Algeng vandamál þegar börn eru vanin af bleyju eða koppi

Algeng vandamál þegar börn eru vanin af bleyju eða koppi

Algeng vandamál þegar börn eru vanin af bleyju eða koppi

Ef erfiðlega gengur að venja barn af bleyju eða að hætta að nota koppinn, mundu bara að flestar fjölskyldur ganga í gegnum erfiðleika á þessu skeiði. Hér eru nokkur algeng vandamál ásamt tillögum til að takast á við þau.

Barnið mitt vill ekki nota klósett

Það kann að hljóma furðulega en sum börn neita að nota klósett því þau eru hrædd við það. Ímyndaðu þér klósett frá sjónarhorni barnsins: Það er stórt, hart og kalt. Það býr til hávaða og hlutir sem fara ofan í það hverfa og sjá aldrei aftur dagsins ljós. Frá þeirra sjónarhorni er klósettið eitthvað sem ætti bara að forðast!  Prófaðu að nota litla klósettsetu sem sérhönnuð er fyrir börn og má fá í barnavöruverslunum til að láta barnið líða vel. Byrjaðu á því að tilkynna því að þetta sé seta sem það á alveg sjálft. Þú getur skrifað nafn barnsins á hana og leyft því jafnvel að skreyta það með límmiðum eða eitthvað álíka. Leyfðu barninu að sitja á setunni í öllum fötunum, leyfðu bangsa að „prófa hana“ og drösla henni þessvegna um húsið ef það langar til! Til að leyfa barninu að sjá hvað verður um kúkinn má taka hann úr bleyjunni eða koppnum og setja í klósettið og sturta niður. Fullvissaðu barnið um að þetta eigi að gerast, þó það komi læti og allt. Kannski gæti líka verið að þetta sé leið barnsins til að segja þér að það vilji vera lengur á bleyju eða nota koppinn. Að ýta þessu ferli áfram getur virkað þveröfugt. Ef barnið er raunverulega áhugalaust skaltu taka hlé á þjálfuninni og fylgjast með þegar það fer sjálft að sýna áhuga. Ef barnið fer að sýna áhuga en vill það samt ekki, getur verið eitthvað annað að trufla. Stórar breytingar í lífi barnsins, s.s. að skipta um deild í leikskólanum, að eignast systkini eða flutningar geta gert barni erfitt fyrir að byrja á einhverju nýju og einbeita sér. Bíddu þar til rútína er komin á áður en þið hefjið þjálfun að nýju. 

Þegar ég sting upp á klósettinu segir barnið mitt „nei“ eða reiðist

Barnið þitt kann að neita að læra að nota klósett af sömu ástæðu og það vill ekki fara í bað eða í rúmið. Það er öflugt að segja „nei.“ Til að minnka þennan vanda skaltu taka skref aftur á bak og láta barnið halda að það sé við stjórnvölinn. 

Þetta mun hjálpa: Passaðu þig að minnast ekki alltaf á klósettþjálfunina. Þrátt fyrir að erfitt sé að grípa í taumana þegar þú telur slys vera í þann mund að gerast, er erfitt fyrir barnið að láta hamra á því. Því finnst því vera stjórnað og það finnur fyrir þvingun. Í stað þess að endurtaka í sífellu: „Þarftu ekki að fara á klósettið?“ settu bara kopp í miðju herbergisins og eins oft og hægt er skaltu leyfa barninu að hlaupa um bleyjulausu. Fyrirvaralaust kann það að nota koppinn án þinna afskipta. Ekki standa yfir barninu á meðan. Þvinguð stund getur leitt til uppreisnar af hálfu barnsins. („Bíðum aðeins lengur, kannski kemur eitthvað.“) Ef barnið sest niður í smástund og hoppar svo upp til að leika sér, leyfðu því það. Kannski gerist slys, en það er jafn líklegt að það rati í koppinn. Vertu róleg/ur vegna slysa. Það er ekkert einfalt að sýna yfirvegun þegar stórt slys á sér stað en að taka reiðiskast mun ekki hjálpa barninu neitt, frekar að það kvíði því að sjá viðbrögðin þín. Vertu hughreystandi þegar barnið gerir í buxurnar og passaðu að þú haldir ró þinni með því að færa til uppáhaldsteppið þitt eða breiða út lag af handklæðum. Sama hversu pirruð/pirraður þú verður – ekki refsa barninu fyrir slys. Það er ekki sanngjarnt og leiðir bara til vandræða síðar meir. 

