku. Blandaðu flóknum kolvetnum eins og brúnum hrísgrjónum, kínóa, byggi eða álíka í mataræðið til að halda orkunni gangandi.

Appelsínur

Þær eru handhægar og stútfullar af næringu og gefa góða orku. Appelsínur og aðrir sítrusávextir eru frábær leið fyrir mæður að fá C-vítamín, en þær þurfa meira en vanalega. Ef þú hefur ekki tíma, fáðu þér appelsínusafa. Stundum er hægt að fá hann meira að segja kalkbættan, þannig þá færðu meira út úr því!

Egg

Góð leið til að auka próteininntöku er að fá sér egg. Hrærðu tvö í morgunmat, skelltu tveimur í salatið þitt eða fáðu þér eggjaköku í kvöldmat.

Gróft brauð

Fólínsýra er mikilvæg á meðgöngu og á fyrstu stigum hennar. Það endar þó ekki þar. Fólínsýra er mikilvæg brjóstamjólkinni og barnið þarf á henni að halda. Mörg gróf brauð og pasta innihelda fólínsýru og einnig trefjar, sem eru mikilvægar.

Grænt grænmeti

 

Spínat og spergilkál innihalda mikið A-vítamín sem er afskaplega gott fyrir þig og barnið. Góð leið líka til fá kalk, C-vítamín og járn án dýraafurða. Svo eru þau full af andoxunarefnum og innihalda fáar hitaeiningar.

Múslí og heilhveitikorn

Hollur morgunmatur er samanstendur af heilhveiti eða höfrum er góð leið til að byrja daginn. Margir innihalda nauðsynleg vítamín og næringarefni til að mæta daglegum þörfum þínum. Allskonar uppskriftir af hafragraut eru til – við mælum með bláberjum og léttmjólk!

Vatn

Mjólkandi mæður eiga í hættu að ofþorna. Til að halda orkunni gangandi sem og mjólkurframleiðslunni er gott að viðhalda vökvabúskapnum allan daginn. Þú getur einnig skipt út með mjólk eða djús en farðu varlega í kaffi og te. Ekki drekka fleiri en tvo til þrjá bolla á dag eða drekktu koffínlaust kaffi. Koffín fer í mjólkina þína og getur orsakað pirring og svefnleysi hjá barninu.

Heimild: WebMD 

 

10 leiðir að heilbrigðri meðgöngu

10 leiðir að heilbrigðri meðgöngu

10 leiðir að heilbrigðri meðgöngu

Meðganga er kjörin til að hugsa vel um þig sjálfa, bæði líkamlega og tilfinningalega. Hér eru nokkur frábær ráð til að hugsa vel um sjálfa þig á meðgöngunni og eignast heilbrigt barn.

Hittu lækni eða ljósmóður eins fljótt og auðið er

Um leið og þú uppgötvar að þú ert með barni, hafðu samband við heilsugæsluna þína til að panta tíma. Að vera undir eftirliti tryggir að þú færð góð heilsufarsleg ráð frá byrjun. Þú hefur þannig líka tíma til að undirbúa þig undir sónar og þau próf sem þú kannt að þurfa að taka.

Borðaðu rétt

Reyndu að halda þig við hollan og vel ígrundaðan mat eins oft og þú getur. Reyndu að hafa allavega fimm mismunandi grænmetistegundir á dag og tvo ávexti.

Fullt af kolvetnum, s.s. brauði, pasta og hrísgrjónum. Veldu óunninn eða lítið unnin kolvetni frekar en mikið unnin svo þú fáir öll nauðsynleg næringarefni ásamt trefjum.

Einnig þarf að huga að próteininntöku, s.s. með hnetum, eggjum, mögru kjöti, fiski eða baunum.

Einnig má snæða mjólkurvörur og/eða soja/hafravörur.

Ekki borða fyrir tvo þegar þú ert ólétt! Þú getur haldið uppi orkunni með orkumiklu snarli.  

Taktu vítamín

Meðgönguvítamín koma ekki í stað næringarríks matar. Þau geta þó hjálpað ef þú ert ekki að nærast nóg eða þú ert of lasin til að borða mikið. Vertu viss um að fá 500 míkrógrömm (mcg) af fólínsýru á dag. Þú þarft fólínsýru bæði þegar þú ert að reyna að eignast barn sem og á fyrsta þriðjungi. Þannig minnkarðu áhættu á hryggrauf og öðrum kvillum hjá barninu. Ráðfærðu þig við lækni ætlir þú að taka fæðubótaefni fyrir fæðinguna. Ef þú tekur ekki fjölvítamín fyrir vanfærar konur er hægt að kaupa fólínsýruna sér. Ef þú borðar ekki fisk er hægt að taka ómega sýrur í töfluformi.

