Fjórar leiðir til að elda kínóa fyrir börn!

Fjórar leiðir til að elda kínóa fyrir börn!

Fjórar leiðir til að elda kínóa fyrir börn!

Kínóa fyrir börn? Já, heldur betur! Margir foreldrar „festast” í að elda alltaf það sama fyrir börnin sín og eru hræddir um að barnið fái ekki næga næringu. Kínóa er einfalt, hollt og gott og hægt er að bragðbæta það á ýmsan hátt til að gera það meira spennandi fyrir barnið, en það er járnríkt, fullt af trefjum og nauðsynlegum næringarefnum. 

  • Notið maukuð ber (þíðið frosin ber) og smá kókosolíu
  • Maukið avókadó og smá cumin
  • Maukaðir tómatar og hvítlaukur
  • Gufusoðnar sætar kartöflur og kanill⁠
    .⁠

Alma Rut: „Ég fékk að leika mér, ég fékk að vera barn”

Alma Rut: „Ég fékk að leika mér, ég fékk að vera barn”

Alma Rut: „Ég fékk að leika mér, ég fékk að vera barn”

Alma Rut skrifar: Þegar ég var lítil átti ég ekki gsm síma, ég var ekki með internet og notkun á heimasímanum var takmörkuð þar sem að dýrt var að hringja og þá sérstaklega út á land.
 
Þegar ég var lítil mættu vinir mínir heim til mín til þess að spyrja eftir mér og ég heim til þeirra. Stundum þá töluðumst krakkarnir saman í skólanum og ákváðu tíma og stað til að hittast á um kvöldið. Það voru lang flestir úti, alltaf og hvernig sem veðrið var. Við bara klæddum okkur vel.
 
Þegar ég var lítil safnaði ég öllu sem ég gat safnað held ég. Límmiðum, lukkutröllum, steinum, og sérvéttum. Ég talaði við alla og kynntist fólki út um allt. Sumar konurnar í hverfinu tóku fyrir mig sérvéttur þegar þær fóru í veislu og geymdu í kassa sem ég svo sótti til þeirra.
 
Þegar ég var lítil sótti ég mat handa kettinum í fiskibúðina því ég hafði nokkru áður gefið mig á tal við starfsmann þar sem síðan safnaði afgöngum fyrir mig. Svo mætti ég nokkrum sinnum í viku eða daglega og sótti allskonar hausa og fleira af fiskum handa kisunni okkar henni Lúsí.
 
Alma Rut á góðri stundu með Axel, syni sínum

 
Þegar ég var lítil tók ég strætó niður á bryggju með systur minni og bauð fram vinnuafl, mig og Thelmu systir og í laun vildum við fá hamborgaratilboð.
Við gengum á milli báta og fengum að lokum vinnu. Við verkuðum heilan dag, vorum allar í slori og enduðum daginn stoltar og sælar, angandi af fiski fýlu fyrir framan afraksturinn, launin okkar sem voru hamborgari, franskar og kók.
 
Þegar ég var lítil þá gladdi ég mömmu með blómum, steinum, bréfum og ljóðum. Ég bjó til kaffi handa henni og kom henni á óvart með því að taka til áður en hún kom heim. Hún tók sér tíma í að þakka mér fyrir og ég vissi og fann í hjartanu mínu að hún meinti það.
Þegar ég var lítil þá leiddi ég blindan mann sem bjó á neðstu hæðinni hjá ömmu fram og til baka upp götuna.
 
Éģ var þarna fjögurra ára gömul, gekk niður tröppurnar og „sótti” hann, bað hann um að koma því nu værum við sko að fara út að labba. Mín tilfinning var greinilega sú að ég gæti hjálpað honum þar sem að hann sá ekki. Og saman gengum við fram og til baka.
Þegar ég var lítil þá sat ég heilu tímana og gramsaði í geymslunni, ég heimsótti gamlar konur og ég bauð þeim aðstoð. Ég bjó til allskonar úr öllu og lék mér með fullt sem var ekki dót.
 
Þegar ég var lítil þá fékk ég mikið frelsi til að vera barn og það frelsi var mér ómetanlegt. Ég sullaði í drullupollum, lék mér í fötunum hennar ömmu, gerði rennibraut úr borðstofuborðinu og ég lék mér á ruslahaugum. Ég fékk að baka uppskrift sem ég bjó til sjálf úr öllu sem varð að engu. Og það mikilvægasta var að ég fékk að njóta mín, ég fékk frelsi til að prófa mig áfram og mér var treyst, ég fékk að leika mér og vera barn.
 
Barnæskan er svo ofboðslega dýrmæt og það er svo mikilvægt að njóta hennar. Það er auðvelt að gleyma sér í amstri dagsins og að segja nei, mátt þetta ekki, þú verður skítug/skítugur, hef ekki tíma núna eða seinna. Stundum er bara svo ótrúlega gott að staldra við og leyfa, segja já þrífa bara skítug föt og njóta. Gleðin, vellíðan, hamingja, kærleikur, ást, leikur, samvera og hlátur er svo dýrmætt fyrir börnin okkar og okkur öll.
 

Alma Rut heldur úti síðunni Leikum okkur sem snýst um dýrmætustu samveruna – samveruna með börnum okkur og hugmyndir að því sem hægt er að gera saman. Alma er bæði á Facebook og Instagram 

Smellið á samfélagsmiðlahnappana hér að neðan til að fara inn á síðurnar hennar!