Verðlaunaðu góða hegðun

Þegar barnið þitt reynir skaltu hrósa því. Fagnaðu með því þegar eitthvað kemur í koppinn og gerðu mikið úr þeim degi þegar barnið nær að halda sér þurrt í heilan dag. (Ekki fagna samt í hvert skipti því barninu líður kannski illa með að verða miðpunktur athyglinnar oft á dag!) Ekki bíða eftir klósettferð til að hrósa samt. Segðu barninu af og til hvað það sé frábært að bleyjan eða nærbuxurnar séu þurrar, þannig hvetur þú barnið áfram. 

Barnið mitt getur ekki kúkað í koppinn eða klósettið

Það er algengt að börn pissi í kopp eða klósett en vilji ekki kúka. Barnið kann að hræðast að búa til vesen, kannski lenti það í slysi í leikskólanum og fólk brást illa við eða kannski varð það vitni að slíkum atburði. Að hjálpa barninu að fara á klósettið og hrósa því svo mjög getur hjálpað því að komast yfir hræðsluna. Ef barnið þitt kúkar frekar reglulega, punktaðu niður hvenær – eftir blund, 20 mínútum eftir hádegismat, svo dæmi séu tekin – og vertu viss um að það sé nálægt koppi eða klósetti þá. Ef barnið er annarsstaðar, t.d. í leikskóla, fáðu starfsfólkið í lið með þér. Samt sem áður, ef barnið er of kvíðið þessari breytingu skaltu fara milliveginn: Stingdu upp á að barnið biðji um bleyju þegar það þarf að kúka, eða heldur að það þurfi bráðum. Minnkaðu kvíðann með því að tala um líkamsstarfsemina, til að vera viss um að það skilji að þetta sé eðlilegt ferli hjá öllu fólki í heiminum. 

Barnið mitt er með hægðatregðu

Ef barn er haldið hægðatregðu kann að vera að það neiti að nota klósettið. Það er líklegt að sársaukinn sem kemur þegar hægðirnar eru harðar auki kvíðann við að nota kopp eða klósett. Þetta býr til vítahring: Barnið heldur í sér, sem gerir hægðatregðuna verri og það veldur sársauka þegar hægðirnar koma niður, sem aftur býr til hræðslu við klósettið. Trefjaríkur matur, s.s. trefjaríkt brauð, brokkolí og morgunkorn geta hjálpað til. Trefjamagnið helst í hendur við ráðlagðan dagskammti hitaeininga. Þumalputtareglan er 14 grömm af trefjum fyrir hverjar 1000 hitaeiningar. 19 grömm af trefjum á dag fyrir börn á aldrinum eins til þriggja, 25 grömm fyrir börn á aldrinum fjögurra til átta. Best er líka að barnið innbyrði trefjar allan daginn, ekki allar í einu. Þurrkaðir ávextir innihalda mikið af trefjum, minnkaðu skammta af hvítu hveiti, hrísgrjónum og bönunum. Passaðu einnig að barnið drekki nægilegan vökva. Sveskjusafi og vatn gera kraftaverk. Líkamleg hreyfing kemur einnig hreyfingu á þarmahreyfingar. Mundu líka að mjólkurvörur auka á hægðatregðu. Ef ekkert hjálpar, fáðu ráð í apóteki. 

