Þegar fjölskyldulífið er eins og það á að vera er húsið í stöðugri notkun og því fleiri börn – því meira drasl! Og þannig á það að vera. „Alvöru“ fjölskyldur lifa glöðu lífi þar sem allt er á fullu. En það sem getur valdið kvíða er þegar draslið og þrifin eru orðin óyfirstíganlega. Maður vill kannski þrífa og halda öllu í röð og reglu, en getur sýnst óyfirstíganlegt.
Tengirðu?
Það eru til ýmsar leiðir og þú getur sett þér þínar eigin reglur til að komast yfir þennan hjalla, viljir þú breyta til. Hér eru nokkrar góðar leiðir til að „peppa sig upp“ þegar þig langar alls ekki til þess. Það er raunverulega hægt!
Hvort sem þú ert að reyna að koma þér í gírinn að hafa aðeins hreinna heima eða ætlar að taka allt algerlega í gegn geta þessi skref virkað fyrir þig.
Að vinna í hvatningunni
Það hjálpar til að hafa góðar ástæður fyrir því að vilja minnka draslið/og eða þrófa. Kannski er farið að fara í taugarnar á þér að detta yfir hluti eða þurfa að ganga frá einhverju sem þér líður að þú þurfir að gera hundrað sinnum á dag. Kannski fer í taugarnar á þér að þú þarft að leita í troðna fataskápnum þínum að einhverju til að vera í og þú vilt fara að losna við eitthvað á nytjamarkað. Kannski viltu fá meiri frið heima við eða grynnka á draslinu til að líða betur. Eða þá að þú vilt fara að bjóða fólki heim án þess að líða illa yfir því.
Ef þú ert með skríðandi barn þurfa gólfin að vera hrein. Að hafa baðherbergið sótthreinsað er gott fyrir heilsu allra. Þú nærð þessu. Hvað sem það kann að vera, finndu þína ástæðu.
Það ætti að vera persónulegt og ekki því þú „átt“ að gera það. Minntu þig á þessar ástæður þegar þú þrífur og tekur til, og þá færðu ánægjuna af því að gera þessa hluti.
Byrjaðu á litlu svæði
Þetta skref er afar mikilvægt. Þér kann að finnast ALLT vera í óreglu, þannig verkefnið sýnist óendanlega stórt. Þú ætlar að breyta því. Veldu eitt svæði sem þú getur „tæklað“ fyrst. Ekki einu sinni heilt herbergi ef þér finnst það óhugsandi.
Hér eru dæmi:
- Að taka til á einu borði
- Taka alla óhreinu diskana úr vaskinum
- Raða upp á nýtt í bókahillu
- Henda ónýtum mat úr ísskápnum
- Skúra eldhúsgólfið
- Henda úr baðherbergisskápnum, henda gömlum förðunar- og snyrtivörum
- Þurrka af borðunum í eldhúsinu
Þú þarft ekki endilega að byrja á leiðinlegasta eða erfiðasta verkefninu. Veldu verk sem hefur sín mörk og þú getur framkvæmt á stuttum tíma.
Þetta verkefni er bara til að fá þig til að hefja „átakið“! Að fá þig í gírinn til að sjá hversu auðvelt það er og þú færð smá sigurtilfinningu. Þú þarft ekki að hugsa um allt hitt draslið á meðan þú vinnur þetta verk, einbeittu þér bara að því.
Andlega hefur þetta áhrif – það skrúfar aðeins niður kvíðann vegna hins „óyfirstíganlega.“ Segðu við þig: „Þetta er eitt lítið verkefni. Ég get þetta.“ Og þá hefstu handa.
Kláraðu þetta fyrsta verkefni – ekki fara í önnur verk
Það er rosalega auðvelt að láta afvegaleiðast þegar maður byrjar að taka til eða þrífa. Þú veist alveg hvað það þýðir: Þú byrjar á þrífa baðherbergið og finnur þar dót á gólfinu sem barnið á. Þú ferð með það í barnaherbergið. Þá ferðu að taka upp óhreinan þvott á gólfinu, ferð að raða leikföngum, svo ferðu með í þvottavélina og þá allt í einu manstu að þú varst að þrífa baðherbergið!
Nú, allt í einu, hefurðu fimm ókláruð verkefni og finnst lífið vera súrt og þú vera sigruð/sigraður. Þennan hring þarftu að stöðva áður en hann hefst.
Þú hefur sigrað með því að ljúka þessu eina verki. Haltu þig við það! Ef þú sérð eitthvað eins og leikfang eða álíka sem á heima á öðrum stað í húsinu, settu allt í hrúgu fyrir utan vinnusvæðið. Þú getur séð um þessa hluti þegar hitt er búið.
Um leið og þú hefur lokið verkinu/markmiðinu, þá geturðu sett í þvottavél eða gengið frá hlutunum.
Þetta litla trikk kemur í veg fyrir að þú eyðir tíma í óþarfa og farir að gera eitthvað allt annað en þú ætlaðir að gera.