Passaðu að taka ekki lýsi sem búið er til úr lifur fisksins því það inniheldur A-vítamín í formi retínóls sem er ekki ráðlagt á meðgöngu. Hvanneyrarveiki (e. listeriosis) er ekki algeng og oftast nær er hún ekki heilsuspillandi venjulegu fólki og leggst frekar á dýr. Bakterían kallast listería. Hún getur þó valdið vandkvæðum á meðgöngu og í fæðingu og getur jafnvel valdið fósturláti.

Best er því að forðast matvæli sem gætu innihaldið listeríu:

  • Kæfa hverskonar
  • Ógerilsneydd mjólk
  • Þurrvara sem ekki er nægilega mikið elduð
  • Mygluostar, s.s. camembert og gráðaostur
  • Listeríubakterían drepst við hitun þannig þú þarft alltaf að vera viss um að maturinn sé vel eldaður.
  • Salmonellubaktería getur valdið matareitrun. Hana kann að vera að finna: í vanelduðum kjúkling og fuglakjöti
  • Hráum eða lítið elduðum eggjum
  • Eldið egg þar til hvítan og rauðan eru elduð í gegn.
  • Þvoið alltaf áhöld, skurðarbretti og hendur eftir að hafa meðhöndlað hráan kjúkling og egg. Hreinlæti skiptir öllu máli þegar þú ert með barni.

Bogfrymlasótt er sýking sem berst með sníkjudýrum. Hún er einnig sjaldgæf en getur haft áhrif á ófætt barn. Þú getur minnkað möguleikana á sýkingu með því að:

  • Elda allan mat alltaf í gegn
  • Þvo grænmeti og ávexi afar vel fyrir neyslu
  • Nota hanska þegar skipt er um kattasand eða unnið í mold.  

Æfðu reglulega  

Regluleg líkamsrækt getur haft góð áhrif á óléttar konur. Þú byggir upp styrk og þol og einnig höndlarðu betur þyngdaraukninguna og fæðinguna sjálfa. Það gerir þér einnig kleift að komast aftur í form eftir barnsburð.

Það gefur góða tilfinningu og minnkar líkur á depurð.

Góðar tillögur að hreyfingu eru t.d.

  • Rösk ganga
  • Sund
  • Meðgöngutímar í líkamsræktarstöðvum
  • Jóga
  • Pilates

Ef þú tekur þátt í íþróttum getur þú haldið því áfram eins lengi og þér þykir þægilegt. Ef íþróttin eykur hættu á föllum eða byltum eða mikið álag er á liðina er kannski ráð að endurskoða það. Talaðu við lækninn þinn eða ljósmóður ef þú ert ekki viss.  

Grindarbotnsæfingar

Grindarbotninn er eins og hengirúm vöðva í grindarholinu. Þessir vöðvar styðja við þvagblöðruna, leggöngin og fleira. Þeir eru stundum veikari en vanalega á meðgöngu því mikið álag er á þeim. Meðgönguhormónin orsaka einnig stundum að það slaknar á þessum vöðvum. Stundum finna óléttar konur fyrir þvagleka af þessum sökum. Þú getur styrkt þessa vöðva með því að gera reglulegar grindarbotnsæfingar.

Ekkert áfengi

Allt áfengi sem þú drekkur fer beint til barnsins í gegnum blóðrásina og legkökuna. Það veit enginn hversu mikið áfengi er „öruggt“ að drekka á meðgöngu þannig best er að taka enga áhættu og sleppa því algerlega. Að drekka mikið eða „detta í það“ á meðgöngu er hættulegt barninu. Ef þú átt við drykkjuvanda að stríða er best að leita sérfræðiaðstoðar strax ef þú getur ekki hætt að drekka (saa.is, aa.is)

Áfengisneysla getur valdið fósturskemmdum og vandinn getur verið frá vægum til alvarlegra einkenna.  

