Pink og Willow dóttir hennar slógu í gegn á Billboard Music Awards: Myndband

Pink og Willow dóttir hennar slógu í gegn á Billboard Music Awards: Myndband

Pink og Willow dóttir hennar slógu í gegn á Billboard Music Awards: Myndband

Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

27 ára bresk móðir, Amy Smit, varð heldur betur undrandi þegar Zagry kom í heiminn þar sem hann var nær tvisvar sinnum þyngri en „venjulegt“ eða 5,5 kíló, 23 mörk.

Foreldrarnir vonast nú til að Zagry, alltaf kallaður Zeik, verði ruðningskappi þegar hann verður stór.

Hann er ekkert smá stór!

Zeik var tekinn með keisaraskurði þann 25. maí síðastliðinn á spítala nálægt heimabæ þeirra í Cheddington, Bucks í Bretlandi. Sonur hennar var 5,5 kíló (12,9lbs) og 61 cm á hæð.

Foreldrarnir Amy og eiginmaðurinn Zak sem er 28 ára, sögðu að litli drengurinn hefði verið allt of stór fyrir ungbarnavigt spítalans. Amy, sem einnig á dótturina Lolu, segir: „Hann var svo stór að það þurfti tvo til að lyfta honum upp úr móðurkvið.“

Amy, Zac og Zeik

Amy heldur áfram: „Það var fullt af litlum konum í kringum mig í spítalaherberginu og ég heyrði eina segja: „Ég þarf hjálp, hann er risastór!“

„Þegar þær lyftu honum upp til að sýna mér og Zac, gat ég ekki annað sagt en „ands****** sjálfur.“

Amy og Zac grunaði að Zeik yrði stór því allt benti til hann væri mjög langur samkvæmt mælingum. Foreldrarnir eru báðir hávaxnir en Amy segir: „Við höfðum enga hugmynd um að hann yrði svona stór. Hann passaði ekki einu sinni á vigtina, hann var of langur og breiður. Þau þurftu að búa til einhverskonar planka til jafnvægis ofan á vigtinni til að mæla hann.“

Lola með litla bróður

Foreldrarnir höfðu keypt föt frá 0-3 mánaða en að sjálfsögðu pössuðu þau ekki: „Ég þurfti að senda Zac út til að kaupa föt fyrir níu mánaða börn.“

Lola, eldri dóttir þeirra, var einnig stór þegar hún fæddist í september 2018, 4,1 kg sem samsvarar um 17 mörkum.

Amy var samt hissa því hún sagðist ekki hafa haft neina matarlyst á meðan meðgöngu stóð og það var ólíkt fyrri meðgöngu: „Ég bara vildi ekki mat, ég vildi aldrei kvöldmat, gat ekki borðað kjöt eða neitt. Á fyrri meðgöngu var ég borðandi allan daginn, gat ekki hætt að borða. Með Zeik gat ég ekki borðað. Og ég fór bara að hugsa: Hversu stór hefði hann orðið ef ég hefði borðað á fullu!“

Glaður lítill drengur!

Amy segir Zeik vera afar glatt barn og stóra systir sé „heilluð“ af honum. Hún vill alltaf vera að knúsa hann og kallar hann barnið sitt.

Fjölskyldan kallar Zeik „litla ruðningskappann“ því faðir hans er frá Suður-Afríku og mjög hrifinn af ruðningi.

Heimild: Mirror.co.uk

Leikur og sköpunarkraftur: Börn verða að kynnast verkum ÞYKJÓ

Leikur og sköpunarkraftur: Börn verða að kynnast verkum ÞYKJÓ

Leikur og sköpunarkraftur: Börn verða að kynnast verkum ÞYKJÓ

Fjórar framúrskarandi konur á sínu sviði sameinast í hönnunarverkefni sem öll börn verða að fá að kynnast. Á HönnunarMars stendur nú yfir sýning í Salnum, Gerðarsafni og Bókasafni Kópavogs sem er opin börnum og foreldrum frá 19.-23. maí.

