Þurfa börn að taka vítamín?

Þurfa börn að taka vítamín?

Þurfa börn að taka vítamín?

Nú er mikið í tísku að gefa börnum vítamín, t.d. í formi gúmmís. En er raunverulega þörf á því?

Sérfræðingar eru sammála að það sé ekki alltaf nauðsynlegt. Best væri auðvitað að krakkar fengju allt sem þau þarfnast frá heilsbrigðu mataræði s.s.:

Mjólkurvörum, s.s. osti og jógúrt

Fullt af ferskum ávöxtum og grænmeti

Prótein s.s. kjúkling, fiski, kjöti og eggjum

Trefjum s.s. höfrum og brúnum hrísgrjónum

Hvaða börn þurfa að taka vítamín?

Eins og við vitum eru foreldrar og börn oft upptekin og ekki alltaf hægt að hafa vel útilátinn mat tvisvar á dag með öllu sem þau þarfnast. Það er ástæðan fyrir að barnalæknar mæla stundum með fjölvítamínum eða steinefnum fyrir börn sem:

Borða ekki reglulega fjölbreytta fæðu gerða frá grunni

Dyntótt börn sem bara borða ekki nógu mikið

Börn með króníska sjúkdóma s.s. astma eða meltingarvanda, sérstaklega ef þau þurfa að taka lyf (talaðu samt við lækninn þinn áður en þú gefur barninu auka vítamín eða steinefni

Börn sem eru grænmetisætur eða vegan (þau gætu þurft auka járn) eða borða ekki mjólkurvörur (gætu þurft auka kalk)

Börn sem drekka mikið af gosi

Stórir skammtar af allskonar vítamínum eru ekki góðir fyrir börn. Fituleysanleg vítamín (A, D, E og K) geta verið eitruð ef börn fá of mikið af þeim. Líka af járni.

Hér er góður leiðarvísir fyrir mat og næringarefnin sem hann inniheldur.

Ef þú gefur börnunum þínum vítamín eru hér góð ráð:

Ekki geyma vítamínin þar sem börnin sjá þau, svo þau freistist ekki til að borða þau eins og sælgæti.

Reyndu vítamín sem barnið getur tuggið ef það vill ekki taka töflur

Bíddu þar til barnið er fjögurra ára til að taka fjölvítamín, nema læknirinn ráðleggi annað

 

Heimild: WebMd

„Sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu“

„Sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu“

„Sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu“

Læknaneminn Álfhildur Ösp Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku og mun hún ljúka læknisfræði næsta vor. Hún og unnusti hennar keyptu sér íbúð á Íslandi sem þau ætla að gera upp í sumar og flytja svo heim á næsta ári.

Álfhildur og Vilhjálmur, unnusti hennar

Dóttir Álfhildar verður þriggja ára eftir tvær vikur og er henni er umhugað um að hún fái sem næringarríkasta og holla fæðu. Álfhildur heldur úti síðunni Barnabitar á Instagram þar sem hún sýnir foreldrum uppskriftir sem henta börnum, enda eru þær fallegar, einfaldar og fljótlegar.

 

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

Þegar dóttir Álfhildar var þriggja, fjögurra mánaða fór brjóstagjöfin að ganga brösuglega að sögn Álfhildar og hún virtist óánægð og ekki vera að fá nóg: „Sama hvað ég reyndi að gera – borða meira, drekka mikið vatn, drekka mjólkuraukandi te og prófaði öll ráðin í bókinni þá gekk þetta bara ekki. Ég tók þetta mikið inn á mig, sem er ábyggilega ástæðan fyrir því að ég lagði strax svona mikið púður í matinn hennar. Ég hafði lesið mér mikið til og lærði að það sem skipti mestu máli (með fjölbreytni) væri að vera staðfastur og bjóða það sama aftur og aftur og aftur. Ég ákvað þess vegna, til að skora á sjálfa mig og á sama tíma mögulega að veita innblástur, að búa til Instagramsíðu með matnum hennar. Viðtökurnar urðu mjög hratt svo ótrúlega góðar að það varð ekki aftur snúið!“

Með dótturinni heppnu!