Barnið mitt vill ekki nota klósettið í leikskólanum eða skólanum

Athugaðu hvernig farið er að því í skólanum eða leikskólanum. Sumt kann að rugla barnið, t.d. ef kennarinn fer með marga í einu, en barnið vill vera eitt. Ef þetta er raunin skaltu fá breytingu í gegn. Kannski má það fara eitt eða með besta vini sínum. Kannski er það klósettið sjálft. Ef barnið á erfitt með breytingu frá setu heima fyrir til venjulegs klósetts skaltu láta setu fylgja barninu. Barnið mitt var vant að nota klósett en nú gerast slys aftur. Margt getur sett barn úr jafnvægi. Að fara úr rimlarúmi í venjulegt rúm, að hefja sundnám eða eignast nýtt systkini getur verið barni erfitt og það vill bara sitt eðlilega líf aftur. Ef barnið hefur nýlega lært að nota klósett er það eðlilega bleyjan. Passaðu þig að láta barnið ekki fá sektarkennd eða skömm vegna þess. Þú vilt ekki ýta á barnið í þessum aðstæðum. Á sama tíma skaltu finna leiðir til að láta barninu það vera „stórt“ og styrktu alla hegðun sem er þroskandi. Veldu rétta tímapunktinn til að ræða þetta, láttu barnið vita að þú teljir það nógu gamalt til að vera við stjórnvölinn þegar kemur að klósettinu og ekki tala svo um það aftur í einhvern tíma. Þegar barnið fer aftur að læra notaðu verðlaunakerfi til að hvetja það áfram. Stjarna á dagatalið í hvert skipti sem barnið notar klósett eða verðlaunaðu þurra daga með auka sögu um kvöldið, sund eftir mat eða annað sem barninu finnst skemmtilegt. Ekki nota sælgæti samt! Það er ekki sniðugt að barnið læri að verðlaun séu í sykurformi. Ef barnið þitt biður hreinlega um að fara aftur að nota bleyju, ekki búa til mál úr því. Setti bleyjuna á aftur í einhverjar vikur, þar til það sýnir klósettinu áhuga á ný. 

Heimild: BabyCenter.com

 

Hvenær á að færa barnið úr rimlarúmi í stærra rúm?

Hvenær á að færa barnið úr rimlarúmi í stærra rúm?

Hvenær á að færa barnið úr rimlarúmi í stærra rúm?

Það er enginn sérstakur tími heilagur hvenær færa skal barn úr rimlarúmi yfir í venjulegt rúm, þrátt fyrir að flest börn skipti frá aldrinum eins og hálfs til þriggja og hálfs.

Það er oftast best að bíða þar til barnið nálgast þriggja ára aldurinn þar sem mörg lítil hjörtu eru ekki tilbúin í þessa breytingu. Auðvitað þarftu samt að færa barnið þegar það er orðið of stórt eða hreyfir sig of mikið fyrir rimlarúmið.

Margir foreldrar skipta því þeir eru hræddir við að smábarnið klifri eða hoppi úr rimlarúminu – og það getur verið hætta á ferð. Það er samt best að bregðast ekki við klifri eða slíku með einhverri skelfingu.

Ekki flýta þér út og kaupa rúmið í fyrsta sinn er barnið klifrar upp úr rúminu. Það kann að vera að það sé ekki tilbúið að skipta og það gæti skapað hættu ef það er vakandi og á ferðinni þegar aðrir eru steinsofandi. Kauptu þér smá tíma með því að færa dýnuna í neðstu stillingu þannig rimlarnir séu hærri og erfiðara sé að klifra upp úr því.

Önnur ástæða þess að foreldrar vilja skipta yfir í rúm er þegar von er á systkini. Ef þetta er raunin skaltu skipta sex til átta vikum áður en nýja barnið kemur. Þú vilt að smábarnið sé vel vant nýja rúminu áður en það sér systkinið taka yfir „hans“ eða „hennar“ rúm. Það fer auðvitað eftir aldri barnsins en svo væri einnig hægt að bíða með breytinguna þar til nýja barnið er þriggja eða fjögurra mánaða gamalt. Nýja barnið mun hvort eð er sofa í vöggu þannig eldra barnið þarf að venjast líka og það verður þá einfaldara að skipta yfir í stærra rúm þegar það gerist.

Vertu viss um að skipta um rúm þegar barnið er tilbúið frekar en það þurfi að „losa“ rimlarúmið. Margir foreldrar hafa komist of seint að því að einfaldara hefði verið að fá lánað annað rúm eða kaupa heldur en að færa það áður en barnið varð tilbúið í það.

Sum börn eiga mjög auðvelt með þessa breytingu á meðan öðrum finnst það erfiðara. Öll börn eru einstök og engin ein rétt leið. Það er samt ekki óalgengt að fyrsta barn muni vera ósátt við breytinguna. Það kann að vera mjög háð rúminu sínu. Þetta er samt bara eitt af því sem smábarnið þarf að venjast, enda mikið um breytingar á þessu aldri – fara að nota klósett, byrja í leikskóla og fleira.

Ef nýtt barn er á leiðinni gæti eldra barnið verið mjög passasamt um sína hluti, líka rúmið. Ef barnið á eldri systkini finnst því kannski ekkert mál að fara í venjulegt rúm þar sem eldri systkinin eru í slíkum rúmum. Þau eru kannski spennt að færa sig úr „barnarúminu“ í rúm fyrir stóra krakka!

