Átta góð ráð til að halda ró sinni sem foreldri

Átta góð ráð til að halda ró sinni sem foreldri

Átta góð ráð til að halda ró sinni sem foreldri

Að vera foreldri er streitufullt og það er varla augnablik þar sem hægt er að slaka algerlega á. Hugurinn er á sífelldu iði og einhver þarf alltaf eitthvað frá okkur. Stundum virðist sem foreldrar hafi ofurkrafta miðað við allt sem þeir koma í verk, en það er samt ekki svo.

Þegar foreldrahlutverkið reynir virkilega á, slæmur dagur á sér stað getur skapið fokið út í veður og vind.

Þegar við finnum að slæma skapið er á leiðinni er það oftast því hlutirnir gengu ekki alveg eins og áætlað var. Kannski var það í okkar valdi, kannski ekki. Verum bara hreinskilin – fullt getur farið úrskeiðis á degi hverjum!

Barnið er að taka bræðiskast…aftur

Þið eruð of sein í skólann…aftur

Enginn hlustar…enn og aftur

Barnið hreytti í þig ónotum…aftur

Þið sjáið mynstrið hér, enda þekkja þetta allir foreldrar. Suma dagana viljum við bara öskra, fara aftur upp í rúm eða keyra á ókunnan stað og byrja upp á nýtt! Þessir dagar eiga sér stað, og það er eðlilegt. Þú ættir samt ekki að þurfa að þjást því geðheilsan þín skiptir fjölskylduna miklu máli og hvernig þú átt við streitu er stór hluti andlegrar vellíðanar. Breyttu sjónarhorninu og eigðu þessi ráð í „verkfæratöskunni“ upp á að hlaupa.

1. Settu mynd á

Ef dagurinn virðist vera á leið með að verða óstöðugur er engin skömm í því að setja bara mynd í tækið. Ef foreldrar hefðu getað, hefðu þeir líka gert það á öldum áður. Láttu alla vera sammála ef hægt er og þá verða allir ánægðir og gleyma sér. Ef þig langar ekki að sjá myndina geturðu laumast í burt og notið einverunnar.

2. Búðu til heitan drykk

Sumir foreldrar lifa á kaffi. Ef þú átt slæman dag, gerðu þér dagamun og búðu til kakó eða kauptu bolla á kaffihúsi. Andaðu að þér ilminum og njóttu. Auka koffín gerir oft gæfumuninn og getur breytt deginum fyrir þig. Stoppaðu allt sem er í gangi og hugsaðu um þig í nokkrar mínútur.

3. Gefðu knús

Nei, ekki bara til hvers sem er, heldur faðmaðu krakkana og fjölskylduna! Eitt einfalt faðmlag sleppir endorfíni til heilans og þú verður rólegri og glaðari. Ef þú ert að verða reið/ur og í slæmu skapi, taktu börnin í fangið. Þú ert foreldrið og þau vilja sjá þig sýna ástúð fremur en reiði. Knúsið hjálpar ykkur báðum og breytir skynjuninni.

4. Slepptu tökunum

Stór hluti foreldrahlutverksins snýst um stjórnun. Þú stjórnar heimilinu og krökkunum. Þú fylgist með athöfnum, keyrir til og frá með þau, þarft að muna hvað hverjum finnst gott að borða, og það sem mamma eða pabbi segir, það á að standa. Ef þú ert leið/ur eru allir leiðir. Ef dagurinn er ekki að fara samkvæmt áætlun, taktu djúpan andardrátt, slakaðu á öxlunum og slepptu tökum á stjórninni. Þú stjórnar kannski ekki deginum en þú getur stjórnað hvernig þú bregst við honum. Bregstu við af reisn og hógværð.

5. Farið út

Erfiðasta sem foreldrar ganga í gegnum þegar þeir eiga slæman dag er að komast úr þessu vonda skapi. Það er stundum erfitt inni á heimilinu. Breyttu því um umhverfi og farið út úr húsinu. Það getur hreinlega bjargað deginum. Þó það sé bara að fara út í garð, skiptir það samt máli. Krakkarnir hlaupa um og ferskt loft hjálpar öllum.