Minnkaðu koffínneyslu  

Kaffi, te, kóladrykkir og orkudrykkir eru örvandi. Það hefur lengi verið deilt um áhrif koffínneyslu á meðgöngu á fóstrið, oft tengt of léttum börnum við fæðingu. Ídag er sagt að að 200mg af koffíni á dag skaði ekki barnið. Það eru u.þ.b. tveir bollar af tei, einn bolli af instant kaffi eða einn bolli af espresso.

Eins og með áfengið er vert að huga að engri neyslu á meðgöngu, sérstaklega á fyrsta þriðjunginum. Koffínlaust kaffi og te, ávaxtate og ávaxtasafar koma vel í staðinn.  

Ekki reykja  

Að reykja á meðgöngu getur valdið miklum skaða, bæði fyrir þig og barnið.

Aukin áhætta er á:

Fósturláti

Ótimabærri fæðingu

Léttu barni

Ungbarnadauða  

Reykingar auka einnig hættu á andláti barns í fæðingu.

Reykingar auka ógleði og uppköst

Utanlegsþykkt

Fylgjan getur losnað frá veggnum fyrir fæðingu  

Ef þú reykir er best að hætta, fyrir þína eigin heilsu og barnsins. Því fyrr – því betra. Það er aldrei of seint, jafnvel þó þú hættir á síðustu vikunum. Leitaðu sérfræðiaðstoðar ef þú þarft  

Hvíld  

Þreytan sem þú finnur fyrir fyrstu mánuðina er vegna hárrar tíðni meðgönguhormóna í líkamanum.

Síðar er þetta leið líkamans til að segja þér að slaka á. Ef þú getur ekki sofið á nóttunni skaltu taka lítinn blund um daginn til að ná hvíld. Ef það er ekki hægt skaltu reyna að taka allavega hálftíma hvíld með tærnar upp í loft!   Ef þér er illt í bakinu og getur ekki sofið, reyndu að liggja á vinstri hlið með hnéin beygð. Þú getur einnig fengið þér snúningslak og kodda undir bumbuna til að létta á bakinu. Líkamsrækt getur einnig hjálpað til við bakverki sem og svefninn, svo lengi sem þú tekur ekki æfingu rétt fyrir svefninn!

  • Til að róa þig fyrir svefn, reyndu róandi æfingar á borð við:
  • Jóga
  • Teygjur
  • Djúpöndun
  • Hugleiðslu
  • Nudd

Að sleppa tökunum á pirringi í foreldrahlutverkinu

Að sleppa tökunum á pirringi í foreldrahlutverkinu

Að sleppa tökunum á pirringi í foreldrahlutverkinu

Áður en ég varð mamma hafði mig dreymt um að vera ákveðin tegund af mömmu. Þetta var draumur sem snerist um fullkomin börn og var það ástæðan fyrir að ég vildi verða mamma bara strax.

Ég sagði að styrkur minn feldist í að vera róleg í öllum aðstæðum. Það var ekki oft sem ég þurfti að nota þolinmæðina en þegar það gerðist virtist hún vera óþrjótandi uppspretta.

Og þegar ég varð mamma í fyrsta sinn reyndist mér það auðvelt og náttúrulegt. Ég var að upplifa drauminn minn sem ég hafði átt. Móðurhlutverkið var alger barnaleikur.

Þannig þú getur ímyndað þér hversu hissa ég varð þegar fyrstu fjögur árin liðu og sonur minn var bara jafn mennskur og aðrir.

Það gerðist einhverntíma milli þess að ég brotnaði niður tvisvar sinnum í matarbúðinni.

Einhverntíma milli fimmta og fimmtándasta skiptið sem ég bað hann að fara í skóna.

Í um sjötta skiptið sem ég bað hann um að hætta að öskra á veitingastaðnum og fékk köldu augngoturnar frá þjónunum.

Í um ellefta skiptið sem ég bað hann um að hætta að hlaupa um húsið.

Eða í þessar fimm mínútur sem ég bað um frið til að klára verkefni en endaði í hálftíma af öskrum og látum.

Þarna einhversstaðar missti ég þolinmæðina.

Ég hafði ekki planað það, en áður en ég vissi af var ég breytt. Reiði og pirringur hafði tekið yfir mitt rólega yfirbragð.

Rödd mín tók breytingum og breyttist í rödd sem ég hefði ekki einu sinni viljað tala við.

Svona var ég orðin, í hrópandi mótsögn við mömmuna sem ég ætlaði að verða. Ég var þessi kona – þessi mamma sem ég sagðist aldrei ætla að verða. Það kraumuðu í mér vonbrigði og heift. Kvíði og sektarkennd voru að drekkja mér.

