Níu ára drengur aðstoðaði móður sína í fæðingu

Níu ára drengur aðstoðaði móður sína í fæðingu

Níu ára drengur aðstoðaði móður sína í fæðingu

Hollie Lau frá Ohioríki, Bandaríkjunum, fæddi stúlkubarn í fyrra og vissi hún að hún þyrfti stuðning og ást í fæðingunni. Fæðingarteymið í kringum hana á spítalanum innihélt óvæntan meðlim: Son Hollie, Charlie, sem var níu ára gamall á þeim tíma.

Hollie segir hugmyndina hafa komið frá Charlie sjálfum: „Það var í raun sonur minn sem spurði,“ og hún tók vel í hugmyndina. Hún sagði að þetta væri dásamlegt fyrir hann að upplifa og einnig gott fyrir yngri bróðurinn Hank sem er sjö ára sem einnig var viðstæddur.

„Drengir fá ekki sama rými í menningu okkar að gera nærandi hluti. Okkur fannst að við yrðum að „normalísera“ fæðingu og brjóstagjöf fyrir sonum okkar og þegar hann spurði studdum við hugmyndina,“ segir Hollie. „Það er svo mikið sem hægt er að læra af fæðingu og við vildum nýta tækifærið.“

Auðvitað var mikill undirbúningur fyrir drenginga til að þetta yrði þeim ekki ofviða: „Við lágum í rúminu á kvöldin og horfðum á fæðingarmyndbönd á Instagram. Við ræddum svo það sem við sáum og ímynduðum okkur hvernig fæðing liti út, hvernig hún hljómaði, hvernig hún lyktaði. Þeir fóru líka á fæðingarnámskeið. Þannig skildu þeir hvað líkami minn var að upplifa í gegnum öll stig fæðingarinnar.“

 

Þegar að stóru stundinni kom var Charlie ofboðslega spenntur: „Hann var mest hissa þegar kollurinn kom í ljós. Að sjá systur sína og glitta í hana eftir að ég hafði verið í mikilli vinnu þangað til var bara mjög spennandi. Að sjá persónuna sem við höfðum verið að búa okkur undir að hitta í marga mánuði var loksins komin, hann var alveg í skýjunum.“

Um leið og litla stúlkan kom í heiminn hjúfruðu Charlie og Hank sig upp við mömmu sína og litla systir tók brjóstið, sem Hollie segir hafa verið „töfrum líkast.“

Ljósmyndarinn Hannah Spencer var viðstödd allan tímann og var hún afar þakklát og hrærð yfir þessari fallegu stund: „Mæður ættu að fá að hafa þær sem þær vilja við fæðingu, börn eða aðra.“

 

Hollie segir að hún sé fullkomlega meðvituð um að ekki myndu allar mæður kjósa að hafa börnin sín viðstödd en hún mælir svo sannarlega með því: „Þetta getur verið mjög jákvæð reynsla með réttum undirbúningi. Börnin okkar eiga skilið að verða vitni að og upplifa nýtt líf koma inn í fjölskyldur.“

Heimild: Mother.ly

Snilldarráð móður heldur börnum uppteknum á ferðalögum!

Snilldarráð móður heldur börnum uppteknum á ferðalögum!

Snilldarráð móður heldur börnum uppteknum á ferðalögum!

Nú þegar sumarfríin fara í hönd og fólk fer í ferðalög með börnin sín er ekki úr vegi að hugsa um bílferðir sem litla fólkið er ekki alltaf spennt fyrir.

Bresk móðir að nafni Whitney Leavitt deildi afar sniðugu „life hack-i“ sem gæti bjargað bílferðum…það er að segja ef ekki er nú þegar skjár í aftursæti bílsins.

Rúmlega 14 milljónir hafa séð myndbandið á TikTok og er það stutt og hnitmiðað: Whitney opnar samlokupoka áður en hún setur iPhone-inn sinn í pokann og lokar. Svo tekur hún höfuðpúðann af farþegamegin, stingur gat á pokann með járnpinnunum til að festa pokann og hengir hann svo barnið geti séð símann. Þetta þýðir að börnin geti horft á símann á meðan keyrt er, án þess að halda á símanum.

890.000 manns hafa líkað við myndbandið og um 5000 manns sett athugasemdir við það.

Einn sagði: „Omg, þú bjargaðir lífi mínu.“

„12 tíma bílferð á næstunni! Takk fyrir hugmyndina,“ sagði önnur móðir.