Sköpunarverk ÞYKJÓ hafa það markmið að örva ímyndunarafl barna og sköpunarkraft í gegnum frjálsan leik. Þær vinna mikið með börnum, til að fá að vita hvað þau vilja og hvað þeim finnst skemmtilegt, mikil áhersla er lögð á samvinnu við börnin sjálf. Einnig leggja hönnuðirnir áherslu á að nota náttúruleg og endurvinnanleg efni, enda hafa þær skýra umhverfisstefnu í vinnu sinni.

Sigríður Sunna Reynisdóttir, leikmynda- og búningahönnuður og Ninna Þórarinsdóttir, barnamenningarhönnuður, hittu blaðakonur Mömmunnar í Kópavogi þar sem þær sýndu blaðakonum afrakstur vinnu sinnar.
Hinir meðlimir ÞYKJÓ eru þær Erla Ólafsdóttir, arkitekt og Sigurbjörg Stefánsdóttir, fatahönnuður og klæðskeri.

Hönnunarteymi ÞYKJÓ. Mynd: Sigga Ella

Kyrrðarrými: Kuðungur, ígulker og snigill

Hönnuðir ÞYKJÓ höfðu listamannadvöl í Stúdíó Gerðar í Gerðarsafni frá janúar til apríl 2021. Skúlptúrar eftir Gerði standa í rýminu og var listakonan ásamt vinnuferli hennar þeim stöllum mikill innblástur í hönnunarferlinu. Í rýminu standa þrjár hönnunarvörur, kuðungur, ígulker og snigill sem þær kalla Kyrrðarrými: Hvíldarhjúp fyrir börn. Enda geta börnin sest inn í Kyrrðarrýmin, lesið bók, slakað á eða leikið sér.

Fyrst unnu þær í ÞYKJÓ með litlar myndir, smálíkön í hlutföllunum 1:5, líkt og Gerður vann sína skúlptúra. Skólabörn í Kópavogi sem fengu að fylgjast með hönnunarferlinu sáu fyrst smálíkönin og fengu svo að sjá afraksturinn síðar: „Þetta var mikill lærdómur fyrir þau“ segir Sigríður Sunna. „Þau fengu innsýn í rannsóknar- og þróunarvinnuna, upplifðu eftirvæntingu að bíða eftir að verkið yrði að veruleika í raunstærð. Þau voru mjög spennt fyrir þessu og eru mörg hver að heimsækja safnið aftur með foreldrum sínum til að fá að prófa lokaútkomuna.“

Kuðungurinn. Takið eftir börðunum undir honum.
Mynd: Sigga Ella

Náttúrufræðistofa Kópavogs lánaði þeim ýmsa gripi og sjá má stærðarinnar kuðung í sýningarrýminu. Kuðungur stækkar, hring eftir hring, og það var í raun eins og kuðungurinn var unninn í ferlinu. Erla Ólafsdóttir arkitekt skoðaði ólíkar gerðir kuðunga og komst að ýmsu áhugaverðu ásamt því að fínpússa hugmyndina. Hægt er nefnilega að lesa í hringina hversu gamall kuðungurinn er, líkt og árhringi í trjám.

Kyrrðarrýmin voru unnin í samstarfi við smiðina Ögmund Jónsson og Luis Castillo Nassur og eru þau afskaplega tilkomumikil að sjá, litrík og mjúk viðkomu. Efnið er lífrænt vottaður harðtrefjaviður sem kallast Valchromat, en hann er gegnumlitaður með lífrænum lit. Nánastekkert er límt eða skrúfað, heldur er notað gamalt handverk, fleygar sem kallast japönsk samskeyti. „Okkur fannst spennandi að nota það. Bæði af fagurfræðilegum ástæðum og svo gegnir það praktísku hlutverki líka, heldur strúktúrnum saman“ segir Sigríður Sunna. Púðarnir í rýmunum hafa áklæði sem einnig eru endurunnin, unnin úr ull sem til fellur til úr tískuiðnaðinum í Ítalíu og er spunninn upp í nýja efnisstranga.