6. Leggðu þig

Þegar þú ert með litla krakka er kannski erfiðara en að segja það að leggja þig. Ef þú ert samt heima með makanum, vinkonu eða eldra barni er kannski sniðugt að leggjast inn í rúm, þó það sé ekki nema 20 mínútur. Leggstu niður, lokaðu augunum og ýttu á „reset“ takkann! Taktu djúpa andardrætti, hægðu á önduninni.

7. Jóga

Ef þú kannt jóga er það alger snilld. Settu myndband á YouTube og fáðu krakkana með, ef þeir geta. Teygðu þig og fáðu blóðflæðið í gang. Yogi Approved hefur allskonar hreyfingar fyrir upptekna foreldra að gera með börnunum sínum. Þannig breytirðu andrúmsloftinu á heimilinu og það hjálpar líka við þennan bakverk! Þú getur losnað við heilmikið af streitu með jógaæfingum.

8. Biðstu afsökunar

Það er mjög gott fyrir foreldra að biðja börnin hreinlega afsökunar ef þeir hafa gengið of langt. Þó að þú hafir ekki verið að garga, útskýrðu fyrir þeim að þú eigir slæman dag og þú viljir ekki að það bitni á þeim. Skap foreldranna hefur áhrif á alla á heimilinu og getur hangið eins og þrumuský yfir öllu. Biddu þau afsökunar og kenndu þeim að það er í lagi að eiga slæman dag, en ekki taka tilfinningarnar út á öðrum.

 

 

Ónógur svefn hefur mikil áhrif á námsárangur barna

Ónógur svefn hefur mikil áhrif á námsárangur barna

Ónógur svefn hefur mikil áhrif á námsárangur barna

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að ónógur svefn hefur áhrif á bæði hegðun barna sem og námsárangur þeirra.Svefn er lífsnauðsynlegur og styður við andlega og líkamlega vellíðan og er börnum sérstaklega mikilvægur. Svefninn hjálpar þeim að stækka, þroskast og takast á við næsta dag. Þegar barn fær ekki nægan svefn hefur það áhrif á heilsuna og hugarástand, en alltaf er verið að rannsaka og komast að því hvað hann hefur mikil áhrif og hvernig er hægt að bæta úr málum.

Samkvæmt EurekAlert var rannsókn framkvæmd sem sýndi að ónógur svefn hjá lituðum börnum efnaminni fjölskyldna hafði neikvæð áhrif á hegðun sem og námsárangur. Rannsóknin var framkvæmd af NYU Grossman School of Medicine, Harvard Medical School, og háskólanum í Texasog má lesa um hana hér.

Slakur og ekki nægur svefn hefur áhrif á þessi börn og setur þau í hættu á að þróa með sér hegðunarvanda og kemur í veg fyrir velgengni í skóla. Skoðuð var tenging milli svefns, hegðunar í tíma og svo einkunnir.

Einkum voru þeldökk börn skoðuð sem ólust upp í vanþróuðum hverfum, sem ekki fengu stuðning ríkisins eða önnur úrræði á vegum ríkisins.

Kennarar sögðu frá þreytu barna í tíma og lítilli þáttöku.

Alexandra Ursache, ein af rannsakendum, sagði að rannsóknin sýndi mikilvægi þess að þróa með börnum heilbrigt svefnmynstur.

Kennarar eiga einnig að ræða við foreldra sjái hann merki þess að barn sé þreytt í kennslustund. Þetta hjálpar öllum við að hjálpa barninu að ná betri námsárangri.

Best væri að rannsaka fleiri börn úr öllum stigum þjóðfélagsins, af öllum kynþáttum, til að sjá hvort alhæfa megi um niðurstöðurnar. Einnig var ekki notaður svefnriti heldur spurningalisti sem rýrir rættmæti niðurstaðnanna.

 

Skjátími er hvorki góður né slæmur

Skjátími er hvorki góður né slæmur

Skjátími er hvorki góður né slæmur

Nýtt sjónarhorn hefur nú komið fram þegar kemur að skjátíma barna, samkvæmt Psychology Today, en Mike Brooks, Ph.D. hefur nú sagt að skjátími sé hvorki góður né slæmur. Margir foreldrar hafa haft miklar áhyggjur af skjátíma, sérstaklega á Covid-tímum þar sem krakkar eyða meiri tíma fyrir framan skjá en nokkurn tíma áður.