Sá þriðji sagði: „Ég vildi ég hefði vitað af þessu þegar börnin mín voru lítil.“

Hér getur þú séð myndbandið:

 

@whitleavitt

We’re headed to Bryce National Park 😍 ##brycecanyonnationalpark ##roadtriphacks ##hacks ##diy ##familyroadtrip ##lifehacks

♬ Shake The Room – Pop Smoke

Útbrunnar mæður – hvernig við getum minnkað álagið

Útbrunnar mæður – hvernig við getum minnkað álagið

Útbrunnar mæður – hvernig við getum minnkað álagið

Fyrir meira en tveimur áratugum síðan var algengast að konur ólu upp börnin ásamt því að sinna öllum heimilisstörfum. Kynjahlutverk foreldra breyttust lítið, hvort sem mæður unnu utan heimilis eður ei. Í dag er þetta afar lítið breytt. Mömmur ala enn upp börnin. Mömmur sinna oftast eldamennskunni, þrifum, þvotti og svo framvegis. Á síðastliðnum árum hafa mæður farið að upplifa kulnun, þó þær eigi maka, þær eyða meirihluta tíma síns í að sinna börnum, heimilum og mökum, á meðan þær reyna að sinna öllu hinu líka.

Því miður er það svo að karlmenn sinna minnihluta þessara athafna og sannleikurinn er sá að við höfum ekki gert nægilega mikinn skurk í að breyta því að húsverkin séu kvennanna að sinna.

Þegar Covid-19 faraldurinn fór að herja á heiminn í fyrra fór álagið á mæður hins vestræna heims aukandi. Fjölskyldur fundu fyrir auknum húsverkum þar sem flestir í fjölskyldunni eyddu heilu dögunum heima. Það þurfti að kaupa meira inn, gæta þurfti að sóttvörnum, meira þurfti að elda heima og fleiri diskar fóru í uppþvottavélina. Herbergi urðu skítugri og börnin þurftu meiri hjálp við heimavinnuna. Fólk í vinnu þurfti að sinna fjarfundum. Og mömmur þurftu að skipuleggja þetta allt saman og meira til.

Eftir ár af þessu kapphlaupi eru mæður alveg búnar á því. Og við erum bara að tala um þessa vinnu sem maður sér.

Tilfinningaleg vinna

Við vitum af þessum praktísku hlutum, að halda heimilinu gangandi er ekkert grín. En það er önnur vinna sem tekur jafn mikið á, ef ekki enn meira. Tilfinningaleg vinna, ef við getum kallað hana svo, er að taka að sér allt tilfinningatengt sem tengist fjölskyldulífinu. Barnið er ósátt við að missa af leik, danssýningu, æfingu eða útskrift og mömmur þurfa að útskýra, hugga og vera til staðar. Mömmur eru í sambandi við þá sem eru einmana, syrgjandi, óttaslegnir og svo framvegis. Makar þurfa líka „umönnun“ – atvinnumissir, reiði, kvíði eða annað.

Mæður lenda því miður oft í því að stilla af tilfinningarnar á heimilinu – einhver á í erfiðleikum, einhverjir rífast, einhver er að missa þolinmæðina, einhver þarf einveru, einhver þarf á meðferð að halda. Þetta er eitthvað sem verður að taka með í reikninginn.

Að halda heimilinu saman tilfinningalega er meira en að segja það. Það tekur á og mæður bera oftast þungann.

Breyting á feðrahlutverkinu

Feður eru meiri þátttakendur í lífum barna sinna en oft áður. Þeir eru til staðar, mæta á leiki, styðja börnin, mæta í foreldraviðtöl og eru almennt mun „aktífari“ en feður hér á áratugum áður.

Þeir hafa samt, oftar en ekki, skilning á því hlutverki sem mamman sinnir. Oft eru áhyggjur kvennanna taldar minna mikilvægar eða óþarfar.

Það er ekki það sama að maðurinn vinni kannski heima og konan sé að sjá um allt uppeldið og heimilið, og sé jafnvel líka að afla tekna annars staðar. Mæður bera ábyrgð á of mörgu.

Feður geta gert mikið til að dreifa álaginu, og til þess þarf að spyrja mæðurnar. Það þarf að deila þessari ábyrgð, hún er allt of oft talin „sjálfsögð“ af mæðrum.

Það er mjög sniðugt að gera einhverskonar áætlun, hvað þarf að gera á hverjum degi, vikulega, mánaðarlega. Finnið jafnvægi sem virkar fyrir ykkur bæði, ekki bara vegna faraldursins, heldur í framtíðinni líka. Þetta er mikilvægt.