Álfhildur leggur mikið upp úr því að maturinn sem hún setur inn sé ekki bara næringarríkur heldur líka fljótlega gerður: „Seinnipartinn þegar orkan á heimilinu er ekki alveg sú mesta, er þægilegt að geta gripið í einfalda hluti og á sama tíma gefið góða næringu.“ Instagramsíða Barnabita er dásamlega falleg og maturinn afskaplega girnilegur. Er maturinn alltaf svona? „Það er auðvitað ekki meginatriði að maturinn sé fallega framreiddur, aðalatriðið er innihaldið. Stelpan mín hefur samt ótrúlega gaman af þessu og oft verið mun spenntari fyrir matnum, þegar hann er skemmtilega lagður á borðið.“  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

View this post on Instagram

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

 

Hversu mikilvægt er að foreldrar gefi sér tíma að elda mat fyrir barnið/börnin, að þínu mati?

„Ég er mjög meðvituð um það á sama tíma að vera einlæg og setja ekki pressu á mæður – mér finnst hún nóg nú þegar. Þetta eru bara mínar hugmyndir og ber ekki að taka sem heilögum. Mæður þekkja sín börn best og börn eru eins misjöfn og þau eru mörg.“

Sérð þú mun á þínu barni eftir því hvað það borðar?

„Ég sé mikinn mun á stelpunni minni eftir hvað hún borðar. Það er auðvitað misjafnt eftir börnum, en mikill sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu.“

 

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

Hvert er svo næsta skref? Bók kannski? „Ég veit ekki alveg sjálf hversu langt ég geng með síðuna. Nokkrir góðir í kringum mig hafa ýtt í mig og bent mér á að ég ætti að gera bók. Ég veit sjálf ekki hvort ég leggi í það, með læknisfræðinni og móðurhlutverkinu – en hver veit, það væri ótrúlega gaman!“

Við á Mömmunni þökkum Álfhildi kærlega fyrir spjallið og bendum að sjálfsögðu á Barnabita á Instagram!

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

View this post on Instagram

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Oft er nýbökuðum mæðrum umhugað um að léttast um barnsburðarkílóin fyrst um sinn. Það er samt eitt mikilvægara eftir barnsburð og það er að borða þá fæðu sem gefur þér kraftinn til að verða besta móðir sem þú getur orðið!

Borðaðu litlar, hollar máltíðir yfir daginn til að auka þá litlu orku sem þú hefur. Ef þú ert með barnið á brjósti, mun brjóstamjólkin alltaf verða barninu jafn holl, sama hvað þú kýst að láta ofan í þig.

Það fylgir samt böggull skammrifi, því þegar þú færð ekki nauðsynleg næringarefni úr fæðunni sem þú borðar tekur líkaminn þau efni úr forðabúri þínu. Best er því að fylgjast með fæðu- og næringarinntökunni til að bæði þú og barnið fái aðeins það besta.

Hér eru nokkrar tillögur að hollri fæðu:

Lax

Það er enginn matur sem telst fullkominn. Lax er þó frekar nálægt því! Næringarbomba sem bragðast vel. Laxinn er fullur af fitu er kallast DHA. DHA fitusýrur eru nauðsynlegar taugakerfi barnsins. Öll brjóstamjólk inniheldur DHA en magn þeirra er hærra hjá þeim konum sem auka neyslu sína á DHA. Fitusýrurnar geta einnig hjálpað við lundarfarið. Rannsóknir sýna að þær geta spilað hlutverk í að koma í veg fyrir fæðingarþunglyndi.

Ein viðvörun þó: Mælt er með að mjólkandi mæður, konur sem eru þungaðar og þær sem hyggja að verða þungaðar í náinni framtíð hugi að hversu mikinn lax þær snæði. Ekki er mælt með að borða hann oftar en tvisvar í viku og er það vegna kvikasilfursmagnsins. Það er í lagi að borða lax kannski þrisvar í viku, en þá bara einu sinni í vikunni á eftir. Kvikasilfursmagn í laxi er talið lágt. Í sverðfiski eða makríl er það mun hærra og ætti að forðast neyslu slíks kjöts.