Krakkar læra á netinu eða í gegnum samskiptaforrit, þau spila tölvuleiki og horfa á myndbönd á YouTube og svo mætti lengi telja.

Samkvæmt American Academy of Child & Adolescent Psychiatryeyða börn í Bandaríkjunum fjórum til sex klukkustundum á dag fyrir framan skjá af einhverju tagi. Táningar í allt að níu tíma.

Þrátt fyrir að þessar tölur kunni að valda ugg, er þetta ekki alslæmt samkvæmt sérfræðingi, en hann ræðir mikilvægi sjónarhorns þegar horft er til skjátíma.

Mike Brooks segir þrjá hluti skipta miklu máli sem foreldrar þurfi að vita varðandi skjátíma.

Í fyrsta lagi vill hann að foreldrar viti að skjáir hvorki hjálpi né skaði heilsu barna að ráði. Hann segir að fyrir börn og unglinga hafi skjátími engin áhrif á heilsu þeirra og velgengni og segir Mike að manneskjur séu þrautseigar að eðlisfari. Hann bendir þó á að skjátími geti, í sumum tilfellum, aukið á kvíða og þunglyndi en svo séu önnur tilfelli þar sem tækin „auki fyllingu og dýpt í lífum fólks.“

Mike bendir einnig á að það sé ekkert rétt svar þegar spurt er um hversu mikill skjátími sé of langur. Þetta hafi verið viðrað, og allir hafi mismunandi skoðun. Hann ráðleggur foreldrum að „missa ekki svefn“ yfir því hversu miklum tíma barnið eyði fyrir framan skjá, svo lengi sem það sé ekki að valda „alvarlegum árekstrum.“

Foreldrar hafa sagt að rifrildi hafi aukist vegna skjátíma og slíkt getur rekist á við hversu miklum tíma fólk eyðir með börnunum sínum. Ef það eru „reglur án samskipta og tengsla“ getur það leitt til uppreisnar, þ.e. ef foreldrar setja reglur án þess að eiga í góðum samskiptum og tengslum við börnin sín. Orka foreldranna ætti að beinast að því að auka samband sitt við barnið, sem gerir þá líklegri til að fá börnin til að hlýða þegar kemur að því að setja mörk hvað skjátímann varðar.

Heimild: Moms.com

Svona færðu börnin til að hreyfa sig meira

Svona færðu börnin til að hreyfa sig meira

Svona færðu börnin til að hreyfa sig meira

Vissir þú að börn þurfa að hreyfa sig af mikilli ákefð í klukkustund á dag? Þú þarft samt ekki að beita neinu harðræði til að fá þau til að hreyfa sig, þú þarft bara að vera sniðug/ur!

Hér eru nokkur frábær ráð:

Gerið það saman

Kvöldmaturinn er búinn. Í stað þess að fara inn í sjónvarpsherbergi, farðu beint að útidyrahurðinni. Farið út að labba eða hjóla. Finnið körfuboltavöll, farið í eltingaleik eða dansið. Hafið umræðuefnið létt, ekki rétti tíminn til að skammast út af einkunnum eða hegðun. Ef það er gaman hjá öllum vilja allir fara út að leika aftur.

Reynið að finna klukkutíma á dag

Börn þurfa að hreyfa sig í 60 mínútur á dag. Hreyfingin ætti að samanstanda af æfingum sem reyna á hjartað (labba hratt eða hlaupa), æfa vöðvana (armbeygjur) og styrkja beinin (sippa o.þ.h.).

Þessi klukkutími þarf samt ekki að vera tekinn allur í einu. Hægt er að skipta þessu upp í nokkrar lotur. Til dæmis, ef barnið hefur farið í 40 mínútna íþróttatíma í skólanum, gerið eitthvað sniðugt í 20 mínútur um kvöldið, út að labba með hundinn eða í sund.