En sannleikurinn, minn sannleikur, fór að birtast mér.

Ég var þarna, orðin að einhverju sem ég vildi ekki vera, og áttaði mig á að ég var bara mennsk eftir allt. Mín eðlishvöt að verða pirruð tók yfir náttúrulegt ástand að vera alltaf róleg sama hvað.

Ég sagði sjálfri mér að ég væri ofurkona, þegar ég var í rauninni bara venjuleg kona að gera mitt besta í erfiðum aðstæðum.

Ég uppgötvaði að þolinmæði er ofurkraftur sem aldrei er talað um, því það er fólki eðlislægt að verða pirrað.

Ég áttaði mig á að þolinmæði er bara æfing og ég þarf að æfa mig aftur og aftur og aftur, sérstaklega þar sem náttúruleg viðbrögð eru ekki rólyndi.

Ég áttaði mig á að þolinmæðin væri ekki háð neinu öðru en mér sjálfri. Og, eins og dyggðirnar sem ég var að reyna að „mastera“ var ég sú sem þurfti að velja, að láta þær stjórna mér eða ég þeim.

Það gerðist þegar ég var að setja pásu milli viðbragða minna og svara.

Það var þegar ég spurði mig: „Hvað myndi kærleikurinn gera?“ og gera bara það.

Það var milli fimm og tíu djúpra andardrátta.

Það var þegar ég var að reyna tengjast en ekki reyna að leiðrétta.

Það var þegar ég ákvað að lækka röddina og hækka í boðskapnum sem ég var að reyna að koma til skila.

Það var þegar ég sá heiminn með augum fjögurra ára barns og setti mig í fótspor þess.

Það var milli fyrsta knússins og hins fimmta.

Það var þegar ég horfði í augun hans og fann dýrmætu sálina hans.

Það var þegar ég gat horft framhjá fyrri hegðun og séð bara hann.

Þarna.

Þarna fann ég friðinn. Þarna fann ég kraft minn sem móður.

Þýdd og endursögð frásögn blaðakonunnar Janet Whiley á BabyCenter.co.uk

 

 

Kynlíf eftir barnsburð

Kynlíf eftir barnsburð

Kynlíf eftir barnsburð

Hvenær er óhætt að stunda að kynlíf að nýju eftir barnsburð?

Það er einfaldast að segja að þegar þú og makinn teljið að rétti tíminn sé fyrir ykkur. Stundum er sagt að bíða þurfi í sex vikur eða þar til þú ferð í læknisheimsókn til að athuga hvort allt sé í lagi, en sumir segja að í lagi sé að stunda kynlíf fyrir þann tíma til að athuga hvort einhver vandkvæði geri vart við sig sem hægt er þá að ræða í heimsókninni.

Mörg pör stunda kynlíf innan mánaðar eftir að barnið er fætt, flestir innan þriggja mánaða en svo er það minnihluti sem bíður í hálft ár eða ár. Það er ekkert sem er „rétt“ í þessum efnum.

Nýjar mæður upplifa kannski hik eða eru ekki spenntar og fyrir því eru margar ástæður. Ein augljósasta er fæðingin sjálf, saumar eða keisari. Þrátt fyrir að allt hafi gengið vel fyrir sig er líklegt að konan sé marin eða viðkvæm í einhvern tíma á eftir. Það er skynsamlegt að bíða þar til sárin gróa eða saumarnir hverfa þar til konan hefur samfarir.

Þreyta er annar þáttur sem stundum er allsráðandi. Að hugsa um barn 24 tíma á dag er þreytandi, líkamlega, andlega og tilfinningalega. Þegar þið farið í rúmið kann svefn vera það eina sem þið hugsið um.

Líkamsvitund konunnar getur aftrað henni – henni getur hún fundist hún breytt og það líði einhver tími þar til hún finnst hún „hún sjálf“ á ný.

Margar konur segja að á þessu tímabili sé kynhvötin í lágmarki – þeim finnst þeim ekki vera kynþokkafullar.

Hvað ef makinn vill kynlíf en ekki ég?

Ef sú staða kemur upp – sem hún gerir oft, þarf mikið af ást og skilningi frá báðum aðilum til að koma í veg fyrir að þetta verði að vandamáli. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt fyrir ykkur að tala um tilfinningar hvors annars. Maki þinn kann að finna fyrir höfnun ef þú vilt ekki kynlíf, þannig það er þitt að útskýra ástæðurnar (líkamlegar, kvíði, o.s.frv.)