Mjólkurvörur með lágri fituprósentu

Hvort sem þú kýst jógúrt, mjólk, ost, mjólkurlausar afurðir eða aðrar mjólkurvörur eru þær hluti af heilbrigðu ferli í kringum brjóstagjöf. Athugaðu ef þú notar hafra- eða sojaafurðir að þær innihaldi D vítamín. Þær færa þér prótein og B-vítamín og ekki má gleyma kalkinu. Ef þú ert mjólkandi er mikilvægt að fá nægilegt kalk fyrir barnið og þróun beina.

Athugaðu að þú þarft nóg og barnið líka. Mælt er með að minnsta kosti þremur bollum af mjólkurvörum eða sambærilegum vörum á dag í mataræðinu þínu.

Magurt kjöt

Járnríkur matur er nauðsynlegur og skorti þig járn verðurðu þreytt – sem þýðir að þú hefur ekki nægilega orku til að sinna nýfæddu barni.

Mjólkandi mæður þurfa auka prótein og B-12 vítamín. Magurt kjöt inniheldur bæði.

Baunir

Járnríkar baunir, sérstaklega dökklitaðar líkt og nýrnabaunir eru mjög góð fæða fyrir brjóstagjöf. Þær innihalda hágæða prótein úr náttúrunni og eru ódýr kostur.

Bláber

Mjólkandi mæður ættu að borða tvo skammta af ávöxtum eða safa á dag. Bláber eru frábær kostur til að mæta þörfum þínum, saðsöm og góð. Þau eru full af vítamínum og steinefnum og þú færð mikið af góðum kolvetnum í leiðinni.

Brún hrísgrjón

Ekki hugsa um lágkolvetnafæðu þegar þú ert með barn á brjósti eða nýbúin að eiga. Ef þú ert að hugsa um að grennast í því samhengi er ekki gott að grennast of hratt, því þannig framleiðir þú minni mjólk og hefur minni orku. Blandaðu flóknum kolvetnum eins og brúnum hrísgrjónum, kínóa, byggi eða álíka í mataræðið til að halda orkunni gangandi.

Appelsínur

Þær eru handhægar og stútfullar af næringu og gefa góða orku. Appelsínur og aðrir sítrusávextir eru frábær leið fyrir mæður að fá C-vítamín, en þær þurfa meira en vanalega. Ef þú hefur ekki tíma, fáðu þér appelsínusafa. Stundum er hægt að fá hann meira að segja kalkbættan, þannig þá færðu meira út úr því!

Egg

Góð leið til að auka próteininntöku er að fá sér egg. Hrærðu tvö í morgunmat, skelltu tveimur í salatið þitt eða fáðu þér eggjaköku í kvöldmat.

Gróft brauð

Fólínsýra er mikilvæg á meðgöngu og á fyrstu stigum hennar. Það endar þó ekki þar. Fólínsýra er mikilvæg brjóstamjólkinni og barnið þarf á henni að halda. Mörg gróf brauð og pasta innihelda fólínsýru og einnig trefjar, sem eru mikilvægar.

Grænt grænmeti

 

Spínat og spergilkál innihalda mikið A-vítamín sem er afskaplega gott fyrir þig og barnið. Góð leið líka til fá kalk, C-vítamín og járn án dýraafurða. Svo eru þau full af andoxunarefnum og innihalda fáar hitaeiningar.

Múslí og heilhveitikorn

Hollur morgunmatur er samanstendur af heilhveiti eða höfrum er góð leið til að byrja daginn. Margir innihalda nauðsynleg vítamín og næringarefni til að mæta daglegum þörfum þínum. Allskonar uppskriftir af hafragraut eru til – við mælum með bláberjum og léttmjólk!

Vatn

Mjólkandi mæður eiga í hættu að ofþorna. Til að halda orkunni gangandi sem og mjólkurframleiðslunni er gott að viðhalda vökvabúskapnum allan daginn. Þú getur einnig skipt út með mjólk eða djús en farðu varlega í kaffi og te. Ekki drekka fleiri en tvo til þrjá bolla á dag eða drekktu koffínlaust kaffi. Koffín fer í mjólkina þína og getur orsakað pirring og svefnleysi hjá barninu.