Að nota skrefateljara

Krakkar elska tæknidót. Að gefa barninu úr með skrefateljara getur virkilega haft góð áhrif á að það hreyfi sig meira. Enn betra er að ef allir í fjölskyldunni hafi slíkt tæki. Þá er hægt að koma með litlar áskoranir af og til eða keppni milli fjölskyldumeðlima. Hversu mörg skref eru út í búð? Hvað ertu fljót/ur að taka 80 skref? Krakkar elska að taka þátt í svona leikjum og það er ekkert nema hollt.

Að eiga rétta búnaðinn

Þú þarft ekki að eyða fúlgu fjár í búnað, þó það sé líka gaman. Hægt er að kaupa sippuband eða uppblásinn bolta sem gerir það sama. Eigðu kannski varasjóð með nýju dóti sem hægt er að leika með úti. Svo getur þú verið hetjan þegar börnunum leiðist!

Veldu umhverfið

Hljómar einfalt, en stundum þarftu að kjósa rétta staðsetningu. Farðu með börnin á róló, fótboltavöllinn eða í garðinn. Takið með ykkur nesti og vini þeirra. Þú þarft ekki að hafa mikið fyrir því, hreyfingin kemur að sjálfu sér.

Fjárfestu í íþróttatímum

Hvað sem það er, karate, tennis, jóga eða dans – getur verið frábær leið til að leyfa börnunum að verða heilluð af íþrótt. Farið í heimsókn í tíma áður en þið ákveðið ykkur og leyfið barninu að velja uppáhaldið sitt. Þannig veistu að peningunum er vel varið.

Spila tölvuleiki? Já!

Hreyfingin þarf ekki að vera óvinurinn. Ef þið eigið eða hafið aðgang að tölvu á borð við Kinect eða Wii eru þar margir leikir sem innihalda líkamsrækt, jóga, íþróttir, dans og fleira. Krakkar sem hreyfa sig í leik brenna um 200% meira en þeir sem sitja við leikinn.

Hafðu gaman

Taktu í hönd barnsins þíns og hoppaðu í lauf- eða snjóhrúgu. Þú þarft ekkert að minnast á „hreyfingu“ – hún gerist að sjálfu sér. Plantið blómum. Labbið í bókasafnið. Búið til snjókall. Hafðu skemmtunina fumlausa á hverjum degi, ekki eitthvað sem „þarf að gera.“

Vertu hvetjandi

Ef barnið þitt hefur ekki áhuga á hreyfingu um leið, ekki gefast upp. Hrósaðu því fyrir það sem það gerir. Ef barnið hefur ekki gaman af keppni, reyndu eitthvað annað, s.s. fjallgöngu eða kayak. Lykilinn er að finna það sem þeim finnst gaman. Haltu áfram að prófa mismunandi íþróttir eða athafnir. Hjálpaðu þeim að sjá að hreyfing er fyrir alla.

Finndu það sem þú brennur fyrir

Ef þú vilt sjá börnin þín hreyfa sig hjálpar það til ef þú gerir það líka. Ef þau sjá þig stunda hreyfingu sjá þau að hún er hluti af lífinu og hún er skemmtileg. Svo, hvað finnst þér gaman? Finndu það sem þú elskar og deildu því svo með börnunum. Það er allt í lagi þó þið hafið ekki verið að hreyfa ykkur mikið saman. Þið getið byrjað á því saman.

Laumaðu því inn

Til dæmis, ef þú ert að fara í verslun skaltu leggja langt frá innganginum. Sleppið lyftunni og notið stigann. Búðu til smá keppnir, hver getur tekið til fljótast eða búið til stærsta snjóskaflinn? Gríptu hvert tækifæri til að ganga, hlaupa, hoppa og leika til að gera hreyfinguna órjúfanlega hluta lífsins.

Heimild: WebMd

Hvettu börnin þín til að leika sér!

Hvettu börnin þín til að leika sér!

Hvettu börnin þín til að leika sér!

Foreldrar hafa sennilega alltaf sagt við orkumikil börn: „Farðu út að leika þér!“ Þrátt fyrir það, hafa þau sennilega ekki haft hugmynd um að þau væru að ýta undir tilfinninga-og taugaþroska, vitrænan þroska, aukna tungumálafærni og sjálfsstjórn barna ásamt félagsþroska og breytingu á heilaþroska sem hjálpar börnum í markmiðasetningu og færni í að draga úr áreiti.