Til að gera breytinguna einfaldari, settu nýja rúm barnsins á sama stað og rimlarúmið var. Kannski viltu hafa teppið úr eldra rúminu í því nýja, það kann að veita barninu öryggi. Ekki gleyma að hafa öryggisgrind á nýja rúminu svo barnið detti ekki úr því.

Þú getur gert barnið spennt fyrir nýja rúminu með því að fara með því í búð að velja rúmið eða sýna því, ef þú færð það notað. Leyfðu barninu að velja sængurföt og hvettu það til að sýna vinum og fjölskyldu nýja rúmið þegar þau koma í heimsókn.

Ef þú sérð að þú hefur skipt of snemma og barnið er í uppnámi, leyfðu því samt að hafa sinn gang í einhvern tíma. Hvettu barnið til að nota rúmið. Ef það er enn í uppnámi eftir einhverja daga, leyfðu því að sofa í rimlarúminu.

Sum smábörn eru bara ekki tilbúin í venjulegt rúm. Það þarf ákveðinn þroska fyrir barnið að átta sig á að það þarf að dveljast í þessu rúmi og má ekki bara fara á flandur. Ef barnið á allt í einu í erfiðleikum með að sofna á kvöldin, þarf oft að fara fram úr, fer á flandur eða annað er það kannski ekki tilbúið fyrir sitt eigið rúm.

Eins og með að venja á kopp er stundum þess virði að taka eitt skref aftur á bak og reyna aftur seinna. Vertu bara viss um að þú kynnir rimlarúmið ekki aftur til sögunnar sem einhver vonbrigði eða refsingu.

Að lokum, mundu að þessi breyting er líka þér mikils virði. Barnið þitt er að stækka! Mundu þegar þú settir barnið í rimlarúmið í fyrsta sinn. Þetta gerist svo hratt – njóttu þess líka.

Útskýrðu fyrir barninu þínu mat í litum

Útskýrðu fyrir barninu þínu mat í litum

Útskýrðu fyrir barninu þínu mat í litum

Jennifer Anderson er sniðug mamma sem hefur þróað leiðir til að fá börn til að borða meira grænmeti. Til þess raðar hún grænmeti og ávöxtum eftir litum og segir okkur hvað á að segja við börn til að fá þau til að innbyrða meiri hollustu.

Appelsínugulur:

Í stað þess að segja: „Þú verður sterk/ur ef þú borðar þetta“

0-4 ára: „Appelsínugulur matur hjálpar þér að sjá betur í myrkri.“

5-6 ára: „Appelsínugulur matur inniheldur eitthvað sem kallast A-vítamín. Við þurfum A-vítamín til að sjá í myrkri.“

7-12 ára: „A-vítamín lætur hjartað, augun, lungun og nýrun starfa rétt. Í appelsínugulum mat  er A-vítamín.“

13+ ára: „Við fáum A-vítamín á marga vegu, appelsínugulur og dökkgrænn matur (beta-karótín) og fæða úr dýraríkinu inniheldur A-vítamín.“

Matur sem inniheldur A-vítamín: Appelsínur þær eru einnig ríkar af C-vítamíni, gulrætur, mangó, sætar kartöflur, eggjarauður, ferskjur

Gulur matur:

Í stað þess að segja: „Þetta er gott fyrir þig“ segðu:

0-4 ára: “Gulur matur hjálpar líkamanum að laga sár.”

5-6: “Gulur matur inniheldur C-vítamín sem hjálpar líkamanum að gera við sár.”

7-12: “C-vítamín hjálpar okkur að laga okkur og heldur tönnunum í góðu lagi. Vítamínið er að finna í allskonar ávöxtum og grænmeti. Þessvegna viljum við borða ávöxt eða grænmeti í öllum máltíðum.”

13+: “Vel samsett máltíð inniheldur grænmeti og/eða ávöxt. Þau færa okkur C-vítamín. Þegar við fáum ekki C-vítamín getum við orðið veik, tennurnar geta losnað við C-vítamínskort.”

Matur sem inniheldur C-vítamín: Banani, sítróna, gul paprika, ananas.

Rauður matur:

Í stað þess að segja: „Þetta er gott fyrir þig“ segðu við börn á aldrinum:

0-4 ára: „Rauður matur gerir hjartað þitt sterkara.“

5-6: “Rauður matur inniheldur eitthvað sem heitir lýkópen sem er rautt. Það hjálpar til við að verja hjartað og líkamann í langan tíma.”