Heimild: WebMD 

 

Þegar brjóstagjöf gengur ekki upp

Þegar brjóstagjöf gengur ekki upp

Þegar brjóstagjöf gengur ekki upp

Rannsóknir sýna að níu af hverjum tíu konum reyna alltaf fyrst að gefa börnum sínum brjóst. Flestar mæður vilja hafa börnin sín á brjósti. Því miður, stundum þvert á óskir okkar, vonir og tilraunir, gengur brjóstagjöf ekki upp.

Margar mæður upplifa djúpan missi þegar þær geta ekki gefið barnið sínu brjóst, annaðhvort alls ekki eða þegar þær geta það ekki jafn lengi og þær hefðu óskað.

Það er eðlilegt að vera döpur og finna fyrir sorg og samviskubiti. Það er mikilvægt að leyfa sér að upplifa þessar tilfinningar. Það getur verið að þér finnist reynslan hafa verið slæm og þú hafir ákveðið allt annað. Þrátt fyrir að þú hafir gefið barninu brjóst í stuttan tíma, jafnvel bara nokkra daga, er það dýrmæt gjöf sem þú getur verið ánægð með.

Það getur tekið einhvern tíma að ná sátt aftur. Að ræða við þína nánustu, s.s. vini, maka eða fjölskyldu um málið getur alltaf verið gott. Þú getur einnig rætt við ljósmóður eða lækni til að fá tilfinningalegan og andlegan stuðning.

Næstum allar mæður byrja á brjóstagjöf en minna en helmingur barna eru ekki 100% á brjósti eftir fjóra mánuði. Stundum er það vegna þess að konur fá ekki réttar upplýsingar eða réttan stuðning á réttum tíma.

Börn yngri en 12 mánaða þurfa brjóstamjólk eða þurrmjólk til að vaxa og þroskast. Ef þú ert ekki að gefa barni þínu brjóst getur þú:

  • Mjólkað þig
  • Notað þurrmjólk
  • Fengið brjóstamjólk frá annarri móður
  • Notað blöndu af ofangreindu

Stundum hefja mæður brjóstagjöf aftur eftir hlé. Með þolinmæði og ákveðni (og samvinnuþýðu barni) getur móðirin oft náð upp mjólkurbirgðum á ný og það getur gengið ágætlega.

Taka tvö

Margar konur geta gefið næsta barni sínu brjóst þrátt fyrir að það hafi ekki gengið upp áður.

Það sem getur hjálpað er að ræða við brjóstagjafaráðgjafa eða lært á netinu eða námskeiðum.

                                                                                               Heimild: Australian Breastfeeding Association 

Hvað borðar ársgamalt barn?

Hvað borðar ársgamalt barn?

Hvað borðar ársgamalt barn?

Margir foreldrar eru í vandræðum að velja réttan mat til að gefa ársgömlu barni. Ef þú ert að vandræðast með slíkt ertu að lesa rétta grein! Barnið er að vaxa og þau þurfa meira en mjólk …en hvað? Hér eru sniðug ráð fyrir samsetningu matar fyrir ársgamalt barn, næringarrík og einföld.

Ársgömul börn eru afar sérstakar týpur! Þau eru að læra svo margt nýtt. Að ganga og tala og þau eru líka að nota þessa sniðugu guðsgaffla: fingurnar. Við getum nýtt alla okkar þekkingu þegar kemur að þessum atriðum.

Nú geta þau tekið upp mat með vísifingri og þumli. Þau geta tekið upp smáa hluti, bita af mat og sett þá upp í munn. Þau vilja nota þetta grip og við viljum að þau borði þannig gerum þetta saman!

Ársgömul börn hafa lítið magamál þannig hver biti þarf að vera úthugsaður. Börnin þurfa járnríkan mat og líka grænmeti og appelsínugulan mat til að fá öll nauðsynleg næringarefni.

Þau þurfa einnig mikla fitu til að heilinn þroskist eðlilega, prótein og kolvetni til að stækka. Að gefa börnunum eins lítið unninn mat og hægt er hjálpar til við að fá öll næringarefni sem þau þarfnast.