Kuðungur í vinnslu.
Mynd: Sigga Ella

Vísað er í náttúrufyrirbærin á leikrænan hátt í hverju rými fyrir sig – vísað er í brodda ígulkersins og barða kuðungsins í handverkinu, formin endurspegla náttúruna.
Rýmin hvetja til gæðastunda fyrir fjölskyldur, bjóða upp á hvíldarstund og að kúpla sig út…sem ekki er vanþörf á í hraða nútímasamfélagsins.

Fuglasöngvar

Næst er gengið inn í rými í Salnum og það er eins og að ganga inn í skóg, því fuglahljóð eru allsráðandi. Á gólfinu eru þrjú hreiður sem mannabörn geta fengið að prófa og hvíla í, alveg eins og litlir ungar. Börnin sem viðstödd eru í salnum eru augljóslega að njóta sín, slaka á, lesa bækur eða dunda sér með eggin. Eggin eru unnin úr textíl og gefa frá sér mismunandi fuglahljóð.

Slakað á í hreiðri
Mynd: Mamman

„Náttúran er svo magnaður hönnuður,“ segir Sigríður Sunna, og sýnir blaðakonum kassa með eggjum sem eru bæði pínulítil og risastór, í ólíkum litum og af ólíkri lögun sem Náttúrufræðistofa Kópavogs lánaði þeim til að hafa með í rýminu. Þær þurftu að leggjast í mikla rannsóknarvinnu hvað hreiður og egg varðaði og eftir þá rannsóknarvinnu fóru þær í samstarf við tónlistarkonuna Sóleyju Stefánsdóttur og forritaði hún hljóð fuglanna og vann með þau og setti í eggin. Svo er ýtt hér og þar á eggin, togað eða potað og þá heyrast fuglahljóð. „Svo er hægt að stilla eggjunum upp eins og hljóðfærum og búa til tónverk“ segir Sigríður. „Krökkum finnst ótrúlega gaman að leika sér með þetta.“

Allskonar egg.
Mynd: Sigga Ella

Upplýsingaskilti eru allsstaðar í hæð barnanna til fróðleiks, ásamt bókum um fugla.

Eggin stórskemmtilegu í vinnslu.
Mynd: Sigga Ella

Hreiðrin voru svo unnin í samstarfi við Blindravinnustofuna sem hafa áratuga reynslu af því að flétta körfur og vöggur úr tágum. Stefán B. Stefánsson, Denni, á Blindravinnustofunni vann þau ótrúlega hratt og vel, en hann var ekki vanur að vinna með svo óreglulegt form. Hann miðlaði sinni verkþekkingu til Ninnu sem mætti með honum klukkan fimm á morgnana í nokkrar vikur til að vefa hreiðrin.

Ninna vefar hreiður.
Mynd: Sigga Ella

Hreiðrin áttu að vera sem líkust alvöru hreiðrum og mjúk ull er í botninum eins og sumir fuglar nota þegar þeir búa til sín hreiður.

Með mörg egg í einu hreiðri.
Mynd: Mamman

Ofurhetjur jarðar: Búningalína fyrir börn

Í litlu herbergi innan af Bókasafni Kópavogs er svo búningaleikherbergi með búningum sem börn mega prófa og leika sér með. Samstarf ÞYKJÓ hófst með þessari búningalínu og allt efnið í búningunum er 100% endurunnið, ekkert nýtt efni er keypt í þá. Hönnuðirnir vinna í samstarfi við nokkur fyrirtæki á borð við Burstagerðina, Seglagerðina Ægi og Hampiðjuna og nýta afskorninga sem falla til hjá þeim. Hönnuðir ÞYKJÓ eru einnig í samstarfi við Rauða krossinn og kaupa efni þaðan til að endurnýta. Handverkið er ægifagurt og hönnunin sömuleiðis. Blaðakonu verður á orði hvort ekki sé hægt að fá búningana í fullorðinsstærð, svo skemmtilegir eru þeir.