7-12: “Lýkópen er andoxunarefni. Andoxar hjálpa til við að verja hjartað, húðina og aðra hluta líkamans. Það gefur matnum þennan rauða lit.”

13+: “Lýkópen er andoxunarefni. Andoxar verja líkamann fyrir geislun og oxandi streitu (fræðast meira um það). Það hjálpar við að verjast krabbameni, hjartavanda og fleiru.”

Matur sem inniheldur lýkópen: Vatnsmelóna, tómatur, nýrnabaunir, rauð paprika.

Grænn matur:

Í stað þess að segja: „Þetta er hollt“ Segðu:

0-4: “Grænn matur hjálpar þér að verða ekki veik/ur.”

5-6: “Grænn matur berst gegn bakteríum og hefur fullt af öðrum góðum eiginleikum. Þau hjálpa maganum þínum að melta matinn.”

7-12: “Góðgerlar hjálpa til við að melta matinn. Þannig verðum við heilbrigð, verðum í góðu skapi og berjumst við slæmu gerlana. Þessvegna verðum við að borða grænt á hverjum degi.”

13+:”Grænn matur, s.s. allskonar kál og grænmeti inniheldur góðgerla, vítamín og steinefni. Án góðgerlanna höfum við ekki heilbrigða maga- og þarmaflóru. Þá verðum við veik og okkur líður illa.”

Dæmi um um mat: Gúrka, kál, brokkolí, paprika, spínat.

Jennifer Anderson er bloggari og mamma sem heldur úti vefnum Kidseatincolor.com

Klikkaðu á samfélagsmiðla linkana hér fyrir neðan til að fara beint inná síðu Jennifer á Facebook & Instagram.

Tveggja ára börn sem eru hrædd við mat

Tveggja ára börn sem eru hrædd við mat

Tveggja ára börn sem eru hrædd við mat

Það er kannski ekki þér að kenna að barnið þitt er matvant! Í þessari grein muntu læra um „nýjafælni“ sem skilgreinist í íslenskri orðabók sem: „Ótti við það sem nýtt er og óþekkt.“

Tveggja ára börn eiga til að vera skelfilega matvönd, en hvað er hægt að gera í því?

Foreldrar geta hætt að vera sakbitnir, því það er til lausn við þessu.

Ég man þegar ég gaf litla mínum aspas í fyrsta sinn. Hann sat í matarstólnum sínum og horfði á hann fullur grunsemda. Svo bara sló hann matinn aftur og aftur. Kannski hélt hann að aspasinn væri lifandi og væri ógnandi? Hann var allavega greinilega að reyna að sigra hann. Trúðu mér, hann ætlaði ekki að taka bita af þessu skrýtna, græna sem var að troðast inn á hans yfirráðasvæði. Hvers vegna?

Nýjafælni gagnvart mat.

Bíddu, ekki hætta að lesa! Ég skal segja þér hvað það þýðir…

Nýjafælni (e. neophobia) þýðir einfaldlega = Neo: „Nýtt.“ Phobia: „Fælni.“

Þannig barnið er hrætt við nýjan mat eða mat sem það þekkir ekki eða hefur gleymt að það hafi smakkað það áður. Flest börn sýna þetta einhverntíma, en tveggja ára börn eru sérlega erfið hvað þetta varðar.

Það er í kringum tveggja ára aldurinn sem þetta verður oft áberandi. Kannski borðaði barnið ferskjur í fyrra en í ár? Ekki séns! Mörg börn ganga í gegnum nýjafælni varðandi mat. Smábarnið þitt gæti sýnt eitt eða fleiri af eftirfarandi:

  • Hrætt við nýjan mat
  • Fær bræðiskast eða grætur þegar nýr matur er nálægt
  • Neitar að fá mat á diskinn sinn
  • Neitar að bragða nýjan mat
  • Vill ekki snerta matinn

Þegar barn sem haldið er fælninni lagast ekki verður þetta stundum að stærra vandamáli. Góðu fréttirnar hvað þetta varðar er að þetta er bara eitthvað sem gerist. Það er fullt af börnum sem er eins, bara eins og aðskilnaðarkvíði. Það er ekkert óeðslilegt þetta.

Svo gæti þetta bara verið ágætt líka. Við viljum hvort sem er ekki að börn smakki hvað sem er, s.s. steina, lauf eða sveppi sem vaxa í garðinum. Við viljum að þau borði við matarborðið það sem við gefum þeim.