Snilldarráð móður heldur börnum uppteknum á ferðalögum!

Snilldarráð móður heldur börnum uppteknum á ferðalögum!

Snilldarráð móður heldur börnum uppteknum á ferðalögum!

Nú þegar sumarfríin fara í hönd og fólk fer í ferðalög með börnin sín er ekki úr vegi að hugsa um bílferðir sem litla fólkið er ekki alltaf spennt fyrir.

Bresk móðir að nafni Whitney Leavitt deildi afar sniðugu „life hack-i“ sem gæti bjargað bílferðum…það er að segja ef ekki er nú þegar skjár í aftursæti bílsins.

Rúmlega 14 milljónir hafa séð myndbandið á TikTok og er það stutt og hnitmiðað: Whitney opnar samlokupoka áður en hún setur iPhone-inn sinn í pokann og lokar. Svo tekur hún höfuðpúðann af farþegamegin, stingur gat á pokann með járnpinnunum til að festa pokann og hengir hann svo barnið geti séð símann. Þetta þýðir að börnin geti horft á símann á meðan keyrt er, án þess að halda á símanum.

890.000 manns hafa líkað við myndbandið og um 5000 manns sett athugasemdir við það.

Einn sagði: „Omg, þú bjargaðir lífi mínu.“

„12 tíma bílferð á næstunni! Takk fyrir hugmyndina,“ sagði önnur móðir.

Sá þriðji sagði: „Ég vildi ég hefði vitað af þessu þegar börnin mín voru lítil.“

Hér getur þú séð myndbandið:

 

@whitleavitt

We’re headed to Bryce National Park 😍 ##brycecanyonnationalpark ##roadtriphacks ##hacks ##diy ##familyroadtrip ##lifehacks

♬ Shake The Room – Pop Smoke

Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

27 ára bresk móðir, Amy Smit, varð heldur betur undrandi þegar Zagry kom í heiminn þar sem hann var nær tvisvar sinnum þyngri en „venjulegt“ eða 5,5 kíló, 23 mörk.

Foreldrarnir vonast nú til að Zagry, alltaf kallaður Zeik, verði ruðningskappi þegar hann verður stór.

Hann er ekkert smá stór!

Zeik var tekinn með keisaraskurði þann 25. maí síðastliðinn á spítala nálægt heimabæ þeirra í Cheddington, Bucks í Bretlandi. Sonur hennar var 5,5 kíló (12,9lbs) og 61 cm á hæð.

Foreldrarnir Amy og eiginmaðurinn Zak sem er 28 ára, sögðu að litli drengurinn hefði verið allt of stór fyrir ungbarnavigt spítalans. Amy, sem einnig á dótturina Lolu, segir: „Hann var svo stór að það þurfti tvo til að lyfta honum upp úr móðurkvið.“

Amy, Zac og Zeik

Amy heldur áfram: „Það var fullt af litlum konum í kringum mig í spítalaherberginu og ég heyrði eina segja: „Ég þarf hjálp, hann er risastór!“

„Þegar þær lyftu honum upp til að sýna mér og Zac, gat ég ekki annað sagt en „ands****** sjálfur.“

Amy og Zac grunaði að Zeik yrði stór því allt benti til hann væri mjög langur samkvæmt mælingum. Foreldrarnir eru báðir hávaxnir en Amy segir: „Við höfðum enga hugmynd um að hann yrði svona stór. Hann passaði ekki einu sinni á vigtina, hann var of langur og breiður. Þau þurftu að búa til einhverskonar planka til jafnvægis ofan á vigtinni til að mæla hann.“

Lola með litla bróður

Foreldrarnir höfðu keypt föt frá 0-3 mánaða en að sjálfsögðu pössuðu þau ekki: „Ég þurfti að senda Zac út til að kaupa föt fyrir níu mánaða börn.“

Lola, eldri dóttir þeirra, var einnig stór þegar hún fæddist í september 2018, 4,1 kg sem samsvarar um 17 mörkum.

Amy var samt hissa því hún sagðist ekki hafa haft neina matarlyst á meðan meðgöngu stóð og það var ólíkt fyrri meðgöngu: „Ég bara vildi ekki mat, ég vildi aldrei kvöldmat, gat ekki borðað kjöt eða neitt. Á fyrri meðgöngu var ég borðandi allan daginn, gat ekki hætt að borða. Með Zeik gat ég ekki borðað. Og ég fór bara að hugsa: Hversu stór hefði hann orðið ef ég hefði borðað á fullu!“

Glaður lítill drengur!

Amy segir Zeik vera afar glatt barn og stóra systir sé „heilluð“ af honum. Hún vill alltaf vera að knúsa hann og kallar hann barnið sitt.

Fjölskyldan kallar Zeik „litla ruðningskappann“ því faðir hans er frá Suður-Afríku og mjög hrifinn af ruðningi.

Heimild: Mirror.co.uk

Fyrsta vika í lífi móður og barns: Myndband

Fyrsta vika í lífi móður og barns: Myndband

Fyrsta vika í lífi móður og barns: Myndband

 
Ertu að eignast barn á næstunni? Að mörgu er að huga, því er fyrsta vikan afar mikilvæg fyrir alla í fjölskyldunni, sama hversu stór hún er. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu mikið lífið breytist, en það þarf ekki að vera erfitt ef maður er vel undirbúinn! Sjáðu þetta frábæra myndband sem rúmlega milljón manna hafa séð:
 

Pin It on Pinterest