Með öðrum orðum: Leikurinn er heilbrigður þroski. Fjölmargar rannsóknir í gegnum árin hafa einmitt sýnt sömu niðurstöður, og nýjasta rannsóknin sem birt var á dögunum í tímaritinu Pediatrics, segir að leikurinn hjálpi einnig börnum að eiga við streitu. Það sem meira er, leikurinn ýtir undir góð, stöðug og nærandi sambönd við umönnunaraðilana sem börnin þurfa á að halda til að þrífast.

Skilgreining leiksins er ekki einföld eða hægt að útskýra til fullnustu en rannsakendur eru sammála um að leikurinn þróist á náttúrulegan hátt, noti virka þátttöku og leiði til hamingju og uppgötvanna. Hann er einnig valkvæður, skemmtilegur og óvæntur, með engu sérstöku markmiði.

BarnasálfræðingurinnEileen Kennedy-Moore, PhD, segir að til séu tvær gerðir leiks: „Leikurinn er barnsmiðaður, hann snýst um að kanna hluti. Smábarnið setur allt í munninn á sér, það er forvitið um heiminn. Líkamlegur leikur snýst um átök og að veltast um, börn hlaupa og hreyfa sig. Félagslegur leikur getur snúist um að barn fylgist með öðru barni leika sér, leikur sér við hlið þess, og fer svo að taka þátt í honum og þau deila sameiginlegum markmiðum. Hermileikur er þegar börn bregða sér í hlutverk, t.d. verður mamman eða pabbinn. Það er áhugavert að þetta gerist á sama þroskaskeiði hjá öllum börnum víða um veröld, sérstaklega á leikskólaaldrinum.“

Frjáls leikur hvetur börn til að finna út hvað þau vilja sjálf, hverju þau hafa áhuga á. Ef fullorðinn stýrir leiknum er hann meira til lærdóms og hefur sérstakt markmið í huga.

Kennedy-Moore segir: „Fullorðinsstýrður leikur snýst ekki um að hinn fullorðni sé að leggja börnum línurnar heldur spyr hann börnin spurninga sem hvetur þau til að hugsa. T.a.m. ef foreldri situr með barni að leysa púsluspil gæti hann sagt: „Ég sé að guli liturinn er hér ráðandi. Sérð þú einhver gul púsl?“ Að spyrja spurninga án þess að gefa svörin gefur barninu tækifæri á að sanna sig, vita rétta svarið.

Leikurinn er einnig leið barnsins til að losa um streitu. Búi barnið í mjög streituvaldandi umhverfi er nauðsynlegt fyrir það að fá tíma til að leika sér.

Leik-ráð frá Kennedy-Moore

Engin tæki. Það er engin rétt tímalengd fyrir börn að leika sér – en fylgstu með skjátíma barnanna. Hún segir: „Að spila tölvuleik við vini sína er ekki það sama og í raunheimi, þar sem börnin semja reglurnar, stunda samvinnu og keppa við hvert annað.“

Að leika einn er gott…upp að vissu marki: „Að leika sér eitt getur verið yndislegt og það eykur ímyndunaraflið. Til dæmis elska börn að leika ein með Lego.“ Leiki barnið alltaf eitt getur það verið viðvörunarmerki vegna félagslegrar einangrunar.

Fagnaðu óskipulögðum leik. Börnin segja: „Mér leiðist!“ og foreldrarnir stökkva til björgunar. Kennedy-Moore segir: „Ef foreldrar geta staðist það, kvartar barnið sáran og svo – gerist dálítið dásamlegt: Börn finna sér eitthvað að gera. Það er einstakur hæfileiki að fylgja eigin forvitni, skemmta sér sjálfum og stjórna tilfinningum.“

Leikurinn sjálfur er málið. „Leikurinn er mikilvægur og dýrmætur, þrátt fyrir að hann sé ekki í stöðugri, sýnilegri þróun í hvert skipti. Leikurinn er eins og listin – að læra að kunna að meta hann.“

Heimild: WebMd

 

 

Pin It on Pinterest