Hér er formúla sem þú getur notað til viðmiðunar fyrir máltíðir og snarl fyrir barnið:

Prótein + fita + ávöxtur og/eða grænmeti + orkuríkur matur = vel samsett máltíð.

Próteingjafar sem ársgömul börn geta borðað. Athugaðu að allt sé eldað þar til það er mjúkt og skorið niður eða borið fram á öruggan hátt:

  • Egg
  • Kjúklingur
  • Fiskur
  • Nautakjöt
  • Svínakjöt
  • Lambakjöt
  • Baunir (eldaðar þar til þær eru mjúkar)
  • Hummus
  • Hnetusmjör (smurt þunnt á brauð)
  • Mjólkurvörur
  • Tófú
  • Hnetur eða fræ í jógurt eða eplamauk

Athugaðu að gefa barninu prótein í hverri máltíð eða snarli.

Fita fyrir ársgamalt barn

Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir barnið – að bæta fitu í matinn hjálpar líkömum þeirra að vinna úr fituleysanlegum vítamínum og fitan hjálpar til við heilaþroskann

  • Ólífuolía
  • Avocado olía
  • Kókosolía
  • Smjör
  • Feitur fiskur (lúða, lax)
  • Avocado
  • Fituríkar mjólkurvörur
  • Hnetusmjör í matinn eða á brauð

Ávextir og grænmeti fyrir ársgömul börn

Allir ávextir og grænmeti eru hentug til að gefa börnum. Við viljum helst að þau borði grænt og appelsínugult grænmeti daglega. Hér er listi yfir slíkt. Þau ættu öll að vera elduð og mjúk og skorin í þeirri stærð að barnið geti haldið á þeim milli þumals og vísifingurs.

  • Gulrætur
  • Sætar kartöflur
  • Grasker
  • Brokkólí
  • Eldað kál
  • Svo þarftu að athuga að gefa barninu nægilegt C-vítamín en það hjálpar til við upptöku járns í líkamanum.

Orkuríkur matur

Eins og nafnið gefur til kynna gefur matur börnum orku, s.s. hafrar, sterkjuríkt grænmeti og ávextir. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að gefa barninu BARA kex eða seríós í snarl og fyllur það magann, vissulega, en veitir ekki nægilega næringu.

Það þarf að vera mikið af vítamínum, steinefnum og öðrum næringarefnum í matnum.

Til dæmis:

  • Kínóa
  • Hafrar (eldaðir)
  • Sætar kartöflur
  • Baunir ýmiskonar
  • Hvítar kartöflur
  • Hrísgrjón
  • Brauð
  • Þurrkaðir ávextir eða eldaðir og skornir í litla bita

Varist að gefa barninu mat sem getur staðið í þeim.

Algengast er að standi í börnum:

  • Gulrótastangir
  • Heil vínber eða kirsuberjatómatar
  • Stórir bitar af hráum ávöxtum eða grænmeti
  • Poppkorn
  • Kartöfluflögur
  • Heilar hnetur og fræ
  • Seigt kjöt
  • Stórir skammtar af hnetusmjöri
  • Pylsur
  • Stórir ostbitar
  • Tyggjó
  • Hart sælgæti eða mjúkt
  • Til að koma í veg fyrir að standi í börnum er alltaf ráðlagt að mýkja eða skera í litla bita. Forðist matvæli sem ekki er hægt að meðhöndla á þann hátt.

Hér eru hugmyndir að vel samsettum máltíðum fyrir ársgamalt barn:

Morgunmatur: Hafragrautur búinn til með kókosolíu og hnetusmjöri hrært í, blá mjólk og jarðarber.

Morgunhressing: Frosnar baunir eldaðar með smjöri á, niðursneitt epli

Hádegismatur: Brauð með möndlusmjöri, eldaðar gulrætur með ólífuolíu

Kaffi: Niðursneitt avocado, seríós

Kvöldmatur: Mjúkur kjúklingur, hrísgrjón með smjöri, gufusoðið brokkolí með ólífuolíu, mjólkurglas

 

Pin It on Pinterest