Annað varðandi þessa fælni er að það getur vel hugsast að annar eða báðir foreldrar hafi haft sömu fælni. Spurðu bara foreldra þína eða makans. Þetta erfist nefnilega og þú hefur hreinlega enga stjórn á því hvort barnið þitt muni hegða sér svona eður ei.

Þetta er í þeim um leið og þau fæðast.

Að vera matvandur og haldinn nýjafælni er ekki sami hluturinn, en þetta er tengt. Nýjafælni tengd mat er aðallega um það – hræðsla við nýjan mat. Barnið mun hræðast nýjar fæðutegundir og gerir allt til að forðast hann og verður órólegt.

Matvendni er annað og meira sérhæft. Matvant barn mun vera mjög ákveðið hvað það vill borða og hvað ekki. Þau velja hvað þau vilja, en eru ekki hrædd við matinn, þau borða hann ekki af öðrum ástæðum.

Fælni gagnvart mat getur samt orðið til þess að barnið verði matvant. Það skiptir miklu hvernig foreldrarnir bregðast við, börnin geta orðið matvandari eða ekki í framhaldinu.

Það er ýmislegt sem þú þarft að sætta þig við að þú ræður ekki við. Annaðhvort hefur barnið nýjafælni gagnvart mat eða ekki. Þú getur samt gert ýmislegt til að hjálpa barninu.

„Andri er tveggja ára „matvandur“ strákur sem allt í einu er orðinn hræddur við nýjan mat. Í hvert skipti sem matur er framreiddur á annan hátt en hann er vanur eða nýr matur er settur á borðið verður hann alveg brjálaður. Hann grætur og hendir matnum. Hann er virkilega skelkaður. Hann snertir aldrei þann mat sem hann er hræddur við. Plús, þó matur sem hann hefur borðað áður sé ekki borinn fram í nokkrar vikur virðist hann gleyma og heldur að hann sé nýr þannig hann mun ekki borða hann. Í hvert skipti sem Andri er hræddur við nýjan mat og vill ekki borða hann koma foreldrar hans með eitthvað annað á borðið.

Hann fór að neita mat eins og grænmeti. Hann var ekki endilega hræddur við það, en hann skildi matinn alltaf eftir á disknum. Foreldrarnir héldu bara að honum líkaði ekki við grænmeti. Þau fóru að elda sérstaklega ofan í hann. Þau gefa honum mat hvenær sem hann vill, bara til að vera viss um að allavega borði hann eitthvað.

Núna borðar hann bara „krakkamat“ eins og spagettí og tómatsósu, kjúklinganagga og jógúrt með sykri. Foreldrarnir gefa honum ekki mat sem þau vita að hann hræðist. Þau vilja ekki henda mat. Í raun sér hann voða takmarkað af mat í dag. Hann sér bara mat sem honum líður vel í kringum.“

Það kannski byrjaði sem nýjafælni gagnvart mat, en er nú orðin matvendni. Foreldrar hans studdu hann með því að bera aldrei fram mat sem hann vildi ekki eða væri hræddur við.

Ef börn sjá ekki mat reglulega verður maturinn alltaf „nýr.“

Settu matinn á borðið sem þú vilt að barnið borði í framtíðinni.

Mundu aftur að þetta er ættgengt. Það þýðir að þú veist ekkert hvenær barnið mun hætta þessari fælni. Kannski gerist það aldrei. Þú getur samt haft stjórn á umhverfinu og stutt við að þetta verði ekki verra en það þarf að vera.

Ístað þess að ákveða fyrir barnið, eins og fyrir Andra í dæminu hér að ofan, eiga foreldrar ekki að gera ráð fyrir að barnið vilji ekki grænmeti. Þau eiga að halda áfram að bera fram sömu fjölskyldumáltíðirnar og alltaf. Bara passa upp á að hafa eitt með í máltíðinni sem Andri borðar. Hann fær alltaf hádegismat og snarl, og þau reyna að hafa ekki of miklar áhyggjur þó hann borði ekki mikið í kvöldmatnum.

„Núna heldur hann áfram að borða það sama og fjölskyldan. Hann hélt áfram að sjá sama matinn alltaf á borðinu, þannig hann fór að borða mat sem hann hafði áður verið hræddur við. Hann er enn hræddur við sumar nýjar fæðutegundir en foreldrar hans þrýsta ekki á hann að borða og hann hefur lært að halda ró sinni við matarborðið.“

Með þessari aðferð er kannski ekki hægt að útrýma nýjafælninni og barnið kann að halda áfram að vera matvant, en meiri líkur eru á að það vaxi upp úr því með tímanum.