Stórkostlega vandaðir og skemmtilegir búningar.
Mynd: Mamman

„Við vildum vinna þetta svona, það er ótrúlega mikil mengun í textíliðnaði. Hankarnir sem búningarnir eru hengdir á eru meira að segja unnir úr afskorningum frá Kyrrðarrýmunum, við viljum alltaf reyna að vera í sátt við umhverfið,“ segir Sigríður Sunna.

Gaman er að sjá börnin prófa búningana því allt þeirra atferli breytist. Þau fara að gefa frá sér hljóð, baða út öngunum og gogga jafnvel. Allt er þetta markmiðið í sjálfu sér – að örva hreyfiþroskann og einnig hvernig efnin eru viðkomu. Meðal búninganna er Ástarfuglinn og Feludýrið sem horfið getur inn í skel sína!

Sjáið hvað hún er flott!
Mynd: Mamman

Við hvetjum sem flesta til að gera sér ferð í Kópavoginn með börn á öllum aldri. Það er nefnilega svo gaman að leika sér.

Smellið á hnappana að neðan til að skoða Facebook- og Instagramsíður ÞYKJÓ 

Gott ráð til að segja börnum til án þess að æsa sig

Gott ráð til að segja börnum til án þess að æsa sig

Gott ráð til að segja börnum til án þess að æsa sig

Það er ekkert leyndarmál – börn eru oft óþekk og þegar foreldrar segja þeim til hlusta þau ekki. Foreldrar segja þeim aftur og aftur sama hlutinn en þau heyra ekki…og það er kannski ekki fyrr en foreldrarnir æsa sig eða hækka róminn að þau loksins „heyra“.

Samkvæmt Tia Slightham, foreldraþjálfa, þarf þetta ekki að vera svona. Hún póstar á TikTok undir nafninu @parentingcoach og bjó hún til myndband þar sem hún útskýrir ástæðu þess börn hlusta bara þegar foreldrarnir hækka röddina og hvernig er hægt að breyta því.

Í klippunni segir Tia að þetta snúist allt um að setja barninu mörk.

Sjáðu sjálf/ur!

 

@parentingcoach

Want to know why kids only listen when you yell or lose your shit? #yellingmom #momfrustration #parentinghelp #positiveparenting #parentingcoach #moms

♬ Beautiful, winter, calming piano corporate(901421) – SK MUSIC


 

Naomi Campbell er orðin móðir!

Naomi Campbell er orðin móðir!

Naomi Campbell er orðin móðir!

Hin fimmtuga ofurfyrirsæta, Naomi Campbell, hefur eignast sitt fyrsta barn og tilkynnti það á Instagram ásamt mynd af pínulitlum fótum í höndum móður sinnar.

Naomi hefur þráð að vera móðir lengi, eins og nafnlaus heimildarmaður segir í viðtali við People: „Hana hefur lengi langað í barn, í meira en 10 ár.“ Hann heldur áfram: „Og allir þeir sem eru hissa á að Naomi sé að eignast barn ein, á hennar hátt, á hennar tíma þekkja ekki Naomi Campbell. Hefur hún ekki endurskapað allt sem hún hefur komið nálægt hingað til?“

Naomi deildi gleðifréttunum á Instagram með fallegri mynd þar sem hún heldur á fótum litlu stúlkunnar: „Falleg lítil blessun hefur kosið mig til að vera mamma sín. Ég er heiðruð að hafa þessa blíðu sál í líf mínu og það eru engin orð til að lýsa þeirri eilífðarskuldbindingu sem ég deili nú með þér engillinn minn. Það er engin fallegri ást.“

Margir af frægu vinum hennar skrifuðu athugasemd við færsluna, m.a. Donatella Versace sem sagðist ekki geta beðið eftir að hitta hana.