Klappaðu þér á bakið fyrir vel unnin störf
Eitt aðalatriðið við að „peppa sig upp“ í þrif er að fagna sigrunum, sama hversu litlir þeir eru. Þetta skref er oft vanmetið, en hjálpað þér að komast yfir þessar neikvæðu tilfinningar sem fylgja þrifunum.
Þegar þú hefur lokið fyrsta verkefninu, gefðu þér smá tíma að horfa á svæðið sem þú varst að vinna í og sjáðu hvað það lítur vel út. Taktu jafnvel mynd! Áfram þú!
Ekki hafa áhyggjur af öllu hinu draslinu á þessum tímapunkti. Sjáðu að þú settir þér markmið og stóðst við það. Þú getur þessvegna verðlaunað þig, fengið þér kaldan drykk, settu fæturnar upp í nokkrar mínútur. Láttu þér líða vel.
Settu raunhæf markmið
Þegar þú finnur viljann til þess, settu þér markmið við þrif eða tiltekt. Það geta verið nokkrar mínútur, klukkutímar, eða nokkrum dögum seinna. Það fer eftir lífsstílnum, hversu mikla orku þú hefur og hversu mörgum skyldum að gegna.
Ef þú getur munað þessa góðu tilfinningu frá fyrsta verkefninu og notað hana sem hvatningu fyrir næsta verk, frábært.
Ekki áfellast sjálfa/n þig fyrir að geta ekki gert allt á einum degi. Sérstaklega ef þú ert foreldri, átt við einhver veikindi eða álíka að stríða, eða hvað sem það er. Þrifin eru kannski ekki í forgangi. Aðalmarkmiðið er að muna þennan fyrsta sigur og nýta sér hann. Segðu: „Ég get gert þetta ef ég set mér raunhæf markmið.“
Eftir að hafa sett eitt markmið og staðist það, geturðu haldið áfram og getur farið í stærri verk. Það er frábært! Bara ekki hafa markmiðin of stór svo þú getir ekki klárað og verðir fyrir vonbrigðum.
Það er algerlega raunhæft að klára allt húsið/íbúðina með því að vinna í einu í einu. Ef þér finnst verkefnin óyfirstíganleg, taktu þér pásu og byrjaðu á skrefi 1 aftur. Þú getur bara gert þitt besta og ekki áfellast þig fyrir það.
Ekki hika við að biðja um hjálp
Þú þarft ekki að standa í þrifum upp á þitt einsdæmi. Þeir sem búa með þér geta alveg hjálpað til. Þó þau kunni ekki að vera sammála um þrifin eða að minnka draslið geta þau alveg séð um sitt. Gefðu börnum verkefni sem hæfa aldri og makinn getur hjálpað við ákveðin verk sem honum eru sett.
Margar hendur vinna létt verk, og verkið er unnið hraðar á einfaldari máta. Svo er það líka skemmtilegt! Þú getur jafnvel búið til leik og beðið krakkana um að taka upp 10 hluti til að ganga frá. Það gerir verkið léttbærara og það sér fyrir endann á því. Þú getur líka beðið um pössun fyrir börnin á meðan þú tekur til. Stundum er hægt að gera mun meira með litlu krílin ekki að skottast um.
Gera verkið skemmtilegt
Ókei, kannski ekki skemmtileg, meira þolanlegt. Settu á góða tónlist. Hlustaðu á hlaðvarp eða hljóðbók. Brjóttu saman þvottinn með uppáhalds Netflixþáttinn í gangi. Ef hægt er, hafðu góðan ilm á heimilinu. Hugsaðu um hvað þér á eftir að líða vel þegar þetta er búið og ástæðu þess þú ert að gera það. Verðlaunaðu þig ef það er hvatning.
Haltu heimilinu við með mjúkri hendi (ekki járnhnefa!)
Þegar þú hefur náð öllu hreinu og fínu viltu að sjálfsögðu halda því við. Þú getur búið til reglur sem þú getur viðhaldið, til dæmis að ganga frá uppþvotti eftir hverja mátíð eða tekið dót af stofugólfinu fyrir svefn. Passaðu að deila ábyrgðinni ef það er möguleiki.
Gerðu þitt besta en mundu að þú þarft að lifa lífinu líka. Sérstaklega ef börn eru á heimilinu, þá er eiginlega ekki séns að halda heimilinu 100% allan tímann.
Mundu að minningarnar sem þú átt skipta öllu. Heimilið þitt er ekki safn, þú býrð þarna!
Þrif eru ekki eitthvað sem þarf bara að gera einu sinni, en að henda drasli og minnka við sig getur haft marga góða kosti, s.s. minni tími við þrif og tiltekt í framtíðinni svo þú getur einbeitt þér að mikilvægari hlutum í lífinu.
Byrjaðu smátt, haltu einbeitningu, fáðu hjálp, gerðu hlutina aðeins skemmtilegri. Þannig geturðu náð markmiðum þínum. Taktu djúpan andardrátt, náðu upp orku og sjáðu hvort þú getur ekki byrjað!