Ef þetta er vandamál á þínu heimili eru hér punktar sem þú getur farið eftir:

  • Gott er að búa til matarplan sem endurtekur sig viku eftir viku þannig barnið sjái alltaf sama matinn og hann er ekki „nýr“
  • Hafðu alltaf mat með máltíðinni sem barnið borðar örugglega og leyfðu því að borða eins mikið og það vilt
  • Gefðu barninu litla skammta til að sóa ekki mat

Það getur verið krefjandi að eiga barn sem hegðar sér á þennan hátt, en það er um að gera að gefast ekki upp og halda alltaf áfram. Barnið reiðir sig á þig til að fá næringuna sem það þarf. Þú getur hjálpað því að nærast og þrífast.

Þú ert að standa þig vel!

Þýtt og endursagt af Kids Eat in Color

Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Að láta barnafötin verða mjúk og ilma dásamlega hljómar ekki illa, en það ber að varast samkvæmt sérfræðingum. Þvottasérfræðingurinn og framkvæmdastjóri breska fyrirtækisins Laundryheap, Deyan Dimitrov, segir að mýkingarefni geti minnkað eldþol fataefna, semsagt auki líkurnar á eldfimi þeirra.

Deyan segir einnig að mýkingarefni geti ert húð viðkvæmra barna og dragi verulega úr eldþoli fatnaðar vegna uppsöfnun efna. Mýkingarefni innihalda fleyti- eða ýruefni og alkóhóletoxýlat sem hvoru tveggja eru í raun eldfim.

Oft eru barnaföt framleidd úr eldþolnum efnum, vegna öryggisráðstafana. Ef mýkingarefni eru notuð, draga þau úr virkni eldþolsins sem þýðir að komist efnið í nálægð við mikinn hita eða eld er líklegra að kvikni í fötunum.

Segir Deyan að þessvegna ætti hvorki að nota mýkingarefni á barnaföt eða náttföt. Hann segir að fólk ætti einnig að skoða hvað sé raunverulega í fötum barnsins. Eldþolin efni eru t.d. velúr, bómull og silki, flísefni eða frotteefni (gróft handklæðaefni.)

Hvað er hægt að nota í staðinn?

Þó þú getir ekki notað mýkingarefni þurfa fötin samt ekki að verða hörð og lyktarlaus. Mælir Deyan með að fólk þvoi fötin á viðkvæmri eða ullarstillingu þvottavélarinnar sem þurrkar fötin ekki jafn mikið. Hröð vinda gerir það nefnilega – gerir fötin harðari og óþægilegri.

Annað ráð er að þvo fötin í köldu vatni með þvottaefni sem þolir niður í 20C°. Einnig er mælt með að láta fötin þorna á snúru í stað þurrkara.

Að þvo eldþolin efni

Best er að forðast hátt hitastig, allt yfir 50C°er of heitt.

Ekki er ráðlagt að handþvo eða láta fötin liggja lengi í vatni eða bleikja þau – þetta brýtur niður eldþol efnanna.

 

Hvað borðar ársgamalt barn?

Hvað borðar ársgamalt barn?

Hvað borðar ársgamalt barn?

Margir foreldrar eru í vandræðum að velja réttan mat til að gefa ársgömlu barni. Ef þú ert að vandræðast með slíkt ertu að lesa rétta grein! Barnið er að vaxa og þau þurfa meira en mjólk …en hvað? Hér eru sniðug ráð fyrir samsetningu matar fyrir ársgamalt barn, næringarrík og einföld.

Ársgömul börn eru afar sérstakar týpur! Þau eru að læra svo margt nýtt. Að ganga og tala og þau eru líka að nota þessa sniðugu guðsgaffla: fingurnar. Við getum nýtt alla okkar þekkingu þegar kemur að þessum atriðum.

Nú geta þau tekið upp mat með vísifingri og þumli. Þau geta tekið upp smáa hluti, bita af mat og sett þá upp í munn. Þau vilja nota þetta grip og við viljum að þau borði þannig gerum þetta saman!

Ársgömul börn hafa lítið magamál þannig hver biti þarf að vera úthugsaður. Börnin þurfa járnríkan mat og líka grænmeti og appelsínugulan mat til að fá öll nauðsynleg næringarefni.