Naomi hefur ekki sagt hvað litla daman á að heita.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Naomi Campbell (@naomi)

Naomi hefur verið opin hvað varðar þrána að verða foreldri, t.a.m. í viðtali við Vogue Arabia árið 2018 þar sem hún sagði börn draga fram fjörugu hliðina á henni: „Ég myndi elska að eiga börn. Það er enginn afsláttur af því. Ég elska börn og mun alltaf gera það. Þegar ég er í kringum börn breytist ég sjálf í barn. Það er litla stelpan sem ég vil ekki missa.“

Einnig sagði hún í viðtali við Evening Standard í maí 2017 að hún hugsaði „stöðugt um“ að eignast börn. „Vísindin bjóða nú upp á að það er hægt hvenær sem er.“

 

Sigga Birna: Armbönd gerð af hlýju frá konu til konu

Sigga Birna: Armbönd gerð af hlýju frá konu til konu

Sigga Birna: Armbönd gerð af hlýju frá konu til konu

Sigga Birna er athafnakona sem heldur úti síðunni armbönd.is kynntist fyrirtækinu Nepali Vibe sem framleiðir afar falleg armbönd fyrir um fjórum árum síðan þar sem hún bjó í Kaupmannahöfn. Aðspurð hvernig hún kynntist þessum fallegu armböndum segir Sigga: „Ég sá konu þar á róló á Islandsbrygge og hún var með eitt af mínum uppáhaldsarmböndum á hendinni. Ég spurði hana hvar hún fékk það og hún skrifaði miða sem á stóð nafnið á Instagramsíðu Nepali Vibe og setti ég hann í veskið mitt. Ég var ekki með Instagram og kunni ekkert á það en gat ekki hætt að hugsa um hversu fallegt mér fannst armbandið. Svo fékk ég mér bara Instagram svo ég gæti haft samband við stelpuna sem var með þessi armbönd. Þannig byrjaði þetta allt saman hjá mér. Ég pantaði mér nokkur fyrst, svo gat ég ekki hætt! Svo þegar ég flutti heim til Íslands og var á leikskólanum að sækja krakkana mína þá sá ein stelpa þau á hendinni minni og alltaf þegar ég mætti henni spurði hún um armböndin!”

Sigga Birna

Sigga ákvað svo í júní 2019 að panta 200 armbönd og prófa þetta til gamans, en vinkona hennar plataði hana í það: „Fyrst var þetta bara til gamans og aðallega fyrir vini mína og fjölskyldu en svo varð áhuginn meiri og ég ákvað að gera eitthvað meira í þessu.“

Armböndin eru afskaplega falleg, til í öllum litum og hægt er að leika sér að því að setja þau saman og vera með eins mörg og fólk vill á hendinni. Nepali Vibe er nafn armbandanna og segir Sigga Birna að boðskapurinn sé: „Fallegur hugur, gert með hlýju frá konu til konu.“

Fyrirtækið sjálft hóf starfsemi fyrir sjö árum síðan í litlu fjallaþorpi í Nepal. Christina, sem er stofnandi og rekur fyrirtækið í Danmörku bjó í fimm ár í Kína þegar hún var að læra. Þar kynntist hún stelpu frá Nepal. Þegar hún heimsótti svo Nepal sjálf sá hún konur á götunum vera að perla svona falleg armbönd saman og varð strax svo hrifin af þeim. Þegar Christina kom aftur til Danmerkur ákvað hún að stofna fyrirtæki í Nepal til að styrkja konurnar og selja armböndin í Danmörku.

Vinkona hennar sá um að finna konur í vinnu, en þær voru sex heimavinnandi húsmæður, systur, frænkur og vinkonur. Þær hittust tvisvar í viku til að perla. Fengu þær bönd og perlur frá Nepali Vibe og algerlega frjálsar hendur, þær þurfa ekki að taka við skipunum frá neinum.

Nepali Vibe armbånd from Thomas Friis on Vimeo.

Sigga segir: „Þetta er svo gaman, við fáum alltaf allskonar munstur sem þær eru að hanna að vild, alltaf eitthvað nýtt. Þetta er handavinnan þeirra, í hverju armbandi eru yfir 1000 glerperlur og sum eru lausari, önnur fastari o.s.frv. Þau passa á allar hendur.“

Fyrirtækið er nú orðið sjö ára og hefur stækkað töluvert, enda nú 44 konur sem starfa hjá því. Þær fá um 30-40% af heildarsölunni. Nota þær peningana til að mennta börnin sín og komast af.

Armbönd.is

Pin It on Pinterest