Kannski ætti tími fyrir ykkur að vera í forgangi – mörg pör kvarta vegna þess það er bara enginn tími fyrir hvort annað þessar fyrstu vikur og mánuði með nýtt barn. Orð og knús geta gert mikið til að sýna ást og tilfinningar og þið munuð bæði græða á því. Hvað kynlífið varðar, þarf ekki endilega að stunda hefðbundið kynlíf (limur í leggöng) heldur er margt annað hægt að gera! Snerting í sjálfu sér getur verið mjög kynferðisleg. Prófið ykkur áfram.

Athugið að sleipiefni getur verið mikilvægt því leggöngin geta verið þurr og viðkvæm.

Við samfarir þarf að velja stellingu sem eykur ekki á sársauka og viðkvæmi konunnar, ef hann er til staðar. Ef þreyta er það sem er vandinn, er hægt að njóta ásta meðan barnið er sofandi.

Borðið vel, drekkið nægan vökva og hvílist þegar hægt er. Að hugsa um nýfætt barn er mjög krefjandi og til að auka orkuna er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni.

Önnur vandkvæði

Ef samfarir hætta ekki að vera sársaukafullar þrátt fyrir að varlega sé farið, er best að ræða það við lækni. Stundum geta saumar valdið óþægindum lengi, sem hægt er að laga með lítilli aðgerð. Ef útferð lyktar illa gæti verið um sýkingu að ræða. Ef blæðingar gera enn vart við sig, fjórum vikum eftir fæðingu, eða þær aukast skaltu strax hafa samband við lækni.

Heimild: BabyCenter Canada 

Vertu besta útgáfan af sjálfri þér

Vertu besta útgáfan af sjálfri þér

Ég rakst á þessi frábæru áramótaheit hjá vinkonu minni á Facebook og fannst þau hreint út sagt frábær. Sjálf hef ég verið að velta því fyrir mér hvaða markmið mig langaði að setja fyrir árið  og eru mörg þeirra að finna á þessum lista, meðal annars að gefa flíkur sem eru ekki í notkun, eyða minna, bera ábyrð á eigin líðan, sleppa tökum á fortíðinni og vera besta útgáfan af sjálfri mér. Tökum á móti nýju ári með opnum huga og jákvæðni. Megi árið gefa okkur öllum það besta sem það hefur uppá að bjóða.

Hér er svo að finna listann en ef þig vantar hugmyndir þá er hann frábær til að styðjast við. Hvort sem þú velur þér nokkur markmið eða bara allan listann eins og leggur sig!

  1. Eyddu minna en þú aflar.
  2. Skilaðu öllu sem þú færð lánað.
  3. Ekki kenna öðrum um
.
  4. Viðurkenndu mistökin þín.
  5. 
Gefðu flíkur sem ekki eru í notkun til bágstaddra.

  6. Gerðu góðverk án þess að láta á því bera.
  7. 
Hlustaðu og hættu að blaðra sjálfur/sjálf.
  8. 
Farðu í hálftíma göngutúr á hverjum degi.
  9. 
Stefndu á góðan árangur en ekki fullkomnun
.
  10. Vertu stundvís
.
  11. Hættu að afsaka þig.

  12. Ekki nöldra
.
  13. Vertu skipulagður/lögð.

  14. Vertu almennilegur/leg við fólk, líka óvingjarnlegt fólk
.
  15. Hleyptu fólki fram fyrir þig í biðröðinni.

  16. Taktu frá tíma fyrir einveru
.
  17. Ræktaðu með þér fallega framkomu.
  18. 
Vertu auðmjúkur/auðmjúk
.
  19. Gerðu þér grein fyrir því og sættu þig við það að tilveran er óréttlát. 

  20. Vertu meðvitaður/meðvituð um hvenær þú átt ekki að tala.
  21. 
Farðu í gegnum heilan dag án þess að gagnrýna aðra
.
  22. Lærðu af fortíðinni.
  23. Gerðu áætlanir um framtíðina.
  24. 
Lifðu í núinu
.
  25. Ekki pirra þig yfir smámunum.

Gangi þér svo vel með áramótaheitin þín og mundu að það er allt í lagi að gera mistök sem lengi sem þú lærir af þeim!

Pin It on Pinterest