Þau þurfa einnig mikla fitu til að heilinn þroskist eðlilega, prótein og kolvetni til að stækka. Að gefa börnunum eins lítið unninn mat og hægt er hjálpar til við að fá öll næringarefni sem þau þarfnast.

Hér er formúla sem þú getur notað til viðmiðunar fyrir máltíðir og snarl fyrir barnið:

Prótein + fita + ávöxtur og/eða grænmeti + orkuríkur matur = vel samsett máltíð.

Próteingjafar sem ársgömul börn geta borðað. Athugaðu að allt sé eldað þar til það er mjúkt og skorið niður eða borið fram á öruggan hátt:

  • Egg
  • Kjúklingur
  • Fiskur
  • Nautakjöt
  • Svínakjöt
  • Lambakjöt
  • Baunir (eldaðar þar til þær eru mjúkar)
  • Hummus
  • Hnetusmjör (smurt þunnt á brauð)
  • Mjólkurvörur
  • Tófú
  • Hnetur eða fræ í jógurt eða eplamauk

Athugaðu að gefa barninu prótein í hverri máltíð eða snarli.

Fita fyrir ársgamalt barn

Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir barnið – að bæta fitu í matinn hjálpar líkömum þeirra að vinna úr fituleysanlegum vítamínum og fitan hjálpar til við heilaþroskann

  • Ólífuolía
  • Avocado olía
  • Kókosolía
  • Smjör
  • Feitur fiskur (lúða, lax)
  • Avocado
  • Fituríkar mjólkurvörur
  • Hnetusmjör í matinn eða á brauð

Ávextir og grænmeti fyrir ársgömul börn

Allir ávextir og grænmeti eru hentug til að gefa börnum. Við viljum helst að þau borði grænt og appelsínugult grænmeti daglega. Hér er listi yfir slíkt. Þau ættu öll að vera elduð og mjúk og skorin í þeirri stærð að barnið geti haldið á þeim milli þumals og vísifingurs.

  • Gulrætur
  • Sætar kartöflur
  • Grasker
  • Brokkólí
  • Eldað kál
  • Svo þarftu að athuga að gefa barninu nægilegt C-vítamín en það hjálpar til við upptöku járns í líkamanum.

Orkuríkur matur

Eins og nafnið gefur til kynna gefur matur börnum orku, s.s. hafrar, sterkjuríkt grænmeti og ávextir. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að gefa barninu BARA kex eða seríós í snarl og fyllur það magann, vissulega, en veitir ekki nægilega næringu.

Það þarf að vera mikið af vítamínum, steinefnum og öðrum næringarefnum í matnum.

Til dæmis:

  • Kínóa
  • Hafrar (eldaðir)
  • Sætar kartöflur
  • Baunir ýmiskonar
  • Hvítar kartöflur
  • Hrísgrjón
  • Brauð
  • Þurrkaðir ávextir eða eldaðir og skornir í litla bita

Varist að gefa barninu mat sem getur staðið í þeim.

Algengast er að standi í börnum:

  • Gulrótastangir
  • Heil vínber eða kirsuberjatómatar
  • Stórir bitar af hráum ávöxtum eða grænmeti
  • Poppkorn
  • Kartöfluflögur
  • Heilar hnetur og fræ
  • Seigt kjöt
  • Stórir skammtar af hnetusmjöri
  • Pylsur
  • Stórir ostbitar
  • Tyggjó
  • Hart sælgæti eða mjúkt
  • Til að koma í veg fyrir að standi í börnum er alltaf ráðlagt að mýkja eða skera í litla bita. Forðist matvæli sem ekki er hægt að meðhöndla á þann hátt.

Hér eru hugmyndir að vel samsettum máltíðum fyrir ársgamalt barn:

Morgunmatur: Hafragrautur búinn til með kókosolíu og hnetusmjöri hrært í, blá mjólk og jarðarber.

Morgunhressing: Frosnar baunir eldaðar með smjöri á, niðursneitt epli

Hádegismatur: Brauð með möndlusmjöri, eldaðar gulrætur með ólífuolíu

Kaffi: Niðursneitt avocado, seríós

Kvöldmatur: Mjúkur kjúklingur, hrísgrjón með smjöri, gufusoðið brokkolí með ólífuolíu, mjólkurglas

 

Pin It on Pinterest