Það er kominn tími til að karlmenn auki við tilfinningagreindina, þannig þeir geti líka tekið á sig þessa tilfinningavinnu sem á sér stað á heimilinu. Til að kenna þeim það þurfa þeir að geta talað og borið kennsl á tilfinningar sínar. Allir þurfa að hlusta betur, með víðsýnni huga.

Við þurfum líka að bera kennsl á tilfinningalegt álag sem við kunnum að leggja á börn og maka.

Konur og kulnun

Allt of oft gleyma konur að sinna sér sjálfum þegar mikið er um að vera á heimilinu. Vinnan endar aldrei, hvorki heimilisverkin né tilfinningavinnan. Konur þurfa að vera skýrar – hvað þær þurfa og þær þurfa að fá tíma fyrir sig á hverjum degi, hvernig sem því er háttað. Þær þurfa að leyfa börnunum að fara og vera með föður sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimum á meðan þær hlaða batteríin. Þær ættu að setja tíma daglega til að næra andann, hugann og líkamann. Það þarf að setja það í forgang, því það er eins og með súrefnisgrímuna, fyrst á þig, svo á barnið.

Það þarf kannski einhvern aðlögunartíma, en mæður ættu ekki að gefa neinn afslátt af þessum tíma fyrir sig á degi hverjum. Hinir verða að aðlagast þeim.

Mæður eru alltaf hjartað í fjölskyldunni og ólíklegt er að það breytist á næstunni. Þessvegna er það enn mikilvægara að þær fái tíma til að rækta sig sjálfar til að þær geti hreinlega verið til staðar í öll þessi ár til viðbótar.

Heimild: CNN/John Duffy

 

Ættirðu að halda sameiginlega veislu fyrir barnið með fyrrverandi?

Ættirðu að halda sameiginlega veislu fyrir barnið með fyrrverandi?

Ættirðu að halda sameiginlega veislu fyrir barnið með fyrrverandi?

Ef ósk barnsins er að halda sameiginlega afmælisveislu en foreldrarnir hafa slitið samvistum og kemur ekki saman – hvað er þá til ráða?Foreldrar sem hafa skilið getur annaðhvort: A) Komið vel saman, eða B) Ekki komið vel saman. Þetta vita flestir þeir sem hafa skilið.Sum börn halda í þá hugmynd að allir geti verið vinir, en hvað er til ráða ef slík staða kemur upp?

Þetta er klassísk foreldraklemma, þarfir og óskir barnsins eru þvert á það sem þeir fullorðnir vilja. Auðvitað er skiljanlegt að barnið vilji hafa sína nánustu í kringum sig til að halda upp á stóra daginn, hvort sem um afmælis- eða fermingarveislu eða álíka er að ræða.

Stundum er undirliggjandi ósk barnsins að allir komi saman og hafi gaman, undir sama þaki og bara helst alltaf! Raunin er hinsvegar sú í foreldraheimi að hinir fullorðnu hafa haldið áfram með líf sitt og eru oftast sáttir að vera án hins aðilans. Þetta getur verið bæði flókið og alvarlegt og er mjög einstaklingsbundið.

Sumir sérfræðingar segja að þarfir og óskir barnsins ættu að vega meira en hinna fullorðnu, en í svona tilfelli er kannski „ekkert rétt svar.“ Það eru mismunandi leiðir að taka þessa ákvörðun þannig best er að hugsa málið alveg í gegn. Þú þekkir þitt barn og fjölskyldumeðlimina best, þannig best er kannski að hugsa málið til enda.

Kostur a) Halda sameiginlega veislu

Til að reyna að fá sem besta útkomu þarf að „ofhugsa“ dálítið (oftast er það ekki gott fyrir geðheilsu fullorðinna, en þetta snýst um eitt skipti!)

Þú gætir þurft að upphugsa einhvern ramma og jafnvel reglur (ekki tala um pólitík eða bannað er að rifja upp leiðindaatvik fyrir 10 árum sem allir fara að rífast um). Slíkt myndi algerlega eyðileggja daginn og það þarfnast mikillar íhugunar af þinni hálfu hvaða reglur þyrfti að setja til að allir hegðuðu sér sem best. Þannig þarf að komast að samkomulagi við gestina og þeir þurfa að vera sammála og það verður að vera hægt að treysta hinum aðilanum/aðilunum. Eins og áður sagði – þú verður að vega og meta hvort þetta sé möguleiki.

Þar að auki gætirðu skipulagt viðburðinn þannig að lítil hætta sé á árekstrum (að koma með skemmtiatriði, leik eða eitthvað álíka) svo allir geti bara fylgst með og þurfi ekki að lenda á „tjatti.“

Hafðu tímatakmörk („afmælið mun standa yfir frá 15-17). Þá er minni hætta á að fólk fari að dvelja lengur og barnaafmæli ættu svosem ekki að vera mikið lengur en tveir tímar.

Svo er líka gott að undirbúa barnið og útskýra á því máli sem það skilur að stundum séu samskipti fullorðinna erfið eða á einhvern hátt og þeim finnist kannski ekki skemmtilegast í heimi að vera í kringum hvort annað. Þú þarft ekki að fara út í smáatriði, bara koma því til skila á snyrtilegan hátt. Það sem máli skipti að þau elski barnið öll og ef einhver fari í fýlu sé það ekki barnsins vegna.

Kostur b) Ekki halda sameiginlega veislu

Þetta er síðan seinni kosturinn. Aftur – þar sem þú þekkir fjölskylduna best veistu hvað gæti gerst og gæti það endað á að eyðileggja afmælisveislu barnsins. Sem er sennilega verra en að þurfa að útskýra fyrir barninu af hverju það fær ekki veisluna sem það óskar.

Það getur verið að þú treystir þér ekki í slíka samkomu og streitan sem samskiptin kunna að valda eyðileggi fyrir þér getuna til að halda öllu saman og á góðu nótunum. Sem gerir það svo að verkum að þú getur ekki verið til staðar fyrir barnið, sem er það mikilvægasta. Þrátt fyrir að þetta sé veisla barnsins, en ekki þín veisla, þarftu að vera til staðar og halda góða skapinu. Það er líka erfitt að halda afmæli, jafnvel undir bestu kringumstæðunum.

Barnið kann að vera of ungt til að skilja slíkan samskiptavanda en sé barnið líka viðkvæmt getur samkoma sem þessi líka haft neikvæð áhrif á það.

Stundum – með því að gefa ekki eftir ósk barnsins gerir þetta bærilegra, bæði fyrir barnið og þig.

Þú getur sagt: „Nei, það mun ekki virka að halda afmælið með mömmu þinni/pabba þínum,“ en best er auðvitað að útskýra á því máli sem barnið skilur að fólk sé hamingjusamara án samskipta við hvert annað.

Þannig geturðu vonandi komið í veg fyrir suð, árekstra eða bræðisköst.

Enginn sér fyrir hvernig viðburðurinn myndi fara, en best er að gera hið besta úr hvorri ákvörðuninni sem þú tekur. Minntu sjálfa/n þig á að þú ert að hugsa um það besta fyrir barnið (eins og 90% af uppeldi snýst um!). Mundu að hugsa um báðar hliðar og barnið fær veislu og þú færð að fagna tilveru þess.

 

Hversu góð er heyrn nýfæddra barna?

Hversu góð er heyrn nýfæddra barna?

Hversu góð er heyrn nýfæddra barna?

Nýfædd börn geta heyrt ágætlega, en ekki fullkomlega. Miðeyra hvítvoðungsins er fullt af vökva og heftir það heyrn að einhverju leyti. Þar að auki eru eyrun og þar af leiðandi heyrnin óþroskuð. Þetta er ástæða þess að nýfædd börn bregðast helst við hvellum, háum hljóðum, ýktum röddum og hljóðum.

Í leginu læra börnin að þekkja rödd móður sinnar og bregðast helst við hennar röddu frekar en annarra.

Hvenær skal hafa áhyggjur?

Ef barnið hrekkur ekki við þegar við kveða há hljóð eða virðist ekki bregðast við rödd þinni á fyrstu mánuðunum, ræddu það við barnalækninn. Hann hefur búnað til að mæla heyrn barnsins, og athugar hvort allt sé í lagi. Ef hefðbundin ungbarnaskoðun hefur ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós er ágætt að hafa það í huga að hún er ekki fullkomin og getur það hafa farið framhjá fagfólkinu.

Heimild: WebMd

 

 

Pink og Willow dóttir hennar slógu í gegn á Billboard Music Awards: Myndband

Pink og Willow dóttir hennar slógu í gegn á Billboard Music Awards: Myndband

Pink og Willow dóttir hennar slógu í gegn á Billboard Music Awards: Myndband

Pin It on Pinterest